Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 25

Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA SÉRHÖNNUÐ TENGISTYKKI DVERGARNIR R NAGGUR H: 120 cm PURKUR H: 60 cm TEITUR H: 80 cm ÁLFUR H: 30 cm Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoðið nýju heimasíðuna islandshus.is ÖFLUGAR UNDIRSTÖÐUR HM kvenna í Frakklandi E-RIÐILL: Holland – Kamerún ................................. 3:1 Vivianne Miedema 41., 85., Dominique Blo- odworth 48. - Gabrielle Onguene 48. Kanada – Nýja-Sjáland ........................... 2:0 Jessie Fleming 48., Nichelle Prince 79. Staðan: Holland 6 stig, Kanada 6, Kamerún 0, Nýja-Sjáland 0. F-RIÐILL: Svíþjóð – Taíland..................................... 5:1 Linda Sembrant 6., Kosovare Asllani 19., Fridolina Rolfo 42, Lina Hurtig 81., Elin Rubensson 90. (víti). - Kanjana Sung-Ngo- en 90. Bandaríkin – Síle ..................................... 3:0 Carli Lloyd 11., 35., Julie Ertz 26. Staðan: Bandaríkin 6 stig, Svíþjóð 6, Síle 0, Taíland 0 Noregur Bodö/Glimt – Strömsgodset .................. 2:0  Oliver Sigurjónsson sat á varamanna- bekk Bodö/Glimt. Lilleström – Viking ................................. 0:2  Arnór Smárason kom inn á eftir 74 mín- útur hjá Lilleström.  Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik- inn fyrir Víking. Mjöndalen – Kristiansund ...................... 1:1  Dagur Dan Þórhallsson sat á vara- mannabekk Mjöndalen. Rosenborg – Vålerenga.......................... 3:0  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn með Vålerenga. Staðan: Molde 12 8 1 3 28:12 25 Odd 10 7 1 2 15:8 22 Bodø/Glimt 10 6 2 2 21:13 20 Brann 12 5 3 4 15:14 18 Kristiansund 11 5 3 3 12:11 18 Viking 10 5 2 3 15:13 17 Vålerenga 11 5 2 4 17:16 17 Haugesund 11 4 4 3 17:10 16 Rosenborg 11 4 3 4 11:14 15 Ranheim 11 4 1 6 13:17 13 Lillestrøm 11 3 3 5 10:17 12 Sarpsborg 10 2 4 4 9:11 10 Mjøndalen 11 2 4 5 16:22 10 Strømsgodset 11 2 3 6 12:17 9 Stabæk 8 2 1 5 6:13 7 Tromsø 10 2 1 7 10:19 7 B-deild: HamKam – Aalesund .............................. 1:2  Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson léku allan tímann með Aale- sund og Hólmbert Aron Friðjónsson lék fyrstu 67 mínúturnar en Davíð Kristján Ólafsson sat á varabekknum. Notodden – Sandefjord........................... 0:2  Viðar Ari Jónsson kom inn á eftir 61 mín- útu en Emil Pálsson er meiddur. Kongsvinger – Start................................ 4:2  Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Start. Kristján Flóki Finnbogason kom inn á eftir 75 mínútur. Jóhannes Harðarson er þjálfari liðsins. KNATTSPYRNA HM 2019 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Það breytti litlu fyrir Bandaríkin að Jill Ellis, landsliðsþjálfari, hafði gert sjö breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Síle í riðlakeppni HM kvenna í fótbolta í gær. Banda- ríska liðið setti nýtt met með að skora þrettán mörk í fyrsta leik á móti Taílandi, en liðið lét þrjú mörk nægja gegn Síle. Lokatölur urðu 3:0 og átti Christiane Endler í marki Síle stórleik. Hún kom hins vegar ekki í veg fyrir að Bandaríkin tryggðu sætið sitt í sextán liða úr- slitum. Carli Lloyd skoraði tvö mark- anna og varð hún fyrsti leikmað- urinn í sögunni til að skora í sex leikjum í röð á lokamóti HM. Hún skoraði í öllum leikjunum í útslátt- arkeppninni árið 2015 og átti stóran þátt í að Bandaríkin tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Með öðru markinu varð hún svo elsti leik- maður sögunnar til að skora tvö mörk í sama leiknum á lokamóti HM en Lloyd er 36 ára gömul. Með sigrinum fóru Bandaríkin upp í sex stig og toppsæti F-riðilsins. Liðið er með markatöluna 16:0 og lítur gríð- arlega vel út. Bandaríkin og Svíþjóð eigast við í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á fimmtudaginn kemur. Svíþjóð vann 5:1-sigur á Taílandi í Nice og tryggði sér einnig sæti í sextán liða úrslitum. Bjuggust margir við öðrum risaskell hjá taí- lenska liðinu, þar sem staðan var orðin 2:0 eftir aðeins 19 mínútur. Þær sænsku slökuðu hins vegar ör- lítið þegar leið á leikinn og Taíland skoraði sitt fyrsta mark á mótinu í uppbótartíma. Sænska liðið lék bet- ur en í 2:0-sigrinum á Síle og skutu þær sænsku 34 sinnum á mark Taí- lands. Þrátt fyrir tapið var Nueng- rutai Srathongvian, þjálfari taí- lenska liðsins, himinlifandi eftir leikinn. „Þetta mark gefur okkur mikið. Það er erfitt að skora á móti liði eins og Svíþjóð og það sýnir að undirbúningurinn okkar hefur verið góður. Markið fékk okkur til að brosa, hlæja og gleðjast,“ sagði hann við fjölmiðla eftir leik. Sú markahæsta aðeins 22 ára Holland og Kanada tryggðu sér efstu tvö sæti E-riðils og sæti í sex- tán liða úrslitum með sigrum á laugardaginn var. Vivianne Mie- dema skoraði tvö mörk fyrir Hol- land í 3:1-sigri á Kamerún og varð í leiðinni markahæsti leikmaður í sögu hollenska liðsins, þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára. Miedema er bú- in að skora 60 sinnum í 77 lands- leikjum. Kamerúnska liðið lagði upp með að vera þétt og lék með fimm manna vörn. Það gekk vel þangað til Miedema skoraði með skalla á 41. mínútu og kom hollenska liðinu yfir. Kamerún jafnaði hins vegar strax í næstu sókn er Gabrielle On- guene skoraði af stuttu færi. Hol- lenska liðið reyndist hins vegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann að lokum öruggan og verð- skuldaðan sigur. Kanada þurfti að láta sér nægja að skora tvö mörk á móti Nýja- Sjálandi, þrátt fyrir gríðarlega yf- irburði. Kanada var mikið sterkari aðilinn allan tímann og hefði sig- urinn getað orðið töluvert stærri. Nýja-Sjáland hefur nú leikið 14 leiki á lokamóti HM án þess að fagna sigri. Kanada hefur aftur á móti ekki fengið á sig mark í 256 mínútur á HM og gæti liðið náð langt. Kanada og Holland mætast í úrslitaleik um efsta sætið á fimmtu- dag. Markavélarnar settu met  Carli Lloyd setti tvö markamet  Miedema 22 og orðin markahæst  Hol- land, Kanada, Bandaríkin og Svíþjóð komin áfram  Úrslitaleikir um efstu sætin AFP Sögubækur Carli Lloyd skráði nafn sitt í sögubækurnar með tveimur mörkum gegn Síle á HM í Frakklandi. Þór frá Akureyri fór upp í toppsæti Inkasso-deildar karla í fótbolta, 1. deildarinnar, með öruggum 3:0- útisigri á Leikni á laugardag. Þórsarar eru búnir að vinna fimm leiki og tapa aðeins tveimur í fyrstu sjö um- ferðunum. Spánverjinn Álvaro Montejo var sterkur fyrir Þór og skoraði tvö mörk og Ármann Pétur Ævarsson komst einnig á blað. Montejo er búinn að vera drjúgur síðan hann gekk í raðir Þórs fyrir síðasta sumar og er nú með 23 mörk í 28 deildarleikjum. Með sigrinum fór Þór upp í 15 stig og er liðið með tveimur stigum meira en Víkingur Ó. og Fjölnir. Vík- ingur á hins vegar leik til góða og getur komist upp í toppsætið með sigri á Keflavík á heimavelli í dag. Leiknir er með níu stig og í áttunda sæti eftir þrjá sigra og fjögur töp í fyrstu sjö leikjunum. Þórsarar upp í toppsætið Alvaro Calleja Anthony Davis er að ganga til liðs við Los Angeles Lakers í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik en félagaskiptin hafa legið í loftinu. Davis hefur verið einn besti leikmaður deild- arinnar undanfarin ár en hann er samningsbundinn New Orleans Pelicans. Þeir Lonzo Ball, Brandon Ing- ram og Josh Hart eru allir á leið til Pelicans í skiptum fyrir Davis og þá fær New Orleans þrjá val- rétti í fyrstu umferð nýliðavalsins sem getur reynst dýrmætt. Lakers að landa stórlaxi AFP Eftirsóttur Davis vildi ekki semja við New Orleans á ný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.