Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Miklar veðuröfgar hafa verið á land- inu síðastliðnar vikur. Á sama tíma og sumarblíða hefur glatt íbúa höf- uðborgarsvæðisins hefur kuldatíð verið á Austurlandi með næturfrosti og illfærum fjallvegum. Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur, ók um miðja síðustu viku fram á bifreið fasta í skafli á Mjóafjarðarheiði. Segir Einar hitann hafa verið í kringum frostmark á fjallvegum á austurhluta landsins. Von um hlýnandi veður „Það hefur í raun bara verið vetr- arástand þarna efst á þessum vegum með skafrenningi,“ segir Einar en bætir við að hann sé bjartsýnn um skánandi og hlýnandi veður á Aust- urlandi. „Þetta eru svona lokahryðj- urnar í þessu sem verða framan af hvítasunnuhelginni. Svo tæmist þessi kuldapollur sem hefur verið þarna yfir,“ segir Einar. Hann segir ástandið ekki endilega óeðlilegt og bendir á að vorhret af þessu tagi geri reglulega þó það sé ekki á hverju ári. „Það sem er sérstakt núna er að það er búið að gera vorleysingu í apríl og búið að taka upp allan snjó. Til dæm- is var búið að ryðja veginn yfir Mjóa- fjarðarheiði fyrir páska. Síðan gerir þetta kuldahret.“ Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi á Teigaseli 2 í Jökuldal, segir gróður á svæðinu hafa sloppið ágætlega og þakkar það hlýindum í apríl. Verra segir hann að sé með gróður ofar í Jökuldalnum þar sem meira hefur verið um næturfrost og lítið um úr- komu. Þar segir Jón gróður vera far- inn að sölna. „Þetta er afskaplega sérstakt. Maður fór í fjárhúsin mjög létt- klæddur allan apríl en kappbúinn nánast hvern einasta dag frá 10. maí og þar til núna,“ segir Jón sem gleðst þó yfir að hafa séð til sólar síð- ustu daga. Meiri sól nú en allan júní í fyrra Þveröfugt er því farið á Suður- og Vesturlandi en Einar Sveinbjörns- son segir sólskinstundirnar í Reykjavík á fyrstu sex dögum í júní vera orðnar níutíu talsins Það gerir að jafnaði fimmtán klukkustundir á dag. „Það má segja að sólin hafi skinið látlaust í júní og reyndar leng- ur ef við tökum síðustu dagana í maí,“ segir Einar og bætir við að á sama tíma í fyrra hafi lítið sést til sólar. Allan júnímánuð í fyrra mæld- ust aðeins sjötíu sólskinsstundir í Reykjavík, eða um tvær klukku- stundir á dag. Því eru sólarstund- irnar nú þegar orðnar fleiri en allan júní í fyrra. Einar bendir íbúum sól- armegin á landinu á að mikið sé enn eftir af sumrinu og lítið hægt að segja til um hversu lengi veðurblíðan vari. „Það er bara um að gera að njóta þessara daga,“ segir Einar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumarblíða Íbúar höfuðborgarsvæðisins nýta aðstöðuna í Nauthólsvík vel á sólríkum sumardögum sem hafa verið tíðir það sem af er ári. Sólarstundirnar fyrstu dagana í júní eru þegar orðnar fleiri en allan júní í fyrra. Morgunblaðið/Valli Sólbað Fólk snæðir úti og nýtur sólar í miðbæ Reykjavíkur. Mikið er enn eftir af sumrinu og lítið hægt að segja til um hversu lengi veðurblíðan varir. Sumar í Reykjavík en vetur á Austurlandi  Fleiri sólarstundir í Reykjavík það sem af er júní heldur en allan júní í fyrra  Sölnandi gróður á Austurlandi  Hlýnar um austanvert landið eftir helgi  „Þetta eru svona lokahryðjurnar í þessu“ Ljósmynd/Einar Sveinbjörnsson Snjór Vegagerðin þurfti að aðstoða bíl sem hafði fest í skafli á Mjóafjarðarheiði í síðustu viku Allt um sjávarútveg GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Stórlæsileg íbúð með sjávarútsýni við Þorragötu 7 með bílskúr. Í húsinu er húsvörður. Fjögurra hæða lyftuhús fyrir 63 ára og eldri. Stórar svalir, yfirbyggðar að hálfu. Frábært útsýni. Í sameign er veislu- salur til afnota fyrir íbúa. Sérgeymsla íbúðar á jarðhæð. Lágmúla 4 – 108 Reykjavík – Sími 569 7000 – miklaborg@miklaborg.is Allar nánari upplýsingar gefa Friðrik Þ. Stefánsson Hdl og aðstoðarmaður fast.sala í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is eða Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is Þorragata 7, íbúð 203 í Reykjavík Opið hús þriðjudaginn 11. júní kl. 17-17.30 Op ið hú s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.