Morgunblaðið - 29.05.2019, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019
✝ Guðrún FjólaGuðbjörns-
dóttir fæddist á
Landspítalanum
27. mars 1972.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
17. maí 2019.
Foreldrar Guð-
rúnar Fjólu voru
Kristín Jóna Guð-
mundsdóttir, f.
1943, d. 1995, og Guðbjörn
Hallgrímsson, f. 1934, d. 2018.
Systkini hennar eru Hall-
grímur Georg, f. 16.12. 1953,
Þegar Guðrún Fjóla var eins
árs fluttist hún með fjölskyldu
sinni til Helsingör í Danmörku
og bjó þar til fimm ára aldurs,
fluttist þá til Hafnarfjarðar
með fjölskyldu sinni, þar sem
hún bjó alla sína ævi.
Guðrún Fjóla hóf skóla-
göngu í Öldutúnsskóla þar sem
hún lauk grunnskólagöngu,
eftir það hóf hún nám við
Skrifstofu- og ritaraskólann.
Árið 2008 útskrifaðist hún sem
leikskólakennari frá Kennara-
háskóla Íslands.
Guðrún Fjóla vann ýmis
störf, m.a. á Skattstofu Reykja-
ness, Hagvirki Kletti og leik-
skólunum Víðivöllum, Norður-
bergi, Hvammi og Tjarnarási.
Útför Guðrúnar Fjólu fer
fram frá Víðistaðakirkju í dag,
29. maí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
d. 9.12. 1975, Guð-
mundur, f. 30.7.
1964, maki Mar-
grét Benedikts-
dóttir, Sigurlína
Herdís, f. 18.10.
1965, maki Hjörtur
Sigurðsson, og
Hallur Örn, f. 13.5.
1981.
Guðrún Fjóla
giftist Hilmari
Snæ Rúnarssyni
20.3. 2004, þau skildu. Börn
þeirra eru Arnar Snær, f. 30.1.
1995, og Inga Lilja, f. 10.11.
2001.
Elsku mamma, elsku fallegi
engillinn minn, ég trúi því ekki að
þú sért farin frá okkur. Ég get ekki
lýst því með orðum hversu mikið
ég sakna þín og tilhugsunin um að
hitta þig ekki aftur er óbærileg. En
ég veit að þú ert komin á betri stað
núna, þar sem þú færð að hitta
ömmu og afa og þarft ekki að finna
til. Ég mun alltaf halda í þær æð-
islegu minningar sem við áttum
saman. Við áttum óendanlega
mörg hlátursköst saman yfir öllu
og engu. Þú varst mikill húmoristi
og varst alltaf að grínast, meira að
segja alveg fram á síðasta dag. Svo
varstu með mikinn athyglisbrest
sem gerði allt miklu fyndnara. Þú
varst alltaf að draga mig í leikhús,
alveg frá því að ég var lítil. Síðasta
leikhúsferðin okkar saman var á
Ellý þar sem við hlógum saman og
áttum góða stund. Það voru tvær
hátíðir sem við héldum mikið upp
á. Þær voru jólin og Eurovision. Á
jólunum var alltaf svo notalegt
með þér. Þrátt fyrir að á síðustu
árum hafðir þú ekki styrk til þess
að baka alls kyns smákökur þá
voru jólin alltaf best hjá þér. Ég
mun aldrei gleyma síðustu jólun-
um okkar saman. Þá áttum ég, þú
og Arnar æðislega kvöldstund þar
sem við borðuðum jólamat, opnuð-
um pakka og spiluðum bezzerwiz-
zer. Þú vannst eins og vanalega, þú
varst svo klár. Þú ert hetjan mín og
munt alltaf vera það. Þú ert sterk-
asta og duglegasta kona sem ég hef
kynnst. Þú varst alltaf með já-
kvæðnina að leiðarljósi í allri þinni
baráttu. Ég dáðist að þrautseigju
þinni. Þú sást alltaf björtu hliðarn-
ar á öllu, meira að segja þegar þú
varst mikið veik. Alveg fram á síð-
asta dag reyndir þú að skemmta
þér. Þú dillaðir þér við tónlistina
sem ég og Arnar spiluðum fyrir þig
á líknardeildinni með þeirri litlu
orku sem þú hafðir.
Þá daga sem þú varst hress
dekraðirðu alltaf við mig með því að
koma með morgunmat inn til mín,
elda uppáhaldsmatinn minn eða
nudda á mér tærnar, það lét mér
líða svo vel. Þú reyndir að gera allt
til þess að mér liði betur. Þú varst
alltaf að hugsa um aðra og sýndir
svo mikinn áhuga á því sem aðrir
höfðu að segja. Oftar en ekki dast
þú í spjall með vinum mínum þegar
ég var að fá þá í heimsókn til að
hitta mig. Það fannst öllum svo
gott að tala við þig. Þú lést mig og
Arnar vita hvað þú elskaðir okkur
mikið. Þú vildir alltaf gera það sem
var best fyrir okkur systkinin.
Við tvær vorum ekki bara
mæðgur heldur vorum við líka
bestu vinkonur og ég gat sagt þér
allt. Uppáhaldsstundirnar okkar
saman voru þegar við spjölluðum
um alla heima og geima klukku-
tímunum saman í sófanum heima.
Þá gleymdum við alveg tímanum
því það skipti ekkert annað máli en
að vera saman.
Elsku mamma, þú verður alltaf í
hjarta mínu og ég veit að þú vakir
yfir mér. Ég vildi að þú hefðir get-
að fylgt mér í gegnum lífið en
svona er þetta. Ég er ævinlega
þakklát fyrir allan þann tíma sem
við fengum saman. Þú gerðir mig
að þeirri manneskju sem ég er.
Ég elska þig að eilífu.
Þín dóttir
Inga Lilja.
Elsku mamma mín, þín er sárt
saknað og þú ert algjör hetja fyrir
mér. Þú barðist við ömurlegan
sjúkdóm í sex ár en nú ertu loks
verkjalaus í faðmi mömmu þinnar,
sem þú misstir allt of ung. Fyrir
nokkrum mánuðum sagðir þú mér
að það eina sem héldi þér á lífi vær-
um við, börnin þín. Þú settir okkur
alltaf í fyrsta, annað, þriðja, fjórða
og fimmta sæti og ég er svo glaður
að hafa átt þig í þessi 24 ár.
Þú varst alltaf algjör húmoristi
og misstir það aldrei. Síðustu dag-
ana varstu með uppistand inni á
milli þrátt fyrir að þú gætir varla
talað. Eitt skiptið þegar amma var
að laga fæturna á þér sagðirðu við
hana alvarlega: „Ertu að reyna að
brjóta á mér lappirnar?“ en svo
hlóstu bara og sagðir „grín“.
Þú leyfðir sjúkdómnum aldrei að
vinna meðan þú varst hérna með
okkur. Þú varst jákvæðasta og
sterkasta manneskja sem ég hef
þekkt og mun nokkurn tímann
þekkja. Ég mun aldrei gleyma öll-
um frábæru kvöldstundunum sem
við áttum saman, þegar við spjöll-
uðum um allt og ekkert langt fram á
nótt. Við áttum alveg einstakt
mæðginasamband.
Síðast þegar ég bjó hjá þér var
ég ekki lengi að bæta við nýjum
heimalningi.
Ég fann hann í fjörunni við golf-
völlinn, nýfæddan kettling, og við
nefndum hann Simba. Seinna kom-
umst við svo að því að þetta var
stelpa en ákváðum samt að halda
nafninu. Þið Simbi voruð bestu vinir
þessa mánuði sem hann var hjá
okkur, þrátt fyrir að hann hafi eyði-
lagt flestöll fötin þín.
Ég elska þig, elsku besta
mamma, og ég veit að þú munt vaka
yfir mér og Ingu Lilju.
Þinn sonur,
Arnar Snær.
Elsku systir mín, þú ert farin frá
okkur, sem er ennþá svo óraunveru-
legt.
Þú tókst mér alltaf eins og ég
var. Hafðir alltaf trú á mér, sem var
alls ekki sjálfsagt þar sem ég var nú
ekki bjartasta vonin á mínum yngri
árum. Það að hafa loksins þroskast
og getað verið til staðar fyrir þig og
þessi yndislegu bõrn sem þú átt er
mér ómetanlegt.
Undanfarin ár hefur vinasam-
band okkar verið einstakt, vina-
samband sem ég vissi ekki að væri
hægt að eignast, geta sagt hvort
öðru allt, rætt málin, engin leyndar-
mál.
Get ekki enn ímyndað mér
hvernig lifið verður án þín. Lífið er
ekki alltaf sanngjarnt það vitum
við. Eins erfitt og õmurlegt þetta er
þá er ég svo þakklátur fyrir að hafa
fengið að vera bróðir þinn.
En það eru góðu stundirnar og
allt sem þú kenndir okkur sem
skiptir máli.
Hallur Örn Kristínarson.
Elsku stelpan mín, Guðrún
Fjóla. Minningarnar hrannast upp
eftir öll okkar ár saman. Þú varst
bara 16 ára stelpuskott þegar þið
Hilmar fóruð að vera saman. Þið
vilduð vera sjálfstæð, fara að búa,
ráða ykkur sjálf, urðuð svo fljótt
fullorðin.
Elsku stelpan mín. Lífið fór ekki
alltaf mjúkum höndum um þig,
móðurmissirinn breytti lífi þínu og
var afar erfitt verkefni á stuttri ævi
þinni. Og þín veikindi, engin sann-
girni í þeim.
Elsku stelpan mín. Arnar Snær
og Inga Lilja, gullmolarnir þínir
tveir, syrgja ástríka og einstaka
móður, þau voru þér allt og þú
þeim.
Elsku stelpan mín. Ég þakka þér
samfylgdina, við elskuðum hvor
aðra, böndin á milli okkar voru
sterk.
Þú hlærð svo himnarnir ljóma.
Á heillandi dans minna öll þín spor
orð þitt er ilmur blóma,
ást þín gróandi vor,
sál þín ljósið, sem ljóma vefur
löndin og bræðir hjartað kalt.
Ein og sama eilífð lengir
allt, sem var og koma skal.
Í hvílunni engin jafn sólhvít sefur,
þú gefur
og gefur – allt.
Hvert blóm, sem grær við götu mína, –
er gjöf frá þér,
og á þig minnir allt hið fagra,
sem augað sér.
Sól og jörð og svanir loftsins
syngja um þig.
hvert fótspor, sem ég færist nær þér
friðar mig.
(Davíð Stefánsson)
Elsku stelpan mín. Þú ert farin
úr okkar heimi, hittumst aftur á
nýjum stað. Guð blessi þig og veri
með þér. Ég bið engla Guðs að
vaka yfir Arnari Snæ og Ingu Lilju
og gefa þeim styrk til að takast á
við sorgina.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Kær kveðja
Ingibjörg (Inga) mamma.
Þegar horft er á myndina af
glaðlegum andlitum systkinanna,
Ingu Lilju bregða hægri handlegg
yfir axlir bróður síns, Arnars
Snæs, og vinstri utan um bringu
hans, systkin tvö að passa og gæta
hvort annars, hrynja þessi orð nú
við andlát móður þeirra Guðrúnar
Fjólu – móður sem undir andlát
sitt óskaði þess heitar öllu öðru að
börn hennar gættu hvort annars
og hlúðu hvort að öðru.
Guðrún Fjóla kynntist ung
Hilmari og um stundir vörðuðu
þau veginn saman, treystu stoðirn-
ar og byggðu upp heimili, – eign-
uðust börnin sín tvö og tókust á við
allt sem ungt fólk gerir. Þar kom
að leiðir skildi, sárt en gengið
hreint og heiðarlega til verks. Guð-
rún eftir bestu vitund sjálfri sér
samkvæm tilbúin að horfast í augu
við það sem við tæki.
En lífið er ekki alltaf fyrirséð.
Nokkru síðar gerðu alvarleg veik-
indi vart við sig en af bjartsýni,
baráttuhug og með öllu því afli sem
hún megnaði vann hún síðustu ár
að eigin bata en ávallt með velferð
barna sinna efst í huga.
Framar öllu öðru var Guðrún
Fjóla móðir, vökul um gæfu barna
sinna, hamingju og framtíð, sjálf
mótuð af þeirri reynslu að hafa
misst og upplifað sorgina. Hún var
Guðrún Fjóla
Guðbjörnsdóttir
✝ Ólafía KristrúnHaraldsdóttir
fæddist 18. mars
1938 í Reykjavík.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
18. maí 2019.
Hún var dóttir
hjónanna Jóhönnu
Fanneyjar Ólafs-
dóttur og Haraldar
Ágústar Snorra-
sonar. Systkini
Ólafíu eru Adolf Haraldsson,
Lilja Haraldsdóttir og Fjóla
Haraldsdóttir. Hún átti einnig
dóttir, þau eiga Sunnevu c)
Berglind Björgvinsdóttir, sam-
býlismaður Friðrik Kristinn
Auðunsson, börn þeirra eru Ald-
ar Freyr, Emilía Ósk og Hinrik
Þór. 2) Sjöfn Tryggvadóttir,
maki Ásbjörn G. Baldursson.
Dætur þeirra Vala Björk Ás-
björnsdóttir, sambýlismaður
Adriano Di Finizio barn þeirra
er Leonardo og Tinna Ýr Ás-
björnsdóttir, sambýlismaður
Haraldur N. Sigurjónsson. 3)
Eydís Tryggvadóttir, látin 1964.
4) Þórir Tryggvason, maki Rak-
el Tryggvadóttir. Börn þeirra
eru Róbert Tryggvi og Krist-
ófer Logi.
Útför Ólafíu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavik í dag, 29.
maí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13. Jarðsett verður í
Fossvogskirkjugarði.
hálfbróður, Gunnar
Pál Haraldsson.
Ólafía kvæntist
Tryggva Hannes-
syni, þau skildu.
Börn Tryggva og
Ólafíu eru: 1) Björk
Tryggvadóttir,
maki Björgvin
Magnússon. Börn
þeirra: a) Tryggvi
Björgvinsson, maki
Ásdís Benedikts-
dóttir, börn þeirra eru Aníta og
Tanja b) Magnús Björgvinsson,
sambýliskona Tinna Jóhanns-
Það er með þakklæti og virð-
ingu sem ég sest niður og skrifa
nokkur orð um tengdamóður
mína Ólafíu Kristrúnu Haralds-
dóttur, sem fallin er frá eftir stutt
en erfið veikindi.
Ólafía, eða Lóló eins og hún var
alltaf kölluð, var um margt sér-
stök kona. Hún vildi hafa allt í röð
og reglu og bar einstaka um-
hyggju fyrir sínum nánustu, sér-
staklega fyrir barnabörnum og
langömmubörnum. Það lýsir
henni best að þegar hún var orðin
fárveik, boðaði hún barnabörnin
til sín og færði þeim gjafir og
einnig gjafir til langömmu-
barnanna sem þau áttu að fá í ár, í
afmælisgjöf frá henni.
Lóló var oft í mat og heimsókn-
um hjá barnabörnunum og mök-
um þeirra. Þetta veitti henni
mikla ánægju. Fyrir vikulegum
matarboðum hjá elsta syni okkar
og tengdadóttur ríkti alltaf til-
hlökkun því þar spilaði hún á spil
við langömmubörnin á meðan
beðið var eftir matnum.
Eftir innlögn á spítala fékk hún
meira að segja leyfi til að fara í
innflutningskaffiboð hjá mið-
barninu okkar þar sem hún gaf
langömmubarninu útibekk á pall-
inn. Hún heimsótti dóttur okkar
og fékk hjá henni skókassa og
smotterí sem hún safnaði í kass-
ana.
Í mörg ár hafði Lóló nefnilega
þann sið að kaupa litlar gjafir sem
hún pakkaði í skókassa sem voru
sendir á vegum KFUM og KFUK
til að gleðja fátæk börn úti í heimi
á jólunum. Lóló fylgdist svo vel
með fréttum þegar sagt var frá að
þeir væru komnir til barnanna.
Allt árið var hún að dunda sér að
kaupa í skókassana handa börn-
unum.
Hún er búin að safna í nokkra
kassa núna sem hún tók af okkur
loforð að kæmust á réttan stað jól-
in 2019.
Hún hafði mikla ánægju af trjá-
rækt og fyrir rúmum 30 árum
keyrði hún austur í Grímsnes til
að setja niður, í landi okkar hjóna,
græðlinga sem hún hafði sjálf sáð
til. Þar er nú orðinn stór skógur
og mun fjölskyldan minnast henn-
ar fyrir þetta frábæra verk.
Lóló var mjög menningarleg og
fór oft á ýmiskonar sýningar og
leikhús með vinkonum sínum. Þá
naut hún þess einnig að fara á
kaffihús með vinkonunum eða ein-
hverjum úr fjölskyldunni.
Ekki er hægt að minnast
tengdamömmu án þessa að segja
aðeins frá þegar hún fór með
Biddý vinkonu sinni og Þóri syni
sínum og fjölskyldu í siglingu í
Karíbahaf á síðasta ári til að halda
upp á 80 ára afmælið sitt.
Síðasta daginn í siglingunni
hringdi Þórir heim til okkar á Ís-
landi og spurði hvort við hefðum
heyrt í henni. Hann sagði að þær
væru ekki um borð – hún var þá í
landi, vegabréfslaus með tvo doll-
ara í hendinni og skipið væri að
leggja úr höfn.
Það var ekki laust við að það
færi ónotatilfinning um okkur hér
heima en hún og Biddý skiluðu
sér um borð þegar verið var að
losa síðustu landfestar svo allt
endaði þetta vel.
Að endingu vil ég þakka Lóló
fyrir alla þá væntumþykju sem
hún hefur sýnt okkur, barnabörn-
unum og langömmubörnunum í
gegnum árin.
Björgvin Magnússon.
Við andlát skilur maður eftir
sig þúsundir minninga – lítil
augnablik á lífsleiðinni sem skilja
eftir spor í huga þeirra sem við
hittum. Líkt og aðrir skilur amma
Lóló eftir þúsundir spora í huga
margra en hennar spor eru sér-
stök því amma Lóló fór sínar eigin
leiðir.
Amma hafði lag á því að búa til
einstakar minningar, augnablik
sem einkenndu hana og aðeins
hana. Amma hafði dálæti á því að
vinna með það sem gerði tengsl
hennar við aðrar manneskjur sér-
stök – nokkuð sem veitir sjálfum
mér líka mikla unun.
Hún fann lítil atriði, stundum
fyrir misskilning, og magnaði þau
upp í lífi þeirra sem henni þótti
vænt um. Heima hjá mér má til
dæmis finna ýmiss konar mör-
gæsir – á glösum, styttum, bókum
og myndum. Amma hafði séð
mynd af mörgæs hjá mér þegar
ég spjallaði við hana á netinu og
dró þá ályktun að ég hefði áhuga á
þeim. Þannig hófst áralöng smá-
gjafahefð tengd mörgæsum milli
okkar tveggja.
Amma vissi að mér finnst vöffl-
ur góðar og fyrir vikið þurfti ég
vanalega að torga heilli vöffluupp-
skrift þegar ég kom í heimsókn.
Amma skellti nær undantekning-
arlaust í vöffluuppskrift og bak-
aði, jafnvel þegar ég leit einn í
heimsókn. Þar sem tíminn milli
heimsókna var oftast lengri en
endingartími rjóma leysti amma
það einfaldlega með sprautur-
jóma svo ég gæti fengið vöfflurnar
mínar.
Mörgæsir og vöfflur eru ekki
viljandi minningar – eitthvað sem
hún ætlaði sér að skilja eftir í
huga mínum. Hún vildi einfald-
lega gleðja mig með því að styrkja
sérstöku tengslin okkar.
Þannig kom ein sterkasta
minningin til, ekki bara mín held-
ur margra í fjölskyldunni. Einu
sinni dró amma mig með sér að
velja mynd á filtjólasokk. Mig
langaði ekki í þannig sokk, mig
langaði í útsaumaðan jólasokk
með mynd af Vetri konungi og
amma ákvað að verða við því. Það
tók ömmu rúmlega þrjá mánuði
að klára sokkinn – í framhaldinu
útbjó amma svo 13 jólasokka í við-
bót fyrir önnur börn, barnabörn
og langömmubörn. Minningu
ömmu verður haldið við um hver
jól þegar sokkarnir eru hengdir
upp.
Það þarf samt ekki að leggja
svona mikla vinnu í minningar –
það þarf ekki mikið hráefni í dýr-
mætar minningar. Amma skilur
eftir sig fjölmargar minningar
umfram mörgæsir, vöfflur og jóla-
sokka; Margar hverjar hvers-
dagslegar minningar sem meðal
annars urðu til í vikulegum kvöld-
mat ömmu heima hjá okkur síð-
ustu árin. Þær minningar gátu
orðið til í spilastund með lang-
ömmubörnunum á meðan matur-
inn var í undirbúningi, í kurteis-
istilraun til að borða alltof sterkan
mat, í sögum frá uppvaxtarárum
sínum eða jafnvel í því hvernig
hún laumupokaðist með jógúrt í
eftirrétt handa dætrum mínum.
Ég er þakklátur fyrir öll þessi
augnablik með ömmu Lóló sem
skilja eftir þúsundir dýrmætra
spora í huga mínum.
Einstök spor eftir einstaka
konu.
Þúsund þakkir, amma.
Tryggvi Björgvinsson.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þ.S.)
Ring, ring. Já, góðan daginn.
Hvernig er heilsan? Heilsan, hún
er sko fín … Hvar ertu? Ertu á
leiðinni? Já, komdu. Svona símtöl
verða ekki fleiri. Þeirra á ég eftir
að sakna.
Lóló systir var alltaf tilbúin að
taka móti gestum alveg sama
hvernig heilsan var. Hún kvartaði
ekki heldur bar sig alltaf vel og lét
okkur trúa því að það væri í góðu
lagi með heilsuna. Smá hósti, dá-
lítið þreytandi sagði hún.
Á kveðjustund verður eftir
mynd í huga þess sem þekkti
þann sem kvaddur er. Mynd
Lólóar í mínum huga er: dugn-
aður, ósérhlífni og umhyggju-
semi.
Ég er ein af mörgum sem urðu
þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta
þessara mannkosta hennar. Alveg
síðan ég man eftir mér reyndist
hún mér meira en stóra systir,
hún var minn besti trúnaðarvinur
og vinkona.
Ævin er hraðfleygar mínútur,
klukkustundir, dagar, ár. Á þess-
um stundum sem streyma jafnt
og þétt gefast okkur hin mörgu
verkefni og gullin tækifæri.
Verkefnin sem Lóló systir fékk
í lífinu voru mörg og mismunandi,
sorg, aðskilnaðir, hamingja og
vinátta. Hún tókst á við erfiðu
stundirnar með æðruleysi og auð-
mýkt.
Hamingjunni fagnaði hún á
sinn hátt. Lóló var einstök kona.
Kvartaði aldrei, hún vildi enga
vorkunnsemi. Hún lifði fyrir dag-
inn í dag. Hitti vinkonur sínar,
hlustaði á þær, fór með þeim í
leikhús og á tónleika. Hún var
Ólafía K.
Haraldsdóttir