Morgunblaðið - 17.06.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Smáauglýsingar
✝ Einar PállStefánsson
fæddist í Reykjavík
13. mars 1948.
Hann lést 25. maí í
Gautaborg. For-
eldrar hans voru
Stefán Lýður Jóns-
son námsstjóri og
Lovísa Margrét
Þorvaldsdóttir hús-
móðir. Einar Páll
kvæntist 20. des-
ember 1975 eftirlifandi Guð-
finnu Ingólfsdóttur, fædd 15.
desember 1944. Börn þeirra eru
1) Stefán Lýður, fæddur 14. jan-
úar 1976. 2) Lovísa Margrét,
fædd 14. febrúar 1978, sam-
býlismaður Urban Rönnqvist.
Dætur þeirra eru: Inez Alda
Alegria fædd, 3. júní 2000, Cor-
delia Dís fædd, 20. júlí 2005, Fe-
licia Katla fædd, 15. júní 2011,
Nellie Guðfinna Ann-Christin
fædd, 29. júlí 2018. 3) Ingólfur
Helgi, fæddur 12. nóvember
1981, sambýliskona Siri Vento,
barn: Torbjörn Brynjar, fæddur
13. október 2015.
Einar Páll ólst upp
í Reykjavík. Hann
stundaði nám við
Iðnskólann í
Reykjavík, útskrif-
aðist sem rafvirki
og síðan rafvirkja-
meistari. Hann
lauk atvinnuflug-
mannsprófi árið
1972 og starfaði
um tíma sem flug-
maður hjá Vængjum. Hann
starfaði sem rafvirki í Reykja-
vík hjá Rafmagnsverkstæði SÍS.
Síðan vann hann hjá Kröflu-
virkjun i Mývatnssveit 1977 til
1980 og við byggðalínu á Rang-
árvöllum á Akureyri til 1990, þá
fluttist hann ásamt fjölskyldu
sinni til Gautaborgar og starf-
aði hjá rafmagnsverkstæði
Póstsins þar, þangað til hann
stofnaði sitt eigið fyrirtæki í
Gautaborg. Útförin fer fram frá
Västra Frölunda kyrka, Gauta-
borg, í dag 17. júní 2019, klukk-
an 11.
Elskulegur bróðir minn, Einar
Páll, lést í Gautaborg 25. maí sl.
Það tekur á að setjast niður og
skrifa minningargrein. Þó það
hafi verið langt á milli okkar þá
hittumst við reglulega. Þið Guð-
finna voruð dugleg að ferðast og
komuð þið þá alltaf við hjá okkur,
eða við fórum til ykkar.
Við ólumst upp saman á góðu
heimili, mamma og frænka alltaf
heima og pabbi líka eftir að hann
fór á eftirlaun, þá sat hann við
skrifborðið og skrifaði. Það fór
víst mikið fyrir þér þegar þú
varst lítill en ég man ekki eftir
því, það var fyrir mína tíð, þú
varst farinn að róast þegar ég
man fyrst eftir þér, en mamma
sagði mér oft sögur af þér, t.d.
þegar þú hljópst í þig hita, svo
mikill var hamagangurinn í þér
og að þau þrjú fullorðin hefðu átt
fullt í fangi með að sinna þér og
passa þig, þú varst uppátækja-
samur og fjörugur strákur.
Fyrsta sem ég man eftir var
þegar við bjuggum á Hringbraut-
inni og þú og vinir þínir komuð
hlaupandi heim með Pétur Hoff-
mann á hælunum, hann ætlaði að
setja ykkur í strigapoka og henda
ykkur í sjóinn. Ég man hvað ég
var hrædd, en mamma huggaði
mig, sagði að Pétur væri góður
maður en hann væri bara svo
hræddur um ykkur strákana, þið
voruð alltaf að þvælast í fjörunni
og hann hafði áhyggjur af því að
þið færuð ykkur að voða, þess
vegna var hann að hræða ykkur,
sagði mamma og mér létti mikið.
Ég man líka þegar þið fóruð
yfir götuna á róló og ég stóð og
horfði á eftir ykkur en fór ekki
með því það var búið að banna
mér að fara yfir götuna, en mikið
langaði mig að fara með ykkur.
Árin liðu, þú varst alltaf farinn
snemma á vorin í sveitina á
Snorrastöðum á Snæfellsnesi,
þar undir þú hag þínum vel,
komst aldrei í bæinn fyrr en eftir
réttir. Ég fór líka að Snorrastöð-
um á sumrin en í styttri tíma, fór
með frænku og svo komu mamma
og pabbi að sækja mig, þú áttir
það til að stríða mér aðeins í
sveitinni, hræða mig með nautinu
í útihúsunum o.fl., tókst það að-
eins út á mér, því ég gat stundum
verið óþolandi litla systir, sér-
staklega þegar ég vildi hanga inni
í herbergi hjá þér þegar þú varst
með vini þína í heimsókn. Þegar
þú rakst mig út átti ég það til að
henda mér í gólfið og grenja og
segja að þú hafðir hrint mér í
gólfið, þá varst þú skammaður og
ég fékk að vera áfram inni hjá
þér, ég skammast mín þegar ég
hugsa um þetta.
Já, það eru margar minningar
sem renna í gegnum hugann, en
ég mun minnast þín með þakk-
læti í huga, þú varst góður bróðir
og góður drengur og vildir öllum
vel, þú varst mjög áhugasamur
um allt milli himins og jarðar og
það var alltaf gaman að ræða
málin við þig, maður kom aldrei
að tómum kofunum hjá þér.
Þú sýndir öllum óskiptan
áhuga, þú varst heiðarlegur og
mjög réttlátur maður. Synir okk-
ar þrír héldu mikið upp á þig, þeir
voru alltaf mjög spenntir þegar
von var á ykkur, við áttum börn á
svipuðum aldri, svo það var oft
fjör í kotinu þegar allir komu
saman.
Elsku bróðir, ég kveð þig með
söknuði en minningin um þig
mun lifa um ókomna tíð. Elsku
Guðfinna og fjölskylda, við
Snorri, Stefán, Styrmir, Snorri
yngri og fjölskyldur þeirra send-
um ykkur innilegar samúðar-
kveðjur, megi Guð vaka yfir ykk-
ur og gefa ykkur styrk.
Þín systir,
Sólveig Stefánsdóttir,
Lúxemborg.
Einar Páll Stefánsson var hálf-
bróðir móður okkar, Bjarghildar
Stefánsdóttur, fyrrum blaða-
manns, en hún og Davíð Stefáns-
son, fyrrum starfsmaður Nor-
rænu ráðherranefndarinnar í
Kaupmannahöfn, voru börn Stef-
áns afa af fyrra hjónabandi. Ein-
ar Páll og Sólveig alsystir hans
voru þó á svipuðum aldri og við
bræðurnir, svo við hittumst oft í
æsku, en samskiptin minnkuðu
eftir að kom fram á unglingsárin.
Einar Páll var mikill grúskari
og hafði mikinn áhuga á öllu
tæknilegu. Hann varð rafvirki og
síðar rafvirkjameistari. Hann
hafði líka mikinn áhuga á flugi og
varð atvinnuflugmaður 1972 hjá
Flugfélaginu Vængjum. Hann
var aðstoðarflugmaður á tveggja
hreyfla Beechcraft B-18 flugvél
Vængja, er henni hlekktist á í
flugtaki í slæmu vetrarveðri og
endaði í Vatnsmýrinni nálægt
vegamótum Hringbrautar og
Njarðargötu. Vélin var full af far-
þegum og eldur kom upp í öðrum
hreyflinum. Einar Páll greip
handslökkvitæki og tróð sér út
um ótrúlega lítinn hliðarglugga
og slökkti eldinn á örskots-
stundu. Þá vorum við bræðurnir
stoltir af frænda.
Meðal áhugamála Einars Páls
voru fjarskipti, og var hann fé-
lagsmaður í félagi radíóamatöra í
marga áratugi, félagsmaður nr.
163, með kallmerki TF5EP. Fé-
lagið sendi út fallega orðaða til-
kynningu til félagsmanna um að
kallmerkið TF5EP væri endan-
lega þagnað. Hafi þeir þökk fyrir.
Einar Páll flutti norður með
fjölskyldu sína og vann við ný-
reista Kröfluvirkjun og síðar hjá
RARIK við rekstur Byggðalín-
unnar. Hann hleypti síðan heim-
draganum og flutti fjölskyldan til
Gautaborgar, þar sem þau hafa
dvalist síðan, síðustu áratugina
rak hann sítt eigið rafverktaka-
fyrirtæki.
Við bræðurnir vottum fjöl-
skyldu Einars Páls, og fjölskyldu
Sólveigar systur hans, okkar
innilegustu samúð.
Gylfi, Birgir og
Kári Jónssynir.
Einar Páll
Stefánsson
Í daglegu dægurþrasi um
mannlíf og pólitík heyrir maður
oftar en ekki talað um hvunn-
dagshetjur, jafnvel sannar
hvunndagshetjur. Er verið að
lýsa einhverjum einstaklingum
Guðríður
Guðmundsdóttir
✝ Guðríður fæddist í Reykja-vík 17. janúar 1915. Hún
lést 8. maí 2019.
Foreldrar hennar voru hjónin
Ágústa Finnbogadóttir, f. 1891,
d. 1927, og Guðmundur Jónsson,
f. 1874, d. 1943.
Guðríður starfaði sem sauma-
kona stærstan hluta starfs-
ævinnar, lengst af hjá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga.
Útförin fór fram í kyrrþey 16.
maí að ósk hinnar látnu.
sem taldir eru hafa lagt sitt af
mörkum, borgað sína skatta og
aðrar skyldur til þess að lýðveld-
ið næði þroska og þegnarnir þá
lífvænlegum viðurgjörningi.
Einhvern tíma þegar Bubbi
Morthens var hjá mér á Hrafna-
þingi spurði ég hann hvort hann
hefði nokkurn tíma samið lag og
texta um saumakonu hjá Sam-
bandinu? Ekki enn, svaraði
kóngurinn og brosti við. Ástæð-
an fyrir spurningunni var að ég
þekkti saumakonu hjá Samband-
inu sem var ein af mínum hvunn-
dagshetjum og var að kveðja
þetta jarðlíf, 104 ára gömul og
tæpum fjórum mánuðum betur,
aðeins sólarhring eftir andlát
bróðurdóttur hennar, Hrefnu
Harðardóttur, fv. flugfreyju í
Memphis í Tennessee í Banda-
ríkjunum, sem hún hafði gengið í
móðurstað barnungri.
Guðríður Guðmundsdóttir,
eða Dadda eins og hún var jafn-
an kölluð, var ein af þessum
ótrúlegu Íslandsdætrum. Hún
varð ung ekkja, ól upp tvær dæt-
ur, eignaðist skuldlausa þriggja
herberga íbúð og vann stóran
hluta ævinnar sem saumakona
hjá Sambandinu á taxtalaunum,
og meira að segja Sólveig Anna
hefði svitnað við lestur á launa-
seðli hennar. Dadda eignaðist
aldrei bíl, tók sennilega aldrei
bílpróf, en aldrei vanhagaði hana
eða dæturnar um nokkurn skap-
aðan hlut og báðum kom hún til
manns og mennta og það sem
var undarlegast af öllu var að
hún átti afgang, t.d. fyrir píanói,
sem hún ákvað að þyrfti að
prýða heimili annarrar dóttur-
innar.
Ég vissi aldrei hvar Dadda
var í pólitík, hún bara hlýtur að
hafa verið vinstra megin í litróf-
inu, en hún kvartaði aldrei, lét
stundum svolítið hryssingsleg
vel valin orð falla um blessað
fólkið sem lagði stjórnmál fyrir
sig og fengu ef ég man rétt flest-
ir sinn skammt.
Hún gaf Arnbjörgu dóttur
sinni skýr fyrirmæli um útförina,
engin minningarorð, tvær eða
þrjár lesnar bænir og annað eins
af sálmum, að öðru leyti vildi
hún skrá sig út úr þessu jarðlífi í
algerri kyrrð. Það er merkilegt
hve skrýtnir hlutir gerast stund-
um er dregur að andláti. Deg-
inum áður vaknaði uppáhaldið
hennar og nafna, ömmustelpan
Gurrí í Noregi, pantaði snarlega
far til Íslands og hélt rakleiðis
að hvílu ömmu sinnar.
Arnbjörgu og fjölskyldu sendi
ég samúðarkveðjur, sem og fjöl-
skyldu Hrefnu. Döddu sam-
gleðst ég og bið fararheilla.
Ingvi Hrafn Jónsson.
Í dag kveðja
starfsmenn Fella-
skóla góðan sam-
starfsmann og fé-
laga, Halldór Jón Sigurðsson.
Halldór starfaði í Fellaskóla
Halldór Jón
Sigurðsson
✝ Halldór JónSigurðsson
fæddist 6. nóv-
ember 1947. Hann
lést 17. maí 2019.
Útför Halldórs
fór fram 31. maí
2019.
stærstan hluta
kennsluferilsins eða
allt frá árinu 1975.
Hann var lengst af
umsjónarkennari en
kenndi einnig
ákveðin fög og sinnti
sérkennslu. Halldór
lét formlega af störf-
um vegna aldurs ár-
ið 2008 en við nutum
liðsinnis hans sem
stundakennara í
mörg ár þar á eftir.
Halldór sinnti störfum sínum af
alúð og fagmennsku, var hlýr og
umhyggjusamur í garð nemenda
sinna og bar hag þeirra ætíð fyrir
brjósti. Hann var þolinmóður í
garð þeirra og studdi þá á allan
hátt í námi og leik. Halldór var vin-
sæll kennari sem naut trausts og
virðingar nemenda sinna og spyrja
gamlir nemendur hans gjarnan
frétta af honum þegar þeir heim-
sækja Fellaskóla. Halldór naut
ekki aðeins trausts meðal nemenda
heldur líka foreldra. Til marks um
það lýsti móðir eins fyrrverandi
umsjónarnemanda Halldórs því
hversu vel hann hefði reynst syni
sínum þegar einn starfsmanna
skólans hitti hana nýlega.
Halldór var einstakt ljúfmenni
sem hafði mikinn húmor. Hann
reyndist samstarfsfólki sínu vel,
var sérlega hjálpsamur og alltaf
tilbúinn til að leggja sitt af mörk-
um svo skólastarfið gengi sem
best. Halldór tók að sér margvís-
leg verkefni í skólanum, hvort sem
var kennsla eða önnur verk sem
þurfti að vinna. Halldór var líka
góður félagi og tók hann virkan
þátt í félagslífi starfsmanna. Hann
lagði sitt af mörkum við að byggja
upp jákvæðan anda á vinnustaðn-
um og minnumst við hans í glað-
legum samræðum við félaga sína á
kaffistofunni.
Um leið og við þökkum Halldóri
samstarfið og þá tryggð sem hann
sýndi skólanum sendum við fjöl-
skyldu hans og vinum samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd samstarfsmanna í
Fellaskóla,
Sigurlaug Hrund
Svavarsdóttir, skólastjóri.
Þú gengin ert hugglöð
á frelsarans fund
og fagnar með
útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar
grær sérhver und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hildur
Magnúsdóttir
✝ Hildur Magn-úsdóttir fædd-
ist 7. febrúar 1942.
Hún lést 25. maí
2019.
Útförin fór fram
7. júní 2019.
Hve indælt það verður
þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði
himnum á,
er sofnum vér síðasta
blundinn.
(Hugrún)
Elsku Hildur
systir, með þessum
orðum kveð ég þig.
Ég segi bara, ef ég
hefði mátt velja mér
systur, þá hefði ég valið þig, því
þú varst allt sem ég hefði getað
óskað mér í systur.
Takk fyrir allt, elsku Hildur og
hittumst í Draumalandinu.
Erla Magnúsdóttir.
Elsku Drengur.
Það er alltaf sárt
þegar komið er að
kveðjustund, en
minningarnar um
Dreng eru margar og verða ávallt
geymdar í hjörtum okkar.
Drengur hafði einstaklega góða
og hlýja nærveru, var alltaf hress
og kátur og var mjög stutt í grínið
þegar við hittum hann, ásamt því
að vera mesti barnakall í heimi, öll
börn dýrkuðu hann og hann þau.
Þegar við báðum son okkar að
Drengur Helgi
Samúelsson
✝ Drengur HelgiSamúelsson
fæddist 21. febrúar
1960. Hann lést 3.
júní 2019. Útförin
fór fram 7. júní
2019.
lýsa honum í einu
orði, þá var svarið
„skemmtilegur“.
Hann var einstak-
ur persónuleiki,
dæmdi ekki, traust-
ur og alltaf tilbúinn
að hjálpa.
Í dagsins önnum
dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo
varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
Þeim svefni enginn ræni þig.
(Steinn Steinarr)
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku Drengur, og vitum að þú ert
umvafinn birtu og ljósi. Guð geymi
þig elsku besti.
Ágúst Kristinn,
Harpa, Almar Óli.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS MAGNÚSSON
frá Höskuldarkoti, Ytri Njarðvík,
lést á Stony Brook sjúkrahúsi á Long Island
25. apríl s.l.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 21. júní kl
14.
Þórhildur Sylvía
Magnúsdóttir
Jón Einar Kjartansson
Edda Magnúsdóttir
Sonja Margrét Magnúsdóttir
og barnabörn