Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bæjarráð Kópavogs samþykkti á
fundi sínum í vikunni að kaupa svo-
nefndan Hermannslund, tveggja
hektara spildu í Fossvogsdalnum
skammt fyrir neðan fjölbýlishúsin við
Lund. Svæði þetta er kennt við Her-
mann Jónasson (1896-1976) forsætis-
ráðherra og formann Framsóknar-
flokksins. Hann fékk þetta svæði til
umráða í kringum 1930 og ræktaði
þar skóg, og eru mörg trén á svæðinu
nú orðin tugir metrar á hæð.
50 milljónir króna
„Í Fossvoginum stofnaði hann til
mikillar skógræktar ... Hann var
bóndi í borg,“ segir Steingrímur, son-
ur Hermanns, í ævisögu sinni . Stein-
grímur (1928-2010) átti líka eftir að
verða forsætisráðherra – og eru þeir
feðgar eina dæmið um slíkt í Íslands-
sögunni.
Hermannslundur hefur í tímans
rás verið í eigu ýmissa aðila, nú síðast
Ergo, sem er fjármögnunarþjónusta
Íslandsbanka. Kópavogsbær kaupir
spilduna af bankanum og gefur fyrir
50 milljónir króna.
Grisjun og tiltekt
Kaupin á lundinum í Fossvogi eru,
að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar
bæjarstjóra í Kópavogi, í anda þeirr-
ar stefnu bæjaryfiralda að kaupa
þær lendur innan bæjarmarkanna
sem bjóðast á sanngjörnu verði. Ráð-
stöfun svæðisins til framtíðar litið sé
hins vegar óskrifað blað. „Við byrjum
væntanlega á að fara í rækilega til-
tekt á þessu svæði, grisjum tré, fjar-
lægjum rusl, og fleira. Þannig getum
við útbúið skemmtilegt útivistar-
svæði á besta stað í bænum, sem þó
hefur nánast verið í felum,“ sagði
bæjarstjórinn.
Drónamynd Skógræktarsvæði ráðherrans er um tveir hektarar, skýrt afmarkað og umlukið trjám á alla kanta.
Kaupa Hermannslund
Kópavogsbær eignast skógarlund fyrrv. forsætisráð-
herra 2 hektarar í Fossvogsdal Útivistarsvæði í felum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Menningarminjar Á hliði við Hermannslund er fangamark ráðherrans í
skreytingu á stóru járnhliði. Svæðið er í órækt, en nú á að taka til hendi.
Hermann
Jónasson
Ármann Kr.
Ólafsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það hefur verið kallað eftir heil-
brigðisstefnu sem geti ríkt viðtæk
sátt um í samfélaginu. Að sú stefna og
sú sátt lifi lengi, sé nothæf á hverjum
tímapunkti og að það verði ekki koll-
steypur með nýjum ráðherra. Því
miður er þetta ekki sú breiða stefna
sem heilbrigðisstarfsfólk og þjóðin
var að kalla eftir,“ segir Þórarinn
Guðnason, formaður Læknafélags
Reykjavíkur.
Þingsályktunartillaga Svandísar
Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra
um heilbrigðisstefnu til ársins 2030
var samþykkt á Alþingi í byrjun vik-
unnar. Sagði ráðherra að um mikil-
væg tímamót væri að ráða og í til-
kynningu er staðhæft að stefnan
verði „mikilvægur leiðarvísir“ fyrir
forstjóra í heilbrigðiskerfinu.
Ekki virðist þó einhugur um ágæti
heilbrigðisstefnunnar eins og um-
mæli Þórarins bera með sér.
Þórarinn gagnrýndi tilurð heil-
brigðisstefnunnar harðlega í grein í
Læknablaðinu fyrr á árinu. Þar sagði
hann meðal annars að stefnan væri
ekki afrakstur faglegrar og nútíma-
legrar stefnumótunarvinnu sem sátt
hefði náðst um í samfélaginu heldur
liður í að ríkisvæða heilbrigðisþjón-
ustuna hratt og hljótt.
„Veikleikar stefnunnar opinberast
fyrst og fremst í því sem í hana vant-
ar. Til dæmis er nær ekkert fjallað
um endurhæfingu, öldrunarþjónustu,
sjúkraflutninga, lýðheilsu, forvarnir,
hjúkrunarheimili og geðheilbrigðis-
mál,“ skrifaði Þórarinn.
„Það er mjög erfitt að vera ósam-
mála því sem stendur í þessu plaggi
enda er allt mjög almennt orðað.
Staðreyndin er hins vegar sú að það
vantar gríðarlega mikið í stefnuna,“
segir Hjálmar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Klínikurinnar.
Hjálmar kveðst vera ósáttur við til-
urð heilbrigðisstefnunnar og notar
orðið handabakavinnubrögð þegar
hann lýsir henni. Ekkert raunveru-
legt samráð hafi verið. „Þetta virðist
eingöngu vera innanbúðarvinna í
ráðuneytinu. Það var boðað til Heil-
brigðisþings og svokallaðs vinnufund-
ar svo það er auðvelt fyrir stjórnvöld
að segja að allir hafi fengið tækifæri
til að segja sína skoðun. Málið er hins
vegar að öll fagfélögin, aðilarnir sem
hefðu átt að vera í sjálfri vinnunni,
þeim var markvisst haldið frá vinnu
við þessa heilbrigðisáætlun. Athuga-
semdir Læknafélags Íslands eru til
að mynda algjörlega hundsaðar. Það
er verið að telja almenningi trú um að
þetta sé gert í sátt og samvinnu en því
fer fjarri. Þetta er einhliða stefna án
tillits til þeirra sem eru að sinna mála-
flokknum.“
Hugsað til framtíðar
„Þetta er klárlega skref í rétta átt.
Það hefur alla tíð vantað stefnu í
þennan málaflokk og ég lít það já-
kvæðum augum að þetta plagg sé
komið fram,“ segir Ólafur Baldurs-
son, framkvæmdastjóri lækninga á
Landspítalanum.
Ólafur segir að heilbrigðismál séu
bæði dýr og mikilvægur málaflokkur
fyrir þjóðina. Tækni komi meira og
meira við sögu og nefnir hann sem
dæmi að eitt tæki geti kostað allt upp
í 700 milljónir króna og endurnýja
þurfi slík tæki á átta ára fresti. „Það
að vera ekki með stefnu í slíkum
málaflokki er alls ekki góð hugmynd,“
segir Ólafur.
Hann kveðst jafnframt fagna inni-
haldi heilbrigðisstefnunnar, kaflar
hennar snerti á öllum helstu málum.
„Ég fagna því sérstaklega að það sé
fjallað um að gæði eigi að vera í fyr-
irrúmi og að hugsað sé til framtíðar
varðandi mannafla. Þarna er komin
formleg viðurkenning í stefnu yfir-
valda að það sé flókið og mikilvægt
verkefni að manna starfsemina.“
Þegar Ólafur er spurður nánar um
gagnsemi heilbrigðisstefnunnar
ítrekar hann að aðeins sé um stefnu-
mótun að ræða. „Stefnumótun er ekki
fullkominn raunveruleiki til framtíð-
ar. Þarna er hins vegar snert á helstu
málaflokkum innan heilbrigðisþjón-
ustunnar og það er virkilega verið að
reyna. En þetta er ekki aðgerðaáætl-
un, það er væntanlega næsta skref að
gera slíka áætlun. Persónulega legg
ég áherslu á að í öllum málaflokkum
er hjálplegt að hafa eins skýra mynd
og hægt er. Málaflokkur sem er
stefnulaus býður ekki upp á neina
sérstaka möguleika.“
Gagnrýnir skort á samráði við fagaðila
Ný heilbrigðisstefna samþykkt í vikunni Stefnan sögð liður í að ríkisvæða heilbrigðisþjónustuna
„Innanbúðarvinna í ráðuneytinu“ Skref í rétta átt, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum
Morgunblaðið/Eggert
Landspítalinn Ný heilbrigðisstefna var samþykkt á Alþingi á dögunum.
Arnar Þór Ingólfsson
arnarth@mbl.is
„Ef þú vilt fá besta og skarpasta
fólkið til þess að móta samfélagið þitt
með kennslu, þá þarftu að bjóða því
heimsklassastarf,“ sagði Andreas
Schleicher, yfirmaður menntamála
hjá OECD, í fyr-
irlestri í Háskóla
Íslands í gær-
morgun. Í máli
Schleicher kom
fram að fæstir ís-
lenskir kennarar
telji starf sitt
metið að verðleik-
um af samfélag-
inu, eða innan við
20%. „Það er afar
lágt í alþjóðlegum samanburði,“ seg-
ir Schleicher við blaðamann.
Þar kemur fleiri til en launin, segir
Schleicher og nefnir að vinnuskipu-
lag kennara á Íslandi sé mjög „verk-
smiðjulegt“ og að gera þurfi kennslu
meira spennandi fyrir kennarana
sjálfa. Þeim þurfi að bjóða áhugavert
starf sem felist í minni mæli í því að
flytja námsefnið fyrir nemendur og
fremur um fleiri tækifæri til þess að
vinna sjálfstætt að þróun námsins í
samstarfi við aðra kennara.
Schleicher nefndi að í mörgum
ríkjum, til dæmis í Kína, væri mun
meiri áhersla á samstarf kennara.
Þar væru kennarar einungis að
kenna bekkjum 11-16 tíma á viku, en
eyddu þeim mun stærri hluta vinnu-
vikunnar í að þróa verkferla við
kennsluna, til dæmis með því að
fylgjast með kennslustundum ann-
arra kennara.
„Vinnuskipulag kennara er eitt-
hvað sem ég hef ekki séð breytast á
Íslandi. Það þarf að veita því mun
meiri athygli, við þurfum meiri fjöl-
breytni og líka að taka sérstaklega
vel eftir þeim sem eru að standa sig
gríðarlega vel í kennslu og veita
þeim tækifæri til þess að leiðbeina
öðrum kennurum og einnig sjá til
þess að kennarar fái opinbera at-
hygli fyrir vel unnin störf sín,“ segir
Schleicher, en finna má ítarlegra við-
tal við hann á mbl.is.
Þurfum að bjóða
heimsklassastörf
Verksmiðjubragur á menntakerfinu
Andreas Schleich
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir ökuskírteinið,
passann, ferilskrána o.fl.
Góð passamynd
skiptir máli
Engar tímapantanir
Skjót
og hröð
þjónusta