Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 24

Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Samkenndiner einn aflykilþáttum mannlegra sam- skipta. Hún er þó ekki öllum gefin. Yfirskrift þessara orða er þýðing á heiti bókar eftir Simon Baron-Cohen, sérfræð- ing í einhverfu og prófessor í sálfræði við Cambridge- háskóla. Baron-Cohen flutti á fimmtudag fyrirlestur um samkenndina í húsi Íslenskrar erfðagreiningar og var fullt út úr dyrum. Fræðimaðurinn byrjaði á að fjalla um illskuna, sem gæti verið af ýmsum toga. „Ég var bara að fylgja skipunum,“ er svarið þegar kerfisbundin ill- virki eru framin, aðrir láta til skarar skríða í krafti hug- myndafræði. Mörg dæmi eru um að skipt sé upp í hópa þar sem annar er innvígður og hinn útskúfaður. Lengst er gengið þegar útskúfaði hóp- urinn er beinlínis afmennsk- aður. Þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 þegar 800 þúsund manns úr röðum Tútsa var slátrað á 100 dögum er ískyggilegasta dæmið um það á seinni tímum. Samkenndin er tvíþætt, annars vegar er hæfileikinn til að greina hugarástand ann- arra, hins vegar sá eiginleiki að finna til með öðrum. Samkenndin er missterk og leiddi Baron-Cohen líkur að því að hana væri í ríkara mæli að finna hjá konum en körlum. Að einhverju leyti gæti sá munur ráðist af ólíkri fé- lagsmótun kynjanna, en einnig benti ýmislegt til að hann væri einnig líffræðilegur. Baron-Cohen hefur rann- sakað einhverfu. Einhverfir eiga erfitt með að skynja hugarástand annarra en eiga auðvelt með að finna til með fólki sem á bágt. Öðru máli gegnir um þá sem eru sið- blindir. Það vefst ekki fyrir þeim að átta sig á hugar- ástandi annarra en þeim gæti ekki staðið meira á sama um þá sem eiga um sárt að binda. Samkenndin er límið í mannlegum samskiptum og daglega má ítrekað sjá hana að verki. Því miður eru dæmin hins vegar einnig mörg um samkennd við frostmark og þau eru yfirleitt meira áber- andi. Hryllilegustu dæmin eru þegar ráðamönnum er annara um eigin völd en velferð borgaranna. Dæmi um það birtist um þessar mundir í fréttum frá Súdan. Lengi hefur verið ólga í landinu, en upphafið að því ástandi, sem nú ríkir má rekja til þess að upp úr sauð þegar verð á brauði var þrefald- að í desember. Mótmæli al- mennings leiddu til þess að Omar al-Bashir, sem setið hafði á valdastóli frá 1989, hrökklaðist frá. Almenningur var hins vegar ekki sáttur og vildi einnig losna við herinn frá völdum. Það þótti æðstu herforingjum landsins of mik- ið og réðust þeir með vopna- valdi gegn mótmælendum. Talið er að 100 manns hafi fall- ið á þremur dögum. Á sama tíma og þetta fór fram var þess minnst að 30 ár voru liðin frá því að kínverski herinn réðist gegn mótmæl- endum á Torgi hins himneska friðar með öllu blóðugri afleið- ingum. Aðfarir súdanska hersins hafa verið fordæmdar víða um heim en njóta þó stuðnings öfl- ugra grannríkja. Athygli vakti að skömmu áður en látið var til skarar skríða fór Abdel Fat- tah al-Burhan, yfirmaður súd- anska herráðsins, í ferðalag til Sádi-Arabíu, Egyptalands og Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna. Þessi ríki styðja súdanska herinn af einfaldri ástæðu. Ráðamenn þeirra ótt- ast að ólgan í Súdan sé smit- andi og eru staðráðnir í að við- halda stjórnarfari einræðis og vilja koma í veg fyrir atburða- rás í sínum ranni líka þeirri sem varð í nokkrum löndum eftir „arabíska vorið“ 2011. Vissulega vöknuðu tálvonir um að vakningin í arabalönd- unum 2011 myndi leiða til svipaðra atburða og þegar járntjaldið féll 1989, en það var öðru nær og eru rústir Sýrlands besta dæmið um það. Þar hafði Bashar al-Assad stjórnað harðri hendi líkt og faðir hans með lítilli samkennd fyrir örlögum almennings. Simon Baron-Cohen hefur gert miklar rannsóknir á sam- kennd og einhverfu og kvaðst í fyrirlestrinum binda vonir við að rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar gætu dýpkað skilninginn á viðfangsefninu. Rannsóknir á samkennd og siðblindu eru fyrirferðar- minni. Þótt auðvelt sé að benda á fjölda dæma um menn sem vert væri að rannsaka gæti reynst vandasamt að fá þá til að gefa sig fram til grein- ingar. Samkenndin er límið í mannlegum sam- skiptum en það get- ur verið afdrifaríkt þegar hún er við frostmark} Samkennd við frostmark H inn 15. maí sl. mælti undirritaður fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr 93/1995 með síðari breyt- ingum (sýklalyfjanotkun). https://www.althingi.is/altext/149/ s/1189.html. Markmið frumvarpsins er að bæta miðlun upplýsinga um sýklalyfjanotkun við fram- leiðslu matvæla til neytenda. Sýklalyfjaónæmi sem m.a. má rekja til of mikillar notkunar á lyfjum í matvælaframleiðslu er ein helsta heilsufarsógn mannkyns og lýsti forstjóri Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) því yfir 20. september 2017 að neyðarástand væri að skapast í meðhöndlun sjúklinga vegna sýklalyfjaónæmis. Í skýrslu sem birt var árið 2016 í Bretlandi um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum kemur fram að um 700.000 manns láti lífið á hverju ári af völdum slíkra baktería. (Sjá fylgiskjöl með frumvarpi.) Íslenskir sérfræðingar, m.a. dr. Karl G. Kristinsson, hafa lýst þungum áhyggjum af þessari þróun og talið mik- ilvægt að þjóðin sé upplýst um þessa hættu. Á dagskrá Alþingis er frumvarp sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra um að opna fyrir innflutning á fersku ófrosnu kjöti o.fl. Verði það samþykkt er nauðsynlegt að neytendur séu upplýstir um þá áhættu sem fylgir fyrir heilsu manna og dýra. Þrátt fyrir að málið hafi batnað í meðferð þingsins og nokkrar mótvægisaðgerðir séu boðaðar er ljóst að ef ekki verður breyting á er vafasamt að þær muni virka nógu vel og nógu hratt enda margar hverjar ekki fjármagnaðar eða of skammur tími til að koma þeim í framkvæmd. Í ljósi þess hvað er í húfi er eðlileg krafa að þessar aðgerðir séu útfærðar, tímasettar og fjár- magnaðar áður en lögin taka gildi. Fleiri fljótlegar leiðir en frumvarp Mið- flokksins geta bætt upplýsingar til neytenda. Í dag á að merkja ákveðin matvæli með upp- runalandi. Einhver misbrestur er á því og er merkingin þannig að leita þarf að henni. Skylda ætti framleiðendur/söluaðila til að merkja með skýrari hætti, t.d. nota rautt letur á gulum grunni og af ákveðinni lágmarks- stærð. Þá fjölgar hratt þeim neytendum sem velja vörur eftir því hvert umhverfisspor þeirra er og er nýlegt framtak íslenskra grænmetis- bænda, að kolefnisjafna flutninginn á sínum vörum, lofsvert. Skylda ætti framleiðendur/ seljendur til að merkja vörur sínar með upp- lýsingum um t.d. kolefnisspor vörunnar og framleiðslu- aðstæður. Minni ég á að varaþingmaður Miðflokksins, Þorgrímur Sigmundsson, mælti 28. febrúar 2019 fyrir þingsályktun- artillögu um kolefnismerkingar kjötvara. https:// www.althingi.is/altext/149/s/0306.html. Þá má hugsa sér að neytendur geti séð á pakkningum hvort varan er framleidd í verksmiðjubúi eða á fjöl- skyldubúi og þannig tekið tillit til annarra þátta sem varða uppruna vörunnar. Allt þetta og meira til er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Sýklalyfjanotkun, neytendur og Alþingi Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Forystumenn kirkjugarða ílandinu koma saman áHallormsstað í dag, laug-ardag. Þar verður haldinn 24. aðalfundur Kirkjugarða- sambands Íslands. Aðalefni fund- arins verður það sama og nokkur undanfarin ár, erfið fjárhagsstaða kirkjugarðanna. Bautasteinn, málgagn Kirkju- garðasambandsins, er nýkominn út. Formaður sambandsins, Þórsteinn Ragnarsson, skrifar aðfaraorð undir heitinu „Reynt til þrautar“. Þór- steinn hefur að öðrum ólöstuðum verið helsti baráttumaður kirkju- garðanna nú um langt skeið. Formaðurinn bendir á það í greininni að á árunum 2009-2018 hafi verið vakin athygli á því sem kallað er misgengi samkomulags ríkis og kirkjugarðanna frá 2005. Kirkju- garðaráð og fjármálaráðuneyti sömdu þá um nýtt gjaldalíkan sem ætlað var að fjármagna öll útgjöld vegna lögbundinna verkefna kirkju- garðanna á grundvelli einingarverðs fyrir einstaka verkþætti í rekstri þeirra. Skerðingin 3,4 milljarðar Árið 2009 voru framlög til kirkjugarðanna skert í kjölfar efna- hagshrunsins 2008. Sú skerðing hafi ekki verið leiðrétt ennþá. Í fyrra, 2018, hafi verið reiknað út að framlög til kirkjugarðanna hafi verið skorin niður um 3,4 milljarða króna að nafn- virði miðað við samkomulagið frá 2005. Langstærsti útgjaldaliðurinn í rekstri kirkjugarðanna er launa- kostnaður sem telur allt að 82% af lögbundnum tekjum hjá stærstu görðunum, Kirkjugörðum Reykja- víkurprófastdæma. Alls eru um 250 kirkjugarðar í landinu og yfir þeim eru 236 ólaunaðar stjórnir. „Þrátt fyrir ítrekaða fundi með stjórnvöld- um og endurteknar greiningar og skýrslur hefur ekki fengist leiðrétt- ing á þeirri skekkju sem breyting á gjaldagrunni samningsins frá 2005 hefur valdið,“ segir í Bautasteini. Af 20 stærstu kirkjugörðum landsins voru allir nema þrír reknir með tapi árið 2016 og var samanlagt tap þeirra 11,5% af tekjum. Sam- anlagt tap 17 stærstu kirkjugarða landsins nam rúmlega 90 milljónum króna 2016. Þar af nam tap Kirkju- garða Reykjavíkur, 63,5 milljónum króna. „Ekki verður annað séð en fjár- málaáætlun núverandi ríkisstjórnar fyrir árin 2020 til 2024 (5 ára áætlun) muni afhenda kirkjugörðum til rekst- urs framlag sem hefur verið skert um rúmlega 40% miðað við sam- komulagið frá 2005. KGRP hafa und- anfarin ár mætt þessari skerðingu með fækkun sumarstarfsmanna um 50% frá 2009. Lengra verður ekki gengið í þeim efnum,“ segir Þór- steinn. Hann lýsir í Bautasteini þeim ráðum sem reynt hefur verið að beita. Skipaður var vinnuhópur sem skyldi ræða við þingmenn „maður á mann,“ samin bréf og útskýring- arblöð fyrir þá sem og ráðherra og embættismenn. Auk þessa fékk stjórn KGSÍ til liðs við sig almanna- tengil til að greina úrlausnarefni og sóknarfæri og útbúa staðreyndablöð sem afhent voru á þeim fundum sem haldnir voru með ráðamönnum. Ár- angurinn varð sáralítill. Áætlað er að hækka þurfi núverandi ársframlag til kirkjugarða um 460 millj- ónir króna til að bæta skerðingu framlaga frá því samningurinn við ríkið var gerður 2005. Flestir kirkjugarðar eru reknir með tapi Það eru ekki bara talsmenn kirkjugarðanna sem kvarta. Kirkjunnar menn gera það líka. „Héraðsfundur Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra haldinn í Árbæjarkirkju 21. maí 2019 skor- ar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að leiðrétta sóknargjöld í þá fjár- hæð sem þau eiga að vera sam- kvæmt lögum. Fundurinn skorar á stjórnvöld að gera upp skuld sína við söfnuði Þjóðkirkjunnar og önnur trú- og lífsskoð- unarfélög vegna skerðingar sóknargjaldsins undanfarin ell- efu ár,“ segir í ályktun fundarins. Ríkið haldi eftir 44% af inn- heimtu sóknargjaldi og skuldi Reykjavík- urprófastdæmum 2,7 milljarða króna, sem sé uppsafnað frá 2008. Þetta þurfi að leiðrétta þegar í stað. Kirkjunnar menn ósáttir SKERÐING SÓKNARGJALDA Þórsteinn Ragnarsson Morgunblaðið/sisi Fossvogur Hinn nýi duftgarður höfuðborgarinnar, Sólland, baðaður sól. Í fyrra gerðist það í fyrsta skipti að duftker voru fleiri en hefðbundnar kistur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.