Morgunblaðið - 08.06.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
Seiðin sem Arctic Fish er að setja út
í sjókvíar í Patreksfirði eru svo stór
að stefnt er að því að hægt verði að
slátra laxinum eftir 14 mánuði.
Hann verði því aðeins einn vetur í
sjó. Að sögn Sigurðar Péturssonar,
framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish,
eru sett út yfir milljón seiði í 8-10
kvíar í staðsetningu sem nefnd er
Kvígindisdalur en er raunar út af
flugvellinum. Þetta er upphaf eldis
fyrirtækisins í þessum firði. Öll
seiðin eru yfir 200 grömm að stærð
og segir Sigurður alveg eins hægt
að tala um unglax eins og stórseiði.
Seiðin koma úr nýrri seiðaeld-
isstöð Arctic Fish í Tálknafirði.
Með þessu fyrirkomulagi er verið
að nýta náttúrulegar aðstæður á
báðum stöðum, að sögn Sigurðar.
Seiðastöðin hafi aðgang að jarð-
varma, köldu vatni og rafmagni.
Þar sé mikið rými í kerum. „Þannig
getum við alið stærri lax til útsetn-
ingar og haft hann aðeins einn vet-
ur í sjó. Þetta er einstakt því hvergi
í heiminum er Atlantshafslax alinn
við eins lágt hitastig og getur orðið
á Vestfjörðum.“ helgi@mbl.is
Arctic Fish setur milljón stórseiði eða unglax í sjókvíar fyrir utan flugvöllinn í Patreksfirði
Slátrað
eftir einn
vetur í sjó
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Kvígindisdalur Tankskipið Viking Saga flytur unglaxinn úr seiðastöðinni í Tálknafirði í kvíarnar í Patreksfirði. Seiðunum er dælt út í eina kvína.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Stofnvísitala þorsks er svipuð og
síðastliðin tvö ár en hún hefur verið
há frá árinu 2011 eftir að hafa verið
í lágmarki árin 2002 til 2006.
Þetta er niðurstaða skýrslu sem
Hafrannsóknastofnun hefur gefið
út um helstu niðurstöður stofnmæl-
ingar hrygningarþorsks með
þorskanetum (netarall) sem fram
fór í 24. sinn dagana 24. mars til 29.
apríl sl.
Fram kemur í skýrslunni að
ágætt samræmi er á þróun stofn-
vísitalna úr rannsóknum Hafró
(neta-rall, mars-rall og haust-rall)
og stærð hrygningarstofns sam-
kvæmt stofnmati.
„Meginþróunin í öllum þessum
mælingum er meira en tvöföldun á
stærð hrygningarstofns þorsks frá
árinu 2007,“ segir í skýrslunni.
Næstkomandi fimmtudag, 13.
júní, hyggst Hafrannsóknastofnun
kynna ráðgjöf helstu nytjastofna
sjávar fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.
Í Breiðafirði og fyrir suðaustan
land hefur stofnvísitalan aldrei ver-
ið hærri í netaralli en í ár. Síðastlið-
inn áratug hefur vægi hrygningar-
svæðanna í Faxaflóa og Breiðafirði í
stofnvísitölu hrygningarþorsks auk-
ist, en hækkun hennar má að
stórum hluta rekja til þessara
svæða. Undanfarin ár hefur einnig
orðið aukning á hrygningu þorsks
fyrir suðaustan og norðan land.
Ástand þorsks (metið sem slægð
þyngd og þyngd lifrar miðað við
lengd) er heldur lakara í ár en í
fyrra, að því er fram kemur í skýrsl-
unni. Talsverður breytileiki er þó á
ástandi á milli svæða, aldurs og
lengdarflokka. Verulegar breyting-
ar hafa orðið á vaxtarhraða (þyngd
miðað við aldur) þorsks, sem hefur
aukist við vestanvert landið og við
Norðurland, en minnkað fyrir suð-
austan land frá því netarall hófst.
Kynþroskahlutfall eftir aldri breyt-
ist ekki mikið hjá algengustu ald-
urshópum milli ára.
Magn ufsa hefur farið vaxandi
undanfarin ár og stofnvísitala ufsa
hefur aldrei verið hærri en í ár.
Svipað magn fékkst af ýsu og í neta-
ralli í fyrra og stofnvísitala ýsu er
há í samanburði við fyrri ár.
Markmið stofnmælingar hrygn-
ingarþorsks með þorskanetum
(SMN, netarall) er að safna upplýs-
ingum um líffræði þorsks á helstu
hrygningarsvæðum umhverfis Ís-
land. Einnig að meta árlega magn
kynþroska þorsks er fæst í þorska-
net á mismunandi svæðum. Auk
þess er safnað upplýsingum um aðr-
ar tegundir sem fást í netin og um-
hverfisþætti eins og t.d. botnhita,
yfirborðshita, sjóndýpi og veðurlag.
Fimm netabátar tóku þátt
Verkefnið beinist fyrst og fremst
að þorski, en mælingar á öðrum
tegundum voru auknar árið 2002.
Netarall fór fram dagana 25.
mars til 29. apríl 2019 í 24. sinn.
Fimm netabátar tóku þátt í verk-
efninu; Magnús SH, Saxhamar SH,
Friðrik Sigurðsson ÁR, Hvanney
SF og Þorleifur EA. Lögð voru net
á um 300 stöðvum allt í kringum
landið, nema við Vestfirði og Aust-
firði. Tímasetning rannsóknanna
hefur verið svipuð öll árin.
Þorskstofninn mælist áfram sterkur
Morgunblaðið/Alfons
Netarallið Stofnvísitala þorsks hefur mælst há við landið frá árinu 2011.
Niðurstöður úr netarallinu í vor eru jákvæðar Stofnvísitala þorsks er svipuð og síðastliðin tvö ár
Hrygningarstofn þorsks hefur meira en tvöfaldast frá 2007 Ráðgjöf Hafró kynnt í næstu viku
Innan tveggja áratuga verður
Strætó raunhæfur og mikilvægur
valkostur fyrir almenning á leið í og
úr vinnu samkvæmt drögum að
stefnumótun fyrir fyrirtækið og
framtíðarsýn ársins 2035. Stjórn
Strætó hefur um skeið unnið að end-
urskoðun á stefnu fyrirtækisins og
áherslum til næstu ára og kynntu
fulltrúar þess, Björg Fenger stjórn-
arformaður og Jóhannes Rúnarsson
framkvæmdastjóri, drögin á fundi
umhverfis- og skipulagsráðs Reyka-
víkur í. Að sögn Jóhannesar var
fundurinn liður í sams konar kynn-
ingu hjá sveitarstjórnum á höfuð-
borgarsvæðinu sem nú stendur yfir.
Hann segir stefnumótun til nokk-
urra ára hefðbundna vinnu innan
fyrirtækisins og sé tekið mið af þeim
miklu breytingum sem séu að verða
á almenningssamgöngum um allan
heim og fyrirsjáanlega einnig hér á
landi.
Í kynningarglærum sem kynntar
voru á fundinum í gær er m.a. talað
um að efla þurfi þjónustu Strætó og
bæta ímyndina á næstu fimm árum,
fjölga farþegum, gera flotann um-
hverfisvænni og hagkvæmari, stytta
ferðatíma, fá forgangsljós og sérak-
reinar. Þá þurfi að endurskoða
greiðslukerfi og fargjaldastefnu og
huga að því að útvista verkefnum.
Rætt er um mælingu á markmiðun-
um og er í því sambandi m.a. horft á
minnkun gróðurhúsalofttegunda,
meðalaldur flotans, farþegafjölda,
ferðatíma, þjónustustig, ánægju við-
skiptavina og rauntímaupplýsingar
um ferðir á netinu. Talað er um að
gildi Strætó skuli vera þrjú, áreið-
anleiki, samvinna og drifkraftur. Ár-
ið 2035 eigi Strætó að vera mikilvæg-
ur hlekkur í samgöngukeðju
almennings, raunhæfur og mikil-
vægur valkostur á leið fólks í og úr
vinnu. Fyrirtækið þurfi að vera
sveigjanlegt í þjónustu, reka vist-
væna og hagkvæma vagna og vera
eftirsóknarverður vinnustaður.
gudmundur@mbl.is
Verði raunhæfur kostur
Stjórn Strætó vinnur að stefnumótun til næstu ára
Morgunblaðið/Valli
Strætó Fyrirtækið kynnir nú drög
að stefnu til næstu ára.
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
VELKOMIN Í
URÐARAPÓTEK