Morgunblaðið - 04.06.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.06.2019, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á laugardagskvöldið var lauk í nýja menningarhúsinu The Shed í New York-borg átta tónleika röð Bjarkar Guðmundsdóttur undir heitinu Cornucopia eða Gnægtahorn, sem byggði á tónlistinni á síðustu plötu hennar, Utopia. Tónleikarnir eða sýn- ingin sem sett var upp var glæsilegt sjónarspil, veisla fyrir augu sem eyru, þar sem auk Bjarkar komu fram hljómsveit hennar skipuð íslenska flautuseptettinum viibra, Bergi Þór- issyni á tölvur og ýmis hljóðfæri, Kat- ie Buckley á hörpu og ásláttarleikar- anum Manu Delago. Þá var Hamra- hlíðarkórinn skipaður 52 söngvurum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur í stóru hlutverki. Tónleikarnir hlutu einróma og há- stemmt lof gagnrýnenda, jafnt tónlist og útsetningar Bjarkar sem leik- stjórn, sviðshreyfingar og stórkostleg myndvörpunin. Í samtali var Björk beðin að lýsa hugmyndafræðinni að baki uppsetningunni, þessum sam- runa tónlistar, myndlistar, sviðs- hreyfinga … „Ég held að hver plata fyrir mér sé mismunandi staður,“ svarar hún. „Bíófílía var til dæmis tónlistar- kennsla í vísindasöfnum, Vúlnikúra hjartabrots-VR-ópera [virtual rea- lity] fyrir einn. Útópía er kannski augljósust af þeim hvað sviðsetningu varðar því ég vissi frá upphafi að ég þurfti hefðbundna leikhússviðsmynd og búninga þar sem mig langaði að búa til stað sem tónlistin gæti verið eins konar kvikmyndatónlist fyrir. Þá myndi það vinna með okkur tónlistar- fólkinu sem er að flytja lögin. Mér finnst ég ennþá vera að gera poppmúsík en bara með framleng- ingu í allar áttir. Mér finnst tónlistar- myndbandið ennþá vera eitt besta tjáningarform sem mannveran hefur fundið … og ennþá eitt af því mest spennandi sem ég geri er að finna myndmál við lögin. Það er eins og að leysa sakamál að finna litapalletuna, mismunandi áferð, hvort það er nær- mynd og „narrasjón“ sem horfir í augun á hlustandanum eða meira í fjarlægð, og svo framvegis. Cornucopia er þess vegna eins kon- ar framhald af tónlistarmyndbandinu en líka framhald af 360 gráðu VR- heiminum sem ég bjó í fyrir Vúlník- úru. Svo planið var eiginlega að láta VR-drauminn „rætast“ í raunveru- leikanum. Að búa til eins konar tal- rænt leikhús. Ég var í þrjár vikur úti í Gróttu að hljóðblanda túrinn í 360 gráðum, meðal annars með forritum sem við fundum upp til að „mastera“ 360 gráðu hljóð fyrir Vúlníkúru VR- plötuna.“ Langt ferðalag – Flautur rokka! sagðirðu á sviðinu í The Shed og þú hefur útsett tónlist- ina frábærlega fyrir viibra-septett- inn, sem blómstrar í flutningnum. Geturðu útskýrt hvers vegna þú kaust að hafa flautur í svo stóru hlut- verki í Utopia-verkinu og hvort það hafi komið út eins og þú sást og heyrðir það fyrir þér“? „Það er ótrúlegt hve langt ferðalag við erum búin að fara í,“ svarar Björk og segist hafa byrjað á að setja saman flautusveit með 12 konum haustið 2016 „og við æfðum uppi í bústað hjá mér á föstudögum … kölluðum það flautu-fössara eða eitthvað á þá leið. Svo tókum við það upp í ólíku „reverb“-magni í Reykjavík, í ýmsum kirkjum og stúdíóum. Síðan lærði ég heilmikið á því að hljóðblanda plötuna og það að það væri líklegast ástæða fyrir því að ekki eru margir flautu-12- tettar á sveimi,“ segir hún og hlær. „Ég ákvað þess vegna að fyrir túr- inn væri betra að þær væru sjö. Betra hlutfall. Síðan er stelpunum búið að fara svo rosalega fram á þessu ári sem við erum búin að spila, þær eru alveg búnar að gera þetta að sínu. Eru mjög sterkar á sviðinu . Við Mar- grét Bjarnadóttir danshöfundur lögð- um mikla áherslu á að þær væru allar sterkar og ólíkar og mér finnst það koma mjög vel fram.“ Dreymdi um að hafa kórinn – Þú setur kastljósið fallega á ís- lenska tónlistarmenn og flytjendur í verkefninu. Hvers vegna? Og hvers vegna að leggja í það mikla verkefni að flytja Hamrahlíðarkórinn, 52 ung- menni, til New York að syngja í mán- uð? „Þau sungu á plötunni og mig dreymdi náttúrlega um að fá þau með en vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að fjármagna það. Því hlutfallið milli sætanna í salnum og fólksins á sviðinu og sviðsmyndarinnar er ekki beint fjárvænt … Það er mikilvægt fyrir þessa hugmynd með talræna leikhúsið að það sé mjög „immersive“ svo það nái betri „penetration“. Á síð- ustu stundu fengum við svo styrk [fyrir kórinn]og það var mikil gleði! Það er æðisleg orka sem kemur með kórnum inn í verkefnið og svo náttúr- lega er Þorgerður Ingólfsdóttir al- gerlega einstök. Hún er búin að vera kraftmikill „katalisti“ í þessu öllu saman síðan við komum út. Það var eins og hún skildi hvaða náttúru- lögmálum ég var að falast eftir. Þótt við höfum reynt að hafa orkuna í tal- ræna leikhúsinu og sviðsmyndinni fágaða og fútúríska, þá þarf orkan í tónlistarfólkinu að vera mjög hrá og „íslensk“.“ Alltaf að bralla eitthvað Greint hefur verið frá því að Cornucopia verði næst sett upp í Mexíkóborg, í ágúst í sumar. Stendur til að fara víðar með þessa flóknu og viðamiklu uppsetningu – og verður ís- lenskur kór nokkuð með í för? „Hmmm,“ svarar Björk og hugsar sig um. Svarar svo: „Jú, þetta er mik- ið fyrirtæki sem við getum ekki farið hvert sem er með … og ég hugsa að eftir þetta verðum við að fá kóra frá hverri borg. “ – En hvað svo? Er áherslan öll á Cornucopiu núna eða er ný tónlist að verða til? „Maður er náttúrlega alltaf að bralla eitthvað en það er of snemmt að segja hvað það er …“ Ljósmynd/Santiago Felipe Metnaðarfullt „Það er ótrúlegt hve langt ferðalag við erum búin að fara í,“ segir Björk um samstarfið við flautuseptettinn viibra og hina listamennina. Hún birtist á sviðinu í þessum búningi en hönnun búninganna var í höndum Oliviers Rousteings og Iris Van Herpen, James Merry gerði grímurnar. Orkan mjög hrá og „íslensk“  Rómaðri tónlistarsýningu Bjarkar Guðmundsdóttur, Gnægtarhorni, lauk í New York um helgina  „Mér finnst ég ennþá vera að gera poppmúsík en bara með framlengingu í allar áttir,“ segir Björk Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.