Morgunblaðið - 18.06.2019, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Könnun Gall-ups semgerð var
meðal stjórnenda
fyrirtækja í maí og
fram í byrjun júní
gefur tilefni til hóflegrar bjart-
sýni um þróun efnahagsmála.
Samkvæmt könnuninni, sem
hafa verður eðlilegan fyrirvara
á eins og á öðrum slíkum, eru
nú aftur fleiri jákvæðir en nei-
kvæðir vegna aðstæðna í efna-
hagslífinu eftir neikvæðari
svörun fyrr á árinu þar sem
fleiri töldu aðstæður slæmar en
góðar.
Þetta er þó ekki einhlítt um
alla geira atvinnulífsins, því að
til að mynda í sjávarútvegi,
ferðaþjónustu og bygging-
ariðnaði telja fleiri að aðstæður
séu slæmar en góðar og er það
augljóst áhyggjuefni.
Mæling á viðhorfum til þess
hvernig stjórnendur sjá að-
stæður fyrir sér eftir hálft ár
hefur þróast með jákvæðum
hætti í síðustu tveimur mæl-
ingum, eftir nánast stöðugt
versnandi viðhorf til framtíð-
arhorfa frá því um mitt ár 2017,
og jafnvel fyrr. Þetta felur þó
ekki í sér að framtíðarhorf-
urnar til sex mánaða séu nú
álitnar bjartar, en þær eru
minna dökkar en áður og mun-
ar miklu.
Þróunin er þess vegna í rétta
átt þó að efnahagslífið sé enn í
öldudal og verði sennilega út
þetta ár og jafnvel eitthvað
fram á það næsta. Þau högg
sem ferðaþjónustan hefur feng-
ið á sig spila þarna talsvert
hlutverk og hið sama á við um
sjávarútveginn. Og ekki verður
litið framhjá því að enn telja
stjórnendur fyrirtækja hér á
landi að starfsfólki muni fækka
á næstu sex mánuðum, þó að
horfurnar séu sem betur fer
ekki jafn slæmar í þeim efnum
og þær voru um síðustu áramót.
Krónan hefur
veikst á síðustu
mánuðum og síð-
asta árið og mun
það draga úr því
höggi sem útflutn-
ingsgreinar hafa orðið fyrir. Þá
er jákvætt að þrátt fyrir mikil
högg á ferðaþjónustuna eru þar
enn margir jákvæðir um horfur
til lengri tíma og um Ísland sem
ferðamannaland. Og ef rétt er á
málum haldið má nota þá lægð
sem nú gengur yfir til að búa
landið betur undir þann mikla
ferðamannastraum sem útlit er
fyrir að haldi áfram. Ef til vill
mun sú þróun sem orðið hefur
einnig hjálpa til við að ná því
markmiði að fá hingað sem
mest af ferðamönnum sem hafa
fé á milli handanna og sem
minnst af þeim sem ganga illa
um viðkvæma náttúruna.
Þá bárust fyrir helgi jákvæð-
ar fréttir af þorskstofninum og
ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar, sem skiptir sjávarútveg-
inn miklu og gefur von um
bjartari tíma í þeirri undirstöð-
ugrein.
Jákvætt er að sjá að sú svart-
sýni sem ríkt hefur í efnahags-
lífinu, eftir margra ára upp-
gang, sé á undanhaldi.
Niðursveiflan sem gengur yfir
þessi misserin þurfti ekki að
verða jafn djúp og raun ber
vitni og var því miður að hluta
til heimatilbúin. Mikilvægt er
að ekki verði enn bætt í að því
leyti og í því sambandi skiptir
ekki síst máli að þeir kjara-
samningar sem enn eru lausir
verði kláraðir hið fyrsta. Þá
þarf hið opinbera að stíga fram
og létta álögum af fólki og fyr-
irtækjum til að flýta efnahags-
batanum.
Íslenskt efnahagslíf þarf
ekki að vera lengi í öldudalnum
og ef allir leggjast saman á ár-
arnar er hægt að komast upp úr
honum hratt og vel.
Niðursveiflunni er
ekki lokið en það sér
fyrir endann á henni}
Upp úr öldudalnum
Vegna þess hvevafasamur
þriðji orkupakkinn
er og hve mikil
andstaða er við
hann, ekki síst inn-
an stjórnarflokk-
anna þriggja, var rík áhersla
lögð á að keyra hann hratt og
umræðulítið í gegnum þingið.
Það tókst ekki og nú er spurn-
ing hversu leiðitamir stjórn-
arþingmenn verða hér eftir,
ekki síst eftir að þeir hafa séð
og fundið andstöðuna í flokk-
unum og þjóðfélaginu öllu.
Ef Miðflokkurinn er undan-
skilinn hefur stjórnarand-
staðan á þingi spilað með rík-
isstjórnarflokkunum í málinu,
sem kemur svo sem ekki á óvart
enda er þar að mestu um harða
ESB-flokka að
ræða. Þó gerðist
það fyrir helgi að
Jón Þór Ólafsson,
þingmaður Pírata,
lýsti því yfir að
hann styddi ekki
þriðja orkupakkann. Hann
sagðist ætla að láta stjórn-
arskrána njóta vafans, og vísaði
þar til efasemda sem fram hafa
komið hjá æ fleiri lögfræð-
ingum, meðal annars þeim Stef-
áni Má Stefánssyni, prófessor,
og Friðriki Árna Friðrikssyni
Hirst, landsréttarlögmanni,
sem rituðu álitsgerð fyrir utan-
ríkisráðuneytið.
Þetta er virðingarverð af-
staða hjá Jóni Þór og vonandi
að fleiri þingmenn beri sömu
virðingu fyrir stjórnarskránni.
Þriðji orkupakkinn
kallar ekki á þann
ákafa sem stuðn-
ingsmenn hafa sýnt}
Stjórnarskráin njóti vafans L
esandi góður, fyrirsögn þessa pistils
er lýsing Silju Daggar Gunnars-
dóttur þingmanns Framsókn-
arflokksins á fyrirvörum rík-
isstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
við þriðja orkupakkann s.k. Sumir gætu haft
gaman af samlíkingunni væri hún ekki svona
heimskuleg. Samþykkt þriðja orkupakkans er
allavega þeim hluta þingheims sem haldið hefur
uppi andófi, svo og meirihluta þjóðarinnar, það
mikið áhyggjuefni að þeim finnst hún ekki haf-
andi í flimtingum. Það er samt sannleikskorn í
lýsingu þingmannsins vegna þess að í henni
kristallast að ríkisstjórnarflokkarnir og samfylk-
ingarflokkarnir virðast ekki gera sér nokkra
grein fyrir haldleysi s.k. fyrirvara þrátt fyrir
varnaðarorð sístækkandi hóps sérfræðinga.
Hinn möguleikinn er að ríkisstjórnarflokkarnir
og samfylkingarflokkarnir kjósi að skella skollaeyrum við
vegna hagsmuna sem eru í þeirra augum stærri en brot á
stjórnarskrá eða framsal valds af áður óþekktri stærð. Nú
ber þess að geta að hefði andóf Miðflokksfólks (og Flokks
fólksins fyrstu klukkutímana) ekki komið til væri þegar búið
að samþykkja þingsályktunartillöguna. Sú samþykkt hefði
þá farið fram áður en innihald fjórða orkupakkans var
kynnt opinberlega, áður en fréttir bárust af fjármögnun
lagningar sæstrengs í Bretlandi, áður en hver lögspeking-
urinn af öðrum steig fram í viðbót við þá sem áður höfðu
varað við. Þá liggur næst við að spyrja hvaða hagsmunir eða
hverra séu það stórir að þeir trompi ákvæði stjórnarskrár
eða fullt vald Íslendinga á orkuauðlindum sínum? Svar ósk-
ast! Það liggur ekki heldur fyrir hvers vegna
svo mjög liggur á að afgreiða þriðja orkupakk-
ann vegna þess „að hann skiptir engu máli“ eins
og fylgismenn hans hafa haldið fram í ræðu og
riti. Áður hefur komið fram að „sameiginlegur
skilningur“ sé milli orkumálastjóra ESB og ut-
anríkisráðherra Íslands um s.k. fyrirvara.
Hvort sá „skilningur“ varð til yfir kaffibolla í
símtali eða í öðru almennu spjalli liggur heldur
ekki fyrir enda skiptir það engu máli. „Sameig-
inlegi skilningurinn“ heldur ekki vatni að mati
hæfustu lögspekinga. Nú síðast stigu fram Arn-
ar Þór Jónsson héraðsdómari og fimm nafn-
kunnir hæstaréttarlögmenn og vara við að sam-
þykkt orkupakkans „skapi lagalega óvissu og
áhættu.“ Athyglisvert er að framangreindir lög-
spekingar deila síður en svo pólitískum skoð-
unum sem dregur enn á ný fram þá staðreynd
að afstaða til þriðja orkupakkans er hafin yfir pólitík.
Áhyggjur, varnaðarorð og framlögð rök þeirra sem haft
hafa sig í frammi markast af þekkingu reynslu og mati á
framtíðaráhrifum samþykktar orkupakkans á íslenska þjóð.
Það væri fylgjendum orkupakkans þörf lesning að hlusta
á varnaðarorð og ekki síður að gaumgæfa þær miklu upp-
lýsingar sem samtökin „Orkan okkar“ hafa tekið saman og
skoða síðan hug sinn um hví ekki má fresta afgreiðslu þriðja
orkupakkans og nýta tímann sem þá gefst til að gaumgæfa
nauðsynlega stefnubreytingu.
Þorsteinn
Sæmundsson
Pistill
„Með belti og axlabönd...“
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi suður.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Rannsókn sem Vífill Karls-son hagfræðingur hefurunnið fyrir Samtök sveit-arfélaga á Vesturlandi
(SSV), leiðir í ljós að fyrirtæki sem
höfðu átt velgengni að fagna um
lengri tíma virtust í vetur vera ólík-
legri til að ráða fólk en þau sem gekk
verr. Ung fyrirtæki voru líklegri til
fjárfestinga en eldri. Þá var afkoma
fyrirtækja til skemmri tíma mark-
tækt verri eftir því sem fjær dró frá
höfuðborgarsvæðinu. Við vinnslu
rannsóknarskýrslunnar var í nóv-
ember í fyrra lögð spurningakönnun
fyrir fyrirtæki allra landshluta nema
höfuðborgarsvæðisins, og stóð könn-
unin yfir til loka janúar á þessu ári.
Ríflega 2000 fyrirtæki tóku þátt en
þrátt fyrir að höfuðborgarsvæðið
hafi ekki verið með í könnuninni
tóku nokkuð mörg fyrirtæki af höf-
uðborgarsvæðinu þátt vegna þess að
þau starfa á landsbyggðinni.
Veikleikar fyrirtækja á höf-
uðborgarsvæðinu voru m.a. að þau
voru einna líklegust til að ráðast í
uppsagnir á fólki og ólíklegust til að
ráðast í fjárfestingar. Fyrirtæki á
Suðurnesjum voru aftur á móti lang-
líklegust til að ráða fólk, og hvergi
var meiri fjárfestingarhugur. Þó ber
að hafa í huga að könnunin var lögð
fyrir áður en Wow air hvarf af flug-
markaði.
Fækkun líklegust í sjávarútvegi
Í greiningu skýrslunnar um
starfsmannamál kemur fram að 22%
þátttakenda hafi sagst ætla að fjölga
starfsmönnum lítið eitt eða mikið, en
13% hafi sagst ætla að fækka mikið
eða lítið eitt. Eins og áður segir voru
fyrirtæki á Suðurnesjum, og einnig
á Norðurlandi vestra, langlíklegust
til að ráða fólk á næstunni. Fyrir-
tæki á Austurlandi og af höfuðborg-
arsvæðinu voru hins vegar ólíkleg-
ust til að ráðast í ráðningar.
Þegar afstaða fyrirtækja til
starfsmannamála var greind eftir
starfsemi kom í ljós að fyrirtæki í
sjávarútvegi væru líklegust til að
fækka fólki, en ferðaþjónustan líkleg
til að bæta við sig.
24% þátttakenda töldu sig vanta
starfsfólk með ákveðna menntun, og
var sú þörf heldur meiri í þjónustu-
en framleiðslugreinum.
Í greiningu skýrslunnar eftir
landshlutum kemur m.a. fram að
styrkleikar Vestfjarða hafi helst fal-
ist í hug þeirra til að fjölga menntuð-
um á vinnumarkaði. Strandir og
Reykhólar komu oft illa út í sam-
anburði landsvæða hvað varðaði
fjölgun eða fækkun starfsfólks, fjár-
festingar, afkomu til skemmri tíma
og tekjuþróun fyrirtækja.
Listir dafna langt frá Reykjavík
Hugur fyrirtækja til mannaráðn-
inga var einnig á meðal styrkleika
Norðurlands vestra en veikleikarnir
voru þó fleiri en styrkleikarnir í
þessum landshluta. Þar var þörfin
minnst fyrir menntað vinnuafl og
sérstaka færni. Vinnuaflsvægi var
einnig lægst í landshlutanum sem og
viðskipti við ferðaþjónustufyrirtæki.
Þá voru tekjur af skapandi greinum
á Norðurlandi vestra næstlægstar
meðal landshluta.
Fyrirtæki sem byggja afkomu
sína á skapandi greinum dafna betur
í stærri sveitarfélögum en þeim
minni. Athygli vekur að hlutfall
menningar og lista af tekjum fyr-
irtækja á landsbyggðinni var hæst í
landshlutum sem eru mjög fjarlægir
höfuðborgarsvæðinu. „[...] Fjarlægð
frá Reykjavík hefur ekki marktæk
áhrif á [hlutfall skapandi greina af
tekjum fyrirtækja] en oft hefur því
verið haldið fram að nálægð við
borgir geti bæði örvað menningu eða
latt hana,“ segir í skýrslunni.
Afkoman verri í fjar-
lægð frá Reykjavík
Morgunblaðið/Eggert
Löndun Fyrirtæki í sjávarútvegi voru líklegust til að fækka starfsfólki.
Í kafla sem höfundur skýrsl-
unnar nefnir „athyglisvert í
niðurstöðum og óvænt“
kemur m.a. fram að það hafi
komið á óvart hvað jákvæðni
var mikil meðal fyrirtækja á
landsbyggðinni þrátt fyrir
efnahagshorfurnar. Það hafi
m.a. sést á því að 22% hafi
sagst ætla að ráða nýtt
starfsfólk en einungis 13%
hafi sagst ætla að fækka
því.
Þá vakti það einnig athygli
höfundar skýrslunnar að
fyrirtæki af höfuðborg-
arsvæðinu sem starfa á
landsbyggðinni ætli sér að
„pakka í vörn“, þrátt fyrir að
afkoma þeirra sé einna best
til lengri og skemmri tíma.
Þau hafi m.a. verið einna lík-
legust til að ráðast í upp-
sagnir. „Ekki er alveg aug-
ljóst hvort aðrir þættir en
horfur í efnahagsmálum leiki
þarna stórt hlutverk og erf-
itt að átta sig á því,“ segir í
skýrslunni.
Athyglisvert
og óvænt
JÁKVÆÐNI MIKIL