Morgunblaðið - 17.06.2019, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Ingibjörg Elsa Turchi tónlistarmaður
varð í gær þess heiðurs aðnjótandi að
hljóta styrk úr Minningarsjóði Krist-
jáns Eldjárns gítarleikara. Ingibjörg
segir að það hafi komið henni mikið á
óvart að vera valin til að hljóta styrk-
inn og segir það jafnframt mikinn
heiður. Ingibjörg og blaðamaður
ræða saman á íslensku, eins og hefð
og venja er fyrir þegar tveir Íslend-
ingar ræða saman, þó það hefði lík-
lega verið lítið mál fyrir Ingibjörgu
að ræða á öðru tungumáli, þar sem
hún er bæði með háskólapróf í latínu
og forngrísku. Ingibjörg hefur farið
um víðan völl í tónlistinni og lært á
mörg hljóðfæri. Í dag á þó rafbassinn
hug hennar og hjarta.
Flakkaði á milli
„Aðdragandinn er í rauninni bara
sá að ég fékk símtal og var tjáð að ég
hefði fengið styrkinn,“ segir Ingi-
björg og segir að símtalið góða hafi
komið nokkuð á óvart, enda sé ekkert
umsóknarferli um styrkinn. „Ég var
auðvitað bara mjög hissa og svo er
þetta mikill heiður. Skemmtilegt sím-
tal,“ segir Ingibjörg glöð í bragði.
Samtalið berst að tónlistarferlinum
sem hófst eins og hjá svo mörgum í
forskóla fyrir börn. „Ég byrjaði bara
sem krakki, sex ára, í forskóla. Ég
hélt svo áfram á flautu og svo lærði
ég á píanó, harmóniku og á gítar.
Þannig á þessu árabili, á milli sex og
fimmtán ára, var ég í þessu hefð-
bundna tónskólanámi,“ segir Ingi-
björg sem eins og heyra má hefur
bæði prufað mörg hljóðfæri og marga
tónskóla. Á ferilskránni er meðal
annars píanó- og blokkflautunám í
Tónskóla Sigursveins, harmoniku-
nám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur
og Gítarnámskeið hjá GÍS.
Þegar hún er spurð að því hvort
hún taki ennþá reglulega í hljóðfærin
sem hún lærði á í æsku, segist Ingi-
björg ekki spila oft á píanóið, en oftar
á gítarinn. Til að mynda hafi hún spil-
að á gítar á EP-plötunni sem hún gaf
út í fyrra. Þá grípur hún einnig í
„nikkuna“ í neyðartilvikum. „Ég spil-
aði áfram á harmónikkuna en spila
ekki mikið á hana nema eitthvað sér-
stakt beri undir. „Heyrðu, þú kannt á
harmónikku,“ segir einhver og þá tek
ég kannski í hana.“
Ingibjörg segir að grunnurinn sem
hún fékk af því að læra á hin ýmsu
hljóðfæri nýtist henni ótvírætt í dag
sem bassaleikari og tónsmiður.
„Maður getur frekar sett sig inn í alls
kyns hljóðfæri og fleira.“
Listinn af hljóðfærum sem Ingi-
björg hefur lært á er þó ekki enn upp-
talinn því hún stundaði um tíma stutt
nám á bouzouki, grískt hljóðfæri sem
er ekki ósvipað gítar í útliti, og minnir
hljómur þess nokkuð á mandólín.
„Ég hef haft mikinn áhuga á
grískri músík. Ég hafði aldrei spilað
neitt á bouzouki áður en ég sló til vor-
ið 2017 og fór til Aþenu í grískuskóla
og fann þar líka bouzouki-kennara.
Þetta var því svona mánaðar nám-
skeið. Ég hélt svo aðeins áfram hjá
Ásgeiri Ásgeirssyni eftir að ég kom
heim,“ segir Ingibjörg og bætir við að
hún eigi eitt slíkt hljóðfæri sem hún
glamri stundum á heima við. „En
þetta er meira bara svona áhugamál
enn þá.“
BA-gráða í hvoru tveggja
Eins og áður segir hefur Ingibjörg
ekki aðeins látið til sín taka á sviði
tónlistarinnar. Að grunnskólanámi
loknu lá leiðin í Menntaskólann í
Reykjavík, hvar Ingibjörg stundaði
nám við fornmálabraut og hélt síðan
áfram í nám í latínu og forngrísku.
„Ég var í MR og var þar á forn-
málabraut I, var í grísku og latínu.
Það lá mjög vel fyrir mér og mér
fannst það skemmtilegt. Svo ég hélt
bara áfram eftir MR og fór í grísku
og latínu í háskólanum og tók BA-
próf í báðum greinum,“ segir Ingi-
björg. Árið 2012 útskrifaðist hún úr
latínunámi við HÍ og ári seinna úr
forngrísku við sama skóla.
Spurð hvort henni hafi aldrei hugn-
ast að gera fornmálin að ævistarfi
svarar Ingibjörg: „Það var ekkert
endilega planið. Ég kenndi aðeins við
MR og hef aðeins verið að þýða
gríska heimspekitexta en svo hefur
það ekki verið mikið meira. En ég á
þetta auðvitað alltaf inni og get tekið
þetta upp aftur síðar ef mig langar að
kenna eða þýða, en þetta hefur aðeins
legið á hillunni síðustu ár.“
„Nóg að gera“
Í dag stundar Ingibjörg tónsmíða-
nám við Listaháskóla Íslands með
rafbassanámi og rytmískum kennslu-
fræðum. Ásamt því leikur Ingibjörg í
hinum ýmsu hljómsveitum og verk-
efnum og semur sína eigin tónlist.
„Þetta gengur vel. Það koma vissu-
lega álagspunktar en þetta er svo
fjölbreytt og skemmtilegt,“ segir hún
um hvernig það sé að stunda námið
og sinna öllum hinum verkefnunum
samhliða.
Þau verkefni sem Ingibjörg hefur
sinnt á síðustu árum eru ótal mörg.
Sem dæmi hefur hún frá því í haust
verið bassaleikari í hljómsveit Ronju
Ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu,
bassaleikari Stuðmanna frá því í
fyrravor og hóf að flytja eigin tónlist
með hljómsveit á ýmsum tónleikum
eftir útgáfu EP-plötu sinar Wood/
work í fyrra. Þá hefur hún verið
bassaleikari í bandi Teits Magnús-
sonar, lék á Bræðslunni 2014 og
Drangey festival 2015 með Emilíönu
Torrini. Hún var bassaleikari á plötu
Bubba Morthens, 18 konur, sem tek-
in var upp haustið 2015 og að síðustu
má nefna að Ingibjörg er einn stofn-
enda og umsjónarkvenna Stelpur
rokka!, samtaka sjálfboðaliða sem
starfa af femínískri hugsjón við að
efla ungar stelpur, trans stráka, kyn-
segin og intersex ungmenni í gegnum
tónlistarsköpun og jafnréttisstarf.
Þar sinnir Ingibjörg kennslu og um-
sjón.
En hvað varð til þess að hún tók
upp bassann?
„Ég var í hljómsveit sem ég stofn-
aði með vinum mínum í MR, Rökk-
urró. Þar spilaði ég fyrst á harm-
ónikku en svo vantaði bassaleikara og
ég ákvað bara að prófa. Ég heillaðist
bara af rafbassanum. Svo það var
kannski frekar seint, svona miðað við
allt, sem ég byrjaði að leika á bass-
ann,“ segir Ingibjörg en áður en hún
hóf nám við LHÍ stundaði hún raf-
bassanám við tónlistarskóla FÍH og
lauk þar miðprófi. Eins og áður segir
er sýningum á Ronju Ræningjadótt-
ur í Þjóðleikhúsinu, hvar Ingibjörg
lék á bassa, nýlokið.
Það er þó „nóg að gera,“ eins og
Ingibjörg orðar það sjálf, hún mun
halda áfram að leika eigin tónlist í
sumar og með fjölmörgum hljóm-
sveitum að vanda og koma að mörg-
um verkefnum.
Bassaleikari liðugur í latínu
Ingibjörg Elsa Turchi hlaut styrk úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns Hefur lært á sex hljóð-
færi og er með háskólapróf í forngrísku og latínu Brátt bætist svo enn ein háskólagráðan við
Morgunblaðið/Valli
Bassakona Ingibjörg Elsa Turchi er meðal fremstu bassaleikara Íslands. Ferilskrá hennar vitnar um það.
Morgunblaðið/Eggert
Fyrir 12 árum Rökkurró árið 2007, Ingibjörg lengst til vinstri.
ÞÓR FH
REYKJAVÍK:
Krókháls 16
Sími 568-1500
AKUREYRI:
Baldursnes 8
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Hozelock Slanga 12,5 - 20m
3700 kr
GARÐSLÖNGUR
Hozelock Slanga 12,5 - 20m
með tengjum
4300 kr
Hozelock Slanga 12,5 - 50m
6900 kr