Morgunblaðið - 04.06.2019, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. J Ú N Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 130. tölublað 107. árgangur
FYRSTU
VERÐLAUN Í
FIÐLUKEPPNI
ENGEY RE 91
TIL NÝRRA
EIGENDA
SUMARTÓN-
LEIKAR Í LANG-
HOLTSKIRKJU
SMÍÐUÐ ÁRIÐ 2017 12 N-AMERÍKA NÆST 10EMILÍA 11 ÁRA 29
Lífeyrisþegar á faraldsfæti
Fleiri vilja lífeyri inn á erlenda bankareikninga 33% fleiri erlendir reikningar
Vinnsla og eftirfylgni hjá Tryggingastofnun flóknari vegna flutninga milli landa
eru erlendis. Af þessum sökum er
vinnsla og eftirfylgni mála hjá
Tryggingastofnun orðin flóknari að
því er fram kemur í ávarpi Sigríðar
Lillyar Baldursdóttur, forstjóra
stofnunarinnar, í ársskýrslunni.
Hún segir að víða um lönd hafi
regluverki vegna búsetu í öðru landi
verið breytt og í ljósi nýlegs álits
umboðsmanns Alþingis og umræðna
vetrarins þurfi að fara vel yfir ís-
lenska löggjöf til þess að tryggja
jafnræði og gagnkvæman rétt.
Félagsleg réttindi eins og upp-
bætur, bifreiðakostnaður, maka- og
umönnunarbætur og endurhæfing-
arlífeyrir falla niður við flutning en
misjafnar reglur gilda milli landa
um félagsleg réttindi. Eftir sex
mánaða búsetu erlendis ber lífeyris-
þega að flytja lögheimili sitt frá Ís-
landi.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Lífeyrisgreiðslum Tryggingastofn-
unar inn á erlenda reikninga fjölgaði
um 47% milli áranna 2017 og 2018.
Þá varð fjölgun í hópi viðskiptavina
með erlendan reikning um 33%.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Tryggingastofnunar fyrir árið 2018,
en um 3,5 milljarðar króna á ári eru
greiddir til lífeyrisþega sem búsettir
Lífeyrisgreiðslur
» 593 fengu lífeyri greiddan
inn á erlenda reikninga.
» 371 einstaklingur af 593 er
eldri en 67 ára.
» Réttindi í almannatrygg-
ingakerfinu miðast við lengd
búsetu en ekki ríkisfang. MLífeyrir á erlenda reikninga … »4
Hann tókst hressilega á við aflið í Kára, dreng-
urinn sem í gærkvöldi varð á vegi ljósmyndara
Morgunblaðsins skammt frá Gróttuvita á Sel-
tjarnarnesi. Eftir nokkra viðureign var úlpunni
sleppt og tók sá stutti því næst á rás. Ævintýrin
geta leynst víða í kvöldsólinni.
Morgunblaðið/Eggert
Í ævintýraleit á sólríku sumarkvöldi
Rafhjól seljast um þessar mundir
sem aldrei fyrr, en samkvæmt upp-
lýsingum frá reiðhjólaverslunum
hér á landi hefur á þessu ári orðið
sprenging í sölunni. Líkur eru á því
að í Evrópu seljist rafhjól betur en
hefðbundin hjól áður en langt um
líður. Þetta segir Jón Þór Skafta-
son, sölustjóri í Erninum, en þar
hefur sala á rafhjólum fjórfaldast á
þessu ári samanborið við síðasta ár.
Ragnar Kristinn Kristjánsson,
eigandi verslunarinnar Rafmagns-
hjóla, segir marga hafa uppgötvað
hversu stórkostlegt það sé að hjóla
á rafmagnshjóli. Algengt sé að fólk
losi sig við annan bílinn og kaupi
sér rafmagnshjól í staðinn. »4
Landsmenn virðast
ólmir vilja rafhjól
Morgunblaðið/Valli
Rafhjól Sölumenn segja sprengingu hafa
orðið í sölu rafhjóla á þessu ári.
„Það er ótrúlegt hve langt ferðalag
við erum búin að fara í,“ segir Björk
Guðmundsdóttir um samstarf henn-
ar, hóps hljóðfæraleikara og Hamra-
hlíðarkórsins en á laugardaginn var
lauk átta tónleika röð þeirra, sem
stóð í tæpan mánuð í hinu nýja
menningarhúsi The Shed í New
York. Yfirskrift tónleikanna var
Cornucopia og hafa rýnar vestan-
hafs verið ósparir á lofið en í raun
var um að ræða margbrotna marg-
miðlunarsýningu með nýstárlegri
mynd- og hljóðvörpun.
Flautuseptettinn viibra, skipaður
nokkrum helstu flautuleikurum Ís-
lands, var í stóru hlutverki rétt eins
og á síðustu plötu Bjarkar en grunn-
urinn liggur í flautusveit skipaðri 12
konum sem hún setti saman 2016.
Íslenskir listamenn skipuðu því
langflestar stöðurnar í hljómsveit og
kór Bjarkar sem segir orkuna í
sviðsmyndinni og umgjörð tón-
leikanna hafa verið fágaða og fútúr-
íska en orkan í tónlistarfólkinu hafi
hins vegar þurft að vera mjög hrá og
„íslensk“.
Cornucopia verður sett upp í
Mexíkóborg í ágúst en Björk segir
að það væri of dýrt að fá Hamrahlíð-
arkórinn þangað; „eftir þetta verð-
um við að fá kóra frá hverri borg“,
segir hún. »28
Ljósmynd/Santiago Felipe
Glæsisýning Björk á sviði The Shed ásamt íslensku flautuleikurunum í sept-
ettinum viibra. Hamrahlíðarkórinn kom fram á tónleikunum í New York.
Búin í New York en ferðast áfram
Gagnrýnendur jusu tónlistarsýningu
Bjarkar lofi Orkan hrá og „íslensk“
Reglur stefnu-
yfirlýsingar um
gervigreind, sem
samþykkt var á
ráðherrafundi
OECD-ríkja, eru
of almennar að
mati Kristins
Rúnars Þór-
issonar, prófess-
ors við tölvunar-
fræðideild HR. Í
reglunum kemur m.a. fram að kerfi
sem styðjist við gervigreind ættu að
vera hönnuð með það að leiðarljósi
að virða réttarríkið og mannrétt-
indi. Hann segir reglurnar góðra
gjalda verðar en ekki hafa mikið
gildi fyrir þá sem t.d. vinna að sjálf-
virknivæðingu. »6
Reglur of almennar en
góðra gjalda verðar
Vélmenni Nýjar
reglur samþykktar.