Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
Knattspyrnudeild Keflavíkur og
danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE
hafa komist að samkomulagi um kaup
danska félagsins á hinum 18 ára efni-
lega varnarmanni Ísak Óla Ólafssyni.
Ísak hefur verið lykilmaður í liði Kefla-
víkur síðustu ár þrátt fyrir ungan aldur
og var nýverið valinn í undir 21 árs
landslið Íslands. Hann hefur leikið 54
leiki með meistaraflokki og skorað í
þeim 2 mörk. Þá á hann 17 leiki með
yngri landsliðum Íslands. Í sumar í In-
kasso-deildinni hefur Ísak verið fyr-
irliði liðsins. Hluti af samkomulagi lið-
anna er að Ísak mun leika með
Keflavíkur-liðinu fram til 23. ágúst áð-
ur en hann heldur til Danmerkur.
Svíinn Freddie Ljungberg hefur ver-
ið ráðinn aðstoðarstjóri enska úrvals-
deildarliðsins Arsenal frá og með
næstu leiktíð og verður hægri hönd
Spánverjans Unai Emery. Ljungberg,
sem lék með liði Arsen-
al frá 1998 til 2007,
tekur við hlutverki
Steve Bould sem hef-
ur verið aðstoð-
arstjóri Lund-
únaliðsins
undanfarin ár,
fyrst með Ar-
sene Wenger og
síðan Emery.
Ljungberg hefur
verið þjálfari U23
ára liðs Arsenal
frá því í fyrra en
Bould tekur nú við
því starfi ásamt
Þjóðverjanum Per
Mertesacker sem
lék með Arsenal-
liðinu frá árinu
2011 til 2018.
Eitt
ogannað
59 unglingalandsleiki, var fyrirliði
U17- og U19-landsliðanna og hefur
verið úti í atvinnumennsku í sjö ár
eftir að hafa spilað 12 leiki fyrir sitt
uppeldisfélag Fylki. Þrátt fyrir að
vera miðvörður að upplagi, og leika
sem slíkur hjá danska stórveldinu
Bröndby, komst Hjörtur inn í byrj-
unarlið landsliðsins sem hægri bak-
vörður, á kostnað Birkis Más Sæv-
arssonar.
Fullur stuðningur frá Birki
„Það er aldrei sjálfsagt að fá að
spila fyrir landslið. Eftir alla þessa
leiki með yngri landsliðunum var
maður þó alltaf að bíða eftir því að
vera kallaður inn í hópinn með stóru
strákunum. Núna hef ég fengið að
vera með þeim síðustu þrjú ár og
fylgjast með öllu, og það er frábært
að ná að koma inn núna og eiga góð-
an leik eins og liðið allt. Þá skiptir
ekki máli þó að maður hafi þurft að
bíða í nokkur ár eftir tækifærinu,“
segir Hjörtur, og hann er þakklátur
Birki Má sem ekki hefur sýnt neina
kergju vegna síns hlutskiptis:
„Það var ekki til neitt slíkt hjá
Birki. Hann er að sjálfsögðu keppn-
ismaður og ábyggilega ekki mjög
ánægður með stöðuna, eftir að hafa
skilað henni fáránlega vel í mörg ár
og verið einn okkar stöðugasti leik-
maður, en hann hefur alltaf verið
mjög jákvæður í minn garð og
reynt að hjálpa manni ef maður hef-
ur einhverjar spurningar. Ég hef
ekkert nema jákvætt um Birki að
segja, bæði sem leikmann og per-
sónu. Það er mjög gott þegar mað-
ur kemur inn í svona stöðu að finna
að maður fái fullan stuðning og það
er sú tilfinning sem ég fæ frá hon-
um,“ segir Hjörtur, og bætir við:
„Það er voðalega þægilegt að
koma inn í leikskipulagið hjá lands-
liðinu ef maður er nógu viljugur og
einbeittur til að taka þátt. Þetta eru
engin geimflaugavísindi, heldur
byggt á sterkri liðsheild. Ég reyndi
bara að komast eins vel og ég gat
frá mínu, og þá vissi ég að aðrir í
liðinu myndu styðja við mig og þeir
gerðu það andskoti vel.“
Varð bikarmeistari og neitað
um HM á sama sólarhring
Hjörtur var yngsti leikmaðurinn
í 23 manna hópi Íslands sem fór í
EM-ævintýrið 2016 en í fyrra fékk
hann ekki sæti í hópnum sem fór á
HM í Rússlandi.
„Það er voðalega súrt að hafa
misst af þessu ævintýri í Rússlandi.
Maður var einn þeirra sem vissu að
þeir þyrftu að bíða við símann fram
að lokastundu með að vita hvort
þeir yrðu í hópnum. Rétt eins og
það voru margir strákar sem þurftu
að bíta í það súra epli að fara ekki á
EM. Ég datt rosalega óvænt inn í
EM-hópinn og var algjörlega í skýj-
unum með það, en var svo frekar
vongóður um að komast á HM en
það datt ekki með manni. Það var
jafnvel súrara en hversu sætt það
var að komast með á EM, en gerir
mann bara staðráðnari í að koma
enn ferskari og einbeittari til baka.
Ég ber ekki kaldar tilfinningar til
eins né neins og það sást á HM að
þetta var flottur hópur sem fór, en
ég væri ekki að segja satt ef ég við-
urkenndi ekki að ég var mjög súr.
Ég hafði átt gott tímabil og vann
danska bikarmeistaratitilinn á
sama sólarhring og ég fékk að vita
að ég færi ekki á HM,“ segir Hjört-
ur.
Gífurlegur sigur fyrir mig
Eftir að hafa farið ungur til PSV í
Hollandi, og verið lánaður þaðan í
skamman tíma til IFK Gautaborgar,
gekk Hjörtur í raðir Bröndby eftir
EM 2016. Þar hefur hann verið í
toppbaráttu síðustu þrjú ár en nið-
urstaðan í ár var sú sísta; 4. sæti í
deild og silfur í bikarnum.
„Bröndby er risaklúbbur í Dan-
mörku en var búinn að vera í tilvist-
arkreppu árin áður en ég kom inn á
sama tíma og þýskur þjálfari. Við
byrjuðum strax á að enda í 2. sæti í
deild og bikar, árið eftir misstum við
af meistaratitlinum á miður
skemmtilegan hátt en urðum bikar-
meistarar. Síðasta tímabil var hins
vegar mjög erfitt í byrjun, því þrátt
fyrir að hafa framlengt samning
minn um sumarið datt ég einhvern
veginn alveg út úr myndinni hjá
þjálfaranum. Það var ekki fyrr en
hann var rekinn í febrúar að hjólin
fóru að snúast af alvöru, ég spilaði
hverja einustu mínútu eftir það og
liðið náði sæti í Evrópukeppni. Þetta
var gífurlegur sigur fyrir mig per-
sónulega, og kirsuberið fór á toppinn
með því að fá að spila þessa tvo leiki
á Laugardalsvelli,“ segir Hjörtur,
sem er með samning við Bröndby til
2021 en segist halda öllum mögu-
leikum opnum í sumar í ljósi þess að
hann hafi ekki rætt við nýjan þjálf-
ara sem kynntur var á dögunum.
Mamma, pabbi og
stóri bróðir landsliðsfólk
Foreldrar Hjartar, Eiríka Guðrún
Ásgrímsdóttir og Hermann Björns-
son, léku bæði fyrir íslensku lands-
liðin í handbolta, og Hermann með
yngri landsliðum í fótbolta. Björn
Orri stóri bróðir þótti einnig afar
efnilegur, lék með yngri landsliðum
og fór 16 ára gamall út til Ipswich í
einn vetur, en meiðsli bundu enda á
hans feril allt of snemma:
„Ég hef ótal sinnum leitað til hans
og geri það enn. Það er alltaf gott að
eiga einhvern að sem hægt er að
spjalla við um fótbolta, og hefur upp-
lifað svo margt. Hann er mikill fót-
boltaheili og það er gott að geta sótt
til hans, alveg eins og foreldra minna
hvort sem það snýr að íþróttum eða
ekki. Ég er með mjög gott bakland
og er þakklátur fyrir það,“ segir
Hjörtur.
Þægilegt að
koma í þetta lið
Hjörtur braut ísinn með landsliðinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tólf Hjörtur lék sína fyrstu mótsleiki fyrir A-landsliðið gegn Albaníu og
Tyrklandi en hafði leikið 10 vináttuleiki og 59 leiki fyrir yngri landslið.
FÓTBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Það hefur ekki verið mikið um það
síðustu ár í íslenska karlalandsliðinu
í fótbolta að nýir leikmenn stimpli
sig inn í byrjunarliðið. Raunar var
það svo í 2:1-sigrinum á Tyrklandi í
síðasta leik að byrjunarliðið var nán-
ast það sama og í öllum leikjunum á
EM 2016, með einni lítilli undan-
tekningu og annarri stórri. Emil
Hallfreðsson byrjaði leikinn, eins og
hann hefur oft gert þrátt fyrir að
hafa verið í varamannshlutverki á
EM. Árbæingurinn Hjörtur Her-
mannsson lék hins vegar, flestum að
óvörum, sína fyrstu tvo mótsleiki
fyrir landsliðið í sigrunum á Albaníu
og Tyrklandi.
„Mig hafði dreymt um þetta ótrú-
lega lengi,“ segir hinn 24 ára gamli
Hjörtur, í sólbaði í verðskulduðu
sumarfríi á Spáni. Þetta var þó
kannski rökrétt næsta skref fyrir
mann sem hefur verið viðloðandi
landsliðið síðustu þrjú ár, á að baki
Framherjinn Andri Rúnar Bjarna-
son er orðinn leikmaður þýska C-
deildarliðsins Kaiserslautern.
Andri Rúnar skrifaði í gær undir
tveggja ára samning við þýska liðið
með möguleika á framlengingu en
hann kemur til liðsins frá sænska
liðinu Helsingborg. „Ég er mjög
ánægður að hafa skrifað undir
samninginn. Þetta er stórt félag
sem á sér mikla sögu, frábæra
stuðningsmenn og mikinn metnað.
Það hefur alltaf verið draumur
minn að spila í Þýskalandi,“ segir
Andri á vef þýska liðsins.
Andri Rúnar til
Kaiserslautern
Ljósmynd/Kaiserslautern
Samningur Andri Rúnar skrifar
undir samninginn við þýska liðið.
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sig-
urjónsson er genginn í raðir Ast-
ana, meistaraliðsins í Kasakstan.
Rúnar, sem heldur upp á 29 ára af-
mælisdag sinn í dag, hefur verið hjá
Grasshoppers í Sviss frá árinu 2016
en var í láni hjá St.Gallen á síðustu
leiktíð. Astana hefur hampað meist-
aratitlinum fimm sinnum og bik-
armeistaratitlinum þrisvar. Liðið
er í toppsæti deildarinnar og það
tekur þátt í forkeppni Meist-
aradeildarinnar síðar í sumar en
árið 2016 náði það komast í riðla-
keppni Meistaradeildarinnar.
Rúnar Már spilar
í Kasakstan
Morgunblaðið/Eggert
Ævintýri Rúnar Már Sigurjónsson
mun spila í Kasakstan.