Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Álfaskeið 84, Hafnarfjörður, fnr. 207-2965 , þingl. eig. Halldór I
Stefánsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn
29. maí nk. kl. 10:30.
Sörlaskeið 21, Hafnarfjörður, fnr. 224-9358 , þingl. eig. Guðmundur
Sindri Harðarson og Dagmar Ósk Harðardóttir, gerðarbeiðandi
Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 29. maí nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
23. maí 2019
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs verður háð á skrifstofu sýslumanns,
Hlíðasmára 1, herb.201, Kóp. sem hér segir
GÆSKUR, KÓ, Kópavogur, (SKEMMTISKIP) , þingl. eig. VIP Iceland
ehf, gerðarbeiðandi Kópavogsbær, miðvikudaginn 29. maí nk. kl.
13:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
23. maí 2019
Tilboð/Útboð
Breyting Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022
Í landi Indriðastaða á svæði er nefnist Dyrholt
KYNNING – OPINN DAGUR
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 131. fundi sínum þann 10. apríl 2019 að kynna fyrir almenningi og
öðrum hagsmunaaðilum breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar breytta landnotkun í landi
Indriðastaða skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br.
Í megin dráttum felur skipulagsbreytingin í sér að svæði sem eru skilgreind, annars vegar sem verslun og þjónusta
og er 2 ha að stærð, og hins vegar opið svæði til sérstakra nota og er 5 ha að stærð, verði breytt í samfellda
frístundabyggð.
Breytingin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri, 311 Borgarnes og á
heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is. Opinn dagur verður á skrifstofu sveitarfélagsins þann 28. maí
2019 milli kl. 10 og 12 þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér tillögu breytingar aðalskipulags.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps
Tillaga nýs deiliskipulags tveggja íbúðalóða
Í landi Fitja
KYNNING – OPINN DAGUR
Tillaga nýs deiliskipulags tveggja íbúðalóða í landi Fitja er kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum
með opnum degi sbr. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar tveggja íbúðalóða. Samkvæmt tillögu deiliskipulags er heildar
byggingarmagn 200 fm á hvorri lóð og hámarks mænishæð verði 7.5 m frá óhreyfðu landi.
Tillaga deiliskipulags liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri, 311 Borgarnes og
á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is. Opinn dagur verður á skrifstofu sveitarfélagsins þann 28. maí
2019 milli kl. 10 og 12 þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér tillögu nýs deiliskipulags.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps
Félagsstarf eldri borgara
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Opið
hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið
fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535 2700.
Boðinn Hugvekja kl. 13.30. Vöflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 16.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Opin Listasmiðja kl. 9-16. Thai Chi kl. 9-10. Boccía kl.
10.15-11.20. Hádegismatur kl. 11.30. Hádegisskemmtun kl. 11.30. Börn
úr Breiðagerðiskóla koma og syngja kl. 11.30. Afi kl. 12.30. Útskriftar-
verkefni Réttarholtsskóla Góðgerðarbingó til styrktar Píata samtök-
unum kl. 13.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma
411 2790.
Furugerði 1 Íslenskumorgnar kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl.
11.30-12.30, ganga kl. 13, kaffisala kl. 14.30-15.30. Föstudagsfjör: Alltaf
mismunandi.
Garðabæ Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jóns-
húsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá
Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Gler-
vinnustofa m/leiðb. kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps
kl. 10-10. Gönguhópur um hverfið kl.10.30. Bókband m/leiðb. kl. 13-16.
Kóræfing kl.13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 Boccia, kl. 20 Félagsvist.
Gullsmári Handavinna kl. 9. ATH Leikfimi / Fluguhnýtingar
/Ljósmyndarklúbbur /Bingó og Gleðigjafarnir eru komin í sumar frí
Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika alla virka daga, kl. 11.30
línudans, kl. 13 brids, kl. 13 botsía, kl. 10.45 leikfimi, Hjallabraut, kl.
11.30 leikfimi Bjarkarhúsi.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, bridge í handavinnustofu kl. 13, bingó kl.
13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, tréútskurður kl. 9-12, lesið
upp úr blöðum kl. 10.15. Upplestur kl. 11-11.30, opin listasmiðja kl. 9-
12, hádegismatur kl. 11.30-12.30, Bingó kl. 13.30.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í sal-
num á Skólabraut kl. 11. Spilað í króknum kl. 13.30. Ath. engin dagskrá
verður í salnum á Skólabraut næstu viku vegna uppsetningar hand-
verkssýningarinnar sem opnar fimmtudaginn 30. maí á degi aldraðra,
uppstigningardag. Sýningin verður opin fimmtudag 30. maí, föstudag
31. maí og laugardag 1. júní i kl. 13.- 17. Vöfflukaffi og sölubás.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða
bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Spænsku-námskeið kl. 13.
Kennarar frá Spænskuskólanum Háblame. Dansað sunnudagskvöld
kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Jessenius Faculty of Medicine í
Martin Slóvakíu
heldur inntökupróf í læknisfræði
3. júní í MK Kópavogi. 4 júní í MA á
Akureyri og 9. ágúst í MK Kópavogi.
Upplýsingar í síma 8201071 og
kaldasel@islandia.is
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
✝ Hilmar E. Guð-jónsson fæddist
í Skarðshlíð, A-
Eyjafjöllum, 15.
nóvember 1938.
Hann lést á dvalar-
heimilinu Eir 15.
maí 2019.
Foreldrar hans
voru Jón Hjörleifs-
son, bóndi og oddviti
í Skarðshlíð, og
kona hans Guðrún
Sveinsdóttir frá Selkoti. Kjörfor-
eldrar Hilmars voru Guðjón
Sveinsson og Marta Eyjólfsdóttir
húsmóðir. Hilmar var næst-
yngstur átta systkina.
Hilmar giftist Ólöfu Magnús-
dóttur gjaldkera 21. september
1963. Ólöf fæddist 23. apríl 1944
og andaðist í apríl
2018. Synir þeirra
eru: 1) Magnús Guð-
jón, f. 28.12. 1963,
börn hans eru Ólöf
Sunna, Hilmar Örn,
Hekla Sóley og Æv-
ar Magnús. 2) Hauk-
ur, f. 13.3. 1972,
kvæntur Helgu Mar-
íu Finnbjörnsdóttur,
börn þeirra eru
Heiðar Darri, Finn-
björn Orri og Sveinn Magnús.
Hilmar lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Íslands og starf-
aði lengst af sem bókari hjá
Fóðurblöndunni.
Útför Hilmars verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 24. maí
2019, klukkan 11.
Í hjörtum okkar ríkir bæði sorg
og fögnuður. Sorg yfir að kveðja
góðan, einlægan og traustan vin,
en gleði yfir því að lífsins þjáning-
um sé lokið og að hafa fengið að
vera samferða honum í svo mörg
ár.
Hilmar var afar hjálpfús, iðinn
og viljugur til allra góðra verka.
Hann var glaðlyndur og viðmót
hans allt skapaði góða nærveru.
Hann var tónelskur og góður pí-
anóleikari. Gleymum aldrei orgel-
leik hans við brúðkaup okkar. Öll-
um þótti ljúft að dveljast og vera í
samvistum við hann. Fyrir hug-
skotssjónum okkar sjáum við hann
ungling í KFUM, glaðan og ljúfan
á samverustundum í Kristilegum
skólasamtökum þar sem við sátum
saman í stjórn. Á þeim samveru-
stundum var oft kátt á hjalla í
góðra vina hópi. Jafnframt sé ég
hann hressan, iðinn og hugljúfan
samstarfsmann til margra ára í
sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi.
„Minningar taka að tala, töfra-
magn Skógur á,“ orti sr. Friðrik
um Lindarrjóður; Kapellan, lindin
helga, bátaskýlið, Eyrarvatn,
Oddakot, kyrrð, friður og fugla-
söngur, kvöldvökur með svellandi
söng, sögum, lifandi orð Guðs. Og
tvær kexkökur og ísköld mjólk
með fallega sálminum í lok dags:
„Ó, vef mig vængjum þínum.“ Allt
stendur þetta ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum mínum og ekki er síð-
ur eftirminnilegt þegar kyrrð
færðist yfir að kvöldi og foringjar
gengu til náða í foringjaherbergi
þar sem Hilmar var hrókur alls
fagnaðar með skemmtilegum sög-
um og eftirhermum sem léttu lund
okkar eftir erilsama og oft erfiða
daga.
Á kveðjustund þökkum við fyrir
einlæga og trausta vináttu, sam-
veru og fögnuð með honum, Ólöfu
og fjölskyldu þeirra um áraraðir á
heimilum okkar, á skólamótum og
námskeiðum í Vindáshlíð og
Vatnaskógi.
Í heimsóknum okkar til Hilmars
undanfarin rúm tvö ár hefur hann
lítið getað tjáð sig. Við erum því
innilega þakklát fyrir síðustu sam-
veru sem við áttum með honum nú
í apríl. Þegar við nálguðumst hann
álengdar rétti hann sig upp þar
sem hann sat í stól, opnaði augun
upp á gátt, brosti út að eyrum og
sagði glaður í bragði: Nei, Þórir!
Við biðjum þess að farsæld og
friður megi fylgja sonum hans,
tengdadætrum og barnabörnum
um ókomna tíð.
Þórir S. Guðbergsson
og Rúna Gísladóttir.
Góður samferðamaður minn
gegnum lífið allt frá barnæsku er
horfinn á braut.
Við fregnina af andláti Hilmars
komu í hugann minningar af hon-
um spila undir söng í KFUM í
Laugarnesi, við strákarnir sungum
það hátt að þakið var næstum að
rifna af salnum. Hilmar las upp og
sagði sögur enda sögumaður
góður.
Þátttaka í leiksýningum þar
sem hann fór á kostum og sem eft-
irherma er okkur „pottormunum“
ógleymanlegar stundir. Fundarefn-
ið var fjölbreytt en allir fundir end-
uðu með Guðsorði og bæn.
Hilmar var formaður KSS í
nokkur ár, þar stjórnaði hann fund-
um og skólamótum, m.a. í Vatna-
skógi, af röggsemi eins og honum
var lagið, húmorinn var sjaldan
langt undan. Mynd kemur upp í
hugann af Sveini Guðmundssyni og
Hilmari, hálfgerðum gúrú þar sem
Hilmar þóttist vera að dáleiða
Svenna, áhorfendur veltust um af
hlátri.
Hilmar var félagi í kristniboðs-
flokki sem nefndist Kátir drengir,
þegar Hilmar mætti á fundi var
ekki skortur á skemmtisögum.
Hilmar var KFUM-ari og sótti
AD-fundi eldri félaga af trúfesti.
Þegar Hilmar hætti að vinna vegna
aldurs fluttu þau Ólöf til Hellu þar
sem þau gerðu sér gott heimili,
bókamaður var hann mikill, merki-
legt fannst mér að sjá ljósrit af Guð-
brandsbiblíu á heimilinu.
Fjöldamörg ár spilaði Hilmar
undir söng í félögunum, þegar hann
flutti austur fyrir fjall hélt hann
áfram að aka yfir Hellisheiðina í
misjöfnum veðrum til að spila á AD-
fundum.
Fyrir nokkrum árum veiktist
hann af erfiðum sjúkdómi. Hann og
Ólöf fóru þá á hjúkrunarheimilið
Eir þar sem þau eyddu síðustu ár-
um sínum saman.
Guð blessi minninguna um Hilm-
ar Guðjónsson.
Gunnar Örn Jónsson.
Kveðja frá Skógar-
mönnum KFUM
Í dag kveðja Skógarmenn
KFUM góðan félaga, Hilmar Guð-
jónsson. Vatnaskógur var Hilmari
hugleikinn, hann sat í stjórn Skóg-
armanna KFUM frá 1960 til 1980
eða í 20 ár alls, lengst af sem gjald-
keri. Á þessum árum átti sér stað
mikil uppbygging á staðnum og
reyndi oft á útsjónarsemi og að
finna nýjar leiðir til fjáröflunar,
reyndist Hilmar drjúgur í þessu
hlutverki. Glaðlegt yfirbragð Hilm-
ars á viðburðum sem Skógarmenn
héldu til stuðnings starfinu í Vatna-
skógi smitaði út frá sér og setti
mark sitt á þá viðburði.
Hilmar tók einnig þátt í félags-
starfi KFUM og sótti AD fundi og
sá gjarnan um undirleik sem hann
gerði af mikilli alúð og fagmennsku.
Hilmar lét ekki aftra sér að mæta á
þótt hann þyrfti að ferðast mun
lengra en aðrir en hann bjó á Hellu
síðustu árin sem hann sótti fundina.
Skógarmenn KFUM þakka
samfylgd við góðan félaga og senda
fjölskyldu Hilmars innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd Skógarmanna
KFUM,
Ársæll Aðalbergsson
og Ólafur Sverrisson.
Hilmar E.
Guðjónsson
Fleiri minningargreinar
um Hilmar E. Guðjóns-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.