Morgunblaðið - 08.06.2019, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
8. júní 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.7 124.3 124.0
Sterlingspund 156.99 157.75 157.37
Kanadadalur 92.18 92.72 92.45
Dönsk króna 18.598 18.706 18.652
Norsk króna 14.182 14.266 14.224
Sænsk króna 13.094 13.17 13.132
Svissn. franki 124.21 124.91 124.56
Japanskt jen 1.1426 1.1492 1.1459
SDR 170.99 172.01 171.5
Evra 138.91 139.69 139.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.9156
Hrávöruverð
Gull 1336.65 ($/únsa)
Ál 1765.5 ($/tonn) LME
Hráolía 60.4 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Fallist var á tillögu tilnefningar-
nefndar um stjórnarkjör á aðalfundi
Haga sem fram fór í gærmorgun.
Stjórnin hélst óbreytt frá hluthafa-
fundi fyrirtækisins frá því í janúar fyrr á
þessu ári. Þar var Jón Ásgeir Jóhann-
esson m.a. í framboði, en hlaut ekki
kosningu.
Framgang í kjörinu í gær hlutu Eirík-
ur S. Jóhannsson, forstjóri Slippsins á
Akureyri, Erna Gísladóttir, forstjóri og
eigandi BL ehf., Davíð Harðarson, fjár-
málastjóri Nordic Visitor, Katrín Olga
Jóhannesdóttir, formaður Viðskipta-
ráðs Íslands, og Stefán Árni Auðólfs-
son, lögmaður hjá LMB Mandat.
Aðrir í framboði til stjórnar voru
Björgvin Halldór Björnsson, lögmaður,
Guðrún Ólafsdóttir, gæðastjóri VHE
ehf., og Már Wolfgang Mixa, lektor í
fjármálum við HR.
Ársreikningur fyrirækisins var sam-
þykktur á fundinum, en auk þess var
fallist á að greiða helming hagnaðar til
hluthafa í formi arðs.
Engar breytingar í
stjórnarkjöri Haga
STUTT
FRÁ AMSTERDAM
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Það var stór stund fyrir íslenskt við-
skiptalíf er Árni Oddur Þórðarson,
forstjóri Marels, sló í gongið og opn-
aði þar með fyrir viðskipti með bréf
félagsins í Euronext-kauphöllinni í
Amsterdam í gær. Talið var niður frá
10 og mikil fagnaðarlæti brutust út er
Árni Oddur sló í gongið. Einnig á
meðal starfsmanna þeirra fyrirtækja
sem nú hafa komið sér fyrir á kaup-
hallargólfinu þar sem viðskiptin fóru
áður fram á upp gamla mátann.
Mikið fjölmenni lagði leið sína til
Amsterdam frá Marel, öll fram-
kvæmdastjórnin var mætt á svæðið,
stjórnarformaðurinn, Ásthildur Mar-
grét Otharsdóttir, ásamt stórum kjöl-
festufjárfestum í fyrirtækinu, sem
fögnuðu þessum merka áfanga í sögu
fyrirtækisins. Sagan var raunar allt
um kring í þessari gömlu kauphöll
sem stofnuð var árið 1602 af hollenska
Austur-Indíafélaginu í byrjun 17. ald-
ar. Reyndar er húsið sem hýsir kaup-
höllina reist á 2. áratugi 20. aldar en
að sögn forsvarsmanna Euronext er
upprunalega kauphöllin steinsnar frá.
Í kjölfar hlutafjárútboðs
Samhliða skráningu Marels í Euro-
next-kauphöllina fór fyrirtækið í
hlutafjárútboð en samtals voru boðnir
til sölu 100 milljón nýir hlutir sem
samsvara 15% af útgefnu hlutafé.
Verð á hlut í útboðinu nam 3,7 evrum
og nam heildarfjárhæð útboðsins
336,36 millljónum evra. Þar af voru
90,9 milljónir nýrra hluta og 0,1 millj-
ón hlutir sem voru gefnir út í
tengslum við hefðbundinn valrétt sem
mættu þeirri umframeftirspurn sem
var eftir bréfum félagsins. Sé byggt á
því nemur heildarmarkaðsvirði Marel
um 2,82 milljörðum evra.
Hækkaði fyrst um 8%
Vel var tekið í viðskipti með bréf
Marels í upphafi dags og fljótlega var
gengið farið upp fyrir fjórar evrur og
hækkað um rúm 8% sem þykir nokk-
uð gott. Í lok dags reyndist hækkunin
5,4%.
Í samtali við Morgunblaðið
skömmu eftir húllumhæið í kauphöll-
inni við Beursplein í miðborg Amst-
erdam var hljóðið gott í Árna Oddi.
„Mér líður bara vel vegna þess að
þetta er svo eðlilegt og náttúrlegt
skref. Ég lýsti í ræðu minni yfir þakk-
læti við núverandi og fyrrverandi
starfsmenn og viðskiptavini. Saman
Marel skráð í Amsterdam og
metið á 421 milljarð króna
Hringt inn Marel var tekið til viðskipta í Amsterdam í gær, elstu kauphöll heims. Árni Oddur Þórðarson sló í gong.
Hækkaði og lækkaði
» Dagslokagengið í Amst-
erdam reyndist 3,9 evrur á
hlut.
» Veltan þar nam 30,8 millj-
ónum evra, jafnvirði 4,3 millj-
arða króna.
» Útboðsgengið endaði í 3,7
evrum og því nam hækkun
dagsins 5,4%.
» Á Íslandi lækkuðu bréfin
hins vegar og náðu jafnvægi
við Amsterdam.
» Nam lækkunin þar 3,7%.
Veltan í Kauphöllinni í Amsterdam nam 30,8 milljónum evra á fyrsta viðskiptadegi
höfum við virkilega verið að umbreyta
hvernig matvæli eru unnin. Það er
svona langt svar við einfaldri spurn-
ingu, við því hvernig mér líður, en við
verðum að rifja upp hvað við erum að
gera. Við vorum skráð í Kauphöllina á
Íslandi árið 1992. Þá vorum við með
45 starfsmenn, sex milljónir evra í
veltu. Nú erum við 6.000 starfsmenn
með 1.200 milljónir evra í veltu. Það
hefur alltaf verið á dagskránni að
vera alþjóðlegur leiðtogi. Þetta er
náttúrlegt skref að fara í alþjóðlega
kauphöll sem endurspeglar líka
myntina sem við gerum upp í. Við er-
um áfram skráð á Íslandi þannig að
við erum að slá tvær flugur í einu
höggi. Hluthafar okkar hafa stutt við
vöxt okkar og nú erum við að fara í al-
þjóðlega kauphöll,“ segir Árni Oddur.
Umsvif íslenska fluggeirans hafa
snarminnkað eftir fall WOW air í lok
mars síðastliðins og Icelandair hefur
aðeins að litlu leyti tekist að fylla
það skarð sem myndaðist í kjölfar
þess. Um það vitna nýjar farþegatöl-
ur sem fjallað var um í Morgun-
blaðinu í gær. Samkvæmt upplýs-
ingum Icelandair Group flutti
félagið 419 þúsund farþega í maí-
mánuði og fjölgaði þeim um 14%
milli ára.
Sé hins vegar litið til fólksflutn-
inga Icelandair og WOW air í maí í
fyrra kemur í ljós að samanlagt
fluttu félögin tæplega 696 þúsund
farþega í þeim mánuði eða ríflega
66% fleiri en Icelandair flutti í ný-
liðnum mánuði. Þessar tölur segja
þó ekki nema hálfa söguna þegar lit-
ið er til fólksflutninga til og frá Ís-
landi. Það skýrist af þeirri staðreynd
að hátt hlutfall farþega beggja fé-
laga hefur aðeins örstutta viðkomu á
Keflavíkurflugvelli þar sem þeir
nýta sér svokallað tengiflug milli
Evrópu og Norður-Ameríku.
Nýlega tók Icelandair að birta
niðurbrot á farþegatölum sínum og
sýna þær fjölda farþega sem koma
til landsins og fara frá því, ásamt
fjölda þeirra sem aðeins „fara um Ís-
land“ eins og það er orðað en það
vísar til fyrrnefndra tengifarþega.
Í tölum Icelandair fyrir maímánuð
sést að farþegum sem koma til Ís-
lands í mánuðinum fjölgar um 33%
frá fyrra ári, farþegum sem fara frá
landinu fjölgar um 15% en fjölgunin
meðal tengifarþega er aðeins 4%.
Niðurfærð farþegaspá
Isavia birti nýja farþegaspá fyrir
árið 2019 í gær. Þar kemur fram að
félagið telur að ferðamenn sem
heimsækja muni landið í gegnum
Leifsstöð verði 1.927 þúsund talsins
eða 388 þúsundum færri en í fyrra.
Það jafngildir ríflega 17% fækkun
milli ára. Í spá fyrirtækisins frá því í
janúar var gert ráð fyrir að 2,26
milljónir ferðamanna myndu leggja
leið sína hingað til lands.
Þá gerir fyrirtækið ráð fyrir því
að skiptifarþegum muni fækka um
43% og fara úr 3,9 milljónum í tæpar
2,2 milljónir.
Tölur Isavia benda jafnframt til
að Íslendingar verði minna á far-
aldsfæti nú en í fyrra. Þannig muni
631 þúsund Íslendingar fara um
völlinn og jafngildir það fækkun upp
á 37 þúsund manns frá fyrra ári.
ses@mbl.is
40% færri flug-
farþegar í maí
Ferðamönnum fækkar um 388 þúsund
49.800.000,-
Melabraut 14, 170 Seltjarnarnes
Falleg og vel skipulögð 4ra herb. hæð
Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja efri hæð við Melabraut á
Seltjarnarnesi. Eignin skiptist í samliggjandi stofur með útgengi á svalir
með fallegu útsýni, eldhús með hvítri innréttingu, baðherbergi, tvö
svefnherbergi og þvottahús innan íbúðar.
✆ 585 8800
Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum
Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800
Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515
Laugarnesvegur 58, 105 Reykjavík
2ja herb. með sérinngangi
Tveggja herbergja íbúð með sérinngangi í kjallara. Íbúðin skipist í,
rúmgóða og bjarta stofu, svefnherbergi með fataskáp, eldhús og
baðherbergi. Sameiginlegt þvottahús í sameign.
31.500.000,-
54.900.000,-
Mikið endurnýjuð 3ja-4ra herb.
Falleg og mikið endurnýjuð 3ja-4ra herbergja hæð í þríbýlishúsi við Greni-
mel. Stór og björt stofa. Tvö stór svefnherbergi. Þvottahús innan íbúðar.
Baðherbergi nýlega endurnýjað. Eldhús með nýlegri innréttingu. Góð hæð
á frábærum stað.
Grenimelur 29, 107 Reykjavík
69.700.000,-
Sérhæð í hlíðunum
Falleg og vel skipulögð neðri sérhæð í reisulegu steinhúsi við Úthlíð 5.
Eigninni fylgir 25 fm bílskúr með jafnstórri (25 fm) geymslu undir bílskúr-
num.Tvær samliggjandi stofur með útgengi á svalir. Þrjú svefnherbergi.
.
Úthlíð 5, 105 Reykjavík
Opið hús
miðvikud. 12. júní
17:00 til 17:30
Opið hús
þriðjud. 11. júní
16:45 til 17:15
Opið hús
þriðjud. 11. júní
17:30 til 18:00
Opið hús
þriðjud. 11. júní
17:00 til 17:30