Morgunblaðið - 04.06.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019
Kristján Helgason sigraði Franc-
isco Sanchez-Ruiz frá Spáni, 4:1, í úr-
slitaleik á alþjóðlegu snókermóti í Bel-
grad í Serbíu um síðustu helgi. Hann
fékk 1.600 evrur í verðlaunafé og
keppnisrétt á Gíbraltar Open. Jón Ingi
Ægisson, Pálmi Einarsson og Tryggvi
Einarsson kepptu einnig í Belgrad en
komust ekki í átta manna úrslit.
Franska knattspyrnukonan Chloé
Froment leikur ekki meira með Fylki.
Hún kom aðeins við sögu í tveimur
leikjum á Íslandsmótinu, í fyrstu og
fimmtu umferð, og fór af velli vegna
meiðsla í þeim báðum. Froment
meiddist illa á hné í leiknum við HK/
Víking í fimmtu umferðinni.
Körfuboltamaðurinn Ingvi Þór Guð-
mundsson hefur samið við Grindvík-
inga um að leika með þeim næstu tvö
árin. Ingvi fór til Bandaríkjanna síð-
asta sumar og lék með St. Louis í há-
skóladeildinni en kom heim á miðjum
vetri og spilaði með Grindavík út tíma-
bilið.
Jeongeun Lee frá Suður-Kóreu sigr-
aði á Opna bandaríska meist-
aramótinu í golfi sem lauk í fyrrakvöld
en Ólafía Þór-
unn
Krist-
ins-
dóttir lék
þar fyrstu
tvo hring-
ina fyrir
helgi.
Lee6,
eins og
hún er auð-
kennd á mótaröð
LPGA, lék á sex högg-
um undir pari og sigr-
aði með tveggja
högga mun.
Eitt
ogannað
7. UMFERÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Talsverðar sviptingar urðu í sjöundu
umferð úrvalsdeildar karla um
helgina því Breiðablik hirti topp-
sætið af Skagamönnum og byrjun
Íslandsmeistara Vals náði nýjum
lægðum þar sem Hlíðarendaliðið sit-
ur nú á botni deildarinnar.
Blikarnir fóru á kostum í seinni
hálfleik gegn FH, skoruðu þá fjögur
mörk og þau hefðu getað orðið fleiri,
en lokatölur urðu 4:1. Ég minnist
þess ekki að hafa séð FH-inga svona
grátt leikna á þessari öld eins og á
þessum 45 mínútum.
Fyrrverandi Valsmaðurinn Guð-
mundur Steinn Hafsteinsson skaut
uppeldisfélagið niður í 12. og síðasta
sæti með sigurmarki Stjörnunnar á
90. mínútu, 2:1, í Garðabæ. Þar átt-
ust við tvö lið sem hafa verið undir
væntingum en sigurinn fleytti
Stjörnunni upp í efri hlutann á ný.
Byrjun Valsmanna er að verða að
einhverri mestu ráðgátu síðari ára í
íslenskum fótbolta. Meistararnir eru
með firnasterkan 20 manna hóp og
tveggja ára sigurgöngu á bak við sig,
en nú er staðan skyndilega sú að
byrjun Vals er versta byrjun meist-
ara frá því Skagamenn sátu á botn-
inum eftir sjö umferðir árið 2002.
Endurtekið frá 2012
Sagan endurtekur sig annars
merkilega oft í fótboltanum. Byrjun
Skagamanna í ár hefur verið eig-
inlega nákvæmlega eins og vorið
2012 þegar liðið var líka nýliði í
deildinni og var ósigrað á toppnum
eftir sex umferðir. Þá gerðist ná-
kvæmlega það sama, Skagamenn
voru skotnir af toppnum af liði ÍBV
sem hafði byrjað mótið illa. Eyja-
menn mættu þá til leiks á Akranesi
og unnu ótrúlegan stórsigur, 4:0, þar
sem Christian Olsen skoraði þrennu
á síðustu 25 mínútum leiksins. Á
sunnudag unnu tíu Eyjamenn fræk-
inn 3:2 sigur á ÍA og komust með því
af botni deildarinnar í fyrsta sinn.
Damir enn í lykilhlutverki
Damir Muminovic, miðvörður
Breiðabliks, var besti leikmaður 7.
umferðar að mati Morgunblaðsins.
Damir átti enn einu sinni mjög góð-
an leik í vörn Kópavogsliðsins, fékk
2 M í annað skipti á tímabilinu, og
eins og sést hér fyrir ofan er efstur í
M-gjöf Morgunblaðsins með 7 M,
jafn þeim Óskari Erni Haukssyni og
Tryggva Hrafni Haraldssyni.
Damir er 29 ára gamall og fæddur
í Serbíu, ólst upp hjá HK og lék með
liðinu til 2011. Hann spilaði m.a. 18
ára gamall 16 leiki með liðinu í úr-
valsdeildinni árið 2008 en lék auk
þess af og til með varaliði HK, Ými, í
3. deildinni og einnig með Hvöt á
Blönduósi sem lánsmaður.
Damir lék síðan með Leikni í
Reykjavík í 1. deild 2012 og með Vík-
ingi í Ólafsvík í úrvalsdeildinni 2013
en hefur leikið með Breiðabliki frá
2014 og verið í lykilhlutverki í varn-
arleik liðsins nánast frá fyrsta degi.
Damir hefur spilað 145 leiki í efstu
deild og samtals 215 deildaleiki.
Átján ára í vörn KR-inga
Finnur Tómas Pálmason mið-
vörður KR var besti ungi leikmað-
urinn í umferðinni. Finnur er aðeins
18 ára gamall síðan í febrúar en hef-
ur komið sterkur inn í vörn KR, þar
sem hann hefur leyst Gunnar Þór
Gunnarsson af hólmi í síðustu þrem-
ur leikjum og spilað sína fyrstu leiki
í efstu deild. Finnur fékk dýrmæta
reynslu í fyrra þegar hann lék 12
leiki með Þrótti í 1. deildinni og hann
á að baki 20 leiki með yngri lands-
liðum Íslands.
Gunnleifur Íslandsmethafi
Gunnleifur Gunnleifsson,
markvörður Breiðabliks, setti Ís-
landsmet í umferðinni þegar hann
varði mark Blika í stórsigrinum á
FH. Hann lék sinn 424. leik í deilda-
keppni á Íslandi og sló met Gunnars
Inga Valgeirssonar sem lék 423
leiki og spilaði síðast með Sindra á
Hornafirði í fyrrasumar. Ítarlega
var fjallað um þetta met Gunnleifs á
mbl.is/sport/fotbolti á sunnudaginn.
Bjarni Ólafur Eiríksson varn-
armaðurinn reyndi í Val náði einnig
stórum áfanga, en hann lék gegn
Stjörnunni sinn 400. leik í deilda-
keppni á ferlinum, heima og erlend-
is, sem nánar er fjallað um á bls. 25.
Almarr Ormarsson miðjumað-
ur KA spilaði líka áfangaleik en
hann lék sinn 200. leik í efstu deild
þegar Akureyrarliðið tapaði 1:0 fyrir
KR. Almarr hefur leikið 114 leiki
fyrir Fram, 39 fyrir KR, 27 fyrir KA
og 20 fyrir Fjölni.
Steinþór Freyr Þorsteinsson úr
KA, Ásgeir Eyþórsson úr Fylki og
Andri Adolphsson úr Val léku allir
sinn 100. leik í efstu deild hérlendis í
7. umferðinni. Steinþór hefur það
framyfir hina að hafa líka spilað 106
leiki í efstu deild í Noregi og sam-
anlagt 316 deildaleiki á ferlinum.
Helgi Valur Daníelsson er elsti
útispilari deildarinnar, verður 38 ára
í júlí. Hann gerði bæði mörkin í mik-
ilvægum 2:1 útisigri Fylkis á HK og
er kominn með þrjú mörk í síðustu
tveimur leikjum Árbæinga.
Breki Ómarsson úr ÍBV skoraði
sitt fyrsta mark í efstu deild þegar
Eyjamenn lögðu ÍA 3:2.
Sigurður Bjartur Hallsson úr
Grindavík lék sinn fyrsta leik þegar
lið hans gerði 0:0 jafntefli við Víking.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Damir Muminovic, Breiðabliki 7
Óskar Örn Hauksson, KR 7
Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 7
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 6
Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 6
Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 6
Ásgeir Marteinsson, HK 5
Einar Logi Einarsson, ÍA 5
Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 5
Guðmundur Kristjánsson, FH 5
Hannes Þór Halldórsson, Val 5
Helgi Valur Daníelsson, Fylki 5
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 5
Jónatan Ingi Jónsson, FH 5
Kolbeinn Þórðarson, Breiðabliki 5
Leikmenn með 4 M: Alex Þór Hauksson,
Stjörnunni, Almarr Ormarsson, KA, Andri
Rafn Yeoman, Breiðabliki, Aron Bjarnason,
Breiðabliki, Atli Arnarson, HK, Ásgeir
Eyþórsson, Fylki, Björn Berg Bryde, HK,
Björn Daníel Sverrisson, FH, Brandur Olsen,
FH, Einar Karl Ingvarsson, Val, Elfar Árni
Aron Bjarnason, Breiðabliki, Björgvin
Stefánsson, KR, Brandur Olsen, FH,
Halldór Orri Björnsson, FH, Hallgrímur
Mar Steingrímsson, KA, Helgi Valur
Daníelsson, Fylki, Hilmar Árni Halldórs-
son, Stjörnunni, Kolbeinn Þórðarson,
Breiðabliki, Nikolaj Hansen, Víkingi, Pálmi
Rafn Pálmason, KR, Thomas Mikkelsen,
Breiðabliki, Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA
Markahæstir með 3 mörk
Breiðablik 42
ÍA 41
KR 35
KA 35
Stjarnan 32
FH 30
Víkingur R. 29
Grindavík 28
Fylkir 28
HK 28
Valur 27
ÍBV 22
Lið:
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
7. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019
5-4-1
Aðalsteinsson, KA, Elias Tamburini, Grinda-
vík, Finnur Orri Margeirsson, KR, Guðjón
Baldvinsson, Stjörnunni, Gunnar Þorsteins-
son, Grindavík, Gunnleifur Gunnleifsson,
Breiðabliki, Kennie Chopart, KR, Marcus
Johansson, ÍA, Ólafur Karl Finsen, Val, Sölvi
Geir Ottesen, Víkingi, Víðir Þorvarðarson, ÍBV
Arnór Sveinn
Aðalsteinsson
KR
Helgi Valur
Daníelsson
Fylki
Hannes Þór Halldórsson
Val
Víðir
Þorvarðarson
ÍBV
Aron Bjarnason
Breiðabliki
Damir Muminovic
Breiðabliki Óskar Elías
Zoëga
ÍBV
Brynjar Gauti
Guðjónsson
StjörnunniMarinó Axel
Helgason
Grindavík
Andri Rafn Yeoman
Breiðabliki
Eyjólfur
Héðinsson
Stjörnunni
3
2 2
2 2
2
Ráðgátan á Hlíðarenda
Steinn sendi uppeldisfélagið á botninn Blikar fóru á kostum og veltu ÍA af
toppnum Damir besti leikmaðurinn Finnur besti ungi leikmaðurinn
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Breiðablik Damir Muminovic lék
best allra í sjöundu umferðinni.
Ljósmynd/KR
KR Finnur Tómas Pálmason hefur
spilað þrjá sigurleiki með liðinu.