Morgunblaðið - 08.06.2019, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
✝ Sigurður JensSverrisson
fæddist í Reykjavík
28. mars 1956.
Hann lést 25. maí
2019.
Foreldrar hans
eru Aðalbjörg Jóna
Sigfúsdóttir, f. 26.
mars 1939, og Finn-
ur Sverrir Stein-
þórsson, f. 20. mars
1937, d. 6. apríl
1977.
Siggi Jens skilur eftir sig
fjögur börn, Mar-
gréti J. Sigurðar-
dóttur, f. 1990,
Halldóru Sif Sig-
urðardóttur, f.
1992, Ólaf Aðal-
stein Sigurðsson, f.
1995, og Ásgerði
Sigurðardóttur, f.
1996.
Útför hans fer
fram frá Þórs-
hafnarkirkju í dag,
8. júní 2019, og hefst klukkan
13.
Elsku pabbi minn. Núna ertu
farinn yfir í sumarlandið, allt of
snemma, og í fyrsta sinn á ævinni
skortir mig orð. Ég bjóst við að
eiga með þér svo mörg ár í viðbót
og áfallið af því að missa þig
svona er gífurlegt. Eitt er víst í
þessu lífi að það er óútreiknan-
legt. Samband okkar var ekki
fullkomið og atburðir seinustu
ára gerðu það enn flóknara. Upp
á síðkastið vorum við samt í betri
samskiptum og þú hafðir svo
gaman af því að hitta mig og fjöl-
skylduna mína og fá fréttir af
okkur og litlu barnabörnunum
þínum tveimur.
Okkur börnunum þínum
varstu góður faðir. Við áttum
góða barnæsku, góða foreldra og
gott og kærleiksríkt heimili. Ótal
góðar minningar á ég frá upp-
vaxtarárum mínum í sveitinni
okkar, umvafin ættingjum og vin-
um og þau hafa reynst mér og
okkur öllum svo vel í sorginni.
Ég fór svo oft með þér í fjár-
húsin að gefa þegar ég var lítil. Á
veturna dróstu mig yfir heima-
túnið á rauðu snjóþotunni, annars
gengum við upp kúagötuna og
mín barnshönd var svo smá í sam-
anburði við þína risastóru að það
nægði mér að ríghalda í litla-
putta. Svo þurfti ég að hlaupa við
fót því þú varst svo skrefstór.
Okkar heimili var alltaf opið
gestum og gangandi og öllum
boðið í mat og kaffi að sveitasið.
Þú og mamma bæði lögðuð mikla
áherslu á að úr börnunum ykkar
yrði gott og heiðarlegt fólk og ég
vil trúa því að það hafi gengið vel.
Ég veit að þú varst stoltur af okk-
ur öllum og elskaðir okkur heitt
og það var gagnkvæmt.
Þín dóttir,
Margrét.
Elsku Siggi bróðir, mér finnst
svo erfitt að trúa og skilja að þú
sért farinn, svo skyndilega og
alltof snemma. Sveitin okkar
Hvammur var staðurinn þinn í
leik og starfi og kemur upp í hug-
ann það sem mamma sagði mér
þegar hún kom með þig heim í
Hvamm í fyrsta sinn, brunandi í
hlaðið á brúnni drossíu með þig í
fanginu og afi Sigfús stóð úti á
hlaði og tók á móti ykkur. Afi tók
þig í fangið og sagði: Þessi dreng-
ur fer aldrei héðan, sem reyndist
satt. Hjá afa fékkstu viðurnefnið
elsku vina karlinn sem fylgdi þér
alla tíð innan fjölskyldunnar.
Þegar ég hugsa til þín þessa erf-
iðu daga þá sé ég fallega kankvísa
brosið þitt og heyri smitandi glað-
væran hláturinn sem gladdi alla
sem í kringum þig voru.
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Þín systir
Elfa.
Það var mikil harmafregn þeg-
ar þær fréttir bárust að Siggi
Jens, vinur minn og frændi, væri
látinn langt fyrir aldur fram.
Margs er að minnast og mikils að
sakna. Við ólumst upp í sveitinni
hlið við hlið. Hann í Hvammi og
ég á Brúarlandi. Siggi var alltaf
áhugasamur bóndi frá því hann
var ungur að árum og rak sitt bú
af miklum myndarskap. Honum
var þetta í blóð borið, að sinna
skepnunum, fara um á hinum
ýmsu farartækjum, vera úti í
náttúrunni.
Það var sérstaklega notalegt
að vera í kringum hann. Gleðin og
kátínan í fyrirrúmi. Ógleymanleg
er sú stund þegar hann á ættar-
móti Hvömmunga í Ýdölum var
undir morgun að kenna okkur,
sem ekki vorum enn farin að sofa,
söng og hringdans gangnamanna
úr Hvammsheiði. Hann kom líka
stundum til að syngja með okkur í
hlöðunni á Brúarlandi þegar
sumarskemmtunin Kátir dagar
var á Þórshöfn hér áður fyrr.
Hann vann í lögreglunni með-
fram búskapnum í mörg ár og átti
þá til að kíkja inn í búningnum
þannig að börnin myndu nú haga
sér vel á meðan hann fengi sér
kaffisopa. Siggi var traustur mað-
ur, góður vinur og þeir sem
þekktu hann löðuðust að honum.
Hans skarð verður vandfyllt en
minningin um góðan dreng mun
lifa.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Það verður tómlegt að koma
heim í Brúarland í sumar þar sem
hann og Stína voru venjulega
fyrstu gestir. Ég votta öllum af-
komendum og ástvinum samúð.
Ykkar missir er mikill.
Sigrún Lilja og fjölskylda.
Það dró dimmt sorgarský fyrir
sólu í byggðarlaginu við Þistil-
fjörð eftir hádegið laugardaginn
25. maí síðastliðinn á annars
björtum, andköldum en fallegum
degi. Sú hörmulega frétt barst til
næstu nágranna að Sigurður
Jens Sverrisson, bóndi í Hvammi,
hefði látist af slysförum, væri
skyndilega fallinn frá langt fyrir
aldur fram. Þar með hefur fá-
mennt byggðarlag misst einn af
stólpum sínum þó að mestur
harmur sé auðvitað að fjölskyldu
hans kveðinn.
Sigurður Jens ólst upp í
Hvammi og bjó þar allan sinn bú-
skap. Hann varð snemma stór og
sterkur og fór með okkur nokkr-
um sem vorum árinu eldri til að
létta undir í manneklu á slátur-
húsinu á Þórshöfn í lok slátur-
tíðar þegar kennsla hófst í ung-
lingadeild á staðnum. Þá vorum
við sem ekki höfðum hafið skóla-
göngu inni í sveit kallaðir til átta
níu ára gamlir. Ef ég man rétt þá
fylgdi hann okkur sem árinu vor-
um eldri einnig í grunnskólann
þegar skólaganga okkar hófst.
Árin liðu og skólagöngunni lauk.
Sigurður hóf snemma búskap í
Hvammi studdur af afa sínum og
ömmu og Haraldi frænda sínum.
Hann byggði upp myndarlegt
sauðfjárbú, sinnti lengi löggæslu-
störfum meðfram búskapnum,
sat í sveitarstjórn og þannig
mætti áfram telja. Hann var með
öðrum orðum einn af þeim sem
halda gangverki fámenns sam-
félags á hreyfingu með því að
gegna mörgum hlutverkum.
Hin seinni ár var upp og ofan
hve oft leiðir lágu saman, en eitt
var þó árvisst, við fórum saman í
göngur. Þar var hann í hlutverki
gangnaforingja okkar Hvamms-
heiðarmanna, úthlutaði hverjum
og einum stykki til að fara á, sá
um flutninga og ræsti menn í
grautinn, fyrir allar aldir að
manni yfirleitt fannst. Þá voru nú
ekki leiðinlegar sumarferðir með
honum í heiðina ef staðið var í
framkvæmdum í ríkinu okkar
innst í Hávarðsdal. Hvergi var
hann kátari en þar, úrræðagóður
í hvers kyns brasi og ókvalráður.
Nú er skarð fyrir skildi. Ég
minnist hins smitandi hláturs,
hins þétta handtaks eða faðmlags
ef langt hafði liðið milli endur-
funda. Ég kveð skólabróður minn
og vin, Sigurð Jens Sverrisson,
með söknuði og eftirsjá og votta
aðstandendum öllum samúð mína
og fjölskyldu minnar.
Steingrímur J. Sigfússon.
Slys gera ekki boð á undan sér.
Það syrti að í Þistilfirði laugar-
daginn 25. maí. Þá var Sigurður
Jens í Hvammi frá okkur tekinn.
Hvílíkt áfall fyrir okkar fámennu
sveit en stærst er það fyrir að-
standendurna, sérstaklega Krist-
ínu og Ólaf.
Hann var fæddur og uppalinn í
Hvammi, að mestu hjá ömmu
sinni og afa og hjá Sigfúsi afa
fékk hann aukanafnið „vinakall“
og það átti sannarlega vel við, alla
tíð brosmildur og fallegur maður.
Afi hans spáði því snemma að
„vinakallinn sinn yrði bóndi í
Hvammi“ og það gekk eftir.
Hann tók snemma við aðalhlut-
verki í búskap Haraldar móður-
bróður síns og reisti þann búskap
úr því að vera „upp á gamla mát-
ann“ í að vera eitt afurðabesta bú
í héraðinu. Sigurður Jens var fé-
lagslega sinnaður maður og var
betri en enginn þegar taka skyldi
ákvarðanir í málefnum, hvort
sem var í hreppsnefnd eða bún-
aðarfélagi – þar er nú skarð fyrir
skildi. Og hann ræktaði vinskap-
inn við vini sína, það munu fleiri
en ég sakna þess að fá ekki lengur
gest sem kom bara til að líta inn.
Þegar við vorum inni á Skessu-
hamarshlíð ásamt hæstaréttar-
dómurum í vettvangsskoðun
vegna þjóðlendumála, Héraðs-
dómur búinn að fella þann úr-
skurð að þjóðlendunefndar-
dómsorðið skuli standa þá talaði
Sigurður skýrt sem oftar. „Þetta
land er búið að vera eign
bændanna í Hvammi um aldir og
mér er það hjartans mál að láta
ekki taka það af okkur, ekki bara
mín vegna heldur að gengið verði
svo frá að sonur minn geti líka
orðið sjálfseignarbóndi.“ Hvort
þessi ræða reið baggamuninn
legg ég ekki dóm á, en ekki spillti
hún fyrir. Hæstaréttardómurinn
féll bændunum í vil.
Já, Ólafur Aðalsteinn, það
voru snemma bundnar góðar
vonir við þig og þú ert sannarlega
búinn að sýna það að vera þeirra
verður. Guð gefi að föður-
missirinn bugi þig ekki eða ykkur
systurnar Margréti, Halldóru og
Ásgerði.
Við í Laxárdal erum með hug-
ann hjá ykkur og sendum
Hvömmungum samúðarkveðjur.
Stefán Eggertsson.
Siggi Jens vinur minn í
Hvammi er fallinn frá, langt fyrir
aldur fram. Ég kynntist honum
fyrir nokkrum árum, við heim-
sókn mína í Þistilfjörðinn að
skjóta gæsir að hausti. Ingi og
Brynja vinir mínir á Hallgilsstöð-
um komu mér í samband við
Sigga Jens og það var meira en
velkomið að fá að skjóta gæs í
Hvammi. Sem ég og gerði nokkr-
um sinnum. Fékk meira að segja
að setja sérstakt skotbyrgi í eitt
af hans betri gæsatúnum. „Ekk-
ert mál, Gísli minn,“ var svarið
sem ég fékk þegar ég bar þetta
undir hann. Kom þess utan við
hjá þeim Sigga Jens og Stínu í
kaffi og spjall. Það voru
skemmtilegar stundir með vatns-
glas og umræður um allt milli
himins og jarðar. Því miður verða
slíkar stundir ekki fleiri, ekki í
það minnsta hérna megin. Hin-
um megin er eflaust glatt á hjalla.
Brosa við eldhúsborðið, teygja
sig eftir neftóbaksdós þess sem
situr með Sigga Jens við borðið
og nokkur korn sett í hvora nös.
Og spjallað um daginn og veginn
og kannski vegi Guðs, sem eru
órannsakanlegir og á köflum
óskiljanlegir á stundum sem
þessum. Blessuð sé minning um
góðan og skemmtilegan mann.
Ég votta Stínu og börnum
Sigga Jens mína innilegustu
samúð.
Gísli Páll.
Sigurður Jens
Sverrisson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og
barnabarnabarn,
BALDVIN RÚNARSSON,
Háhlíð 10, Akureyri,
lést föstudaginn 31. maí.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 12. júní klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð sem
stofnaður verður í hans nafni, reikn.nr. 565-14-605,
kt. 020800-2910.
Ragnheiður Jakbosdóttir Rúnar Hermannsson
Hermann Helgi Rúnarsson
Jóhanna Maríanna Antonsdóttir
Hermann Jónsson
Áslaug Þorleifsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Ártúni 7,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 2. júní.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 14. júní
klukkan 13.
Jónína Sigurjónsdóttir Sæmundur B. Ingibjartsson
Jón Garðar Sigurjónsson Ólöf Rún Tryggvadóttir
Ævar Smári Sigurjónsson Kristín Bjarnadóttir
Sigurður Ellert Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGFRÍÐAR ERLU RAGNARSDÓTTUR,
fer fram frá Hafnarkirkju, Höfn í Hornafirði,
laugardaginn 15. júní klukkan 14.
Minningarathöfn verður haldin í Kapellu
HSA á Egilsstöðum föstudaginn 14. júní klukkan 17.
Okkar innilegustu þakkir til starfsfólks HSA fyrir góða
umönnun og hlýju.
Hver minning er dýrmæt perla. Ljós og friður fylgi þér.
Dætur, tengdasynir,
barnabörn og barnabarnabörn
Yndislega konan mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SVAVA STEFÁNSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum 1. júní.
Útför hennar fer fram frá Lindakirkju
þriðjudaginn 11. júní klukkan 11.00
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Sveinn Einarsson
Rúnar Erlingsson Tina Simonsen
Arna Margrét Erlingsdóttir
Guðný Soffía Erlingsdóttir Jón Sigurjónsson
Ragnar Þór Erlingsson
Íris Erlingsdóttir Pierre Notelid
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
ELÍN METHÚSALEMSDÓTTIR
Öngulsstöðum 4, Eyjafirði,
fyrrum húsfreyja á Bustarfelli í
Vopnafirði,
lést 4. júní í faðmi fjölskyldunnar
á sjúkrahúsinu á Akureyri.
Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju mánudaginn 10. júní
klukkan 13. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði í Vopnafirði.
Baldur Kristinsson
Methúsalem Einarsson Arndís Á. Hólmgrímsdóttir
Björg Einarsdóttir Bragi Vagnsson
Birna H. Einarsdóttir Gunnar Björn Tryggvason
Gunnlaugur Einarsson Erla Sveinsdóttir
Jóhann L. Einarsson Sigríður E. Konráðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
FRÍÐA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Vestri-Leirárgörðum,
lést föstudaginn 31. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Klara Njálsdóttir Guðmundur Hermannsson
Þórdís Njálsdóttir
Marteinn Njálsson Dóra L. Hjartardóttir
Steinunn Njálsdóttir Guðjón Sigurðsson
Sveinbjörn Markús Njálsson Guðbjörg Vésteinsdóttir
Hjalti Njálsson Valdís Valdimarsdóttir
Smári Njálsson Ólöf Guðmundsdóttir
Kristín Njálsdóttir
Sæunn Njálsdóttir