Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 32
Sveifludansstöðin Sveiflustöðin
býður gestum og gangandi til
sveifludansveislu í Iðnó í dag frá kl.
15 til 17 og hefst dansgleðin með
byrjendakennslu í Lindy hop dansi
milli kl. 15 og 15:30. Að því loknu
hefst dansleikur í anda Benny Go-
odman og annarra sveiflumeistara
þar sem Djassband Sigga Swing
leikur fyrir dansi til klukkan 17. Allir
eru velkomnir meðan húsrúm leyfir
og ókeypis aðgangur.
Sveifludansveisla
Sveiflustöðvar í Iðnó
MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 168. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik tryggði sér í gær sæti í
lokakeppni EM sem fram fer í jan-
úar á næsta ári í Austurríki, Noregi
og Svíþjóð. Ísland vann öruggan
sigur gegn Tyrklandi í Laugardals-
höll 32:22 í síðasta leiknum í und-
ankeppninni. Er þetta í ellefta
skipti í röð sem Ísland kemst á EM
eða frá árinu 2000. »26
Ísland í lokakeppni
EM í ellefta sinn í röð
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
KR fór upp fyrir ÍA í
toppsæti deildarinnar
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Douglas DC-3 herflutningavélarnar,
sem millilentu á Reykjavíkurflugvelli
fyrir skömmu, eru væntanlegar aftur
á næstunni á leið til Bandaríkjanna,
sú fyrsta á morgun. Vélarnar vöktu
ekki aðeins athygli heldur rifjaði
koma þeirra upp liðna tíma hjá sum-
um.
„Þetta eru yndislegar vélar og með
fallegustu hönnunum enda eru þær
enn á flugi,“ segir Aðalsteinn Dal-
mann Októsson, verkstjóri á hlað-
deild Flugfélags Íslands í um 42 ár,
eða þar til hann fór á eftirlaun árið
2000.
Dalli, eins og hann er kallaður, seg-
ist alla tíð hafa verið með flugdellu.
„Ég byrjaði að fara út á flugvöll sem
stráklingur strax á stríðsárunum.
Þegar ég var 16 ára fékk ég þá flugu í
höfuðið að verða flugmaður og fór í
nokkra tíma í flugskóla, sem Jóhann-
es R. Snorrason, Smári Karlsson og
Magnús Guðmundsson stofnuðu.“
Hann segir að sjónpróf hafi gert
drauminn að engu. „Úlfar Þórðarson
augnlæknir sagði mér að ég væri með
meðfæddan sjóngalla og ekki þýddi
fyrir mig að halda áfram í flugnámi.“
Hann segir að þetta hafi ekki slegið
sig út af laginu enda hafi kunningjar
hans haldið áfram og verið í fluginu,
þar á meðal Andri Heiðberg. „Þó ég
hafi verið settur út af sakramentinu
fylgdist ég alltaf með þessum
strákum.“
Eftir að hafa verið á vinnumark-
aðnum í 12 ár hóf Dalli svo störf hjá
Flugfélagi Íslands 14. apríl 1958. „Ég
þekkti alla frumherjana í fluginu,
bæði strákana hjá Flugfélaginu og
Loftleiðum, kynntist þeim, þegar ég
byrjaði í flugnáminu og vildi starfa
við flugið. Þetta voru allt vinir mínir
og ég vann með indælis, ötulu og
framsæknu fólki alla tíð hjá Flug-
félaginu.“
„Komu okkur á kortið“
Hann á vart til orð til þess að lýsa
þristunum. „Við gerðum út fjórar
Douglas vélar og þær þjónuðu okkur
vel, miklir vinnuhestar og fjölhæfar
vélar til allra hluta,“ rifjar hann upp.
„Gunnfaxi er enn til í skýlinu, hefur
verið notaður í varahluti í gamla Gljá-
faxa, sem heitir Páll Sveinsson og er í
eigu Landgræðslunnar. Piltarnir,
sem flugu þessum vélum eru menn-
irnir sem komu okkur á kortið. Ef
þeir hefðu ekki sýnt djörfung, dug og
framsýni værum við enn langt á eftir
öðrum þjóðum. Stjórn og starfsfólk
flugfélaganna gerðu okkur að þjóð.“
Hann bætir við að hann hafi látið
þessa kappa skrifa nöfn sín og núm-
erin á flugskírteinunum þeirra á
skrautritað blað og það sé varðveitt í
Flugsafninu á Akureyri. „Jóhannes
var fyrstur á blaði með skírteini núm-
er 5.“
Þristarnir voru á stélhjóli og fragt-
hólfin voru frammi í nefi. Dalli segir
að þeir hafi ekki haft lyftara til að
byrja með og því hafi þurft að lyfta
allri fragt með handafli inn í hólfin.
„Þær voru erfiðar í umgengni,“ við-
urkennir hann með semingi.
Dalli segist vera alæta á allt flug og
fylgist með því daglega. „Sonarsonur
minn er flugmaður hjá Icelandair og
ég fylgist sérstaklega með flugi hans í
tölvunni. Og svo er ég auðvitað í
Þristavinafélaginu.“
Ljósmynd/Erling Aðalsteinsson
Á Reykjavíkurflugvelli Aðalsteinn Dalmann Októsson skoðaði þristana á dögunum og rifjaði upp gamla tíma.
Fjölhæfir vinnuhestar
Aðalsteinn Dalmann Októsson elskar þristana
„Stjórn og starfsfólk flugfélaganna gerðu okkur að þjóð“
HEYRNARSTÖ‹IN
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Hlustaðu
á hjartað þitt
Beltone Trust
™
Beltone Trust™ heyrnartækin
gera þér kleift að heyra jafn-
vel minnstu smáatriði – sem
stundum reynast þau mikil-
vægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum
allan okkar metnað í að veita góða þjónustu
og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu
í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnar-
tæki lánuð til reynslu.
KR-ingar eru komnir á toppinn í
Pepsí-Max deild karla í knattspyrnu
eftir sigur á ÍA 3:1 á Akranesi á
laugardaginn. 8. umferðinni lauk þá
með þremur leikjum og tóku Ís-
landsmeistararnir
í Val hressilega
við sér og unnu
ÍBV 5:1. KA er
fimm stigum á
eftir efsta lið-
inu, KR, eftir
sigur á Grinda-
vík 2:1. Breiða-
blik og ÍA eru
aðeins stigi á eft-
ir KR en bæði lið-
in töpuðu í þess-
ari umferð. »24