Morgunblaðið - 17.06.2019, Qupperneq 13
AFP
Öryggi Með öryggishjálm á höfði leiðir Michel Aupetit erkibiskup af París
fyrstu messuna í Notre Dame kirkjunni eftir brunann mikla fyrr á árinu.
Prestar voru með harða örygg-
ishjálma á höfði er messað var í
Frúarkirkjunni í París í fyrsta sinn
eftir eldsvoðann sem olli miklu
tjóni á kirkjunni fyrir tveimur
mánuðum.
Erkibiskupinn af París, Michel
Aupetit, leiddi messuna sem um
þrír tugir manna voru viðstaddir.
Bein útsending var frá messunni á
sérstakri sjónvarpsstöð kaþólsku
kirkjunnar í Frakklandi.
Prestum sem og öðrum við-
stöddum var gert að vera með ör-
yggishjálma á höfðinu til að vernda
þá gegn braki sem mögulega hefði
getað fallið niður á þá. Messan var
sungin í kapellu inn af kór kirkj-
unnar sem byggingatæknar höfðu
metið örugga fyrir samkomuhaldið.
Af öryggisástæðum voru ein-
ungis 30 manns viðstaddir, að-
allega prestar, kanúkar, starfs-
menn kirkjunnar og nokkrir menn
sem vinna að endurbyggingu
Notre Dame. Messan var sungin í
Maríukapellunni svonefndu upp á
dag tveimur mánuðum eftir að
kviknaði í kirkjunni.
Patrick Chauvet, rektor Notre
Dame, sagði daginn trúarlega mik-
ilvægan og kvaðst ánægður með að
geta sýnt fram á að kirkjan væri
„sannlega lifandi“. Enn er með öllu
óljóst hvenær kirkjan verður opn-
uð almenningi. agas@mbl.is
Með hjálma í messunni
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
STIMPILPRESSUR
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
Mikið úrval af aukahlutum
Donald Trump
veittist að Sadiq
Khan, borg-
arstjóra London,
eina ferðina enn í
gær og sagði
hann vera „þjóð-
arskömm“ á
hraðri niðurleið
með borgina.
Með þessu
brást Trump við fréttum af ofbeld-
isverkum í borginni á innan við sól-
arhring sem kostuðu þrjá menn lífið
og þrjá særða. Sagði hann London
þurfa á nýjum borgarstjóra að
halda.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði það „al-
gjörlega hræðilegt“ að Trump
skyldi nota morðharmleik í borginni
til að veitast að borgarstjóranum.
Alls hafa 56 verið myrtir í London
frá síðustu áramótum. Á sama tíma í
fyrra höfðu 77 morð verið framin í
borginni, þar af 48 með hnífum.
agas@mbl.is
BRETLAND
London þarf
nýjan stjóra
Eiginkona Ben-
jamins Netan-
yahu, forsætis-
ráðherra Ísraels,
þarf að borga
15.000 dollara
sekt, ígildi 1,9
milljóna króna,
fyrir að misfara
með opinbert fé í
eigin þágu.
Sara Netanyahu viðurkenndi að
hafa brotið af sér en hún var ákærð
í júní í fyrra fyrir að hafa greitt fyr-
ir veisluþjónustu upp á 99.300 doll-
ara, eða hátt í 13 milljónir króna,
eftir að hafa logið til um að engir
kokkar væru í húsnæði forsætisráð-
herra til að sjá um veisluna. Í sátt-
argjörð eftir að hún játaði brot sín
segir að Sara Netanyahu skuli end-
urgreiða 12.490 dollara og sæta
2.777 sekt fyrir brotið. Þrátt fyrir
að ákæruatriði hafi verið milduð
fer hún inn á sakaskrá fyrir brotið,
að sögn Jerusalem Post.
Um tvær milljónir manna tóku þátt
í mótmælum í Hong Kong og munu
það hafa verið umfangsmestu and-
mælaaðgerðir í sögu landsins.
Beindust mótmælin gegn umdeild-
um lögum um framsal sakamanna.
Lögreglan sagði aftur á móti að
þátttakendur hefðu verið 338.000
þegar mest var.
Mótmælin héldu áfram í gær
þrátt fyrir að frumvarpið að fram-
salslögunum hefði verið dregið til
baka. Að lögum orðið hefði það
heimilað framsal fólks frá Hong
Kong til Kína.
Leiðgoti Hong Kong, Carrie
Lam, baðst um helgina afsökunar á
því að hafa mælt með frumvarpinu.
Meðal mótmælenda ríktu efasemdir
um ákvörðun Lam að stöðva frum-
varpið í þinginu. „Carrie Lam hefur
leitt tilfinningar íbúanna hjá sér,“
sagði herra Ma, 67 ára mótmælandi,
við BBC-stöðina. Hún hefði látið
eins og þetta væri ekki stórmál
þrátt fyrir að milljónir manna hafi
streymt á götur út og mótmælt
frumvarpinu í síðustu viku. „Í öðru
lagi erum við að ganga í þágu stúd-
enta sem lögregla beitti harðýðgi.
Réttlætið verður með þeim.“
Tvítugur mótmælandi að nafni
Chloe Yim sem gekk í fyrsta sinn í
gær, sagði: „Sjái Carrie allan skar-
ann á götunum en hlusti engu að
síður ekki er hún að sönnu einræðis-
herra. Það sætta íbúar Hong Kong
sig ekki við.
Hætt verði við
Margir göngumenn sem óttast
áhrif Kínverja í Hong Kong kröfð-
ust afsagnar Lam í mótmælunum í
gær. Þeir kröfðust þess einnig að
frumvarpið umdeilda yrði alfarið
kippt til baka og fleygt, en ekki lagt
í salt um stundarsakir.
Mótmælin í gær voru að mestu
friðsæl, að sögn lögreglu sem hélt
sig meira til baka en í mótmælum sl.
miðvikudag en þar kom til harðra
átaka milli lögreglu og mótmæl-
enda. Klæddust margir mótmæl-
enda svörtum fötum og báru hvít
blóm í virðingarskyni við mótmæl-
anda sem féll til bana af syllu þar
sem hann kom fyrir borða gegn
framsali. agas@mbl.is
Mestu mótmæli í áratugi
Mótmælendur í Hong Kong krefjast þess að fallið verði í eitt skipti fyrir öll frá
áformum um að setja lög sem heimili framsal manna til Kína Fjölmenni mótmælti
AFP
Mannhaf Eins og lygnstreym á líður mannskarinn hægt fram við mótmælin
miklu gegn framsalsfrumvarpinu í Hong Kong í gær. Margir vildu afsögn.
ÍSRAEL
Sektuð og látin
endurgreiða
Sara Netanyahu
Rafmagnslaust varð í nærri allri
Argentínu og Úrúgvæ í gær. Hluti
af Paragvæ varð einnig fyrir
barðinu á biluninni sem átti sér stað
á hádegi að íslenskum tíma.
Lestir stöðvuðust og flugumferð
lamaðist er bilunin varð. Hermt var
að rafmagni hefði slegið út vegna
bilunar í samtengingum í dreifi-
kerfinu. Jafn víðtækar bilanir hafa
aldrei átt sér stað áður í Argentínu
og Úrúgvæ.
Að sögn orkuráðherra Argent-
ínu, Gustavo Lopetegui, hafa upp-
tök bilunarinnar ekki verið leidd í
ljós. Vonast var til að koma mætti
rafmagni á hluta dreifikerfisins í
gærkvöldi, eftir sjö til átta tíma raf-
magnsleysi.
Argentína
og Úrúgvæ
myrkvuð
AFP
Sadiq Khan