Morgunblaðið - 29.05.2019, Page 28

Morgunblaðið - 29.05.2019, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta er í rauninni eitt verk, svo- kölluð innsetning, þ.e. verk sem unn- ið er inn í ákveðið rými,“ segir Markús Þór Andrésson, sýningar- stjóri sýningarinnar Rið eftir Finn- boga Pétursson sem opnuð verður í kvöld kl. 20 í A-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Undanfarin ár hefur Listasafnið boðið listamönnum að búa til ný verk inn í A-salinn. „Þetta hefur verið nokkurs konar sýningaröð hjá okk- ur. Við fáum fólk til þess að sýna verk sín og reyna þá að kallast á við rýmið. Þetta eru óvenjulegar að- stæður fyrir sýningarsal af því að gluggar vísa út í götuna og svo eru súlur og fleira sem tefur fyrir fólki. Það er svolítil áskorun að útbúa sýn- ingar inn í þennan sal,“ segir Mark- ús. Síðast var það Anna Guðjóns- dóttir sem gerði verk sem sniðið var að sýningarsalnum og þar áður Ing- ólfur Arnarson. „Þau hugsuðu bæði sýningar sérstaklega inn í þennan sal. Þær hefðu orðið allt öðruvísi ef þær hefðu verið settar upp einhvers staðar annars staðar.“ Griðastaður í birtunni Markús segir það lengi hafa verið á dagskrá að bjóða Finnboga að sýna verk í salnum. „Það hefur í raun verið á dagskrá í vel á annað ár en hann er önnum kafinn og vinsæll listamaður.“ Nú hefur það gengið upp. „Okkur fannst eftirsóknarvert að nýta sumartímann. Fá fólk úr birtunni inn í þennan heim, sem Finnbogi býr til í kringum verk sitt, þar sem maður getur kúplað sig út úr umhverfinu í kringum safnið og dettur inn í það ástand sem fylgir sýningunni. Okkur fannst spennandi að koma upp griðastað þar sem fólk getur horfið inn í sjálft sig einmitt þegar það er hvað mest að njóta úti- verunnar,“ skýrir Markús. „Finnbogi vinnur mjög gjarnan með innsetningar og kallast þá á við þann arkitektúr eða það umhverfi sem hann sýnir verkin í. Hann skoð- ar þó ekki aðeins veggi, loft og gólf heldur einnig tíðni bygginga og rýma. Í verkum sínum vinnur hann með þessa eðlisfræði umhverfisins og dregur hana fram með hljóði. Hann fær sveiflu af stað í hljóð- bylgjum sem kallast á við það rými sem hann er að vinna í hverju sinni. Svo hefur hann fundið leiðir til þess að gera þær hljóðbylgjur sýnilegar sýningargestum, til dæmis með gár- um á vatni, endurspeglun eða ein- hvers konar hreyfingu sem fólk get- ur séð.“ Eðlisfræði sveiflast með rýminu Markús segir Finnboga vera fær- an í að setja upp verk sín en nefnir þó að hann mæti alltaf nýjum áskor- unum í hverju rými og í Hafnarhús- inu sé það ekki síst hinn sérstaki arkitektúr. Finnbogi leysir það með því að setja eina stóra laug á milli súlnanna. „Það hefur verið skemmti- legt að fylgjast með verkinu verða til. Það er mikill smíðaskapur í kringum þetta,“ segir Markús og lýsir verkinu: „Á sýningunni Rið gengur áhorfandinn í kringum upp- hækkaða vatnslaug og af þessari vatnslaug endurvarpast gárur á yfir- borði vatnsins um rýmið. Tíðni rým- isins, sveiflurnar og endurkastið breytist allt eftir því hver gengur í kringum verkið. Eðlisfræðin sveifl- ast með því hvernig rýmið er hverju sinni. Líklega það stærsta hingað til Finnbogi er alltaf að fikra sig áfram í færni sinni í að taka yfir rými og gera það sýnilegt sem er ósýnilegt. Hann hefur prófað sig áfram með alls konar efnivið í gegn- um tíðina en laugar og gárótt vatns- yfirborð hafa fylgt honum alla tíð og þetta er líklega það stærsta sem hann hefur gert í þeim flokki,“ segir Markús. Auk þessa nýja verks í Hafnar- húsinu sýnir Finnbogi einnig verk á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju sem haldin er 1.-10. júní en hluti sýn- ingarinnar mun standa í allt sumar. Markús segir listamanninn vinna þar með svipaðan efnivið og í Riði. „Náttúruvísindin og eðlisfræðin eiga hug hans allan.“ Morgunblaðið/Eggert Áskorun Finnbogi Pétursson í A-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Hið ósýnilega sýnilegt  Ný innsetning eftir Finnboga Pétursson í Hafnarhúsinu  Gárur endurvarpast úr stórri, upphækkaðri vatnslaug Call for Performers nefnist sýning japönsku listakonunnar Mio Hanaoka sem opnuð verður í dag kl. 17 í sýning- arrýminu Midpunkt í Hamraborg 22 í Kópavogi. Hanaoka er fyrsti erlendi gestur Midpunkt í ár, listakona búsett í París sem stofnaði árið 2016 listhóp- inn Onirisme Collectif ásamt þeim Rafael Medeiros, Jake Laffoley og tvíeykinu Rebel Rebel (Ragnheiði Bjarnarson & Snæbirni Brynjarssyni). Hefur hópurinn kannað ástand draumsins með gjörningum og heldur því áfram á sýningunni í Midpunkt. Kannar samlífi í verkum sínum Hanaoka er með gráðu í skynrænni sálfræði (e. cognitive psychology), nam myndlist við Gerrit Rietveld- akademíuna í Amsterdam og útskrif- aðist síðar með meistaragráðu frá Paris 8-listaháskólanum. Hún hefur sýnt í Hollandi, Frakklandi, Króatíu og Japan en hennar síðustu verk voru sýnd í Beaux-Arts í París, Musée d’Art Moderne de la ville de Paris og vís- indasafninu Cité des Science et de l’industrie. Hanaoka kannar í verkum sínum samlífi, í listrænum og lífrænum skiln- ingi, og á sýningunni ætlar hún að svæfa gesti, veita þeim nýja listræna upplifun og býðst gestum því að taka þátt í sköpunarferlinu með því að leggja sig og láta sig dreyma. Upplifun í gegnum drauma Ragnheiður fyrrnefnd er sýning- arstjóri sýningarinnar og segir hún hana á vegum Hanaoka þótt hún sé hluti af vinnu Onirisme Collectif. „Þetta er sjötta eða sjöunda sýn- ingin í þessari röð þar sem fólk sefur og reynir að upplifa verkið í gegn- um draumana í stað þess að vera alltaf að glápa á eitthvað,“ segir hún. Hinir sofandi gestir eru því verkið þótt í rýminu megi einnig upplifa eitt og annað. Ragnheiður segir að fólk eigi einfaldlega að leggjast niður og reyna að finna ímyndunaraflið. Opnun er kl. 17 í dag og sýning- argestir eru orðnir hluti af sýning- unni um leið og þeir ganga inn í rýmið, hvort sem þeir leggjast og sofna eða ekki. Sex slíkir gjörningar hafa verið framdir víðs vegar um París og segir Ragnheiður þá hafa virkað sem skyldi þótt þeir hafi ver- ið ólíkir í uppsetningu. „Fólk tekur þátt í þessu, leggst og sefur stund- um alveg í þrjá tíma í innsetningu í galleríi,“ segir hún sposk. Ragnheið- ur kveður með þeim orðum blaða- mann, þarf að drífa sig að sækja hey fyrir gestina að liggja á og láta sig dreyma. helgisnaer@mbl.is Sofandi gestir á sýningu Hanaoka  Ástand draumsins í Midpunkt Draumaheimur Onirisme Collectif hefur framið gjörninga þar sem gestir eru svæfðir og svífa inn í draumalandið. Hér má sjá stofnanda hans, Mio Hanaoka, liggjandi á kartöflubeði og eflaust í værum blundi. Cornucopia, tónleikasýning Bjark- ar Guðmundsdóttur, sem nú er sýnd í The Shed í New York við mikið lof og vinsældir, verður sýnd í Mexíkóborg 17., 20. og 23. ágúst í Parque Bicentenario og verður hún hluti af tónleikaferð hennar með sama nafni. Síðasta sýningin í New York verður 1. júní og kemur Björk fram með flautuseptettinum viibru og Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, Katie Buckley sem leikur á hörpu og Manu Delago á slagverk. Í Mexíkóborg verða sömu hljóð- færaleikarar en Hamrahlíðarkór- inn verður líklega ekki með í för. Miðaverð á sýninguna í Mexíkó- borg er býsna hátt, jafnvirði um 525 bandaríkjadala eða um 66 þús- und króna, en það er verðið á dýr- asta miðanum. Mikið er lagt í framsetninguna í The Shed, fjölnota sal í nýjum há- hýsakjarna vestast á Manhattan, en það er argentínski leikstjórinn Lucrecia Martel sem annast svið- setninguna á tónleikunum og er í sýningunni lagt mikið upp úr áhrifamikilli vídeóvörpun og líf- legri sviðsmynd. Ljósmynd/Santiago Felipe Tilkomumikil Cornucopia, sýning Bjarkar, er veisla fyrir augu og eyru. Tónleikasýning Bjarkar sýnd í Mexíkóborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.