Morgunblaðið - 17.06.2019, Side 27

Morgunblaðið - 17.06.2019, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til 2. deild karla Tindastóll – Þróttur V.............................. 2:2 KFG – Völsungur ..................................... 2:3 ÍR – Fjarðabyggð..................................... 2:0 Víðir – Vestri............................................. 0:1 Leiknir F. – Selfoss .................................. 2:1 Kári – Dalvík/Reynir................................ 2:3 Staðan: Leiknir F. 7 4 3 0 14:7 15 Selfoss 7 4 1 2 15:6 13 Víðir 7 4 1 2 15:10 13 Völsungur 7 4 1 2 11:11 13 Vestri 7 4 0 3 10:10 12 Dalvík/Reynir 7 2 4 1 10:9 10 Fjarðabyggð 7 3 0 4 10:10 9 Þróttur V. 7 2 3 2 9:10 9 KFG 7 3 0 4 11:13 9 ÍR 7 2 2 3 8:9 8 Kári 7 1 2 4 10:16 5 Tindastóll 7 0 1 6 6:18 1 3. deild karla Augnablik – Kórdrengir .......................... 1:4 Einherji – Reynir S .................................. 1:2 KF – Höttur/Huginn................................ 3:0 Sindri – KH............................................... 6:3 Staðan: KV 7 6 0 1 17:8 18 Kórdrengir 7 5 2 0 17:6 17 KF 7 5 1 1 16:6 16 Vængir Júpiters 7 4 0 3 10:9 12 Reynir S. 7 3 2 2 12:10 11 Sindri 7 3 1 3 15:13 10 Álftanes 7 2 2 3 12:13 8 Einherji 7 2 1 4 8:10 7 Augnablik 7 1 3 3 12:15 6 Höttur/Huginn 7 1 3 3 8:11 6 Skallagrímur 7 2 0 5 8:18 6 KH 7 0 1 6 11:27 1 2. deild kvenna Grótta – Völsungur .................................. 1:2 Sindri – Leiknir R .................................... 1:0 FHL – Leiknir R ...................................... 8:0 Staðan: Völsungur 4 4 0 0 9:4 12 Grótta 4 2 1 1 9:3 7 Fjarð/Hött/Leikn. 4 2 0 2 12:4 6 Álftanes 3 2 0 1 11:3 6 Hamrarnir 3 1 0 2 3:6 3 Sindri 3 1 0 2 2:9 3 Leiknir R. 5 0 1 4 1:18 1 Hvíta-Rússland BATE Borisov – Soligorsk ..................... 3:1  Willum Þór Willumsson sat á vara- mannabekknum hjá BATE. KNATTSPYRNA Þýskaland Fyrsti úrslitaleikur: Bayern München – Alba Berlín ......... 74:70  Martin Hermannsson skoraði 5 stig, tók 4 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal bolt- anum tvisvar fyrir Alba.  Staðan er 1:0 fyrir Bayern. KÖRFUBOLTI ÞÝSKALAND Kristján Jónsson kris@mbl.is Martin Hermannsson og sam- herjar í Alba Berlín misstu niður forskot á lokamínútunum í fyrsta úrslitaleiknum gegn Bayern Münc- hen um þýska meistaratitilinn í körfuknattleik í München í gær. Bayern sigraði 74:70 og er því 1:0 yfir en vinna þarf þrjá leiki til að verða Þýskalandsmeistari. Næsti leikur liðanna verður í hinni glæsi- legu Mercedes Benz-höll í Berlín en Bæjarar fengu gríðarlegan stuðning á áhorfendapöllunum í gær. Alba Berlín var átta stigum yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum og fimm stigum yfir þegar tvær og hálf voru eftir en lokakaflinn fór illa hjá Berlínarlið- inu. Martin skoraði 5 stig í leiknum og hitti úr tveimur af sex skotum sín- um. Hann gaf auk þess þrjár stoð- sendingar á samherja sína, tók 4 fráköst og stal boltanum tvívegis. Bayern er ríkjandi meistari en sömu lið mættust í úrslitum fyrir ári síðan en þá var Martin ekki kominn í raðir Alba. Alba Berlín varð síðast meistari árið 2008 en hefur þrívegis tapað úrslitarimmu eftir það: 2011, 2014 og 2018. Í fyrra gegn Bayern eins og áður segir en í þeirri rimmu komst Alba 1:0 yfir. Fáir Íslendingar í úrslitum Fáir Íslendingar hafa verið í sporum Martins hvað það varðar að leika til úrslita um meistaratitil í körfuknattleik erlendis. Sérstaklega ef farið er út fyrir Norðurlöndin. Jón Arnór Stefánsson lék til úr- slita á Ítalíu með Lottomatica Roma árið 2008 en tapaði. Jón er sá leik- maður sem mest hefur afrekað í Evrópu og varð Evrópumeistari og ítalskur bikarmeistari. Hvað deilda- keppni varðar fór hann einnig í und- anúrslit á Ítalíu með Napolí og tví- vegis í undanúrslit á Spáni, annars vegar með Málaga og hins vegar Valencia. Pétur Guðmundsson lék með Los Angeles Lakers í undanúrslitum í NBA árið 1986 eða í úrslitum Vest- urdeildarinnar. Helena Sverr- isdóttir varð í tvígang meistari með Good Angels Kosice 2012 og 2013. Haukur Helgi Pálsson lék í undan- úrslitum í Frakklandi á dögunum og hafa hann og Martin því náð mjög langt á íslenskan mælikvarða í vetur. Súr niðurstaða hjá Martin  Bayern München tók forystuna gegn Alba Berlín í úrslitarimmunni Ljósmynd/http://www.eurocupbasket.com Í úrslitum Martin Hermansson lék í tæpar 27 mínútur í gær. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslands- met í 200 metra hlaupi á ung- mennamóti MÍ í frjálsum íþróttum sem fram fór á Selfossi um helgina. Guðbjörg kom fyrst í mark í úrslit- um í 200 metra hlaupi í flokki stúlkna, 20-22 ára, og hljóp á tím- anum 23,45 sekúndum. Fyrra met Guðbjargar í greininni var 23,47 sekúndur sem hún náði í Buenos Aires á Ólympíuleikum æskunnar. Er þetta í fjórða sinn sem Guðbjörg bætir metið en hún er aðeins 17 ára gömul. Íslandsmet í 200 metrunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Methafi Guðbjörg Jóna. Óljóst er hvar miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason leikur körfuknatt- leik á næsta keppnistímabili. Tryggvi er á leið frá Valencia á Spáni eftir tvö ár hjá félaginu. Hann gerði fimm ára samning sum- arið 2017 en í samningnum var ákvæði um að hann yrði endurskoð- aður sumarið 2019. Tryggvi er ágætlega kynntur og fær sjálfsagt einhver tilboð frá at- vinnumannaliðum í sumar. Flestir njósnarar í bransanum fylgdust með honum á EM U20 2017 og í sumardeild NBA í fyrra. Tryggvi laus allra mála hjá Valencia Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sterkur Hver verður næsti áfanga- staður Tryggva Hlinasonar? Íslandsmeistararnir Elvar Örn Jónsson hjá Selfossi og Íris Björk Símonardóttir úr Val voru valin leikmenn ársins í úrvalsdeildunum í handknattleik í hófi hjá HSÍ í gær. Þau spiluðu stórt hlutverk í sigri sinna liða á Íslandsmótinu í vetur. Fengu þau einnig Sigríð- arbikarinn og Valdismarsbik- arinn. Elvar var einnig valinn bestur í fyrra. Samherji hans Haukur Þrastarson var valinn efnilegastur annað árið í röð og Lena Margrét Valdimarsdóttir úr Fram var val- in efnilegust í kvennaflokki. Bestu þjálfararnir voru Gunnar Magnússon hjá deildarmeisturum Hauka og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands-, bikar- og deild- armeistara Vals í kvennaflokki. Steinunn Björnsdóttir Fram og Daníel Þór Ingason Haukum voru valin bestu varnarmennirnir. Í sókn þóttu Valsararnir Lovísa Thompson og Magnús Óli Magn- ússon bera af. Íris Björk var að sjálfsögðu einnig besti markvörðurinn og hjá körlunum var það Daníel Freyr Andrésson Val. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson þóttu skara fram úr í dómgæslunni. Leikmenn ársins í Grill 66 deildunum eru Þóra María Sig- urjónsdóttir Aftureldingu og Breki Dagsson Fjölni. sport@mbl.is Elvar Örn og Íris Björk kjörin leikmenn ársins í efstu deild Ljósmynd/HSÍ Best Íris Björk ásamt Guðmundi B. Ólafssyni formanni HSÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.