Morgunblaðið - 18.06.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
Sumarútsalan er hafin
30% afsláttur af öllum vörum
Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugardögum í sumar
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík,
sími 551 2050
LISTHÚSINU
AFP
Aðgerðasinninn Joshua Wong
kallaði í gær eftir því að Carrie
Lam, héraðsstjóri Hong Kong,
segði af sér vegna umdeilds fram-
salsfrumvarps, sem vakið hefur
mikla reiði- og mótmælaöldu að
undanförnu.
Wong var í gær sleppt úr fang-
elsi, en hann sat inni í mánuð fyrir
þátt sinn í „regnhlífarmótmæl-
unum“ 2014. Lofaði Wong því að
hann myndi taka virkan þátt í mót-
mælunum til þess að koma í veg
fyrir samþykkt framsalslaganna.
Krefst
afsagnar
Carrie Lam
Mohamed Morsi,
fyrrverandi for-
seti Egyptalands,
lést í gær á
sjúkrahúsi í
Kaíró. Morsi var
að tala máli sínu
fyrir dómara
þegar hann
hneig óvænt nið-
ur, að sögn sjón-
arvotta.
Morsi var fluttur þegar í stað á
sjúkrahús, en lífgunartilraunir
báru engan árangur.
Morsi var kjörinn forseti Egypta-
lands árið 2012 eftir að forvera
hans, Hosni Mubarak, var steypt af
stóli í arabíska vorinu. Morsi var
síðan sjálfum steypt af stóli í júlí
2013 af hernum og varpað í fang-
elsi, en hann var meðal annars sak-
aður um njósnir.
EGYPTALAND
Morsi lést í miðjum
réttarhöldum
Mohammed
Morsi
Xi Jinping Kínaforseti mun heim-
sækja Norður-Kóreu síðar í vik-
unni, en hann verður fyrsti forseti
Kína til þess að sækja landið heim
síðan Hu Jintao gerði það árið
2005. Mun hann ræða þar við Kim
Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu,
en þeir hafa hist fjórum sinnum á
síðastliðnu ári, en alltaf í Kína.
Samskipti Kínverja og Norður-
Kóreumanna hafa lagast mjög að
undanförnu, en þau höfðu kólnað
nokkuð þegar Kínverjar tóku þátt í
refsiaðgerðum, sem beint var gegn
kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu.
NORÐUR-KÓREA
Fyrsta heimsókn
Kínaforseta í 14 ár
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Íran tilkynntu í gær, að
þau hygðust fara fram yfir það magn
auðgaðs úrans, sem þeim er leyft að
eiga samkvæmt kjarnorkusam-
komulaginu frá 2015 eftir tíu daga,
eða hinn 27. júní næstkomandi.
Sagði talsmaður írönsku kjarnorku-
stofnunarinnar að hætt yrði við
áformin ef aðrar þjóðir „stæðu við
skuldbindingar sínar,“ en Banda-
ríkjamenn drógu sig úr samkomu-
laginu fyrir rúmu ári vegna meintra
vanefnda Írana á því.
Fulltrúar Breta, Frakka og Þjóð-
verja, Evrópuríkjanna þriggja sem
einnig eiga aðild að samkomulaginu,
hvöttu Írana til þess að hætta við
þessi áform sín. Emmanuel Macron
Frakklandsforseti sagði að mikil-
vægt væri að Íranar sýndu þolin-
mæði og ábyrgð vegna þeirrar
spennu sem nú ríkir við Persaflóa.
Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýskalands, krafðist þess að Íranar
drægju úrslitakosti sína til baka og
stæði við samkomulagið. Þá sögðu
bresk stjórnvöld að evrópsku ríkin
þrjú hefðu staðfastlega gert Írönum
ljóst að þeir yrðu að standa við sinn
þátt, en Bretar, Frakkar og Þjóð-
verjar reyndu á síðasta ári að finna
leiðir framhjá refsiaðgerðum Banda-
ríkjastjórnar, en án árangurs.
Krefst að Íran verði refsað
Benjamín Netanyahu, forsætis-
ráðherra Ísraels, kallaði eftir því að
alþjóðasamfélagið myndi aftur hefja
refsiaðgerðir sínar gegn Írönum ef
þeir gerðust brotlegir við skilmála
kjarnorkusamkomulagsins. Sagði
Netanyahu að Ísraelar myndu aldrei
leyfa Írönum að komast yfir kjarn-
orkuvopn, og að ljóst væri að Íranar
hefðu ekki sagt satt um áform sín.
Morgan Ortagus, talskona banda-
ríska utanríkisráðuneytisins sagði að
tilkynningin kæmi ekki á óvart, en að
heimurinn mætti ekki láta undan
„kjarnorkufjárkúgun“ Írana. Sagði
hún að hverri tilraun Írans til að
verða sér úti um kjarnorkuvopn yrði
mætt með „hámarksþrýstingi“.
Antonio Guterres, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í
gær Írana til þess að standa áfram
við skuldbindingar sínar í kjarnorku-
málum. Þá áréttaði Guterres nauð-
syn þess að önnur ríki stæðu einnig
við samkomulagið og forðuðust skref
sem gætu ýft ástandið upp.
Hyggjast auðga meira úran
Bandaríkjamenn segjast ekki munu láta undan „kjarnorkufjárkúgun“ Írana
Bretar, Frakkar og Þjóðverjar segja nauðsyn að Íranar fylgi samkomulaginu