Morgunblaðið - 29.05.2019, Side 8

Morgunblaðið - 29.05.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 Jón Magnússon, lögmaður ogfyrrverandi þingmaður, segir hið ósagða einkenna skýrslu sem tók nærri hálfan áratug að skrifa:    Fram kemur aðtakmörkuð gögn liggi fyrir um veitingu neyðarláns til Kaupþings þá myrku daga þegar Íslendingar upp- götvuðu sér til skelfingar að þeir voru ekkert merki- legri en aðrir og í stað þess að vera of- urríkir þá var neyð- arástand. Það eru í sjálfu sér ekkert ný sannindi.    Þá kemur ekki fram að áhrifa-miklum aðilum ekki síst verka- lýðshreyfingunni var í mun að hægt væri að bjarga Kaupþingi banka ekki síst vegna hagsmuna lífeyr- issjóðanna. Það sem kemur hins vegar ekki fram í skýrslunni af skiljanlegum ástæðum er umfjöllun um það með hvaða hætti var staðið að því að hámarka verð þeirrar tryggingar sem sett var að veði fyr- ir veitingu neyðarlánsins. Ljóst er að hefði tryggingin verið fullnægj- andi þá hefði ekki orðið neitt tjón.    Ég skrifaði ítarlega grein fyrirnokkrum árum í Morgun- blaðið þar sem ég rakti að tilboð lá fyrir í það sem sett var að veði, sem hefði leitt til fullrar endurgreiðslu neyðarlánsins, en Már seðla- bankastjóri kaus að taka öðru til- boði, sem var vafasamara og gat eingöngu þjónað hagsmunum kröfuhafa Kaupþings banka en ekki þjóðarinnar.    Hvernig skyldi standa á því aðMár Guðmundsson seðla- bankastjóri vill ekki gera grein fyr- ir þessum þætti málsins þó mikil- vægastur sé?“ Jón Magnússon Telur margt vanta STAKSTEINAR Már Guðmundsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Álagningu opinberra gjalda á ein- staklinga vegna ársins 2018 er að ljúka. Niðurstöður álagningar verða aðgengilegar á þjónustuvef Ríkis- skattstjóra, www. rsk.is, frá og með uppstigningardegi 30. maí. Niðurstöður álagningar verða nú birtar í annað sinn með nýju sniði en gömlu álagningarseðlarnir viku fyrir nýrri framsetningu á síðasta ári. Álagningin sýnir líkt og áður stöðu inneigna og/eða skulda niður á hvern gjalddaga en nú er hægt að skoða betur einstaka liði álagningar- innar til að sjá út- reikninga og nán- ari upplýsingar. Þannig er m.a. mögulegt að skoða útreikn- inga barnabóta, vaxtabóta, tekju- skatts og útsvars. Auk þess er að finna upplýsingar um hve hátt hlut- fall skatta sem lagðir eru á tekjur einstaklinga er af tekjuskattsstofni og hvernig skattgreiðslurnar skiptast á milli ríkissjóðs og sveitar- félags. Álagningarskrá verður ekki lögð fram fyrr en dagana 19. ágúst til 2. september nk. eða 15 dögum fyrir lok kærufrests sem er 2. september. Í tilkynningu ríkisskattstjóra kemur fram að í framhaldi af áliti Persónu- verndar um gagnagrunn með per- sónuupplýsingum frá í nóvember 2018, hafi hann tekið til skoðunar alla framkvæmd við framlagningu og birtingu upplýsinga. Könnun þessi stendur yfir. Ljóst sé þó að ríkisskattstjóri mun ekki senda fjölmiðlum upplýsingar um hæstu greiðendur þar sem slík birt- ing er ekki talin samræmast þeim ákvæðum sem gilda um persónu- vernd og friðhelgi einkalífs. „Það er ekki hlutverk ríkisskatt- stjóra að birta slíkar upplýsingar,“ var haft eftir Snorra Olsen ríkis- skattstjóra á mbl.is. sisi@mbl.is Álagning birt á uppstigningardag Snorri Olsen Í þessari viku eru væntanleg til Reykjavíkur tvö sannkölluð risaskip, skemmtiferðaskip af stærri gerð- inni. Þau heita MSC Preziosa og Norwegian Getaway. MSC Preziosa hefur komið hingað áður. Það er 139.072 brúttótonn og er væntanlegt að Skarfabakka á Sundahöfn á fimmtudag klukkan 11. Skipið tekur 3.052 farþega og í áhöfn eru 1.390 manns. Norwegian Getaway er væntan- legt að Skarfabakka klukkan 12 á föstudaginn. Það er 145.655 brúttó- tonn. Skipið tekur 3.929 farþega og í áhöfn þess eru 1.595 manns. Bæði skipin stoppa í Reykjavík yfir nótt. MSC Preziosa á ekki að láta úr höfn fyrr en klukkan 18 á föstudag. Því kann svo að fara að tvö risaskip liggi samtímis í Sundahöfn með samtals um 10 þúsund manns, farþega og áhafnir. Norwegian Getaway hefur ekki komið til Reykjavíkur áður og sam- kvæmt venju munu forráðamenn Faxaflóahafna afhenda skipstjór- anum skjöld til minningar um fyrstu heimsóknina. Skipið er í norskri eigu, smíðað árið 2014. sisi@mbl.is Litríkt risaskip er væntanlegt Norwegian Getaway Skipið er málað skærum litum og er tilkomumikið að sjá. Eflaust munu margir leggja leið sína í Sundahöfn til að berja skipið augum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.