Morgunblaðið - 18.06.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
Á 75 ára afmæli lýðveldisinsminnist Páll Vilhjálmsson á
fornan vísdóm og lifandi runninn
frá okkar bestu
mönnum. Snorra
Sturluson sem lagði
orð í munn Ljós-
vetningagoðans
þegar þegar kristni
var lögtekin um að
Íslendingar skyldu
allir hafa „ein lög
ok einn sið. Þat mun verða satt, er
vér slítum í sundr lögin, at vér mun-
um slíta ok friðinn.“
Svo segir Páll:„Seinni meginforsendan fyr-
ir fullvalda lýðveldi er skráð í
merkilegustu stjórnmálaritgerð á
nýöld. Jón Sigurðsson skrifaði laust
fyrir miðja 19. öld þegar Ísland laut
dönskum yfirráðum: „Á þessu yrði
sami galli og nú er, og hefir lengi
verið, að málefni Íslands er ekki
stjórnað svo mjög eftir því sem Ís-
landi er hagkvæmast, einsog eftir
því, hvernig öllu hagar til i Dan-
mörku. Danmörk teymir Ísland eft-
ir sér í bandi, og skammtar því rétt-
indi, frelsi og menntun eftir því,
sem henni þykir hagkvæmast og
bezt við eiga.“
Ef við setjum ESB inn í texta
Jóns í stað Danmörku má ljóst vera
hve sígild ráðleggingin er. Forræði
eigin mála er forsenda fyrir hag-
sæld. Jón sér einstaklinginn og dag-
lega reynslu hans í samhengi við
landsmálin.
„Flestir munu skilja af sjálfs síns
reynslu, hversu nauðsynlegt er
bæði að hver ábyrgist sjálfs síns
verk, og svo hitt, að maður viti að
hverjum aðgangurinn er. Þetta er
ekki sízt nauðsynlegt í stjórnarmál-
efnum.“
Samantekin eru rök Jóns Sig-urðssonar eftirfarandi. Fram-
farir verða ekki á Íslandi nema Ís-
lendingar hafi forræði eigin mála.
Einstaklingar verða að vita hver
hin ábyrgu stjórnvöld eru og hafa
að þeim aðgang.“
Jón Sigurðsson
Í fullu gildi
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
Úrval af íslenskri hönnun
Unicorn hálsmen
frá 5.400,-
SEB köttur - gylltur
frá 18.600,-
Alda hálsmen
frá 9.600,-
Birki armbands spöng
frá 22.400,-
Karlmaður á þrítugsaldri var flutt-
ur á slysadeild Landspítalans eftir
að hafa fallið af mótorhjóli við
Mánatorg í Reykjanesbæ. Að sögn
brunavarna Suðurnesja barst til-
kynning um slysið klukkan 10.45 í
gærmorgun. Maðurinn var á leið
frá Sandgerði þegar hann missti
stjórn á hjóli sínu. Að sögn varð-
stjóra hjá brunavörnum Suðurnesja
slapp hann ótrúlega vel. Talið er að
hann hafi fótbrotnað, auk þess sem
hann var með skurð á höfði.
Féll af mótorhjóli
Forseti Íslands sæmdi í gær sextán
Íslendinga heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu. Þeir eru Auðbjörg
Brynja Bjarnadóttir ljósmóðir og
hjúkrunarstjóri, Kirkjubæj-
arklaustri, riddarakross fyrir fram-
lag til heilbrigðis- og björg-
unarstarfa í heimabyggð. Bára
Grímsdóttir tónskáld og formaður
Kvæðamannafélagsins Iðunnar,
Reykjavík, riddarakross fyrir varð-
veislu og endurnýjun á íslenskum
tónlistararfi. Bogi Ágústsson frétta-
maður og formaður Norræna félags-
ins, Reykjavík, riddarakross fyrir
störf á vettvangi fjölmiðlunar og
norrænnar samvinnu. Guðrún Ög-
mundsdóttir félagsráðgjafi og fyrr-
verandi þingkona, Reykjavík, ridd-
arakross fyrir framlag í þágu
mannúðar og jafnréttisbaráttu hin-
segin fólks. Halldóra Geirharðs-
dóttir leikkona, Reykjavík, ridd-
arakross fyrir framlag til íslenskrar
leiklistar. Helgi Árnason skólastjóri,
Reykjavík, riddarakross fyrir störf á
vettvangi skóla og skáklistar ung-
menna. Hildur Kristjánsdóttir ljós-
móðir og dósent við Háskóla Ís-
lands, Reykjavík, riddarakross fyrir
störf í þágu ljósmæðra og skjólstæð-
inga þeirra. Hjálmar Waag Árnason
fyrrverandi skólameistari, þingmað-
ur og framkvæmdastjóri Keilis,
Reykjanesbæ, riddarakross fyrir
forystu á vettvangi skólastarfs og
menntunar. Jakob Frímann Magn-
ússon tónlistarmaður, Reykjavík,
riddarakross fyrir störf á vettvangi
íslenskar tónlistar. Dr. Janus Guð-
laugsson íþrótta- og heilsufræð-
ingur, Álftanesi, riddarakross fyrir
framlag til eflingar heilbrigðis og
íþrótta eldri borgara. Jóhanna Erla
Pálmadóttir verkefnastjóri og fyrr-
verandi framkvæmdastjóri Text-
ílseturs Íslands, Blönduósi, ridd-
arakross fyrir störf í þágu safna og
menningar í heimabyggð. Jón Ólafs-
son fyrrverandi prófessor, Kópa-
vogi, riddarakross fyrir rannsóknir,
fræðistörf og kennslu á sviði haf-
fræði. Skúli Eggert Þórðarson rík-
isendurskoðandi, Reykjavík, ridd-
arakross fyrir nýjungar í stjórnun
og mannauðsmálum hjá hinu op-
inbera. Tatjana Latinovic deild-
arstjóri, formaður Kvenréttinda-
félags Íslands og formaður
Innflytjendaráðs, Reykjavík, ridd-
arakross fyrir framlag til atvinnu-
lífs, jafnréttis og málefna innflytj-
enda. Þórður Guðlaugsson vélstjóri,
Kópavogi, riddarakross fyrir lífs-
starf á vettvangi sjávarútvegs og
björgunarafrek í mannskaðaveðri.
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sagn-
fræðingur og rithöfundur, Reykja-
vík, riddarakross fyrir framlag til
sagnfræða og íslenskra bókmennta.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Athöfn Forsetahjónin og þeir einstaklingar sem hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í gær.
Sextán voru sæmd fálkaorðu