Morgunblaðið - 04.06.2019, Page 27

Morgunblaðið - 04.06.2019, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019  Anton Ari Einarsson, markvörður Vals í fótbolta, blæs á þær sögusagnir að hann sé á leið til Breiðabliks. Fréttablaðið birti frétt þess efnis í gær að Anton myndi ganga í raðir Breiða- bliks í júlí en hann hefur verið vara- markvörður Vals eftir komu Hannesar Þórs Halldórssonar landsliðsmark- varðar. Í samtali við Fótbolta.net í gærkvöld kvaðst Anton hins vegar ekki hafa fengið neitt samningstilboð frá Breiðabliki og að hann vissi ekki til þess að Valur hefði samþykkt tilboð í sig. Gunnleifur Gunnleifsson hefur þótt leika vel í marki Breiðabliks en þessi 41 árs gamli markvörður setti á sunnudag Íslandsmet með því að leika sinn 424. deildarleik á Íslandi.  Jordan Henderson og félagar í Liv- erpool verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á næstu leiktíð en þetta staðfesti UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, í gær. Liverpool vann Meistaradeild Evr- ópu um helgina og tryggir það liðinu sæti í styrkleikaflokki 1, líkt og Chelsea sem fór með sigur af hólmi í Evrópudeildinni. Alls verða þrjú ensk lið í styrkleikaflokki 1 en Englandsmeistarar Manchester City verða einnig í efsta styrkleikaflokki eftir að hafa unnið ensku úr- valsdeildina. Bayern Münc- hen, Juventus, PSG og Zenit frá Pétursborg verða einnig í efsta flokki. Eitt ogannað FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var mjög erfiður tími. Það hafa nú ekki margir spurt mig um hvernig mér leið. Fólk vill bara ein- hverjar brjálæðislegar sögur en þannig var þetta ekki,“ segir Gary Martin, nýjasti liðsmaður knatt- spyrnuliðs ÍBV. Eftir skamma dvöl hjá Val, sem leysti enska framherj- ann undan þriggja ára samningi á dögunum, vonast Gary til þess að finna hamingjuna í fótboltanum á nýjan leik fjarri höfuðborginni á eyj- unni grænu. Gary segir „sápuóperuna“ varð- andi það hve snöggan enda dvöl hans hjá Val tók ekki eiga sér flókn- ari skýringu en þá að Ólafur Jó- hannesson þjálfari hafi ekki talið lengur að Gary hentaði liðinu. Hann spilaði aðeins þrjá deildarleiki fyrir Val og skoraði í þeim tvö mörk áður en hann gerði starfslokasamning við félagið, eftir að hafa verið settur út úr leikmannahópnum og meinaður aðgangur að æfingum. „Óli tók þessa ákvörðun og ég virði hana. Fólk fattar ekki að ég er í raun og veru sammála því sem hann sagði. Mér fannst ég ekki spila vel. Þetta var ekki auðvelt, en þetta sýndi mér bara að sama hvað þá geta hlutirnir breyst mjög hratt í fótbolta. Við áttum að rúlla upp deildinni og ég held að það hafi haft áhrif á okkur alla. Ég kvaddi alla hjá Val með handabandi, við hlógum og skildum í góðu. Mér er létt að fá þetta tækifæri hjá ÍBV, ég vissi svo sem að ég myndi alltaf fá nýtt félag, og vonandi skora ég mörk fyrir liðið. Núna vil ég bara fá að vera í friði því síðustu vikur hafa tekið sinn toll,“ segir Gary við Morgunblaðið. Hann vill ekki taka undir það að úr honum hafi verið gerður blóraböggull vegna slæms gengis Vals, og það að sjá lið- ið í neðsta sæti Pepsi Max-deild- arinnar gleður Englendinginn ekki vitund: „Það er ekki gaman, því ég á góða vini í liðinu. En ég veit að þetta er gott lið sem mun koma sér úr þess- um vandræðum. Fyrir mér er þetta besti leikmannahópur í deildinni. Auðvitað er ég ekki ánægður með hvernig komið var fram við mig en það er ekkert sem ég get gert við því. Núna fæ ég tækifæri til að af- sanna margt sem fólk hefur sagt. ÍBV er með gott lið og þetta er gott tækifæri fyrir mig,“ segir Gary. Gott að komast frá Reykjavík Gamlir vinir framherjans úr Middlesbrough, Jonathan Franks sem nú leikur með ÍBV og David Atkinson sem lék með liðinu í tvö ár, gáfu félaginu góð meðmæli. Gary stóð einnig til boða að fara til HK eða KA og þá ræddi hann við sinn gamla þjálfara Rúnar Kristinsson, sem stýrði Gary hjá KR, Lilleström og Lokeren. „Þetta er góð áskorun fyrir mig og eitthvað sem ég þurfti, eitthvað gjörólíkt því sem ég hef verið í. Ég tel það gott fyrir mig að búa í Vest- mannaeyjum, í burtu frá Reykjavík þar sem allt er á 100 km/klst. Þetta var langbesti kosturinn fyrir mig. Ég gat verið áfram í Reykjavík en ég vil fá að vera aðeins í friði núna og einbeita mér að fótboltanum aft- ur,“ segir Gary, sem fyrst kom til Ís- lands til að leika með ÍA í 1. deild ár- ið 2010, lék með KR 2012-2015 og Víkingi 2016, og sneri svo aftur til Íslands í byrjun þessa árs. „Mig langaði að vera áfram á Ís- landi [eftir brotthvarfið frá Val]. Það voru mörg lið áhugasöm en ég þurfti að ákveða mig fljótt. Það komu þrjú tilboð en valið mitt var á milli HK og ÍBV. Mér fannst að ég myndi ekki losna við þessa Valssögu ef ég yrði áfram í Reykjavík. Ég skildi við Val á góðum nótum, ber virðingu fyrir þjálfaranum og tel hann ennþá góð- an þjálfara, ber virðingu fyrir öllum leikmönnunum, og ég vildi ekki búa við að fólk væri að búa til einhverjar sögur áfram. Þess vegna fannst mér best að ég færi til Vestmannaeyja. Fyrir fimm árum hefði Gary Martin aldrei getað búið þar en núna held ég að þetta sé gott fyrir mig,“ segir hinn 28 ára Gary léttur í bragði. „KA var möguleiki líka, ég fékk tilboð þaðan, en þeir vildu gera lengri samning. Ég vildi ekki skuld- binda mig lengi því maður veit aldr- ei hvað gerist. Ég er nýkominn frá Val þar sem ég hélt að ég yrði alla vega í þrjú ár og yrði Íslandsmeist- ari og myndi vinna gullskó. Núna hef ég sex mánaða verkefni fyrir höndum og svo sjáum við til,“ segir Gary. Talaði við Rúnar Kristins „Ég talaði við Rúnar [Kristins- son], ég hef þekkt hann svo lengi, en ég vil ekki fara nánar í þær samræð- ur. KR hentar mér ekki núna. Liðið er gott, í 2. sæti deildarinnar og fékk góðan drátt í bikarnum. Rúnar er ekki bara góður þjálfari heldur frá- bær manneskja og það er gott að tala við hann um allt, en tíminn hentaði ekki núna. Í staðinn ætla ég mér að skora gegn honum í fyrsta leiknum fyrir ÍBV,“ segir Gary létt- ur í bragði en fyrsti leikur hans með ÍBV gæti orðið gegn KR á Hásteins- velli 6. júlí. Félagaskipti hans ganga í gegn þegar „glugginn“ opnast 1. júlí og Gary flytur til Eyja 20. júní. Fæ frið í Eyjum til að einbeita mér að fótbolta  Gary Martin segir síðustu vikur hafa verið erfiðar  Tilboð frá HK og KA Morgunblaðið/Ómar Vistaskipti Gary Martin á ferðinni í leik gegn ÍA hinn 11. maí. Það reyndist vera síðasti leikur Englendingsins fyrir Val og næst leikur hann með ÍBV. Óskar Örn Hauksson, fyrirliði og leikjahæsti leikmaður KR-inga, mætir uppeldisfélagi sínu í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta, Mjólkurbikarsins, en dregið var til þeirra í gær. Óskar er frá Njarðvík, lék þar fyrstu fimm árin í meistaraflokki, frá 14 ára aldri, og faðir hans, Haukur Jóhannesson, er leikjahæsti leikmaður fé- lagsins frá upphafi. KR fékk heimaleik gegn Njarðvík, sem er eina liðið ut- an úrvalsdeildar í átta liða úrslitum. Breiðablik mætir Fylki á Kópavogsvelli, ÍBV fær Víking R. í heimsókn til Eyja og FH tekur á móti Grindavík í Kaplakrika. Leikið er 26. og 27. júní. Í átta liða úrslitum kvenna mætast tvö sterkustu liðin sem eftir eru í keppninni, Þór/KA og Valur, á Akureyri. Lillý Rut Hlynsdóttir kemur því í heimsókn með Val á sinn gamla heimavöll. KR fær 1. deildarlið Tindastóls í heimsókn, Selfoss tekur á móti HK/Víkingi og 1. deildarlið ÍA fær Fylki í heimsókn. Fylkir sló Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks út í sextán liða úrslitunum. Leikið er 28. og 29. júní í átta liða úrslitum. vs@mbl.is Óskar mætir Njarðvíkingum Óskar Örn Hauksson Hin 18 ára gamla Ragnhildur Helga Kjartansdóttir, landsliðskona í íshokkí, er gengin til liðs við sænska fé- lagið Färjestad. Färjestad leikur í næstefstu deild og komst í umspil um sæti í úrvalsdeild nú í vor en féll þar úr leik. Ragnhildur kemur til félagsins frá Íslandsmeist- urum SA sem fengu afar litla samkeppni í vetur. „Ég var að klára skólann og hef ekki ákveðið hvaða frekara nám ég vil fara í. Þá kom þessi spennandi kostur upp. Þetta er stórt ævintýri fyrir mig, að flytja frá Ís- landi og spila með Färjestad á öðru stigi en ég er vön. Það eru bara þrjár íshokkíhallir á Íslandi og tvö félög. Hér er allt svo stórt að ég veit varla hverju ég á von á,“ sagði Ragnhildur við heimasíðu Färjestad. Þar segist hún ekki koma til með að sakna Akureyrar, mömmu eða pabba mest: „Nei, það verður án efa erfiðast að vera í burtu frá hundinum mínum,“ sagði Ragnhildur sem flytur til Karlstad í ágúst. sindris@mbl.is Mun sakna hundsins mest Ragnhildur Helga Kjartansdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.