Morgunblaðið - 08.06.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.06.2019, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Hannes Hlífar Stefánssoner skákmeistari Íslands2019 eftir spennandilokaumferð opna Ís- landsmótsins sem fram fór við góð- ar aðstæður í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Er síðasta umferð rann upp var Hannes hálfum vinn- ingi á eftir Héðni Steingrímssyni og jafn Guðmundi Kjartanssyni og Jóni Viktori Gunnarssyni. Hannes vann Jón Viktor í lokaumferðinni en á sama tíma tapaði Héðinn fyrir Tiger Hillarp Persson og Guð- mundur fyrir Ivan Sokolov. Er- lendu skákmennirnir réðu því miklu um úrslit mótsins en afrek Hannes- ar er magnað. Hann varð Íslands- meistari í þrettánda sinn. Eftir mótið stendur samt eftir spurningin hvort verið sé að gjald- fella Íslandsmeistaratitilinn með þessu keppnisfyrirkomulagi. Hann- es tefldi ekki við Héðin og einungis við þrjá íslenska skákmenn með yfir 2.300 Elo-stig og hlaut 1½ vinning úr þeim skákum. Héðinn tefldi við tvo íslenska skákmenn með meira en 2.300 Elo-stig. Til samanburðar má geta þess að Guðmundur Gísla- son, sem varð í 7. sæti, hlaut 3½ vinning úr fimm skákum gegn stór- meisturum; vann Héðin, Helga Ás og Þröst Þórhallsson. Efstu menn urðu: 1. Ivan Soko- lov 7½ v. (af 9) 2.-3. Hannes Hlífar Stefánsson og Tiger Hillarp Pers- son 7 v. 4.-6. Bragi Þorfinnsson, Héðinn Steingrímsson og Justin Sarkar 6½ v. 7.-9. Guðmundur Gíslason, Guðmundur Kjartansson og Jón Viktor Gunnarsson 6 v. Lenka Ptacnikova hlaut flesta vinninga kvenna en hún fékk 5 vinninga og er því Íslandsmeistari kvenna 2019. Opna Íslandsmótið var hápunkt- urinn á afmælisári Skákfélags Akureyrar og eiga formaður félags- ins, Áskell Örn Kárason, og félagar hans í SA heiður skilinn fyrir þétta dagskrá allt afmælisárið. Hannes Hlífar tefldi við Jón Vikt- or í lokaumferðinni og voru þeir þá jafnir að vinningum: Opna Íslandsmótið; 9. umferð: Hannes Hlífar Stefánsson – Jón Viktor Gunnarsson Móttekið drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. 0-0 Rc6 7. a3 cxd4 8. exd4 Be7 9. Rc3 0-0 10. He1 Rd5 11. Dd3 Rxc3 Traustari leið er 11. … Bf6 ásamt Rce7. 12. bxc3 b6 13. h4! Byggist á hugmyndinni 13. … Bxh4?? 14. De4! og vinnur mann. 13. … Bb7 14. Rg5 Bxg5 15. Bxg5 Dd6 16. Ba2 Kh8 17. Had1 Hae8? Leikið án áætlunar en það er erfitt að finna mótspil. 18. h5 h6 19. Bh4 Ra5 20. c4 f5 21. Bg3 Dd8 22. d5 exd5 23. cxd5 Dd7 24. He6! Svartur þolir ekki uppskipti á e6 og kóngsstaðan er í molum. 24. … Df7 25. Bd6 Hg8 26. De2 Bc8 27. He7 Ba6 Afleikur í tímaþröng en staðan var töpuð. 28. Dxa6 Hxe7 29. Bxe7 Dxe7 30. d6 Dd7 31. Bxg8 Kxg8 32. De2 Rb7 33. Dc4+ – og svartur gafst upp. Breytingar á Íslandsmóti skák- félaga Stjórn SÍ ákvað að halda aðal- fund sinn samhliða Íslandsmótinu, sem þýddi að mun færri sóttu fund- inn en venjulega. Ein niðurstaðan var samþykkt ellefu fulltrúa á laga- breytingu varðandi Íslandsmót skákfélaga í þá veru að tímabilið 2020-21 yrði tekin upp sex liða úr- valsdeild. Upphaflega hugmyndin var sú að útiloka b-lið frá keppn- inni, en á fundinum voru auðvitað samþykktar breytingartillögur þess efnis að b-lið yrðu leyfð, og að keppendur í hverju liði væru sex talsins, sem mun þýða að 36 skák- menn sitja að tafli í efstu deild í stað 80 áður. Allt þetta klastur er ekki líklegt til að bæta Íslandsmót skákfélaga. Hannes Hlífar Íslandsmeistari í þrettánda sinn Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Sigurður Arnarson Íslandsmeistarar Anna Jóhanna Guðmundsdóttir, frá styrktaraðilanum GA smíðajárni, afhenti Hannesi Hlífari og Lenku Ptacnikovu verðlaunin. Frá því að Vaðla- heiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um tæp 7% frá 2018. 83% allrar umferðar hafa farið um Vaðlaheið- argöng en gert er ráð fyrir að það hlutfall lækki í sumar. Í upphafi voru tveir verðflokkar og miðað við eigin þyngd ökutækja. Léttur flokkur var fyrir bíla að 3,5 tonnum og þungur flokkur fyrir bíla yfir 3,5 tonnum. Eftir ábendingu frá Sam- göngustofu þess efnis að ekki mætti miða við eigin þyngd og að hámarks- afsláttur ökutækja yfir 3,5 tonnum væri 13% var verðflokkum fjölgað og búinn til milliflokkur fyrir bíla frá 3,5 tonnum til 7,5 tonna. Í þann flokk falla stórir jeppar, húsbílar, litlar rútur og fleiri ökutæki. Frá upphafi hefur verið frítt fyrir mótorhjól og aftanívagna um Vaðla- heiðargöng. Raftákn verkfræðistofa og Stefna hugbúnaðarhús ásamt stjórnendum Vaðlaheiðarganga hönnuðu gjald- tökukerfið Veggjald.is fyrir Vaðla- heiðargöng. Nokkur erlend kerfi voru skoðuð en að lokum ákveðið að hanna nýtt kerfi þar sem sjálfvirkni var höfð að leiðarljósi. Ekki þarf að stoppa við göngin til að greiða held- ur hægt að ganga frá greiðslu á net- inu hvar sem er og hvenær sem er áður en ekið er í gegn. Samskipti við ökutækjaskrá, kortafyrirtæki og banka eru sjálfvirk. Einnig er mögu- legt að tengja kerfið við önnur kerfi, t.d. hjá bílaleigum. Öll sala og um- sjón fer fram á netinu í gegnum heimasíðu og snjallsímaforrit. Veggjald.is er kerfi sem hægt er að nota við innheimtu gjalda fyrir margskonar þjónustu þar sem um- ráðamaður bíls er greiðandi þjónust- unnar. T.d. fyrir afnot af vegum, brúm, göngum, bílastæðum, tjald- stæðum, hleðslustöðvum, þvotta- plönum eða hverju sem er þar sem hægt er að lesa bílnúmer. Þegar viðskiptavinur skráir sig á Veggja- ld.is, sér að kostn- aðarlausu, gefur hann upp netfang og korta- númer. Í hvert sinn sem hann nýtir þjón- ustu þar sem hans bíl- númer er lesið er greiðsla tekin af upp- gefnu korti og tölvu- póstur sendur á upp- gefið netfang varðandi þjónustuna sem var keypt. Hægt er að velja við skráningu á Veggjald.is hvort aðgangurinn á að renna út eftir ákv. tíma og þá hve- nær. Þetta hentar sérstaklega þeim sem eru á bílaleigubílum. Þeir setja þá inn við stofnun aðgangs loka- dagsetningu þannig að samning- urinn rennur út sama dag og þeir skila bílnum. Ef eitthvað breytist getur samningshafi breytt samn- ingstímanum eins og honum hentar. Vaðlaheiðargöng hafa gert samn- inga við flestar bílaleigur, sem ein- faldar innheimtu gjalda af erlendum ferðamönnum. Einnig hefur verið gerður samningur við skrifstofu í London sem sér um að innheimta gjöld af umráðamönnum bíla á er- lendum númerum sem ekki greiða í göngin. Sama skrifstofa sér um þessi mál fyrir t.d. Norðmenn og Fær- eyinga. Sjálfvirkni í innheimtu gjalda og einföld heimasíða þar sem viðskipta- vinir afgreiða sig sjálfir heldur rekstrarkostnaði niðri og stuðlar þannig að því að göngin verði greidd upp hraðar en ella. Vaðlaheiðargöng – Veggjald.is Eftir Karl Ingimarsson » Frá því að Vaðla- heiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um tæp 7% frá 2018. Karl Ingimarsson Höfundur er rafmagnstækni- fræðingur hjá verkfræðistofunni Raftákni og ráðgjafi Vaðlaheiðar- ganga í gjaldtökumálum. karl@raftakn.is Jón Kjartansson fæddist 5. júní 1917 á Siglufirði. For- eldrar hans voru hjónin Kjart- an Jónsson og Jónína Tómas- dóttir. Jón var bæjarstjóri á Siglu- firði 1949-1958 og hafði áður m.a. verið verkstjóri hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins þar, umboðsmaður Samvinnu- trygginga, Flugfélags Íslands og fleiri félaga og rekið eigin söltunarstöð og útgerð. Jón var forstjóri Áfengis- verslunar ríkisins í Reykjavík 1957-1961 og forstjóri ÁTVR frá 1961 til æviloka. Jón var alþingismaður Norðurlands vestra 1969-1971 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann sat í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins 1947-1985, var vararæðismaður Finnlands á Norðurlandi 1953-1957, aðal- ræðismaður á Íslandi 1965- 1968 og formaður stjórnar- nefndar Hjálparstofnunar kirkjunnar 1969-1979. Hann sat í stjórn Aðstoðar Íslands við þróunarlöndin, síðar Þró- unarsamvinnustofnunar Ís- lands, 1971-1985 og var endur- skoðandi Útvegsbankans frá 1971. Eiginkona Jóns var Þórný Þuríður Tómasdóttir, þau eignuðust fjögur börn. Jón lést 21.11. 1985. Merkir Íslendingar Jón Kjartansson 8., 9.,10.-júní skoðið úrvalið á facebook HVÍTASUNNU TILBOÐ Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu okkar og fengið sent hvert á land sem er. OPIÐ ALLAHVÍTASUNNUHELGINA 40% afsláttur af völdum skóm* Opið: laugardag frá 10-18 – sunnudag frá 11-17 – mánudag frá 11 -17 SixMix 17766 black Stærðir: 36-42 Verð: 19.990.- Nú: 11.994.- SixMix 16935 wine Stærðir: 36-42 Verð: 14.990.- Nú: 8.994.- Piano 17760 rose Stærðir: 36-42 Verð: 16.990.- Nú: 10.194.- Piano 177665 zinco Stærðir: 36-42 Verð: 15.990.- Nú: 9.594.- SixMix 2403 white Stærðir: 36-41 Verð: 13.990.- Nú: 8.349.- SixMix 2423 zinco Stærðir: 36-41 Verð: 13.990.- Nú: 8.349.- SixMix 1058 red Stærðir: 36-42 Verð: 14.995.- Nú: 8.997.- SixMix 1776 red Stærðir: 37-40 Verð: 19.995.- Nú: 11.997- SixMix 1996 grey Stærðir: 36-41 Verð: 16.995.- Nú: 10.197.- SixMix 17837 black Stærðir: 36-41 Verð: 19.995.- Nú: 11.997.- *Fleiri tegundir af skóm á afslætti má sjá á Facebook og í búðinni. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.