Morgunblaðið - 04.06.2019, Side 8

Morgunblaðið - 04.06.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Verð 8.995 Stærðir 40-46 Verð 9.995 Stærðir 40-46 Bio Comfort leðursandali Bio Comfort leðursandali Kíktu á verðið Í óundirbúnum fyrirspurnatíma áAlþingi í gær innti Þorsteinn Sæ- mundsson, þingmaður Miðflokksins, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð- herra eftir fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn þeirri vaxandi skipu- lögðu glæpastarf- semi sem lýst er í ný- legri skýrslu ríkislögreglustjóra.    Svör forsætisráð-herra voru eins og búast mátti við, en því miður ekki meira en það. Þau voru almenns eðlis og áherslan töluvert á heilbrigðis- og fé- lagsmálaþáttinn en hefðu að ósekju mátt vera skýrari um löggæsluþáttinn.    Þorsteinn varð eins og við var aðbúast fyrir vonbrigðum með svarið og benti á að efla þyrfti „lög- gæsluna, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu, bæði hvað varðar mannafla, tæki og úrræði,“ og lagði áherslu á að þetta þyrfti að gerast núna.    Sú ábending er hárrétt, enda kem-ur fram í skýrslu ríkislög- reglustjóra að skipulagðir glæpa- hópar verði þeim mun erfiðari viðureignar sem þeir fái rýmri tíma og svigrúm til að skjóta rótum.    Það er út af fyrir sig ágætt að rík-isstjórnin ætli að skoða þessi mál „með heildstæðum hætti“ eins og forsætisráðherra sagði í svörum sínum.    Enn betra væri þó ef gripið yrðitafarlaust til þeirra aðgerða sem líklegt er að dugi gegn yfirvof- andi vá. Þorsteinn Sæmundsson Aðgerðir í stað orða STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kaupmaðurinn á horninu í Vest- mannaeyjum gafst upp fyrir lág- verðsverslunum á laugardag þegar versluninni Vöruvali, sem hefur verið í kúluhúsi í miðbæ Vestmannaeyja, var lokað. Ingimar Heiðar Georgsson og Hjördís Inga Arnarsdóttir hafa rekið Vöruval í tæp 20 ár. Ingimar segir að hallað hafi undan fæti eftir að verslun Bónuss var opnuð 2016 en fyrir var Krónan með verslun í bænum. Hann segir 1.400 heimili ekki geta haldið uppi tveimur lágverðsverslunum og kaupmanninum á horninu. Þar á ofan bætist við ótryggar samgöngur og loðnubrestur. Ingimar segir Vöruval hafa verið með lengri afgreiðslutíma og lagt áherslu á ýmsa sérþjónustu sem nú hverfi úr Eyjum. Kúluhúsið setti óneitanlega svip á miðbæinn þegar það var byggt 1983. Fyrst var þar rekin raftækjaverslun, því næst verslunin Matvöruval í tvö ár og eftir að hún hætti stóð húsið autt í einhver ár. Tísku- og raftækja- verslunin Adam og Eva var opnuð 1990 og sólbaðsstofa tekin í notkun á efri hæðinni, þar sem nú er íbúð. Mat- vöruverslunin Vöruval hóf rekstur í kúluhúsinu 1993 sem stóð samfellt í 26 ár. Verslun Raftæki, tískuvörur, hljómtæki og matvörur hafa verið seld í kúlu- húsinu, eins og það er kallað, í miðbæ Vestmannaeyja í 36 ár nær samfellt. Vöruval hætt rekstri  Kaupmaðurinn á horninu ræður ekki við tvær lágverðsverslanir í Eyjum Vegagerðin stefnir að því að bjóða út síðar í þessum mánuði byggingu tveggja nýrra brúa í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu, það er yfir Steinavötn og Fellsá. Áformað er að bjóða smíði beggja brúnna út í einum pakka með hagkvæmni í huga. Miðað er við að framkvæmdir hefjist í haust og ljúki að ári. Í miklum vatnavöxtum í september 2017 gróf undan einum stöpli brúar- innar yfir Steinavötn svo burðarþol og styrkur laskaðist. Brúin var metin ófær bílum og á örfáum dögum var reist bráðabirgðabrú yfir ána, sem enn er í notkun. Ný og varanleg brú mun koma í hennar stað og verður sú 102 metra löng og tvíbreið. Nokkru vestar er Fellsá og á að byggja 50 metra tvíbreiða brú í stað þeirrar sem nú stendur – og er barn síns tíma, eins og gjarnan er komist að orði um mannanna verk sem eru frá fyrri tíð. sbs@mbl.is Ný brú yfir Steinavötn senn í útboð  102 metrar og tvíbreið  Fellsárbrú í sama pakkanum  Barn síns tíma Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hringvegurinn Steinavatnabrú skemmdist haustið 2017 og er ófær bílum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.