Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 23

Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Í klípu „HVERNIG GET ÉG VITAÐ HVORT EINHVERJUM ER UMHUGAÐ UM MIG EÐA BARA Á EFTIR PENINGUNUM MÍNUM?” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VAR BÚIN AÐ VARA ÞIG VIÐ ÞVÍ AÐ REYNA AÐ SNERTA Á ÞÉR TÆRNAR!” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hún hjálpar þér að greiða yfir skallann. ÉG FÉKK BRÉF FRÁ LEYNDUM AÐDÁANDA! KEMUR MÉR EKKI Á ÓVART … EF ÉG VÆRI AÐDÁANDI JÓNS MYNDI ÉG LÍKA VILJA HALDA ÞVÍ LEYNDU HVAÐ ER Í POKANUM? HNETUR! ÉG TÓK ÞÆR MEÐ EF ÉG SKYLDI VERÐA SVANGUR … … EÐA EF MÉR SKYLDI LEIÐAST! miðla með ýmsum hætti og hef aldrei fengið leiða á því. Ég er haldin óstjórnlegri forvitni um fólk sem er lykilatriði þegar maður er blaða- maður.“ Haldið var upp á stórafmælið í gær en vanalega er Helga dugleg að halda upp á afmælið á sjálfum þjóðhátíðar- deginum. „Ég er alltaf með 17. júní kaffi og fólk hefur verið duglegt að kíkja til mín í rigningunni. Ég held mikið upp á daginn og stefnan er að koma mér upp fánastöng svo ég geti flaggað á þjóðhátíðardaginn.“ Fjölskylda Maki Helgu er Bragi Þór Hinriks- son, f. 8. júní 1974, kvikmyndaleik- stjóri. Foreldrar hans eru Erna Norðdahl og Hinrik Þórhallsson. Fyrri maki Helgu er Reynir Örn Þrastarson, f. 15. október 1971, mat- reiðslumaður. Dóttir Helgu er Margrét Júlía Reynisdóttir, f. 13. nóvember 2013, og stjúpbörn hennar eru Hinrik Huldar Bragason, 14. febrúar 2008, Erna Ísabella Bragadóttir, 20. maí 1998, og Þórður Örn Reynisson, 2. október 1996. Hálfsystkin Helgu eru Ingunn Björg Arnardóttir, f. 17. desember 1970, kennari í Norðlingaskóla, og Snæbjörn Áki Friðriksson, f. 8. októ- ber 1990, starfsmaður í Hagkaup. Foreldrar Helgu Arnardóttur eru Margrét Ákadóttir, f. 23. október 1950, leikkona og listmeðferðarfræð- ingur, og Örn Þorláksson, f. 21. júní 1948, d. 17. febrúar 2002, rekstrar- hagfræðingur og sölumaður hjá Hampiðjunni. Þau skildu. Úr frændgarði Helgu Arnardóttur Helga Arnardóttir Skafti Þorláksson verkamaður í Viðey Anna Katrín Jónsdóttir húsmóðir í Viðey Þorlákur Skaftason framkvæmdastjóri Þ. Skaftasonar hf. Örn Þorláksson rekstrarhagfræðingur og sölumaður hjá Hampiðjunni Gyða Vestmann Einarsdóttir húsmóðir í Reykjavík Einar Vestmann Ólafsson vélstjóri í Reykjavík Guðbjörg Gunnlaugsdóttir húsmóðir í Reykjavík Svava Skaftadóttir húsmóðir á Laxalóni í Rvík Sveinn Skúlason fyrrv. forstjóri Hrafnistu Geirlaug Ottesen húsmóðir í Hveragerði Auður I. Ottesen garðyrkjufr. og ritstjóri Bergþór Jónsson bóndi í Fljótstungu Guðrún Pétursdóttir húsmóðir í Fljótstungu í Hvítársíðu Páll Bergþórsson fv. veðurstofustjóri Gísli Ó. Pétursson héraðslæknir á HúsavíkJakob Gíslason orkumálastjóri Jón Ármann Jakobsson kaupmaður og bókari á Húsavík Valgerður Pétursdóttir húsmóðir í Reykjavík Áki Jakobsson lögmaður í Reykjavík og ráðherra Helga Guðmundsdóttir tónlistarkennari og húsmóðir í Reykjavík Guðmundur Jörundsson stýrimaður í Hrísey, faðir hans var Hákarla-Jörundur Sigríður Sigurðardóttir klæðskeri og bakari á Siglufi rði Margrét Ákadóttir leikkona og listmeðferðarfræðingur Mér finnst fara vel á því aðopna Vísnahornið á þjóðhá- tíðardaginn með þessari stöku Davíðs Hjálmars í Davíðshaga á Leir: Lóa syngur, léttist spor, lifna blóm um svörðinn. Í þriðja skipti þetta vor þá er vor um fjörðinn. Ólafur Stefánsson tekur undir: Lifnar Davíð, léttist sporið lofar gæsku skaparans, sem að núna sjötta vorið sendir yfir fjörðinn hans. Ég er í hópi þeirra stúdenta sem útskrifuðumst 17. júní fyrir 60 ár- um frá Menntaskólanum á Akur- eyri. Það er margs að minnast, sem ekki er efni til að rifja upp hér, nema nokkrar vísur frá þessum ár- um. Heimir Steinsson orti undra- vel. Hér er „Næturregn á vori“: Vindblæ vestan vef ég fagnandi að vitum mér. Veit ég, varir hans vætu struku af vöngum þér. Maður sat gegnt stúlku á kaffi- húsi og kvað: Augun laus við leiðan kvíða lífsins hlýða æðaslætti. Varir rauðar vona og bíða, vakir þrá í hverjum drætti. Einhvern tíma orti Ari Jósefsson: Þótt kæti okkur konurnar er kólna fer í rúminu vil ég drekka veigarnar og vísur yrkja í húminu. Ari birti í Munin „nonsens po- ems“. Þar á meðal var „Inngangur að matreiðslubók“: Lífið er réttur sem allir verða að eta. Uppskriftin er einföld: Sorg og gleði - sitt pundið af hvoru. Nokkrir nautnadropar og draumar eftir smekk. Hjörtur Pálsson íslenskaði „Döðlur“ eftir Piet Hein: Að eiga fulla döðludós er draumur niðrí tær. Fyrst etur sérhver eins margar og í hann framast nær og fær og getur. Svo fer hann til að þvo sér og því næst EINA etur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sól í suðri og mennta- skólaskáldskapur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.