Morgunblaðið - 29.05.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 29.05.2019, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 ✝ Jón Reynir(Jónsi) Hilm- arsson fæddist í Reykjavík 24. júní 1982. Hann lést 10. maí 2019. Foreldrar hans eru Arna Margrét Erlingsdóttir og Hilmar Kristberg Jónsson. Fóstur- faðir Jónsa er Sig- urður Þór Krist- jánsson. Systkini Jónsa eru Kristín Svava Sigurðardóttir (sam- mæðra) og Elí Kristberg og Est- er Hilmarsbörn (samfeðra). Fósturbróðir er Steinar Freyr Sigurðsson og stjúpbræður Elvar og Róbert Halldórssynir. Jónsi kvæntist Sunnu Ellu Ró- bertsdóttur og eignuðust þau fjögur börn; Klöru Sól, Ísabellu Ásu og tvíburana Alexander Þór og Viktoríu Ýri. Jónsi og Sunna Ella slitu samvistum. Jónsi lauk grunn- skóla frá Kópavogs- skóla 1998. Eftir skyldunám lagði hann stund á kokka- nám í Mennta- skólanum í Kópa- vogi en hvarf frá því og lagði leið sína í Borgarholts- skóla til að læra bifvélavirkjun. Jónsi lauk námi í bifvélavirkjun árið 2004 og starfaði við fagið m.a. hjá Ræsi, Bílabúð Benna, Öskju og hjá Brimborg en þar hóf hann störf 2015 og starfaði þar til dánardags. Útförin fer fram frá Linda- kirkju í Kópavogi í dag, 29. maí 2019, klukkan 15. Einlæg kveðja. Ég bið af dýpstu alúð engla mína eitt augnablik að skynja heita þrá; ég bið þá um að virkja vængi sína og vernda sál sem nú er fallin frá. Já, kæru englar, burt þið sælir svífið í sátt og friði yfir dúnmjúk ský. Ég veit að einhvern daginn læt ég lífið en lifi allar stundir fram að því. Ég minninganna yndi ekki leyni er englaskarinn hátt til himna fer. Um bjartan dag ég krýp á kné og reyni að kveðja sál sem alúð sýndi mér. (Kristján Hreinsson) Takk fyrir allt og allt elsku Jónsi minn. Þín mamma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Hvíl í friði, kæri vinur. Inni- legar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu og barna Jóns Reynis. Fyrir hönd samstarfsfélaga hjá Brimborg, Bíldshöfða 8, Ásdís. Jón Reynir Hilmarsson ✝ Ludwig H.Gunnarsson fæddist 10. septem- ber 1945. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Noregi 14. maí 2019. Foreldrar hans voru Gunnar Hall- dór Sigurjónsson loftskeytamaður, f. 29. nóvember 1909, d. 20. febrúar 1985, og kona hans Gertrud M. Sigur- jónsson, f. 20. október 1917 d. 14. ágúst 2006. Bræður Ludwigs: Sigurjón, f. 2. febrúar 1944, d. 25. október 2018, og Þór, f. 2. október 1940, maki Ásdís Valdi- marsdóttir f. 12. maí 1942. Marteinssyni og dætur þeirra eru Eva Sóley og Lilja Karen. Þau eru búsett í Kongsberg í Noregi. Ludwig var virkur félagi í slysavarnadeildinni Fiskakletti í Hafnarfirði og var einn af stofn- endum hennar. Einnig var hann einn af stofnendum Kiwanis- klúbbsins Óss á Hornafirði og síðar félagi í Kiwanisklúbbnum Eldborg í Hafnarfirði. Árið 1977 fluttu þau hjónin til Hornafjarðar og þar bjuggu þau í rúm 30 ár. Þar var Ludwig virkur félagi í Björgunarfélagi Hornafjarðar um árabil. Einnig var hann félagi í Karlakórnum Jökli um 15 ára skeið. Árið 2009 fluttu þau hjónin til Hafnarfjarðar og hafa búið þar síðan. Þar starfaði Ludwig hjá N1 þar til hann lét af störfum 2014 og fór á eftirlaun. Útför Ludwigs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. maí 2019, klukkan 13. Ludwig ólst upp í Hafnarfirði og gekk þar í Lækjarskóla, Flensborg og Iðn- skóla Hafnarfjarðar þar sem hann lærði húsgagnasmíði. Hann fékk meist- araréttindi árið 1972. Fyrri kona Ludwigs var Sigríð- ur Guðmundsdóttir, f. 1. október 1948, d. 15. júlí 1973, þau skildu. Sonur þeirra er Guðmundur Geir, f. 19. september 1966. Eftirlifandi kona Ludwigs er Guðrún Jóns- dóttir, f. 4. maí 1950. Þau giftu sig 24. júlí 1971. Dóttir þeirra er Þóra Kristín, gift Davíð Þór Ég á ennþá svo erfitt með að meðtaka það að minn kæri bróðir Lúlli sé farinn frá okkur. Það er svo stutt síðan ég sat og skrifaði minningarorð um bróður okkar Sonna. Nú eru þeir báðir fallnir frá og ég elstur af okkur þremur sit eftir og hugsa til baka. Lúlli var yngstur af okkur þremur, en við ólumst upp í Hafn- arfirði. Foreldrar okkar voru Gertrud Sigurjónsson Abelmann og Gunnar Halldór Sigurjónsson. Mikil heiðurshjón og góðir for- eldrar. Fyrstu árin bjuggum við á Garðavegi 4 en á unglingsárunum fluttum við á Álfaskeiðið í hús sem faðir okkar byggði. Lúlli var sá eini okkar sem bar þýskt nafn og er hann skírður í höfðið á móðurafa okkar. Lúlli var fljótt nokkuð ákveðinn dreng- ur og fór sínar eigin leiðir. Hann naut forréttinda þess sem er yngstur og fékk ungur að ferðast með móður okkar til heimaborgar hennar, Bremerhaven í Þýska- landi. Þar vakti hann mikla at- hygli hjá þýskum ættingjum, enda viljasterkur og féll illa inn í agaðan veruleika Þjóðverja. Enn þann dag í dag ganga sögur á milli fjölskyldumeðlima um kraftmikla heimsókn Lúlla á æskuslóðir móður okkar. Eins og fram hefur komið var Lúlli ákveðinn og hafði mjög sterkar skoðanir. Hann var ekki allra eins og maður segir en hann hafði ýmsa góða hæfileika og dettur mér þá í hug þegar hann var að vinna á N1 við umferðar- miðstöðina. Þangað komu margir af harðsvíruðustu mönnum undir- heima Reykjavíkur. Þegar þessir aðilar birtust á stöðinni var Lúlli jafnan sendur út að afgreiða þá. Hann var ekki lengi að koma þeim í skilning um það að allir fengju sömu afgreiðslu hjá hon- um og þeir urðu fljótt eins og leir í höndunum á Lúlla, þorðu engu að mótmæla og hlýddu honum í einu og öllu. Lúlli var mikill handverksmað- ur, það lék allt í höndunum á hon- um og hann var vandvirkur. Hann var lærður húsgagnasmiður og vann við þá iðn um tíma. Hann var duglegur að gera við hluti og eftir að hann hætti að vinna tók hann að sér hjólaviðgerðir og varð fljótt umsetinn enda bæði vandvirkur og svo var hann líka sanngjarn. Lúlli hugsaði vel um sig, synti á hverjum degi og var fastagestur í Suðurbæjarlauginni þegar hann var á landinu. Þá var hann mjög duglegur að hjóla og ganga út um allan bæ. Eftir að Gunna hætti að vinna ákváðu þau hjónin að hafa vetur- setu í hlýrra loftslagi á Spáni og dvelja í Noregi og á Íslandi á sumrin. Síðasti vetur var sá fyrsti sem Lúlli var ekki á Íslandi og gerir það fráfall hans enn sárara hvað það er langt síðan ég hef hitt hann og haft tækifæri til þess að ræða málin eins og við bræðurnir gjarnan gerðum. Elsku Gunna mín, Gummi, Þóra Stína og fjölskylda, við Ás- dís sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Þór Gunnarsson. Elsku Lúlli frændi, um leið og ég kveð þig langar mig til að þakka fyrir allar góðu stundirnar á lífsleiðinni. Þú varst með harðan skráp og ákveðinn í framkomu, en góður að innan. Við áttum ávallt gott sam- band og þú sýndir alltaf þínar bestu hliðar í okkar samskiptum. Ég er þakklát fyrir að við hitt- umst oft eftir að þú fluttir í bæinn aftur. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa til þegar það þurfti að gera við öll hjólin á heimilinu og last krökkunum gjarnan pistilinn varðandi um- gengni við reiðhjól að viðgerð lok- inni. Það var vel þegið. Það var gaman að koma í heim- sókn til ykkar Gunnu, sérstaklega í Setbergið þar sem þú varst bú- inn að taka við húsfélaginu og koma öllu í röð og reglu, ekki lengi að því. Síðast þegar við hittumst varstu fullur eftirvæntingar á leið til Spánar þar sem þið Gunna ætl- uðuð að eyða vetrinum í sól og sumaryl. Samverustundirnar verða ekki fleiri að sinni, en minning um góð- an frænda lifir. Elsku Gunna, Gummi Geir, Þóra Stína, Davíð, Eva Sóley og Lilja Karen, ég og Jóhann send- um ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Þórdís Þórsdóttir. Í dag kveðjum við hinstu kveðju Ludwig H. Gunnarsson. Með honum er genginn góður vin- ur og samferðamaður sem kvaddi okkur allt of snemma. Það er margs að minnast á þeim 50 árum sem liðin eru frá okkar fyrstu kynnum. Lúlli, eins og hann var ávallt kallaður, hafði sérstakar skoðanir og var ekki alltaf sam- mála síðasta ræðumanni. Það eru margar samverustundir sem ljúft er að minnast, t.d. Humarveislan á Hornafirði þegar setið var úti á palli á Silfurbrautinni í fallegu og sólríku sumarveðri með hvítvín við eld í kamínu, samverustundir í sumarbústaðnum Hásölum í Lóni þar sem náttúrufegurðin er engu lík. Í þessari fegurð var spilað og mikið hlegið. Eftir að Gunna og Lúlli fluttu suður tókum við upp þann góða sið að koma saman í matarveislu hvert hjá öðru og átt- um saman léttar og eftirminnileg- ar stundir. Það eru svona góðar og skemmtilegar stundir með góðum vinum sem gefa lífinu gildi og ljúft er að minnast. Lúlli var lánsamur að eignast góða eiginkonu, hana Gunnu, en eftir að þessir góðu vinir okkar komust á eftirlaun ákváðu þau að njóta lífsins á suðrænum slóðum og dvelja yfir vetrartímann á Spáni og voru þau á heimleið nú í maí með viðkomu í Noregi hjá Þóru Stínu og fjölskyldu þegar kallið kom og Lúlli lést þar aðeins 73 ára. Það var gott að eiga Lúlla sem vin og samferðamann. Með hon- um er nú fallinn frá einn þessara eftirminnilegu manna og er hans sárt saknað. Við Hanna vottum Gunnu, Gumma Geir, Þóru Stínu og fjöl- skyldu innilega samúð á þessari sorgarstundu og vonum að minn- ingin um góðan mann verði þeim huggun í harmi. Við óskum Lúlla blessunar Guðs. Gunnar Þórólfsson og Jóhanna Friðgeirsdóttir. Það voru sorgleg tíðindi er Gunna hans Lúlla hringdi í mig frá Noregi og tilkynnti mér and- lát Lúlla vinar míns. Þau voru á leið til Íslands eftir margra mán- aða dvöl á Spáni. Þessi tíðindi komu mér mikið á óvart. Lúlli var alltaf hraustur og t.d. hjólaði hann og fór í sund á hverjum degi. Við Lúlli vorum saman í Lækjarskóla og í sama bekk öll árin í Flensborg. Einnig vorum við saman í skátaflokknum Foss- búum í Hafnarfirði og myndaðist þar góður vinahópur ásamt skólabræðrum okkar, Villa, Gunna, Halla og Allan. Þar lærð- um við svo ótal margt gagnlegt. Fjallgöngur að vetri og sumri, skálaferðir og hvernig við áttum að útbúa okkur í þessar ferðir o.s.frv. Ég held að við búum allir enn að þessari samveru fyrir meira en 60 árum. Saman fórum við Lúlli á landsmót skáta í Botnsdal 1960. Ógleymanleg ferð sem við rifjuðum oft upp. Einnig er minnisstæð ferðin sem við fórum á tveimur jafnfljótum frá Hafnar- firði til Grindavíkur, Krýsuvíkur- leiðina. Þá var göngubúnaður ekki jafn léttur og þægilegur og hann er í dag. Við tjölduðum í Krýsuvík og fórum síðan næsta dag yfir Ögmundarhraun, sem er mjög úfið og erfitt yfirferðar. Vorum orðnir mjög þreyttir þeg- ar Lúlli sá sveitabæ sem heitir Ís- ólfsskáli og segir. „Þýsk vinkona mömmu býr hérna, við skulum heimsækja hana.“ Svona var Lúlli, úrræðagóður og fljótur að taka ákvarðanir. Þýska vinkonan eldaði mat handa okkur og við komumst nokkuð brattir til Grindavíkur. Ekki var alltaf logn þar sem Lúlli var, hann hafði sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar og var óhræddur að segja sína meiningu. Hann var glaðlyndur og kunni að gleðjast í góðra vina hópi. Lúlli og Gunna fluttu til Hafn- ar í Hornafirði en samband okkar slitnaði aldrei. Það var alltaf notalegt og hlýlegt að fá jólakort frá þeim með undirskriftinni Lúlli + Gunna. Árgangur 1945 í Hafnarfirði hefur verið mjög duglegur að hittast frá því við lukum gagn- fræðaprófi í Flensborg. Við höf- um verið með ýmsar uppákomur, fyrst á fimm ára fresti en síðustu 16 ár á hverju ári. Lúlli og Gunna komu oft frá Höfn til að vera með okkur. Þau voru á leiðinni til Ís- lands núna, meðal annars til að taka þátt í næstu ferð okkar sem er til Siglufjarðar. Ég veit að Lúlli hlakkaði mikið til þessarar ferðar. Árið 2006 heimsótti árgangur 1945 þau Lúlla og Gunnu til Hafn- ar í Hornafirði, skemmtileg ferð og vel skipulögð af þeim hjónum. Meðal annars ógleymanleg ferð með lóðsinum út í Hornafjarðar- ósinn og frábær jöklasýning. Lúlla verður sárt saknað í þessum ferðum. Ég kveð Lúlla vin minn með þakklæti fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Elsku Guðrún og fjölskylda. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Rúnar Pálsson. Það var mér harmafregn að heyra að Lúlli frændi minn hefði orðið bráðkvaddur og í fyrstu trúði ég því vart. Lúlli, Ludwig Heinrich Gunnarsson, var giftur Gunnu frænku minni en var samt alltaf frændi minn í mínum huga. Mínar fyrstu minningar um hann voru að hann talaði hátt og mikið og var með skegg, en það voru ekki margir í minni fjölskyldu með skegg. Hann var alltaf góður við okkur krakkana og spjallaði mikið við okkur. Lúlli frændi minn var góður maður. Hann og Gunna frænka reyndust mér einstaklega vel sumarið 1996. Þegar mér gekk illa að fá sumarvinnu heima á Akureyri könnuðu þau málið og redduðu mér vinnu í byggingar- vörudeild KASK á Hornafirði. Ég bjó hjá þeim það sumar og tók líka nokkrar vaktir með Lúlla á bensínstöðinni. Það var mjög lær- dómsríkt að fara og búa á öðru heimili. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og fjölskyldunni betur það sumarið. Það styttist í að ég verði fer- tugur en mér er það minnisstætt að þegar ég varð þrítugur hringdi síminn minn klukkan átta um morguninn og á hinum endanum var Lúlli að óska mér til hamingju með daginn. Hann spurði hvort hann væri ekki fyrstur og honum þótti mjög skemmtilegt að hafa náð því. Lúlli var barngóður og börn- unum mínum þótti gaman að hitta þennan skemmtilega kall sem var alltaf að spjalla við þau þar sem hann náði vel til þeirra á sinn ljúfa hátt. Því miður voru þó samveru- stundirnar alltof fáar. Lúlli var forvitinn maður og var inni í ýmsum málum. Hann vaktaði höfnina í Hafnarfirði mjög vel og hafði gaman af að segja mér sögur af skipunum. Í vetur fóru hann og Gunna frænka og nutu eftirlaunaáranna erlendis. Bæði á Spáni og í Nor- egi hjá Þóru Stínu og fjölskyldu. Ég var því búinn að safna í marg- ar góðar sögur handa honum um öll nýju skipin í vinnunni og spenntur að hlýða honum yfir. Ég mun þó aldrei fá að segja honum þær sögur og ekki heldur hvað mér þótti vænt um hvað hann reyndist mér vel. Elsku Gunna, Gummi Geir, Þóra Stína, Davíð, Eva Sóley og Lilja Karen. Megi minningin um skemmtilegan og barngóðan mann lifa. Hvíl í friði elsku Lúlli frændi. Jón Rafn Ragnarsson. Ludwig H. Gunnarsson FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Á góðu verði Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Opið: 10-17 alla virka daga Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.