Morgunblaðið - 04.06.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Á ráðherrafundi OECD-ríkja í síð-
asta mánuði var samþykkt stefnu-
yfirlýsing samtakanna um svokall-
aða gervigreind, þar sem m.a. er
kveðið á um að öll kerfi sem styðjast
við hana ættu að vera hönnuð með
það að leiðarljósi að virða réttarrík-
ið, mannréttindi, lýðræðisleg gildi og
fjölbreytni. Þau eigi einnig að hafa
innbyggðar viðeigandi öryggisráð-
stafanir, svo sem að tryggja að
mannlegt inngrip sé mögulegt þar
sem þess kann að vera þörf. Þá skuli
gagnsæi og ábyrg upplýsingagjöf
gilda um öll gervigreindarkerfi svo
almenningur skilji hvernig þau virka
og hvernig hægt sé að hafa áhrif á
þau. Ennfremur segir að fyrirtæki,
stofnanir og einstaklingar sem vinni
að þróun og hagnýtingu gervigreind-
ar beri ábyrgð á því að kerfin vinni í
samræmi við þessi markmið.
Góðra gjalda verðar
Kristinn Rúnar Þórisson, prófess-
or við tölvunarfræðideild Háskólans
í Reykjavík, segir að samþykktir og
leiðbeiningar eins og þessar frá
OECD séu góðra gjalda verðar, en
enn sem komið er hafi þær ekki mik-
ið gildi fyrir þá sem vinna að hlutum
eins og sjálfvirknivæðingu verk-
fræðilega eða vísindalega. Til þess
séu þær of almennar og svari ekki
spurningum um hvað raunverulega
beri að gera í ferlinu. Hugtakið
gervigreind sé notað mjög frjálslega
í þessum umræðum og oft erfitt að
festa hönd á hvað sé verið að tala um
það. Þá séu leiðbeiningarnar yfirleitt
þess eðlis að þær gæti í raun átt við
mörg svið önnur, t.d. hefðbundna
mannvirkjagerð.
Ekki verið að skoða áhrifin hér
„Það eru ekki margir að vinna að
gervigreind en þeim fjölgar,“ segir
Kristinn, „en enn færri sem vinna að
því að átta sig á því hvernig gervi-
greind tengist þjóðfélaginu og hefur
áhrif félagslega, sálfræðilega og sið-
ferðilega.“ Hann segir að hér á landi
sé góð þekking á gervigreind í vís-
indasamfélaginu en engir séu að
skoða sérstaklega stefnumótun og
reglusetningu á þessu sviði.
Reglurnar þykja of almennar
OECD markar stefnu um rannsóknir
og tækni á sviði gervigreindar
AFP
Tækni Vélmenni blandar kokteil á sýningu sem nú er í Barbican Centre í
London. Þsar er reynt að varpa ljósi á gagnsemi gervigreindar.
Verð á eldsneyti lækkaði töluvert á
nokkrum sjálfsafgreiðslustöðvum á
höfuðborgarsvæðinu í gær eftir að
Atlantsolía tilkynnti að verð á stöð
við Sprengisand í Reykjavík hefði
verið lækkað.
Frá því í fyrra hefur lægsta elds-
neytisverðið á landinu verið á stöð
Atlantsolíu í Kaplakrika í Hafnar-
firði ef undan er skilin stöð Costco
en þar geta einungis meðlimir versl-
að. Almennt verð á bensínlítra hjá
Atlantsolíu var 241,7 krónur og
231,4 krónur á dísellítra en var
lækkað í 211,4 krónur á fyrir bens-
ínlítra og 202 krónur fyrir dísellítra
við Sprengisand.
Stuttu eftir að Atlantsolía til-
kynnti verðlækkunina sendi Orkan
frá sér fréttatilkynningu með yf-
irskriftinni „Orkan í verðstríð“ þar
sem hún tilkynnti að á tveimur
stöðvum, við Dalveg og Reykjavík-
urveg, væru bensín- og dísellítri á
0,1 krónu lægra verði en lægsta verð
Atlantsolíu. Skömmu síðar bættist
Dælan í hópinn og tilkynnti að verð
á öllum fimm stöðvum fyrirtækisins
yrði 0,1 krónu lægra en það sem
Orkan bauð. Síðdegis sendi ÓB síð-
an frá sér tilkynningu um að lítra-
verðið hefði verið lækkað um 30
krónur á tveimur stöðvum fyrir-
tækisins.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Rakel Björg Guðmundsdóttir, mark-
aðsstjóri Atlantsolíu, að ástæðan
fyrir því að fyrirtækið ákveði nú að
bæta stöðinni á Sprengisandi við þá í
Kaplakrika sé að viðtökurnar hafi
verið frábærar í Hafnarfirði, og nú
sé tími til kominn að taka næsta
skref. „Það er ekkert launungarmál
að það var ákveðið svar við sam-
keppni frá vinum okkar í Costco.
Viðtökurnar hafa bara verið fram-
úrskarandi,“ segir Rakel spurð um
stöðina í Kaplakrika.
Vilja bjóða fleiri möguleika
Spurð hvers vegna fyrirtækið
bjóði ekki bara upp á sama lága
verðið á öllum bensínstöðvum þess
segir Rakel að það sé eðlilegt að
neytendur spyrji slíkra spurninga
og segir: „Við byrjuðum á þessu í
Kaplakrika til að mæta þessari sam-
keppni með talsvert mikill lækkun
miðað við almennt lista- og markaðs-
verð. Það er hinsvegar styttra á
Sprengisand fyrir stóran hluta við-
skiptavina okkar á höfuðborg-
arsvæðinu en í Kaplakrika og því
viljum við koma til móts við þann
hóp og stytta þeim ferðina með því
að gefa þeim kost á að fylla á tank-
inn fyrir sama verð og í Kaplakrika.“
Spurð hvort búast megi við að
fleiri stöðvar Atlantsolíu bjóði upp á
svo hagstætt eldsneytisverð svarar
Rakel: „Nei. Engin áform eru uppi
um það.“ teitur@mbl.is
Berjast um að bjóða best verð
Morgunblaðið/Hari
Á Sprengisandi Eldsneytisneytandi pumpar á glansandi vagninn í gær.
„Orkan í verðstríð“ sagði í tilkynningu Dælan með ódýrasta eldsneytið
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Þingsályktunartillaga um stofnun
ráðgjafarstofu innflytjenda var
samþykkt á Alþingi í gær. Flutn-
ingsmaður tillögunnar var Kolbeinn
Óttarsson
Proppé, þing-
maður Vinstri
grænna.
Tillagan felur í
sér að félags- og
barnamálaráð-
herra vinni áætl-
un um stofnun
ráðgjafarstofu
fyrir innflytjend-
ur. Hlutverk
hennar yrði að
bjóða upp á ráðgjöf, leiðbeiningar
og upplýsingar fyrir innflytjendur
um nauðsynlega þjónustu, réttindi
þeirra og skyldur. Samkvæmt til-
lögunni verður áætlunin unnin í
samvinnu við innflytjendaráð, opin-
berar stofnanir, sveitarfélögin, fé-
lagasamtök og aðila vinnumarkað-
arins.
Vildu ekki nýja stofnun
Gert er ráð fyrir því að ráðgjaf-
arstofan verði samvinnuverkefni
ríkis og sveitarfélaga og innflytj-
endur geti þar sótt sér upplýsingar
þvert á sveitarfélög.
Frestur ráðherra til að kynna Al-
þingi áætlunina er til 1. janúar 2020.
48 þingmenn greiddu atkvæði með
tillögunni en sjö þingmenn Mið-
flokksins greiddu atkvæði gegn
henni. Fram kom í máli Bergþórs
Ólasonar, þingmanns Miðflokksins,
við atkvæðagreiðsluna, að afstaða
flokksins væri sú að skynsamlegra
væri að styðja við Fjölmenningar-
setrið á Ísafirði og hugsanlega
stofna útibú þess á höfuðborgar-
svæðinu frekar en að búa til nýja
ríkisstofnun.
Rök Miðflokksins undarleg
Kolbeinn Óttarsson Proppé segir
í samtali við Morgunblaðið að hon-
um hafi fundist rök Miðflokksins
heldur undarleg.
„Það kemur fram í upphaflegu til-
lögunni minni að sérstaklega sé
horft til þess [Fjölmenningarseturs-
ins] og í vinnu velferðarnefndar hef-
ur verið horft til þess líka. Ráðherra
sem fær málið í hendur mun að
sjálfsögðu skoða þau mál öll,“ segir
Kolbeinn.
Hann leggur áherslu á að tillagan
sé byggð á skýrslum og úttektum
sem bendi til að það vanti sam-
ræmda þjónustu af þessu tagi. „Að-
alatriðið er að þessi þjónusta standi
innflytjendum til boða, sama af
hvaða ástæðu þeir koma til landsins.
Að þetta verði hugsað út frá þeim.“
Aðalatriðið að þjón-
ustan standi til boða
Kolbeinn Óttarsson
Proppé
Árekstrarhætta varð suður af flug-
vellinum við Hellu 13. október 2017
milli flugvélar og þyrlu. Þetta kem-
ur fram í bókun rannsóknar-
nefndar samgönguslysa (RNSA). Í
vélinni voru kennari og nemandi
sem fóru frá Reykjavík og áætluðu
þeir að fara í snertilendingar við
Hellu. Þyrlan fór frá Hótel Rangá
og stefndi til Reykjavíkur. Flug-
maður þyrlunnar tilkynnti flugtak
og leið sína yfir Suðurland. Gerði
hann ekki ráð fyrir umferð þar sem
hann fékk ekki svar.
RNSA telur líklegt að flugmaður
flugvélarinnar hafi kallað áður en
þyrlan fór á loft og þyrluflugmað-
urinn því ekki vitað um umferðina.
Þá hafi flugmaður flugvélarinnar
ekki áttað sig á því að tilkynning
um umferð þyrlunnar hefði áhrif á
sitt flug enda hafi hann ekki tengt
hana við umferð við flugvöllinn á
Hellu. Beinir RNSA því til flug-
manna að haga flugi við flugvelli
þannig að það hafi ekki áhrif á um-
ferðarhringi þeirra. Þá eru flug-
menn hvattir til þess að tilkynna
um staðsetningu oftar en ekki og
þá sérstaklega í grennd við flug-
velli.
Árekstrarhætta við
flugvöllinn við Hellu