Morgunblaðið - 29.05.2019, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019
Námskeið Krakkar úr 6. bekk Öldutúnsskóla í Hafnarfirði brugðu sér á námskeið hjá siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfjarðarhöfn og höfðu gaman af. Siglingakappar framtíðarinnar án efa.
Eggert
Í einfaldleika sínum
hefur hlutverk Sjálf-
stæðisflokksins ekkert
breyst í 90 ár; að berj-
ast fyrir frelsi ein-
staklingsins og virkja
sköpunargáfu og at-
hafnaþrá hvers og
eins, að tryggja sam-
félag þar sem dugn-
aður fær að njóta sín,
að tryggja og standa
vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, að
byggja upp þjóðfélag sem sameinast
um sáttmála um öfluga heilbrigðis-
þjónustu fyrir alla, tryggingakerfi til
að styðja þá sem þess þurfa í lengri
eða skemmri tíma og menntakerfi
þar sem nemendur fá að rækta hæfi-
leika sína og búa sig undir framtíð-
ina.
Við sem höfum skipað okkur undir
gunnfána sjálfstæðisstefnunnar vilj-
um ekki aðeins gera tilveruna bæri-
legri heldur skemmtilegri og lit-
brigði mannlífsins fjölbreyttari.
Markmiðið er að fjölga tækifær-
unum, bæta lífskjör allra og búa í
haginn fyrir framtíðina með því að
treysta ungu fólki. Rauði þráðurinn í
hugmyndabaráttunni er mannhelgi
einstaklingsins og að andlegt og
efnahagslegt frelsi sé frumréttur
hvers og eins. Eitt af því sem sam-
einar okkur sjálfstæðismenn er sú
bjargfasta trú að eitt meginhlutverk
stjórnvalda sé að hvetja og styðja
við framtakssemi fólks.
Hugsjónamaðurinn, hagfræðing-
urinn og þingmaðurinn Birgir Kjar-
an (1916-1976) orðaði
þetta vel þegar hann
skrifaði um sjálfstæðis-
stefnuna fyrir 60 árum:
„Æðsta takmark
samfélags á því að vera
að veita einstakling-
unum allt það frelsi,
sem þeir þarfnast til
þess að fá að fullu notið
hæfileika sinna og
mannkosta, án þess að
þrengja eða óvirða rétt
annarra einstaklinga
eða tefla öryggi þjóðar-
heildarinnar í hættu.“
Höft og forræðishyggja
Síðastliðinn laugardag fögnuðu
því sjálfstæðismenn að 90 ár voru
frá því að Íhaldsflokkurinn og
Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust
undir merkjum Sjálfstæðisflokksins.
Í upphafi mörkuðu forystumenn
Sjálfstæðisflokksins stefnuna. Berj-
ast skyldi fyrir frelsi og fullu sjálf-
stæði þjóðarinnar en um leið voru
gefin fyrirheit um að flokksmenn
ætli að „vinna í innanlandsmálum að
víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu
á grundvelli einstaklingsfrelsis og
atvinnufrelsis með hagsmuni allra
stétta fyrir augum“.
Tæpum 20 árum síðar undirstrik-
aði Ólafur Thors, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, mikilvægi athafna-
frelsis í landsfundarræðu 1948:
„Í okkar landi er mikill auður en
hann er torsóttur. Enginn þarf að
ætla að við fáum til langframa staðið
undir óhjákvæmilegum kostnaði af
því að halda uppi fyrirmyndar
menningarríki í 100 þúsund ferkíló-
metra landi, byggðu 130 þúsund
mönnum, án þess að hagnýta auðæfi
landsins rétt. En það verður aldrei
gert ef mannsorkan og frelsið er
læst í læðing. Það næst aldrei ef
kröftunum er varið í að glíma við ráð
og nefnd og banka og nefnd og
stjórn og ný ráð o.s.frv., í stað þess
að einbeina þeim í sókninni á hendur
auðæfunum, sem falin eru í skauti
náttúrunnar, og aðeins bíða þar eftir
virkri hönd og auknu framtaki.“
Auðvitað hafa skipst á skin og
skúrir í sögu Sjálfstæðisflokksins.
Aldrei hefur hins vegar verið vikið af
þeim grunni sem stefnan var byggð
á. Eftir að hinni eiginlegu sjálfstæð-
isbaráttu lauk með stofnun lýðveld-
isins árið 1944 hafa atvinnufrelsi,
réttindi einstaklinga, forræðis-
hyggja og haftakerfi verið þunga-
miðja í pólitískum átökum hér á
landi. Hlutverk Sjálfstæðisflokksins
í þessum átökum hefur alltaf verið
ljóst. Þótt oft hafi gengið hægt að
hrinda stefnumálum í framkvæmd
hefur hugmyndafræði frjálsræðis
hægt og bítandi náð yfirhöndinni.
Múrar haftabúskapar hrundu
ekki af sjálfu sér. Verslunarfrelsi
fékkst ekki án átaka. Innflutnings-
skrifstofa ríkisins, sem útdeildi leyf-
um til innflutnings, var ekki lögð
niður fyrr en í fulla hnefana. Það
þurfti margar og ítrekaðar tilraunir
til að tryggja frelsi á öldum ljósvak-
ans – afnám einokunar ríkisins á út-
varps- og sjónvarpsrekstri mætti
harðri andstöðu. Sjálfstæðisflokk-
urinn einn stóð einhuga að því að
leyfa vindum frelsis að leika um út-
varp og sjónvarp. Það þurfi einbeitt-
an vilja til að brjóta einokun ríkisins
á fjarskiptamarkaði á bak aftur og
innleiða samkeppni.
Það er á grunni hugmyndafræði
einstaklings- og athafnafrelsis sem
einkaaðilar hafa fengið að blómstra
innan menntakerfisins; Hjallastefn-
an, Háskólinn í Reykjavík, Versl-
unarskólinn, Tækniskólinn svo
dæmi séu nefnd. Með því að innleiða
fjölbreytni inn í menntakerfið hefur
möguleikum ungs fólks verið fjölgað.
Dæmin eru miklu fleiri, stór og
smá.
Farvegur hugmynda
Í umróti stjórnmála síðustu árin
hefur verið reynt að afmá skilin sem
eru á milli vinstri og hægri, milli rík-
isafskiptasinna og talsmanna at-
hafnafrelsis. Allt á að vera faglegt,
ræða á málin og forðast átök. Ég hef
stundum leyft mér að halda því fram
að samfélagsverkfræðingar séu að
ná yfirhöndinni og hugmyndafræðin
að gefa eftir. Þó er það svo að hug-
myndafræðileg átök og hörð skoð-
anaskipti skila okkur áfram. Þetta á
við um réttindabaráttu samkyn-
hneigðra, um jafnan rétt kynjanna,
um baráttuna gegn ofurvaldi yfir-
stétta, um frelsi einstaklingsins að
vera hann sjálfur. Mestu og öflug-
ustu velferðarríki samtímans eru
þau þar sem samkeppni hugmynda –
átök hugmynda – hefur verið leyfð.
Ekki síst vegna þessa er mikil-
vægt að Sjálfstæðisflokkurinn haldi
áfram að vera farvegur fyrir nýjar
hugmyndir og ýti undir skoðana-
skipti. Oft hefur verið tekist hart á
um menn og málefni. Á stundum
hafa sár verið rist sem flest hafa
gróið enda öllum ljóst að fleira sam-
einar sjálfstæðismenn en sundrar.
En líklega hefur ein mesta gæfa
Sjálfstæðisflokksins verið sú hversu
óhræddir flokksmenn hafa verið að
ryðja ungu fólki braut, treysta því til
forystustarfa.
Fyrir þá sem fyrir eru á fleti eða
eru gamalreyndir og hertir í eldi
stjórnmálanna, getur verið erfitt að
skilja nýja strauma, átta sig á hug-
myndum sem horfa til framtíðar eða
sætta sig við að þeir yngri geri tilkall
til þess að taka við keflinu. Þannig
hefur það líklega alltaf verið. Þeir
sem sestir eru í helgan stein eða
hætt daglegri þátttöku í stjórn-
málum glímdu sjálfir við tregðulög-
málið þegar þeir hösluðu sér völl á
sviði stjórnmála. Margir geta litið
stoltir yfir ferilinn, sáttir við dags-
verkið. Þeir öðrum fremur ættu að
horfa bjartsýnir til framtíðar – ungt
hæfileikaríkt fólk sem byggir á
traustum grunni sjálfstæðisstefn-
unnar er að taka við og mun leiða
frelsisbaráttu sem hófst fyrir 90 ár-
um.
Eftir Óla Björn
Kárason »Ein mesta gæfa
Sjálfstæðisflokksins
hefur verið sú hversu
óhræddir flokksmenn
hafa verið að ryðja ungu
fólki braut, treysta því
til forystustarfa.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ungt fólk og 90 ára frelsisbarátta