Morgunblaðið - 04.06.2019, Side 13

Morgunblaðið - 04.06.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk Donald Trump Bandaríkjaforseti tekur hér í hönd Elísabetar Bretlandsdrottningar á fyrsta degi opinberrar heimsóknar forsetahjónanna til Bret- lands. 41 fallbyssuskoti var hleypt af til heiðurs forseta- hjónunum og bauð Elísabet þeim til hádegisverðar í Buckingham-höll, auk þess sem hún sýndi þeim list- muni í eigu krúnunnar. AFP Forsetinn kominn til Bretlands Sænskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að ekki væri ástæða til þess að veita saksóknurum hand- tökuheimild á hendur Julian Ass- ange, stofnanda Wikileaks, vegna nauðgunar sem hann á að hafa fram- ið árið 2010, þar sem Assange væri nú þegar í haldi breskra stjórnvalda. Sagði í niðurstöðu dómstólsins að hann væri sammála því mati sak- sóknarans að grunur lægi fyrir um sekt Assange og að hætta væri á því að hann myndi ekki mæta fyrir dóm eða reyna að koma sér hjá því að greiða fyrir rannsókn málsins. Hins vegar hefðu saksóknarar nú aðrar leiðir færar við rannsókn málsins, þar sem Assange situr í bresku fangelsi. Tók dómstóllinn því undir með Per E. Samuelson, verj- anda Assange, sem hélt því fram að handtökuskip- un hefði enga þýðingu lengur, þar sem Assange gæti ekki flúið, en hann afplánar nú 50 vikna dóm í Bretlandi fyrir að hafa rofið skilorð í tengslum við fyrri framsalsbeiðni Svía. Sagði Samuel- son að hann væri ánægður með nið- urstöðuna, þar sem hún sýndi að Sví- þjóð væri réttarríki. Hann hefði hins vegar efast, vegna þess að mikill þrýstingur væri gegn Assange í Sví- þjóð. Úrskurðurinn þýðir að saksóknar- ar geta ekki krafist evrópskrar handtökuheimildar, sem hefði verið fyrsta skrefið til að fá Assange fram- seldan. Var óvíst hvort niðurstöð- unni yrði áfrýjað, en Eva-Marie Persson vararíkissaksóknari sagði að rannsókn málsins myndi halda ótrauð áfram. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig krafist framsals Ass- ange, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta leyniskjöl í leyfisleysi. Kröfu saksóknara hafnað Julian Assange  Sænskur dómstóll neitar að gefa út handtökuskipun á hendur Julian Assange  Óvíst um framhald málsins Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Herstjórnin í Súdan sat undir ámæli í gær eftir að hún lét með ofbeldi brjóta á bak aftur setumótmæli, sem höfðu staðið yfir í höfuðstöðvum hersins í Khartoum undanfarnar vikur. Að minnsta kosti 13 manns voru sagðir látnir og fjöldi annarra særður í kjöl- far aðgerða hersins, sem setti upp vegatálma og lokaði öðrum mikilvæg- um stöðum í Khartoum í aðdraganda aðgerðanna. Götur höfuðborgarinnar voru mestmegnis tómar í gærkvöldi, en al- menningssamgöngur lágu niðri. Sagði fréttaritari AFP-stofunnar að margir hermenn væru á götunum, en ekki var formlegt útgöngubann í gildi. Herforingjastjórnin mótmælti því að hún hefði beitt ofbeldi, en fregnir af aðgerðunum leiddu til þess að mót- mælendur fóru út á götur í öðrum borgum og bæjum Súdans. Sagði tals- maður stjórnarinnar að tjöld mót- mælenda væru enn á staðnum og að hermenn heftu ekki frjálsa för fólks. Aðstandendur mótmælanna héldu því hins vegar fram að hundruð manna hefðu særst í aðgerðum hers- ins auk þeirra þrettán sem létust, en átta ára stúlka var sögð á meðal þeirra látnu. Þá væri ástand margra hinna særðu alvarlegt og kölluðu samtök mótmælenda eftir því að Rauði krossinn og önnur mannrétt- indasamtök kæmu og veittu aðstoð. Krefjast rannsóknar á atvikum Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands kröfðust þess að herinn léti af ofbeldisverkum gegn mótmælend- unum, en meginkrafa þeirra var sú að herforingjastjórnin, sem steypti for- seta landsins, Omar al-Bashir, af stóli fyrr á árinu, afhenti völd sín í hendur borgaralegum öflum. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að aðgerðir hersins gegn mótmælendum væru „svívirðilegt skref“ og að al- þjóðasamfélagið myndi draga herfor- ingjastjórnina til ábyrgðar fyrir það. Sendiráð Bandaríkjanna í Khart- oum sagði sömuleiðis að herinn yrði að láta af árásum sínum gegn óbreytt- um borgurum, og að herforingja- stjórnin gæti ekki stýrt Súdan. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi beitingu óhóflegs valds gegn mót- mælendum og sagði að óháðir aðilar þyrftu að rannsaka hvað þar hefði far- ið fram. Moussa Faki, forseti fram- kvæmdastjórnar Afríkusambandsins, kallaði sömuleiðis eftir rannsókn á því sem gerst hefði og að þeir sem bæru ábyrgð á ódæðinu myndu svara til saka fyrir það. Segja viðræðum slitið Helstu forvígismenn mótmælenda lýstu því yfir í gær að þeir vildu ekki halda áfram viðræðum við herfor- ingjastjórnina í kjölfar aðgerða gær- dagsins, þrátt fyrir að stjórnvöld í Egyptalandi byðust til þess að miðla málum. Snerust viðræðurnar um það hvernig og hvenær herforingjarnir myndu láta völd sín af hendi til borg- aralegra stjórnvalda, en aðila greindi á um hvort tilvonandi bráðabirgða- stjórn, sem ætti að sjá um kosningar í landinu, yrði leidd af fulltrúa hersins eða mótmælenda. Herinn tók völdin í Súdan í apríl síðastliðnum eftir að fjölmenn mót- mæli gegn Omar al-Bashir, þáverandi forseta, höfðu staðið í meira en tvo mánuði. Bashir hafði þá verið við völd í meira en þrjá áratugi. Mótmælin leyst upp með ofbeldi  Að minnsta kosti 13 látnir eftir að súdanski herinn braut setumótmæli í Khartoum á bak aftur  Vesturveldin og Sameinuðu þjóðirnar fordæma aðgerðir hersins  Krefjast borgaralegrar stjórnar AFP Mótmæli Súdanskir mótmælendur hlóðu götuvígi eftir að hermenn höfðu farið með óhóflegu valdi gegn þeim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.