Morgunblaðið - 04.06.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég fékk bakteríuna fyrir Íslend-
ingaslóðum í Vesturheimi þegar ég
fór þangað fyrir þremur árum með
danshópnum Sporinu. Þá fórum við
á slóðir Stephans G. Stephanssonar
skálds í Klettafjöllunum og það var
alveg einstakt að koma þarna og
upplifa áhuga fólks á öllu sem teng-
ist Íslandi. Ættjarðarástin er engu
lík, fólk keyrir mörg hundruð kíló-
metra til að sjá menningarviðburði
með Íslendingum. Í Gimli er skóli
þar sem kennt er um íslenskan
menningararf, enda var eitt það
dýrmætasta sem vesturfarar fóru
með vestur um haf íslenskur menn-
ingararfur. Í þessari ferð kviknaði
hjá mér hugmyndin að fara með
kórinn minn út,“ segir Rósa Jóhann-
esdóttir, stjórnandi ungmennakórs-
ins Graduale Futuri, sem verður
með sumartónleika í kvöld í Lang-
holtskirkju, en leggur svo í næstu
viku land undir fót og fer til Am-
eríku og Kanada til að syngja fyrir
Vestur-Íslendinga.
„Þessi ferð er hugsuð sem ferð
inn í hinn einstaka heim afkomenda
íslensku vesturfaranna. Við munum
koma víða við, ætlum m.a. að syngja
á þjóðhátíðinni hinn 17. júní í Winni-
peg við styttu af Jóni Sigurðssyni og
strax um kvöldið höldum við tón-
leika í listasafni í Winnipeg. Daginn
eftir syngjum við í Gimli í grunn-
skóla sem heitir Sigurlaug Stef-
ansson Early School. Ætlunin er að
fara síðan að leiði Káins og syngja
Baggalútssmellinn góða,“ segir
Rósa og bætir við að þau muni heim-
sækja fleiri staði og tilhlökkun í
hópnum sé mikil.
„Krakkarnir í Graduale Futuri
eru fjölhæf, þau munu ekki aðeins
syngja heldur ætla nokkrir kór-
félagar einnig að kveða rímur. Í
hópnum eru líka flautu- og fiðluleik-
arar sem hafa æft í röddum ættjarð-
arlögin og innanborðs er fiðluleik-
ari sem ætlar að spila Lóan er
komin. Ekki má gleyma saxófón-
leikaranum, svo þetta verður fjöl-
breytt og lifandi. Þau ætla líka að
sjá sjálf um að kynna hvert lag og
hafa kynnt sér til dæmis söguna á
bak við þjóðsönginn og hvað fim-
mundarsöngur er og munu segja
áheyrendum frá.“
Einn kórbróðir syngur með
Rósa segir að 17 söngvarar skipi
kórinn Graduale Futuri og þau séu
á aldrinum 10-14 ára.
„Þetta eru allt stelpur, utan einn
kórbróðir sem kemur með okkur og
ætlar að syngja með okkur, en hann
er 16 ára og er í söngnámi. Hann er
bróðir stelpu sem var áður í kórnum
hjá mér, en ég bauð nokkrum þeirra
með í ferðina,“ segir Rósa sem hef-
ur stjórnað Graduale Futuri í tólf
ár.
„Ég vann með Jóni Stefánssyni á
sínum tíma í kórstarfinu í Lang-
holtskirkju, en hugmyndin hjá Jóni
var að þetta væri kórskóli. Jón
stofnaði Gradualekórinn fyrir um
þrjátíu árum en það vatt upp á sig
og aldursbilið var orðið svo mikið að
hann þurfti að skipta þessu niður í
nokkra kóra eftir aldri. Krúttakór-
inn er fyrir 4-6 ára, næsti kór fyrir
6-10 ára og minn kór er fyrir þau
sem eru 10-14 ára. Svo tekur Gra-
duale-kórinn við eftir það. Þau fær-
ast mörg til á milli kóra eftir því
sem þau eldast,“ segir Rósa, sem
hlakkar til að bjóða Frónbúum að
koma í kvöld, þriðjudagskvöld, á
tónleikana í Langholtskirkju að
njóta þess sem Vestur-Íslendingar
munu fá að heyra og sjá.
„Þetta verða léttir og skemmti-
legir tónleikar þar sem kórinn mun
syngja nokkrar lagaperlur íslenskr-
ar tungu og kveðnar verða rímur.“
Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Ætla að syngja við leiði Káins
Rósa Jóhannesdóttir féll fyrir
Íslendingaslóðum í Vesturheimi
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Gaman Rósa utan við Langholtskirkju með krökkunum í Graduale Futuri að æfa fyrir tónleikana sem verða í kvöld.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Hækkun fasteignamats íbúðarhús-
næðis á höfuðborgarsvæðinu er
öllu hóflegri en í fyrra, þótt hún sé
almenn og nái yfir sex sveitar-
félög. Þetta má ráða af nýju fast-
eignamati fyrir árið 2020 á vef
Þjóðskrár Íslands.
Ekki fengust upplýsingar hjá
Þjóðskrá um nýtt fasteignamat
aðrar en þær sem finna má á vef-
síðu stofnunarinnar, en nýja matið
verður formlega kynnt síðar í vik-
unni.
Blaðamaður gerði óformlega
könnun og reiknaði út prósentu-
hækkun 30 fasteigna í sex sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu
sem valdar voru af handahófi úr
gagnagrunni Þjóðskrár. Hækkaði
fasteignamat helmings fast-
eignanna um fimm til átta prósent.
Meðaltalið var í takt við þetta, tæp
6,5 prósent.
Mikill munur í sömu götu
Eins og áður segir bendir þetta
til þess að hækkun á fasteignamati
sé nokkru minni en í fyrra en þá
hækkaði íbúðarhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu um 10,3 prósent.
Heildarhækkun fasteignamats var
þá að meðaltali 12,8 prósent og
11,6 prósent á höfuðborgarsvæð-
inu.
Í einu tilviki fann blaðamaður
lækkun fasteignamats en það var á
fjórum íbúðum í fjölbýlishúsi á
Seltjarnarnesi. Lækkaði fasteigna-
matið á einni þeirra íbúða um 3,5
prósent. Athygli vekur að í sömu
götu hækkaði fasteignamat rað-
húss um rétt rúm 17%.
Gjöldin hafa hækkað verulega
Í samtali við Morgunblaðið segir
Garðar Hannes Friðjónsson, for-
stjóri fasteignafélagsins Eikar, að
þó að fasteignamat eignasafns fé-
lagsins fyrir 2020 hækki sé hækk-
unin umtalsvert minni en í fyrra,
þegar hún var tæp 17% að jafnaði
á eignasafni fyrirtækisins.
Garðar segir það fagnaðarefni
að hægt hafi á hækkun fasteigna-
mats enda séu fasteignagjöld, sem
m.a. eru reiknuð með tilliti til fast-
eignamats, langstærsti kostnaðar-
liður félagsins.
„Gjöldin hjá okkur hafa hækkað
um hundruð milljóna, í engum
takti við annað sem er að gerast.
Allir þeir sem eiga fasteignir og
eins þeir sem leigja hafa þegar
þurft eða munu þurfa að taka
skellinn, svo við fögnum því að það
sé að komast einhver ró á þetta,“
segir Garðar spurður um áhrifin
sem hækkun fasteignamats síðast-
liðin ár hafa haft á rekstur Eikar.
Hann bætir við að fasteigna-
gjöldin séu orðin langhæst á Ís-
landi miðað við hinar Norður-
landaþjóðirnar þegar horft er á
hlutfall þeirra af landsframleiðslu.
Félagið hvetur til hugmyndafræði-
legrar breytingar á þeirri aðferð
sem beitt er við fasteignamatið.
Núverandi aðferðafræði sé
ógagnsæ og leiði til skorts á fyr-
irsjáanleika. Hún feli ekki í sér
pólitíska ábyrgð á hækkun skatta
og myndi hvata fyrir sveitarfélögin
til að takmarka lóðaframboð sér til
tekjuaukningar.
Hægir á hækkun fasteignamats
Hækkunin virðist almenn og ná
yfir öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðis
Morgunblaðið/ÞÖK
Reykjavík Útlit er fyrir að hægt hafi á hækkun fasteignamats.