Morgunblaðið - 18.06.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 18.06.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 Mikil hátíðardagskrá var sem endranær á Hrafnseyri í Arnarfirði, fæðingarstað Jóns Sig- urðssonar, í tilefni af þjóðhátíðardeginum í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutti hátíðarræðu, auk þess sem sérstök hátíð var haldin til heiðurs útskrift vestfirskra há- skólanema. Þá kynnti Kjartan Ólafsson, fyrrver- andi ritstjóri og þingmaður, vefinn Sagnabrunn Vestfjarða, sem opnaður var fyrr á árinu. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Mikil hátíð á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar 17. júní á Hrafnseyri í Arnarfirði Þriggja manna nefnd sem ætlað er að taka afstöðu til kæru Vigdísar Hauksdóttir um lögmæti borgar- stjórnarkosning- anna í fyrra var skipuð föstudag- inn 7. júní síðast- liðinn. Þetta segir Vigdís Hauks- dóttir í samtali við Morgunblaðið. Þá segist hún hafa staðfestar upp- lýsingar um að nefndin hafi einnig til umfjöllunar aðra kæru en þá frá henni, og að áhugavert verði að komast að því um hvað sú kæra snúist. Hún hafi sjálf kært kosning- arnar í heild. Nefndin fjallar um mál Vigdísar  Segir nefndina fjalla um aðra kæru Vigdís Hauksdóttir Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Nánast hver einasta flugnafæla í Apótek- aranum á Selfossi hefur selst upp vegna lús- mýs sem hefur herjað á fólk á Suðurlandi und- anfarna daga. „Það selst allt upp strax og það er annar hver maður hérna með fullt af bit- um,“ segir Hjördís Björk Ólafsdóttir, lyfja- fræðingur í Apótekaranum. Segir hún starfs- menn apóteksins ekki hafa verið viðbúna þeirri sprengingu sem hafi orðið undanfarna daga. „Við höfum ekki séð annað eins,“ segir Hjör- dís. Fá lyf úr öðrum apótekum „Við kaupum hundrað fælur stanslaust en þetta hverfur bara um leið,“ segir hún og bætir við að starfsmenn hafi þurft að flytja töluvert af lyfjum og fælum úr öðrum apótekum yfir í Apótekarann á Selfossi. „Þetta er algjör sprenging hérna. Við erum svo nálægt sum- arbústaðarlöndunum inni í Grímsnesi þar sem er mikið um mýið,“ segir Hjördís. Hún segir að þekktar flugnafælur eins og lavender- og tea tree olía séu löngu uppseldar í apótekinu, ásamt sterakreminu Mildison og Xylocain deyfikremi sem gott þykir að bera á flugnabitin. Moskítófæla virki gegn lúsmýinu Hjördís segir að það sem virðist vera öfl- ugast gegn lúsmýinu sé moskító- og flugnafæl- an Moustidose Deet, sem hefur verið sér- staklega vinsælt hjá ferðafólki á leið til Afríku. Hún segist auk þess mæla með því að fólk á svæðum þar sem mikið er um lúsmý setji la- vender- eða tea tree olíu í glugga og rúmföt og bætir við að mikilvægt sé að loka gluggum fyr- ir klukkan sjö á kvöldin þegar lúsmýið fari á stjá. Ef fólk er bitið mælir Hjördís með því að bera Mildison sterakrem á bitin og taka inn of- næmistöflu. Hildur Björg Ingólfsdóttir, læknir á læknavaktinni í Reykjavík segist finna fyrir því að tímabil lúsmýsins hafi byrjað fyrr í ár þó hún hafi, enn sem komið er, ekki tekið eftir fjölgun fólks sem leiti læknis vegna bita. Hún segir að flestir sem leiti læknis virðist vera að koma af Suðurlandi og bætir við að flestir geri það í leit að meðhöndlun við einkennum. Mælir með að fólk taki ofnæmistöflu „Það er svo mismunandi hvað viðbrögðin verða mikil. Sumir eru að fá stórar bólguhell- ur, verki, jafnvel vægan hita og síðar rosaleg- an kláða og því líður mjög illa,“ segir Hildur og bætir við að sýkingarhætta fylgi bitunum og biðlar til fólks að fylgjast með merkjum um sýkingu og leita til læknis séu þau að finna. Hún mælir með því að þeir sem viti að þeir séu viðkvæmir fyrir bitum taki fyr- irbyggjandi ofnæmislyf. „Auðveldara er að fyrirbyggja ofnæmisviðbrögð heldur en að slá þau niður. Þeir sem fá slæm bit eiga að taka of- næmistöflu daginn áður en þeir fara í bústað og halda áfram að taka töflurnar á meðan þeir eru þar,“ segir Hildur. Eftirspurn eftir fælum aldrei meiri  Lúsmý herjar á fólk á Suðurlandi  „Annar hver maður hérna með fullt af bitum“ Morgunblaðið/Eggert Óvinsæl Bit eftir lúsmý getur valdið fólki miklum óþægindum og kláða. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands verður norðlæg átt í dag á bilinu 8-13 m/s. Þá verður rigning eða súld með köflum á Norðurlandi en dálitlar skúrir syðra, einkum suðaustanlands. Áfram verður þurrt vestantil. Hitinn verður svo á bilinu 4 til 14 stig og svalast fyrir norðan. Rigning í kortunum Meirihluti bæjarstjórnar Hvera- gerðisbæjar neitaði á dögunum að veita eigendum ísbúðar í bænum leyfi til þess að nota nafnið Eden. Bæjarstjórn barst einnig erindi frá Gísla Steinari Gíslasyni sem mæltist til þess að nafnið færi ekki til annars aðila meðan áformað væri að á lóð tívolísins í Hveragerði risi verslunar- og þjónustukjarni, sem haldið gæti nafninu Eden á lofti. Eden verði haldið í Hveragerði Í tillögu meirihlutans segir að frá árinu 2010 hafi Hveragerðisbær átt vörumerkið Eden og að það sé skráð hjá Einkaleyfastofu. „Var það ávallt ætlunin að þessu vörumerki væri haldið í Hveragerði og það notað ef og þegar starfsemi er líkt- ist sem mest þeirri starfsemi sem áður var í Eden yrði komið á lagg- irnar,“ segir meirihlutinn. Þarft og jákvætt sé að nú hafi á ný verið opnuð ísbúð í Hveragerði, en sá rekstur sé ekki í þeim anda sem fólk almennt tengi við Eden. Fulltrúar Okkar Hveragerðis töldu að Hveragerðisbær ætti ekki að hlutast til um hvað einkafyrir- tæki í sveitarfélaginu mættu heita. Það væri ekki hlutverk bæjarins að eiga vörumerki og úthluta því „til aðila sem meirihluti bæjarstjórnar telur þóknanlegt til að bera heitið“. Fulltrúarnir lögðu til að bærinn seldi vörumerkið Eden og þeir sem hefðu áhuga á að kaupa það byðu í það. jbe@mbl.is  Hveragerðisbær með einkaleyfi Höfnuðu beiðni ísbúðar um notkun nafnsins Eden Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 13.30 í dag þar sem meðal mála eru frumvarp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði og frumvarp fjármálaráðherra um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins. Enn hafði ekki verið samið um þinglok þegar Morgunblaðið hafði samband við Bergþór Ólason, þing- mann Miðflokksins, seint í gær- kvöldi, en Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur ræddu málið fyrir og um helgina. Morgunblaðið/Hari Alþingi Þingfundur hefst 13.30. Ekki ligg- ur fyrir hvenær þingmenn fara í sumarfrí. Enn ekki búið að semja um þinglok

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.