Morgunblaðið - 17.06.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
FYRIR BÍLINN
FJARLÆGIR
MENGUN
ÁHRIF
AUKA SKILVIRKNI HEMLUNAR
KREFST EKKI
AÐ TAKA Í SUNDUR
BREMSU
HREINSIEFNI
FYRIR BÍLA
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
VELKOMIN Í
URÐARAPÓTEK
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Eftir því sem aðstaða fyrir hjól-
reiðafólk verður betri og leiðirnar
greiðfærari eykst áhuginn,“ segir
Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigð-
isstofnunar Vestfjarða. „Í heilsu-
hagfræðinni sést svart á hvítu að
gerð hjólastíga og aðrar slíkar
framkvæmdir, sem greiddar eru
úr samfélagslegum sjóðum, eru
fljótar að borga sig. Þetta er til
þess að gera ódýr innviða-
uppbygging og fólk getur jafn-
framt sparað við sig í bílakaupum.
Dæmið er svo fullkomnað þegar
áhrif á umhverfi og lýðheilsu eru
tekin með í reikninginn. Minni út-
blástur og góð hreyfing í daglegu
amstri er skotheld formúla.“
Rennislétt á Eyrinni
Á Ísafirði fer Gylfi flestra
sinna ferða hjólandi og er þá
gjarnan með börnin sín tvö framan
á reiðhjólinu. „Vegalengdir milli
helstu staða innanbæjar á Ísafirði
eru stuttar og hér á Eyrinni er allt
rennislétt. Fjölskyldan býr hér á
Eyrinni og þaðan er örstutt fyrir
mig að hjóla til vinnu á sjúkrahús-
inu og leikskóli barnanna er nán-
ast í næsta húsi. Þetta gæti ekki
verið þægilegra í samfélagi sem á
flestan mælikvarða er streitulítið,
sem er uppskrift að því að fólki líði
vel,“ segir Gylfi.
Nýjar tölurnar sýna að hlut-
fall fullorðinna sem ganga eða
hjóla til vinnu eða skóla, þrisvar
sinnum eða oftar í viku, er 30% á
Vestfjörðum. Á landsvísu er þetta
hlutfall 21%. Vestlendingar og
Norðlendingar eru einnig duglegir
við að skilja bílinn eftir heima, en
Suðurnesjafólk notar bílinn áber-
andi mest. „Aðstæður til hjólreiða
á Vestfjörðum eru góðar; byggð-
arlögin standa yfirleitt á eyrum
niður við sjóinn og allt er renni-
slétt,“ segir Gylfi og heldur áfram:
Skipulag og
framkvæmdir fylgist að
„Hér á Ísafirði hefur verið
sköpuð frábær aðstaða til hjól-
reiða og þar get ég nefnt að útbún-
ir hafa verið hjólastígar eftir Skut-
ulsfirði endilöngum sem fólk nýtir
sér mikið. Núna vantar aðeins lít-
inn stubb við Holtahverfið í botni
fjarðarins svo kominn sé heild-
stæður stígur alla leið út í Bolung-
arvík, en þaðan eru um 15 kíló-
metrar. En taktu nú samt eftir því
að á Suðurnesjunum, þar sem eng-
ar eru brekkurnar og aðstæður til
hjólreiða góðar af náttúrunnar
hendi, notar fólk bíllinn til flestra
sinna ferða. Í því sjáum við að í
skipulagi þarf að gera ráð fyrir
öðrum ferðamátum en bílnum og
fara í framkvæmdir samkvæmt
því, svo þessi góði samgöngumáti
verða almennur.“
Síðan á unglingsárum hefur
Gylfi jafnan ferðast mikið á reið-
hjóli og líkað vel. „Ég hef alla tíð
notað hjólið sem samgöngutæki
árið um kring þar sem ég hef búið,
það er á Ísafirði, Akureyri og
Reykjavík og um skeið erlendis.
Þetta er minn ferðamáti í dagsins
önn; keppnis- eða utanvega-
hjólreiðar hafa aldrei heillað mig.
Að renna um göturnar er frábært
og fljótlegt og svo má bæta við
ýmsum skemmtiferðum. Eft-
irminnilegur er leiðangur með
börnin síðasta sumar út í Bolung-
arvík í sundlaugina sem nefnt er
Musteri vatns og vellíðunar. Þá fer
maður hrikalegan Óshlíðarveg
sem er laus við umferð eftir að Bol-
ungarvíkurgöng voru opnuð.“
Sveitarfélög
setji hjólreiðastefnu
Sem heilsuhagfræðingur og
forsvarsmaður heilbrigðisstofn-
unar hefur Gylfi látið lýðheilsumál
til sín taka og í því sambandi talað
hjólreiðum við sveitarstjórn-
armenn. „Ég lagði til að sveit-
arfélög settu sér hjólastefnu, sem
má einföld eða yfirgripsmikil eftir
atvikum. Einnig kom ég með hug-
myndir um ódýrar framkvæmdir,
eins og að fjölga yfirborðsmerk-
ingum og fjölga skiltum. Til dæmis
ættu hjól að vera boðin velkomin á
göturnar svo gangandi hafi þá
gangstéttir út af fyrir sig. Loks
setti ég fram hugmyndir um um-
fangsmeiri framkvæmdir, sem eru
þó í sjálfu sér einfaldar, eins og að
leggja nokkra vel valda hjólastíga
og reisa hjólaskýli við vinnustaði,
skóla og fleiri slíka staði. Und-
irtektir eru góðar enda tíðarand-
inn allur í þessa átt.“
Hjólreiðar eru daglegur samgöngumáti 30% Vestfirðinga
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Ísafjörður Forstjórinn Gylfi Ólafsson á reiðhjólinu með börnin sín tvö á leiðinni í leikskólann og svo til vinnu.
Aðstaða skapar áhuga
Dr. Gylfi Ólafsson er fæddur
árið 1983. Hann er giftur Tinnu
Ólafsdóttur og eiga þau tvö
ung börn. Stúdent frá Mennta-
skólanum á Ísafirði og lærði til
grunnskólakennara við Háskól-
ann á Akureyri. Nam síðar hag-
fræði og heilsuhagfræði í Sví-
þjóð. Varði doktorsritgerð sína
í heilsuhagfræði í febrúar sl.
Forstjóri Heilbrigðisstofn-
unar Vestfjarða frá júlí á sl. ári.
Hann var áður meðal annars
aðstoðarmaður Benedikts Jó-
hannessonar fjármála- og
efnahagsráðherra.
Hver er hann?
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Isavia hefur ákveðið að leyfa hliðar-
vindsprófanir á Keflavíkurflugvelli að
nýju, en þær hafa ekki verið leyfðar
þar síðan 2013, með einni undantekn-
ingu árið 2018.
„Það voru samverkandi ástæður
fyrir því að hliðarvindsprófanirnar
voru lagðar af hjá okkur eftir að það
kom upp atvik árið 2013. Önnur
ástæðan fyrir því að þetta fór ekki af
stað aftur er sú að frá 2016 og þar til í
fyrra vorum við í miklum fram-
kvæmdum á flugbrautum og rafkerfi
flugvallarins, sem
var líka ástæðan
fyrir því að við
gátum ekki farið
aftur í þessar
prófanir,“ segir
Guðjón Helgason,
upplýsingafulltrúi
Isavia. Vorið 2018
var ákveðið að
heimila einum
flugvélaframleið-
anda hliðarvindsprófanir á Keflavík-
urflugvelli, en það var kínverski flug-
vélaframleiðandinn COMAC. „Þegar
þeim prófunum var lokið ákvað Isavia
að vinna endurskoðað verklag um
prófanaflugin. Þannig að fleiri próf-
anaflug yrðu heimiluð eftir að þeirri
endurskoðunarvinnu væri lokið og
henni er lokið. Nú byggist þetta þann-
ig upp að prófanaflugið takmarkast
einungis við hliðarvindsprófanir fyrir
hámarkshliðarvind. Allt prófflug sem
hægt er að framkvæma annars staðar
verður ekki leyft á Keflavíkurflug-
velli,“ segir Guðjón.
Hliðarvindsprófanir verða tak-
markaðar við ákveðnar tímasetningar
út frá m.a. hávaða og tímamörkun, en
leyfilegt verður að framkvæma þær
frá kl. 9 til 13 og svo frá kl. 18 til 22 á
kvöldin. Þá verður ekkert sérstakt
tímabil fyrir prófanaflug að þessu
sinni en áður fyrr voru þau leyfð frá
október og út mars.
Fall WOW Air hafði ekki áhrif
Spurður hvort gjaldþrot félagsins
WOW Air og möguleikinn til að auka
tekjur flugvallarins hafi haft einhver
áhrif á þessa ákvörðun, segir Guðjón
svo ekki vera. „Nei, í rauninni ekki
þar sem við vorum búin að heimila
hliðarvindsprófanir vorið í fyrra eftir
að þessum framkvæmdum var lokið.
Síðan var farið í vinnu við að endur-
skoða verklagið, það tók ákveðinn
tíma þannig að þetta er ferli og
ákvörðun sem var búið að taka í
fyrra.“
Flugvélaframleiðendur fagna
Fulltrúar frá bæði Airbus og Bo-
eing hafa þegar lýst yfir ánægju sinni
með ákvörðun Isavia í samtölum við
fulltrúa þeirra, segir Guðjón.
„Þá höfum við verið í góðu sam-
bandi við samtök flugvélaframleið-
enda sem Airbus, Boeing, Bombar-
dier og fleiri félög tilheyra. Þeir eru
vel upplýstir um þetta sem við erum
að bjóða upp á og hafa einnig lýst yfir
ánægju með þetta.“
Isavia heimilar hliðarvindsprófanir
Prófanaflug verður leyft á ákveðnum tímum í Keflavík Airbus og Boeing fagna ákvörðun Isavia
Guðjón
Helgason
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytið er með erindi Rannsóknar-
nefndar samgönguslysa til skoð-
unar, en það snýr að álagningu
vanrækslugjalds ef skráð ökutæki er
ekki fært til lögmætrar skoðunar
innan tilskilins tíma. Þetta kemur
fram í svari ráðuneytisins við fyr-
irspurn Morgunblaðsins.
Í skýrslu rannsóknarnefndar-
innar um banaslys sem varð á Mikla-
braut við Skeiðarvog 25. nóvember
2017 er gerð tillaga í öryggisátt og
er það mat nefndarinnar að taka
ætti til skoðunar hvernig hægt sé að
gera kerfið skilvirkara. Samgöngu-
og sveitarstjórnarráðuneytinu barst
erindi frá rannsóknarnefndinni
varðandi þessa tillögu með bréfi 29.
maí og ber ráðuneytinu að upplýsa
nefndina innan þriggja mánaða um
það með hvaða hætti brugðist verði
við tillögunni. Þann 11. júní sl. sam-
þykkti Alþingi ný umferðarlög sem
taka munu gildi 1. janúar 2020. Í
þeim hafa verið gerðar breytingar á
gildandi ákvæðum um fjárhæð,
álagningu og innheimtu vanrækslu-
gjalds, en hún skal að hámarki vera
100.000 krónur. mhj@mbl.is
Ráðuneytið með ör-
yggisátt til skoðunar
Vanrækslugjald á ökutæki hækkar