Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 22

Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is 50 ára Álfheiður er Hornfirðingur og ólst upp á Höfn og í Garða- bæ. Hún býr á Selfossi og er varabæjarfulltrúi í Árborg og varaþing- maður fyrir Pírata. Hún er stjórnmálafræðingur frá HÍ og tók framhaldsnám í stjórn- málaheimspeki við Edinborgarháskóla. Maki: Hlynur Arnórsson, f. 1968, stærð- fræðingur og aðjunkt við HR. Börn: Sigyn Christaansdóttir-Ryall, f. 2003, og Eymar Willam Christaansson- Ryall, f. 2005, og stjúpsonur er Helgi Hlynsson, f. 1991. Foreldrar: Eymar Yngvi Ingvarsson, f. 1941, fyrrv. skipstjóri, og Guðrún S. Gísladóttir, f. 1941, bókasafnsfræðingur. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Álfheiður Eymarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver vinnufélagi þinn getur ekki hætt að angra þig, þótt þú hafir ítrekað rætt við hann. Þú ert potturinn og pannan í skipulagningu ættarmóts. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú yfirgefur fortíðina endanlega og heldur á vit nýs lífs. Slakaðu á, þú getur ekki gert öllum til geðs og getur bara verið á einum stað í einu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð stuðning við málstað þinn úr óvæntri átt og má segja að hann skipti sköpum fyrir þig. Það rignir yfir þig boðum í brúðkaup. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er merkilegt hvað eitt lítið bros getur glatt. Þú átt það til að gera úlf- alda úr mýflugu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu þín á tilhneigingunni til þess að sanka að þér algerlega óþörfum hlut- um. Einhver stillir þér upp við vegg en það kann ekki góðri lukku að stýra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sambönd þín við vinnufélaga eða aðra sem þú átt samskipti við gegnum vinnuna batna nú og á næstu dögum. Vertu maður til að viðurkenna það sem þú hefur gert á hlut annarra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er rétti tíminn til þess að strengja þess heit að fara betur með peninga. Reyndu að komast hjá miklu álagi með því að skipuleggja tíma þinn og takmarka verkefnaskrána. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur unnið mikið að und- anförnu og þarft því á einveru og hvíld að halda. Þú bíður í ofvæni eftir fréttum af fjölgun í fjölskyldunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Mundu að þiggja aðstoð með jákvæðum huga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú finnur til samkenndar með öðrum og vilt leggja þitt af mörkum. Þú ert sólarmegin í lífinu þetta árið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það sitja allir um þig og vilja hafa áhrif á ráðagerðir þínar. Það er allt í lagi að gera ekki neitt, æfðu þig í því. 19. feb. - 20. mars FiskarMundu að deila velgengni þinni með þeim sem standa þér næst. Dagurinn í dag er ekki góður til þess að leggjast í leti. en þá var leitað til mín frá Ís- lensku óperunni hvort ég hefði ekki áhuga á að sækja um starf óperustjóra. Þótt starfið sé mjög líkt leikhússtjórastarfinu fannst mér freistandi að takast á við þá nýju vídd sem öll tónlistin býður upp á. Auðvitað er tónlist í svo til hverri leiksýningu og ég hafði unnið mikið með tónlist og sett upp nokkra söngleiki. En ég sló til og óperustjóraárin urðu átta, gríð- arlega skemmtilegur tími, við fluttum inn í Hörpu og nýir mögu- leikar opnuðust.“ Stefán hefur tekið mikinn þátt í sem ég hef fengist við, þar fær sköpunarþörfin útrás og þar skap- ast náin og gjöful kynni við leik- arana og aðra þá sem að sýning- unum koma. Ég er mjög sáttur við að hafa helgað ævistarfið leiklist- inni, því hún er samfélaginu bæði mikilvæg og nauðsynleg.“ Þegar Stefán hætti í Þjóðleik- húsinu, stofnuðu hann og Hilmir Snær Guðnason leikhúsið Skámána og settu upp sýningar sem urðu geysivinsælar, einleikinn Ég er mín eigin kona og leikritið Killer Joe. „Ég hafði ekki ætlað mér að stjórna fleiri sviðslistastofnunum S tefán Baldursson fæddist 18. júní 1944 á Hjalteyri við Eyjafjörð en fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur þriggja ára. Hann ólst upp í Kópavogi frá sex ára aldri og fram yfir tvítugt og er nú aftur fluttur í Kópavog. „Ég bar út blöð, var sendill í Kron, spilaði fótbolta og var árum saman í skátunum.“ Stefán gekk í Kópavogsskóla sem var eini barnaskólinn í Kópa- vogi, fór í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent úr máladeild 1964. Á mennta- skólaárunum vann hann á sumrin hjá Lindu-umboðinu og síðar á skrifstofum ÁTVR. Hann hélt ári síðar til Svíþjóðar og nam við Stokkhólmsháskóla: leikhúsfræði og leikstjórn með sálfræði og hag- nýta heimspeki sem aukafög. Hann lauk prófi 1971 og starfaði um hríð sem fréttamaður hjá Sænska sjónvarpinu en hann hafði samhliða háskólanáminu verið fréttaritari Rúv í Stokkhólmi og vann á fréttastofu útvarps hér heima öll sumur. Að loknu námi starfaði Stefán á leiklistardeild útvarps í tvö ár og gerði leikhúsþætti fyrir sjónvarp en strax 1972 fór hann að leikstýra í atvinnuleikhúsunum, bæði Leik- félagi Reykjavíkur og Þjóðleikhús- inu og hefur starfað sem leikstjóri síðan eða í tæplega hálfa öld. Stef- án var fastráðinn leikstjóri og leik- húsritari við Þjóðleikhúsið 1974-80 en tók þá við starfi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó, sem hann gegndi í sjö ár. Hann fór svo að starfa sem leikstjóri er- lendis, mest á Norðurlöndunum. Stefán var ráðinn þjóðleikhússtjóri 1991 og gegndi því starfi í fjórtán ár. „Leikhússtjórastörfin voru bæði krefjandi og ánægjuleg og í báðum leikhúsunum var gert ráð fyrir því strax við ráðningu að ég myndi líka leikstýra. Ég leikstýrði því nokkrum sýningum í Iðnó og einu verkefni annað hvert ár í Þjóðleik- húsinu. Leikstjórnin hefur alltaf gefið mér mest af þeim verkefnum norrænu samstarfi tengdu ævi- starfinu. Hann sat lengi í Norrænu leikhúsnefndinni Teater och dans í Norden og sat sex ár í stjórn Nor- ræna menningarsjóðsins.Hann sat í ótal ráðum og nefndum tengdum sviðslistum og í dómnefnd um byggingu, hönnun og rekstur Hörpu. Stefán hefur hlotið fjöl- mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir list sína og störf, m.a. Menn- ingarverðlaun DV, Stefaníustjak- ann, Riddarakross Íslensku fálka- orðunnar og Konunglega sænska riddarkrossinn. Hann er heið- ursfélagi Leikfélags Reykjavíkur og hlaut Heiðursverðlaun Grím- unnar 2016. Stefán hefur leikstýrt yfir 80 sýningum á leiksviði auk fjöl- margra útvarps og sjónvarpsverk- efna. Nokkrar af íslensku sýning- unum hans hafa verið sýndar á leiklistarhátíðum erlendis auk þess sem hann hefur leikstýrt á annan tug sýninga á erlendri grund. Spurður um eftirlætissýningarnar segir hann erfitt að gera upp á milli en þær sem eru honum einna hjartfólgnastar eru Stundarfriður, Sumargestir, Allir synir mínir, Villiöndin og ekki síst Veislan, all- ar í Þjóðleikhúsinu; Dagur vonar, Salka Valka og Draumur á Jóns- messunótt hjá LR, áðurnefndar sýningar í eigin leikhúsi að ógleymdri óperunni Ragnheiði sem var tilnefnd til tíu Grímuverðlauna og var valin sýning ársins 2014. „Eftir að ég lét af föstu starfi höfum við Þórunn konan mín reynt að ferðast sem mest síðustu ár, oft með vinahópi, ekki síst á framandi slóðir, til Indlands, Mið- Ameríku og erum nýkomin úr mik- illi ferð til Brasilíu og inn í Ama- zonfrumskóginn. Ég hef tekið þátt í félagstarfi af ýmsu tagi, verið fé- lagi í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi í rúman áratug, þar gegndi ég starfi forseta í vetur, auk þess sem við hjónin erum í matarklúbbi, gönguklúbbi og litlum, nánum klúbbi með vinum frá Stokkhólmsárunum. Einna ánægjulegast er svo að passa yngstu barnabörnin.“ Stefán Baldursson, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri – 75 ára Fjölskyldan Stödd í Mont Tremblant í Québec-fylki í Kanada. Mjög sáttur við ævistarfið Matarklúbburinn Heimsókn í Landnámsetrið í Borgarnesi. 30 ára Ívar er fæddur á Laugum í Sælings- dal og ólst þar upp og í Borgarnesi. Hann býr á Akranesi og er deild- arstjóri í Frístunda- miðstöðinni Þorpinu. Hann er milliríkjadóm- ari í knattspyrnu og dæmir í öllum deild- um á Íslandi og líka erlendis. Hann er tómstunda- og félagsmálafræðingur að mennt frá HÍ. Maki: Harpa Jónsdóttir, f. 1990, deildar- stjóri á frístundaheimilinu Brekkuseli. Börn: Sigurbjörg Heiða Ívarsdóttir, f. 2010, og Kolbeinn Orri Ívarsson, f. 2014. Foreldrar: Kristján Þormar Gíslason, f. 1955, fyrrv. skólastjóri, og Rannveig Finnsdóttir, f. 1956, leiðbeinandi í leik- skóla. Þau eru búsett í Borgarnesi. Ívar Orri Kristjánsson Til hamingju með daginn Reykjavík Sólrún Edda Sigurðardóttir fæddist 19. mars 2019 kl. 9.11. Hún vó 4.230 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Steinunn Helga Ómarsdóttir og Sigurður Karl Guðnason. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.