Morgunblaðið - 04.06.2019, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019
Aladdin (2019) 1 2
Godzilla 2: King of the Monsters Ný Ný
Rocketman Ný Ný
John Wick: Chapter 3 – Parabellum 2 3
Pokémon Detective Pikachu 3 4
Avengers: Endgame 4 6
Brightburn 5 2
UglyDolls 7 4
Booksmart Ný Ný
The Hustle 6 4
Bíólistinn 31.maí–2. júní 2019
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Bíóaðsókn helgarinnar
Tónlistarhóp-
urinn Umbra
flytur Rauðu
bókina, þ.e.
Llibre Vermell
handritið frá
Katalóníu, á tón-
leikum á Kirkju-
listahátíð í Hall-
grímskirkju í
kvöld kl. 21.
Umbra hefur fengið til samstarfs
við sig gestaleikara, m.a. hina
katalónsku Marinu Albero sem
mun leika á psalterium eða saltara
sem er sjaldséð hér á landi. Albero
hefur komið fram um allan heim
með hinum ýmsu tónlistarhópum,
m.a. L’Arpeggiata, Ars Longa og
La Folata og aðrir tónlistarmenn
sem fram munu koma með Umbru
eru Eggert Pálsson slagverksleik-
ari, Þórdís Gerður Jónsdóttir selló-
leikari og Kristófer Rodrigues
Svönuson slagverksleikari og einn-
ig verður nýstofnaður karla-
sönghópur með í flutningnum,
Cantores Islandiae, sem sérhæfir
sig í miðalda- og gregorsöng.
„Rauða bókin eru einstakar menn-
ingarminjar og veitir okkur innsýn
í bæði trúarlega og veraldlega til-
veru pílagríma á 14. öld sem höfðu
viðdvöl í klausturbænum Montser-
rat,“ segir í tilkynningu um tón-
leikana.
Á tónleikunum mun Umbra einn-
ig flytja brot úr dönsku handriti
frá 15. öld, maríuvers úr Grall-
aranum frá 16. öld og tvísöngsbrot
sem finna má í íslenskum hand-
ritum frá 17. öld.
Frekari upplýsingar má finna á
kirkjulistahatid.is.
Rauða bókin á
Kirkjulistahátíð
Marina Albero
Söngleikurinn We Will Rock You,
sem byggður er á lögum hljóm-
sveitarinnar Queen, verður settur
á svið í Háskólabíói í ágúst á
þessu ári. Ragnhildur Gísladóttir
mun fara með hlutverk Killer
Queen í sýningunni og á móti
henni, í hlutverki Kashoggis, verð-
ur Björn Jörundur Friðbjörnsson
en opnar áheyrnarprufur verða
haldnar fyrir önnur hlutverk.
Vignir Rafn Valþórsson leik-
stýrir sýningunni, Karl Olgeirsson
verður tónlistarstjóri og Chantelle
Carey danshöfundur. Axel Hall-
kell Jóhannesson hannar sviðs-
mynd, Rebekka Jónsdóttir bún-
inga, ljósahönnun er í höndum
Freys Vilhjálmssonar og um hljóð-
hönnun sér Aron Þór Arnarsson.
Prufur fyrir kór og dansara fara
fram á morgun, 5. júní, og fyrir
önnur hlutverk degi síðar og má
finna allar frekari upplýsingar um
áheyrnarprufurnar á facebooksíðu
söngleiksins: „We Will Rock You –
Ísland“.
Söngleikurinn var saminn af
enska rithöfundinum Ben Elton og
frumsýndur á West End í London
árið 2002. Þar var hann sýndur
fyrir fullu húsi í 12 ár og var á
þeim tíma m.a. tilnefndur til
ensku leiklistarverðlaunanna Oli-
vier. Hann hefur verið settur upp
víða, m.a. á Broadway í New
York, Ástralíu, Spáni, Rússlandi
og Japan.
Ragga og Björn í
We Will Rock You
Queen-söngleikur í Háskólabíói
Ragnhildur Gísladóttir Björn Jörundur Friðbjörnsson
Sögur, verðlaunahátíð barnanna,
fór fram í sjónvarpssal RÚV í fyrra-
kvöld og var sýnt frá henni í beinni
útsendingu. Á hátíðinni verðlaun-
uðu íslensk börn það sem þeim
fannst standa upp úr í menningar-
lífinu, veittu verðlaun fyrir tónlist,
leiklist, sjónvarpsefni og barnabók-
menntir. Börn á aldrinum 6-12 ára
um allt land kusu sín uppáhalds-
verk og -höfunda og voru einnig
veitt heiðursverðlaun Sagna en þau
hlaut rithöfundurinn og lagasmið-
urinn Ólafur Haukur Símonarson.
Lag ársins varð „Hatrið mun sigra“
og Hatari, sem flytur lagið, var val-
inn tónlistarflytjandi ársins. Af öðr-
um verðlaunum má nefna að Gunn-
ar Helgason hlaut bókaverðlaun
barnanna fyrir Sigga sítrónu og í
flokki þýddra bóka var það Helgi
Jónsson sem hlaut þau fyrir þýð-
ingu á Dagbók Kidda klaufa.
Heiðraður Ólafur Haukur Símonarson.
Ólafur hlaut heiðursverðlaun Sagna
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Hin ellefu ára Emilía Árnadóttir
hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu
Oskar Rieding-fiðlusamkeppninni
fyrir unga fiðluleikara sem haldin
var í Celje í Slóvakíu um helgina.
Auk þess hlaut Emilía verðlaun frá
styrktaraðila keppninnar, strengja-
framleiðandanum Thomastik – In-
feld í Vínarborg. Þar spilaði Emilía
tvo konserta, annan eftir Oskar
Rieding og hinn eftir Joseph
Haydn.
„Auðvitað var ég smá stressuð en
ég var meira spennt að keppa. Það
er alltaf mjög gaman,“ segir Emilía
um upplifun sína af keppninni. Þar
tóku 130 börn þátt, frá 24 löndum,
bæði einleikarar og kammerhópar.
Sigurvegararnir í keppninni voru
víða að úr heiminum, auk Íslands
frá Belgíu, Rússlandi, Singapúr,
Sviss, Tékklandi, Úkraínu og
Bandaríkjunum.
Skemmtilegt að spila fyrir aðra
Emilía keppti einnig í fiðlukeppn-
inni F. Janiewicz á vegum pólska
sendiráðsins í mars síðastliðnum,
þar sem leikin var tónlist eftir pólsk
tónskáld. Samhliða þeirri keppni
var píanókeppnin F. Chopin haldin.
Í heild voru þátttakendur tæplega
fimmtíu talsins. Þar hlaut Emilía
fyrstu verðlaun í fiðlukeppninni í
sínum aldursflokki.
„Ég fékk mína fyrstu fiðlu þegar
ég var um þriggja ára.“ segir Em-
ilía sem hóf fiðlunám sitt hjá Þórdísi
Stross og lærði síðar hjá Lilju
Hjaltadóttur í Suzuki-tónlistarskól-
anum Allegró. Nú lærir Emilía hjá
Auði Hafsteinsdóttur í Mennta-
skólanum í tónlist. Það fer mikill
tími í æfingar en Emilía segist
reyna að finna jafnvægi milli fiðl-
unnar, skólans og þess að skemmta
sér.
Hún segir það skemmtilegasta
við fiðlunámið vera að spila á tón-
leikum eða í keppnum, eða þá fyrir
framan vinkonur sínar. „Það er eig-
inlega besti parturinn,“ segir Emilía
kát.
Ætlar að verða verkfræðingur
Það er spennandi sumar í upp-
siglingu hjá Emilíu þar sem hún
mun leiða breskan kammerhóp í
byrjun júlí í St Peter’s-kirkju í
Notting Hill í London. Emilía segist
einnig taka þátt í alþjóðlegu tónlist-
arakademíunni í Hörpu á hverju ári
en akademían hefur veitt fiðluleik-
aranum unga styrk til þátttöku í
tónlistarhátið í Atlanta í Georgíuríki
Bandaríkjanna í júlí næstkomandi.
Ljóst er að nóg er að gera fyrir
Emilíu í tónlistarheiminum og að
framtíðin er björt en hún segist þó
ekki ætla að gera fiðluleik að at-
vinnu sinni. „Ég ætla alltaf að spila
á fiðlu en ég er að hugsa um að
verða verkfræðingur af því mér hef-
ur alltaf þótt stærðfræði rosalega
skemmtileg.“
„Alltaf gaman að keppa“
Emilía Árnadóttir, ellefu ára, hlaut fyrstu verðlaun í al-
þjóðlegri fiðlusamkeppni Fékk fyrstu fiðluna þriggja ára
Fiðlustelpa Emilía Árnadóttir á framtíðina fyrir sér í tónlistarheiminum.
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-350 Limited
Litur: Svartur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 440 Hö,
925 ft of torque með FX4 off-road pakka, upphituð/
loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, auka
bakkmyndavél fyrir camper eða trailer, trappa í hlera
og airbag í belti í aftursæti.
VERÐ
12.350.000 m.vsk
2019 Ford F-350 Lariat
Litur: Ruby red/gray, svartur að innan. (Ath. Myndin er
af eins bíl en neðri litur er meira út í grátt). 6-manna
bíll. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque með FX4 off-
road pakka, quad beam headlights, upphituð/loftkæld
sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, Driver altert-pakki,
Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti.
VERÐ
10.970.000 m.vsk
2018 Ford F-150 Platinum
Ekinn 10.000 km. Litur: Platinum white/svartur að
innan. Upphækkaður, tölvubreyting 431 hö, lok á
palli, Ceramic húðaður. Quad-beam LED hedlights,
bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart,
20” felgur. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 431 hestöfl
470 lb-ft of torque.
VERÐ
11.790.000 m.vsk
2019 GMC Denali 3500
Litur: Silver, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel,
445 HÖ, 2019 Módel. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað
stýri, BOSE hátalarakerfi, dual alternators,
upphituð og loftkæld sæti, geymsla undir aftursæti,
heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki)
og fleira.
VERÐ
11.360.000 m.vsk