Morgunblaðið - 18.06.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Verð 4.900.-
Str. 40/42-56/58
Fleiri litir
Bolir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdirnar sem nú er unnið
að í Landeyjahöfn snúast annars
vegar um það að búa til aðstöðu á
enda hafnagarðanna til að hægt sé
að flytja þangað dælubúnað til að
dýpka hafnarmynnið og hins vegar
að minnka ókyrrð við ferjubryggj-
una. Kostnaður við verklegar fram-
kvæmdir í sumar fer í tæpan millj-
arð fyrir utan kostnað við árstíða-
bundna dýpkun og kaup á dælu-
búnaði.
Ókyrrð er við ferjubryggjuna í
Landeyjahöfn. Sett hefur verið upp
tunna með grjóti framan við innri
hafnargarðinn til þess að skýla
höfninni fyrir öldunni. Eftir er að
raða grjóti að henni. Jafnframt er
verið að stækka innri höfnina til að
draga úr sogshreyfingum sem nú
rugga skipinu til og frá við bryggj-
una.
Lagður vegur á garðinum
Nú vinnur verktakinn, Ístak, að
því að leggja veg út eystri hafn-
argarðinn. Hann er innan við nú-
verandi garð. Það er í sjálfu sér
mikil framkvæmd því flytja þarf
efni í veginn og raða síðan grjót-
vörn utan á. Aðaltilgangurinn með
veginum er, að sögn Jóhanns Þórs
Sigurðssonar, tæknifræðings hjá
Vegagerðinni, að skapa aðgengi
fyrir krana sem flytur dælubún-
aðinn út á hafnarhausinn og til
baka. Þar verður rekið niður stálþil
í lagi tunnu og fyllt af stóru grjóti
og síðan verður steypt þekja ofaná.
Jóhann segir að tilgangurinn sé
einnig að hafa góðan aðgang til að
reka ljós og annan búnað á hafn-
arhausnum og laga til grjót ef á
þarf að halda. Þá er vegurinn
hugsaður sem björgunarvegur ef
slys verða. Samskonar vegur var
lagður út eystri hafnargarðinn fyr-
ir nokkrum árum og þar verður
samskonar aðstöðu komið fyrir á
hafnarhausnum.
Mikið grjót þarf í þessar fram-
kvæmdir og það er sótt í námur í
Seljalandsheiði.
Verður að ljúka í haust
Jóhann segir að eftir breytingar
á hafnarhausunum virðist hafn-
armynnið þrengra. Það muni þó
aðeins örfáum metrum. Hausarnir
halla nú inn og því er ekki hægt
að sigla við þá. Tunnurnur verða
hins vegar beinar og hægt að sigla
alveg við þær.
Samið var við Ístak um fram-
kvæmdirnar í sumar. Jóhann Þór
segir að þær gangi þokkalega vel
og séu nokkurn veginn á áætlun.
Samkvæmt samningum á verkinu
að vera lokið um miðjan sept-
ember. Jóhann segir mikilvægt að
það standist því í lok september
megi búast við því að veður fari að
versna og eftir það verði ekki
hægt að vinna. Takist það ekki
verði að fresta framkvæmdum til
næsta sumars.
Dæling frestast
Vegagerðin hefur keypt búnað
til að dæla upp sandi úr hafn-
armynninu og er hann að mestu
leyti kominn til Vegagerðarinnar.
Ætlunin er að nota hann að vetr-
inum þegar ekki er hægt að nota
dæluskip til dýpkunar. Hug-
myndin er að taka krana á leigu
til að aka með búnaðinn út á hafn-
arhaus og nota til að stýra dæl-
unum, tilheyrandi slöngum og öðr-
um búnaði.
Jóhann segir að þótt búnaður-
inn sé kominn verði ekki hægt að
nota hann í vetur. Ekki sé hægt
að steypa þekjuna á tunnurnar
sem mynda hafnarhausana fyrr en
grjótið í þeim hefur skorðast í öld-
unni í einn vetur. Hann segir þó
að reynt verði að prófa búnaðinn
innan hafnar í haust.
Talið er að leigja þurfi 300
tonna krana í þetta verk. Það er
með allra stærstu krönum sem
hér eru starfræktir.
Framkvæmt fyrir tæpan milljarð
Innri höfn Landeyjahafnar lagfærð Sett upp aðstaða til að dýpka hafnarmynnið frá landi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Landeyjahöfn Tunnan sem sett er framan við innri garðinn er 11 metrar að þvermáli. Tunnurnar sem settar verða við báða ytri garðana eru tvöfalt stærri.
Framkvæmdir Ístak notar stóra gröfu við framkvæmdirnar. Vegagerðin
þarf svo að leigja 300 tonna krana til að nota við dælubúnaðinn.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Rannsóknir hafa sýnt að fordóma-
full ummæli og óábyrg umfjöllun
um geðræn vandamál geti valdið
því að fólk sem glímir við geðræn-
an vanda leiti sér síður hjálpar,
eigi erfiðara uppdráttar og fái síð-
ur vinnu við hæfi. Þetta kemur
fram í drögum að skýrslu und-
irbúningshóps á vegum heilbrigð-
isráðuneytisins um viðmið í um-
fjöllun geðheilbrigðismála í
fjölmiðlum sem birtist í samráðs-
gátt stjórnvalda í síðustu viku. Er
skýrslan liður í fjögurra ára að-
gerðaáætlun stjórnvalda í geðheil-
brigðismálum.
Ekki að hefta fjölmiðla
Starfshópurinn var skipaður í
desember á síðasta ári til að setja
fram viðmið um það hvernig draga
megi úr fordómafullri umræðu um
geðheilbrigðismál í fjölmiðlum.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri Geðhjálpar og
formaður starfshópsins, segir að
hópurinn hafi síður en svo viljað
binda hendur fjölmiðla og því gert
ráð fyrir viðmið-
um fyrir fjöl-
miðla fremur en
leiðbeiningum
eða reglum.
„Okkar fólk hef-
ur orðið vart við
það að fjölmiðla-
fólk er oft óör-
uggt um hvernig
eigi að bera sig í
þessum málum.“
Anna leggur áherslu á að að-
almarkmið viðmiðanna í skýrslunni
sé að stuðla að vandaðri umfjöllun,
vekja athygli á geðrænum vanda
og vinna gegn fordómum.
Anna segir að viðmiðin hafi verið
unnin í góðu samstarfi við blaða-
mannafélagið og fjölmiðlafólk. Þar
að auki hafi heilbrigðisstarfsfólk,
notendur geðheilbrigðiskerfisins
og aðstandendur þeirra komið að
gerð viðmiðanna.
Varúð í umfjöllun
um sjálfsvíg
Viðmiðunum er skipt í tvo kafla,
annars vegar viðmið vegna al-
mennrar umfjöllunar um geðheil-
brigðismál almennt og hins vegar
viðmið vegna umfjöllunar um
sjálfsvíg. Í fyrri kaflanum er
áhersla lögð á að ljá notendum
geðheilbrigðisþjónustu rödd í fjöl-
miðlum og faglega umfjöllun sem
ýti ekki undir staðalímyndir
þessa hóps. Í seinni hlutanum er
áhersla lögð á að vinna gegn svo-
kölluðum hermiáhrifum í umfjöll-
un um sjálfsvíg.
„Það þarf að sýna mikla varúð
varðandi umfjöllun um sjálfsvíg,“
segir Anna. Hún bætir við að
meta þurfi vel hvort það sé
ástæða til að fjalla um sjálfsvíg og
að frekar sé mælt með að fjalla
um þau á breiðum grundvelli með
tilvísun til samfélagslegra þátta
sem skipt geti máli til að fækka
sjálfsvígum. Mikilvægt sé að að
taka fram upplýsingar um hvert
fólk geti leitað ef það er haldið
sjálfsvígshugsunum. Anna tekur
fram að sérstaka varkárni þurfi
að sýna í umfjöllun um sjálfsvíg
frægs fólks sem hún segir að rati
oft í íslenska fjölmiðla. Hún segir
slíka umfjöllun geta haft mikil
áhrif á viðkvæman hóp ungs fólks
sem oft er áhrifagjarnara en ann-
að fólk.
„Fjölmiðlafólk oft óöruggt“
Birta viðmið í umfjöllun geðheilbrigðismála í fjölmiðlum
Vinna gegn hermiáhrifum vegna umræðu um sjálfsvíg
Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir
Töluverð möl hefur safnast saman á
veginum við Vífilsstaðavatn. Árni
Friðleifsson, varðstjóri umferðar-
deildar lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is
í gær að ábendingu um þetta yrði
komið til skila til veghaldara, sem er
annað hvort Vegagerðin eða Garða-
bær. Svo virðist sem mölin hafi kom-
ið úr nýlegum viðgerðum á hjólför-
um en Árni segir slíkar viðgerðir
geta verið hættulegar hjólreiðafólki
og bifhjólamönnum. Mikið sé um
hjólreiðar á svæðinu og því nauðsyn-
legt að ráðast í úrbætur. Árni segir
að lögreglan fái reglulega ábend-
ingar um vafasamar viðgerðir sem
þessa, sem ávallt sé komið til skila til
veghaldara sem bregðist jafnan vel
við ábendingum.
Mikil möl á
vegi við Víf-
ilsstaðavatn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Möl á veginum Umtalsverð hætta
getur skapast af mölinni á veginum.