Morgunblaðið - 08.06.2019, Page 26

Morgunblaðið - 08.06.2019, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 HOLTAGARÐAR RISA LAGERSALA 60-80% AFSLÁTTUR HERRA- OG DÖMUFATNAÐUR GALLABUXUR - KJÓLAR - JAKKAFÖT TOPPAR - ÚLPUR - SKÓR - SKYRTUR YFIR 100 VINSÆL VÖRUMERKI HVÍTASUNNUHELGI LAUGARDAGUR HVÍTASUNNUDAGUR ANNAR Í HVÍTASUNNU 12-18 LOKAÐ 13-18 Ég hef dvalist í Napólí undanfarnar vikur. Þar er töluð sérstæð mál-lýska, neapólítanska, sem er málið sem sögupersónur í Napólí-bókunum vinsælu eftir Elenu Ferrante tala.Neapólítanska er ein fjölmargra mállýskna á Ítalíu og er sam- bland af ítölsku og fleiri málum, einkum spænsku. Hún er arfleifð frá tímum þegar Spánverjar, Frakkar og Grikkir voru fyrirferðarmiklir hér um slóðir. Allar eiga ítölsku mállýskurnar á einn eða annan hátt rætur að rekja til lat- ínu sem var upphaflega mál Rómaborgar í Latíum-héraði. Elstu heimildir um latínu eru frá því um 700 f. Kr. en á „gullöldinni“ á 1. öld f. Kr. varð hún tungumál Rómaveldis og breiddist út á þeim svæðum sem Rómverjar lögðu undir sig. Þessir herleiðangrar eru m.a. kunnir af frásögn- um Sesars um Gallastríðin. Rómönsku málin sem töluð eru í sunnanverðri Evrópu eru afkomendur latínu, spænska, portúgalska, franska og rúmenska. Germönsk mál fóru ekki varhluta af áhrifum frá lat- ínu, ekki heldur íslenska; eldforn latnesk tökuorð í ís- lensku eru t.d. klaustur, kufl, möttull, markaður, toll- ur, mynta og ólífa. Eftir fall Rómaveldis var latína áfram tunga rómversk-kaþólsku kirkjunnar og lærðra manna í Evrópu á miðöldum, endurreisnartímanum og allt fram á okkar daga. Enn leggja margir kapp á að viðhalda latínu sem samskiptamáli, t.d. er fréttum útvarpað á latínu í Páfagarði (sem er ekki undarlegt) og í Finnlandi (sem kemur kannski frekar á óvart). Meira en 1000 síður er að finna í hinni latnesku Wiki- pedíu. Á dögum Rómverja hafði latína svipaða stöðu og enska nútímans í hnatt- rænu samhengi. Hún var heimstunga sem þrengdi mjög að öðrum málum, m.a. nágrannamálunum á Ítalíuskaga. Á meðal þeirra var etrúska, tungumál Etrúra; uppruni þeirra er óljós en héraðið Toscana dregur nafn sitt af þeim. Í þá daga var gríska töluð víða á Suður-Ítalíu enda var það svæði nefnt Grikkland hið mikla (Magna Graecia) vegna þess að Grikkir höfðu stofnað þar nýlenduborgir. Ein slík var einmitt Napólí, sem á grísku nefnist Neapólis ‘Nýborg’. Að auki voru töluð á Ítalíu til forna ýmis mál náskyld latínu, m.a. úmbríska í Úmbríu norðaustur af Róm og oskíska suðaustur af Róm. Héraðið Úmbría er einkum þekkt vegna ágætra vína sem Davíð Stefánsson orti um („Ég elska þitt umbríska vín, líf mitt logar af þorsta og ljóðum til þín.“). Fáir vita e.t.v. að íslenskur málvísindamaður, Hreinn Benediktsson (1928- 2005), gaf út árið 1960 merka ritgerð um hljóðkerfisfræði oskísku og úmbr- ísku sem samanburðarmálfræðingar vitna enn í. Hreinn var prófessor í ís- lenskri málfræði við Háskóla Íslands frá 1958 til 1998 og skrifaði ótalmargt merkilegt um sögulega málfræði íslensku. Þótt rannsóknir hans á hljóðkerfi oskísku og úmbrísku séu minna þekktar hér á landi eru þær einnig óbrot- gjarn minnisvarði um einn skarpasta málvísindamann sem Ísland hefur alið. Napólí-sögur Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Mállýska Sögupersónur í Napólí-bókunum tala neapólítönsku. Það hefur verið viðtekin skoðun hér á Íslandi aðfjárfestingar erlendra aðila hér væru æskilegarog raunar eftirsóknarverðar. Í skýrslu nefndarsem fjallaði um endurskoðun laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og út kom vorið 2014 segir að nefndin telji „að erlend fjárfesting auki hagsæld og fjöl- breytileika í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Farsælast sé að auka frjálsræði á þessu sviði og draga úr undanþágum eins og kostur er“. Er alveg víst að þetta sé rétt niðurstaða? Við lifum í viðsjárverðum heimi. Okkar eigið hrun sýndi okkur fram á að of náin tengsl stjórnmála og viðskiptalífs, sem einkenndu íslenzkt samfélag alla 20. öldina, gætu ver- ið banvæn vegna þess að þau drógu augljóslega úr gagn- rýni og aðhaldi, auk margra annarra óþægilegra auka- verkana. Þróun alþjóðlegs viðskiptalífs á seinni áratugum, sem erlendir fjárfestar eru augljóslega hluti af, er umhugs- unarverð, svo að ekki sé meira sagt. Frá því að efnahags- kreppan skall á haustið 2008 hafa al- þjóðlega þekktir bankar á Vestur- löndum sérstaklega samið um greiðslur gífurlegra sekta vegna margvíslegra lögbrota í umsvifum þeirra. Að bankarnir hafi samið um sektargreiðslurnar á sér skýringar í því að ella hefðu æðstu stjórnendur þeirra sætt opinberum ákærum beggja vegna Atlantshafs og átt á hættu að verða lokaðir á bak við lás og slá. Og þetta á ekki bara við um bandaríska, brezka og þýzka banka. Þetta á líka við um banka á Norðurlöndum, en a.m.k. þrír þeirra hafa verið staðnir að því á undan- förnum mánuðum og misserum að vera eins konar mið- stöðvar peningaþvættis frá Rússlandi og tengdum löndum. Það væri ekki einfalt mál ef íslenzk stjórnvöld tækju upp á því að leita eftir kaupendum að íslenzkum ríkisbanka í nálægum löndum, eins og gert var fyrir tæpum tveimur áratugum. Hvernig ætti að tryggja að erlendur banki sem keypti íslenzkan banka notaði hann ekki til peningaþvætt- is? Viðbúið er að svarið yrði sterkt eftirlit. En hvernig stendur á því að í þremur norrænum bönkum tókst að komast framhjá því eftirliti árum saman? Í raun og veru er staðan í hinu alþjóðlega viðskiptalífi með þeim hætti að það verður að skoða öll áform erlendra aðila um fjárfestingar á Íslandi með það í huga að ekki er allt sem sýnist. Þessar vangaveltur eru settar fram vegna þess að nokk- uð reglulega birtast fréttir núorðið um kaup erlendra fjár- festa á jörðum á Íslandi. Og vafalaust er þar í flestum til- vikum og kannski öllum heiðarlegt fólk á ferð, sem ætlar sér ekkert illt. En þeir sem af einhverjum ástæðum kaupa jarðir geta líka selt þær. Mikil uppkaup jarða á Austurlandi vekja spurningar. Ekki eru þær allar keyptar til þess að stunda þar búskap, þótt vel megi vera að í einhverjum tilvikum átti erlendir kaupendur þeirra sig á því að framtíð land- búnaðar á Íslandi, þegar líður á þessa öld, getur verið mjög björt, vegna margvíslegra breytinga í öðrum heims- hlutum. En getur verið að þessi jarðakaup á Austurlandi tengist þeim breytingum sem eru nánast fyrirsjáanlegar á norð- urslóðum vegna aukinna vöruflutninga milli Evrópu og As- íu um norðausturleiðina og norðvesturleiðina? Og getur verið að dag einn vöknum við upp við fréttir um það að allar þessar jarðir hafi verið seldar erlendum fjárfestum í Asíu, jafnvel í Kína, þar sem enginn veit hvort stjórnvöld þar í landi standi að baki slíkum fjárfesti? Það eitt vitum við að Kínverjar hafa um skeið haft áhuga á að- stöðu bæði á Íslandi og á Grænlandi. Svarið við hugleiðingum af þessu tagi yrði líklega að svo miklar tak- markanir væru á eignaraðild útlend- inga, sem búsettir eru utan EES- svæðis að jörðum, að engin hætta væri á ferðum. En er það víst? Úr því að mafíur í Rússlandi gátu lagt undir sig, ef svo má að orði komast, útibú Danske Bank í Eistlandi og stundað þar peningaþvætti í mörg ár án þess að eftir væri tekið ættu óæskilegir kaupendur að jörðum á Íslandi að geta komið sér fyrir í skjóli EES. Nú er það ekki svo að stjórnmálamenn hér hafi ekki fjallað um þessi mál. Á þingi 2011-2012, kom fram þings- ályktunartillaga sem þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fluttu, þar sem m.a. sagði í greinar- gerð: „Erlendis, svo sem í Danmörku, snúa takmarkanir á kaupum jarða jafnt að þeim sem eru í Evrópusambandinu og utan þess. Við skoðun á þessu álitaefni þarf að gæta að skuldbindingum okkar á grundvelli EES-samningsins og ekki síst í því ljósi er vakin athygli á dönskum reglum á þessu sviði. Þar gildir sú meginregla að einstaklingar sem ekki eru heimilisfastir þar í landi eða hafa ekki áður búið a.m.k. fimm ár í Danmörku þurfa leyfi dómsmálaráðuneyt- isins til að eignast fasteignaréttindi í landinu ... Þegar litið er til danskra laga hvað varðar jarðir (lov om landbrugsej- endomme) er meginreglan sú að heimild til að öðlast rétt- indin yfir jörð er háð því skilyrði að eigandi jarðar taki upp fasta búsetu á jörðinni og gildir búsetuskyldan í tíu ár.“ Úr því að Danir, sem eru aðilar að ESB, gátu sett slíkar reglur, hvers vegna ekki Ísland vegna EES? Það er orðið það mikið um jarðakaup útlendinga á Ís- landi að það er ástæða til að stöðva við og skoða mjög ræki- lega hvar við stöndum í þessum efnum, sem öðrum, þegar kemur að erlendum fjárfestingum hér á landi. Það er ekki endilega víst að það eigi enn við að „erlend fjárfesting auki hagsæld og fjölbreytileika“ í samfélagi okkar. Af hverju geta Danir haft strangari reglur en við? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Um jarðakaup útlendinga á Íslandi Vorið 2003 var stutt í þingkosn-ingar. Helsta kosningamál Samfylkingarinnar var, að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráð- herra, væri harðstjóri, sem sigaði lögreglunni á óvini sína. Fréttablað- ið, sem þá var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þótt leynt færi, birti frétt 1. mars um, að stjórn Baugs hefði á öndverðu ári 2002 óttast að- gerðir Davíðs, nokkrum mánuðum áður en lögregla gerði húsrannsókn hjá fyrirtækinu vegna kæru starfs- manns (en sannleiksgildi kærunnar var síðar staðfest af dómstólum). Hafði fundargerðum stjórnarinnar verið lekið í Fréttablaðið. Jón Ás- geir, aðaleigandi Baugs, birti þá yfirlýsingu um, að lekinn væri ekki frá sér. Ritstjóri blaðsins, Gunnar Smári Egilsson, staðfesti þá yfirlýs- ingu opinberlega. En fáir hafa veitt því athygli, að höfundur fréttarinnar hefur upplýst málið. Reynir Traustason segir beinlínis í bók sinni, Afhjúpun, sem kom út árið 2014, að þessi yfirlýsing sé ósönn (97. bls.). Það merkir auðvitað á mannamáli, að lekinn var frá Jóni Ásgeiri. Vorið 2009 var aftur stutt í þing- kosningar. Þá birti Stöð tvö, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, frétt um það, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði tekið við 30 milljón króna styrk frá FL Group árið 2006, en það var síðasta ár án takmarkana á styrkjum til stjórnmálaflokka. Allir flokkar flýttu sér þá að upplýsa um styrki frá fyrirtækjum það ár. Sam- fylkingin sagðist (í Fréttablaðinu 11. apríl) hafa fengið 36 milljónir í styrki yfir 500 þúsund krónur frá fyrir- tækjum, en Sjálfstæðisflokkurinn kvaðst hafa fengið 81 milljón í styrki yfir eina milljón. Kjósendur gengu með þessar upplýsingar inn í kjör- klefann og veittu Sjálfstæðis- flokknum ráðningu. En í janúar 2010 birtist skýrsla Ríkisendurskoðunar um styrki fyrirtækja til stjórnmála- flokka árið 2006. Í ljós kom, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði þetta ár feng- ið samtals 104 milljónir króna, sem er í góðu samræmi við veittar upp- lýsingar, því að munurinn fólst í smærri styrkjum en einni milljón. En Samfylkingin hafði þá fengið samtals 102 milljónir króna frá fyrir- tækjum. Aldrei hefur verið veitt nein skýring á þessu hróplega mis- ræmi. Í Morgunblaðinu 12. janúar 2006 hafði einn samkennari minn, Margrét S. Björnsdóttir, einmitt skrifað: „Það getur verið hætta á að orðtakið; æ sér gjöf til gjalda, eigi við í einhverjum tilvikum og því mik- ilvægt að öll stærri framlög séu opinber.“ Æ sér gjöf til gjalda, sagði Mar- grét. Upp koma svik um síðir, segj- um við hin. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Upp koma svik um síðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.