Morgunblaðið - 18.06.2019, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
MANDUCA
BURÐARPOKINN
Manduca burðarpokinn er hannaður með
það markmið að leiðarljósi að barn geti
viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma.
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
75 ára afmæli lýðveldisins
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Þingfundur ungmenna var haldinn
í Alþingishúsinu í tilefni af 75 ára
afmæli lýðveldisins í gær. Mark-
miðið með fundinum var að gefa
ungu fólki á aldrinum 13-16 ára
rödd og tækifæri til að koma eigin
málefnum á framfæri við ráða-
menn þjóðarinnar ásamt því að
gefa þeim færi á að kynna sér störf
Alþingis.
Þrír málaflokkar voru teknir til
umfjöllunar á fundinum; umhverf-
is- og loftslagsmál, jafnréttismál og
heilbrigðismál. Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra tók í lok þing-
fundar við ályktunum ungmenna-
þingsins og sagði að þær yrðu tekn-
ar til umfjöllunar á Alþingi í haust.
Þór Ástþórsson var einn þeirra
ungmenna sem töluðu á þingfund-
inum. Hann talaði um umhverfis-
og loftslagsmál og lagði áherslu á
mikilvægi þess að endurheimta vot-
lendi og minnka þannig framræst
land, stærstu uppsprettu gróð-
urhúsalofttegunda á landinu. „Að
fylla upp í skurði og endurheimta
þar með votlendi er einstakt tæki-
færi til þess að bæta stöðu okkar í
loftslagsmálum,“ sagði Þór meðal
annars á fundinum.
Ungmenni ályktuðu á Alþingi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framtíðin Þór Ástþórsson talar á ungmennaþingi um leiðir til að minnka
losun gróðurhúsalofttegunda og bæta stöðu landsins í loftslagsmálum.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Fjölbreytt dagskrá var víða um land
á þjóðhátíðardegi Íslendinga í gær.
Mikill fögnuður var vegna 75 ára af-
mælis lýðveldisins og margt um
manninn, en hátíðargestum bauðst af
því tilefni að smakka 75 metra langa
lýðveldisköku í miðbæ Reykjavíkur.
Hátíðardagskráin í Reykjavík
hófst formlega í sól og blíðu á Aust-
urvelli þegar Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands, lagði blómsveig að
styttu Jóns Sigurðssonar. Í kjölfarið
flutti Katrín Jakobsdóttir, forsætis-
ráðherra, hátíðarávarp sitt þar sem
hún minntist meðal annars á þær
framfarir sem hefðu orðið á öllum
sviðum landsins á síðustu 75 árum.
Opið hús var hjá nokkrum stofn-
unum í miðbæ Reykjavíkur í tilefni
dagsins en gestum og gangandi
bauðst að heimsækja Stjórnarráð Ís-
lands, Alþingi, Hæstarétt, Hér-
aðsdóm Reykjavíkur, Seðlabankann,
Hafrannsóknastofnun og Þjóðminja-
safn Íslands. Sérstakt ungmenna-
þing var haldið í Alþingishúsinu og
fengu ungmenni þar tækifæri til að
koma málefnum sem á þeim brunnu
á framfæri við ráðamenn þjóð-
arinnar.
Ekki voru hátíðarhöld einskorðuð
við höfuðborgina því skemmtidagská
var víða um land.
Líf og fjör var á Akureyri þar sem
hátíðarhöldin hófust með skrúð-
göngu úr Lystigarðinum niður í
miðbæ þar sem boðið var upp á fjöl-
skylduskemmtun. Dagskránni lauk
með marseringu nýstúdenta
Menntaskólans á Akureyri.
Í Kópavogi var skemmtidagskrá á
Rútstúni þar sem met var sett í þátt-
töku í hátíðarhöldum. Meðal þeirra
sem skemmtu gestum voru Ronja
ræningjadóttir, Ingó Veðurguð og
JóiP og Króli. Páll Óskar lokaði
kvöldinu með tónleikum á túninu.
Fjöldi Metþátttaka var í hátíðarhöldum á Rútstúni í Kópavogi
þar sem ýmsar fígúrur og tónlistarfólk skemmtu áhorfendum.
Skrýmsli Gríðarstór, svartur og gylltur, ormur sem gerður
var úr blöðrum sást í mannmergðinni í Hljómskálagarðinum
Afmæli Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson leggur blóm-
sveig að styttu Jóns Sigurðssonar í tilefni dagsins.
75 ára afmæli
lýðveldisins
Fjölbreytt dagskrá víða um landið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjör Börn nutu þjóðhátíðardagsins í sumarblíðunni og skemmtu sér í hoppukastala í Hljómskálagarðinum.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Gleði Skrúðganga var frá Lystigarðinum á Akureyri niður í miðbæ þar sem
boðið var upp á skemmtidagskrá og tóku margir þátt í hátíðarhöldunum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Efnileg 13-16 ára ungmenni héldu þingfund í Alþing-
ishúsinu í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Girnileg 75 metra löng kaka stóð hátíðargestum til boða
í miðbænum í tilefni af 75 ára afmælis lýðveldisins.