Morgunblaðið - 28.06.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 28.06.2019, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 Enn á ný hafa hugmyndir um upptöku sykurskatts skotið upp kollinum. Þar með gengur aftur gamall draugur sem flestir töldu að hefði verið kveðinn niður fyrir fullt og allt. En lengi er von á einum enda er hið pólitíska umhverfi frjór jarðvegur fyrir allar hugmyndir um öflun meiri ríkistekna í formi skattheimtu. Og sagan endurtekur sig eins og sagt er því þetta form skattheimtu er ekki nýtt af nálinni. Í stjórnartíð rík- isstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, 2009- 2013, var skattur í formi vörugjalds lagður á sykur og sykraðar vörur. Árangur þeirrar skattheimtu reyndist hins vegar dapur. Skattheimtan var afar flókin í framkvæmd, hún var dýr fyrir fyrirtæki og hið opinbera og skilaði hlutfallslega litlum tekjum í rík- issjóð. Samkvæmt könnun Rannsóknaseturs verslunarinnar hafði skatturinn lítil sem engin áhrif á neysluhegðun fólks. Nið- urstaðan var sú að næsta ríkisstjórn sem við tók beitti sér fyrir afnámi sykurskatts- ins, m.a. á grundvelli tillagna Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, og á það féllst Alþingi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá ár- um sykurskattsins. Til þess ber að líta að neysluhegðun fólks hefur tekið stórstígum breytingum á undanförnum árum. Miðlægar upplýsingar um neyslu og innihaldsefni matvæla eru orðnar gamlar og gefa alls ekki rétta mynd af neyslumynstri dagsins í dag. Ef litið er til nágrannaríkja okkar gef- ur t.d. nýleg könnun sem gerð var á neyslu- hegðun Svía þá mynd að ótrúlegar breyt- ingar hafi orðið á hegðuninni sl. áratug. Vöruframboð innlendrar verslunar ræðst óhjákvæmilega af eftirspurn. Hver hillu- metri er verslunum afar verð- mætur og staðsetning vöru skiptir máli. Í því ljósi er mat- vöruverslunin stöðugt vakandi fyrir nýbreytni og breytingum á áherslum neytenda. Síðustu ár hefur þróun í matvöruversl- un tekið æ ríkara mið af breyttum áherslum og hegðun neytenda. Ört stækkandi hluti neytenda leggur áherslu á að neyta hollrar fæðu og sá hópur sneiðir kerfisbundið hjá sykr- uðum og fituríkum matvælum. Viðbrögð verslunarinnar endurspeglast í þeim stórkostlegu breytingum sem hafa orðið í vöruframsetningu þar sem nú er lögð mikil áhersla á að hafa hollustuvörur eins og ávexti, grænmeti o.fl. sem mest áberandi. Að sama skapi hefur framsetning sælgætis og sykraðra drykkja færst á síður áberandi staði. Ástæðan er í meginatriðum sú að neytendur vita hvað þeir vilja, hafa skýra hugmynd um afleiðingar neyslu mat- væla og velja því hollustu. Stjórnmálamenn hafa lengi haft ríka til- hneigingu til að hafa vit fyrir fólki. Öflun ríkistekna með aðferðum sem hafa jákvæð- an blæ er vinsæl um þessar mundir. Í þetta skiptið á skatturinn að bæta hressa og kæta og jafnvel gefa hraustlegt og gott útlit. En ríkiskassinn má hins vegar fitna á kostnað neytenda! Eftir Andrés Magnússon » Í þetta skiptið á skatturinn að bæta hressa og kæta og jafnvel gefa hraustlegt og gott útlit. Andrés Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Drögum úr sykurneyslu – en án ríkisafskipta Drjúgur meirihluti landsmanna telur hag- sæld Íslands byggjast að miklu leyti á al- þjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóð- legum viðskiptum (78,3%). Norrænt samstarf á sérstakan stað í hugum lands- manna en 92% eru já- kvæð gagnvart virkri þátttöku Íslands í Norðurlanda- samstarfi. Þátttaka Íslands í störf- um Sameinuðu þjóðanna (77,9%) og mannréttindaráðsins (80,8%) nýtur einnig fylgis meðal lands- manna sem telja jafnframt að seta Íslands í mannréttindaráðinu geti haft jákvæð áhrif á þróun mann- réttinda á heimsvísu (70,3%). Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir ut- anríkisráðuneytið undir lok maí og birt var 21. júní. Könnunin er lið- ur í markmiði utanríkisþjónust- unnar að bæta upplýsingamiðlun til almennings um störf og stefnu utanríkisþjónustunnar. EES-samstarfið Evrópumálin voru skoðuð sér- staklega og er stuðningurinn við EES-samninginn mikill að mati ráðuneytisins. Rúm 55% lands- manna eru jákvæð gagnvart aðild Íslands að EES-samningnum en eingöngu 11,8% eru neikvæð gagnvart henni. Aðildin að EES hefur verið rædd mikið undanfarin misseri vegna ágreinings um þriðja orku- pakkann, það er innleiðingu á nýj- um ákvæðum um orkumarkaðinn sem hér varð til með raforkulög- unum frá 2003. Þessi innleiðing núna krefst einnar lagabreytingar sem eykur sjálfstæði Orkustofn- unar til neytendaverndar á ís- lenska orkumark- aðnum. Norska stórþingið samþykkti innleið- ingu þriðja orkupakk- ans með góðum meirihluta 22. mars 2018 eftir nokkrar deilur og umræður. Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir nú meiri stuðning við að- ild að EES en nokkru sinni fyrr eða rúm 60%. Samtökin Nei til EU vilja Noreg úr EES. Þau börðust hart gegn því að stórþing- ið samþykkti þriðja orkupakkann. Katherine Kleveland, formaður samtakanna, sá eina von eftir at- kvæðagreiðsluna þar. Hún skrifaði baráttukveðju á vefsíðu samtakanna 24. mars 2018 og sagði: „Kanskje er det likevel vår gode nabo Island som berger oss. Alle vedtak innenfor EØS-avtalen kre- ver at de innføres i både Norge, Island og Liechtenstein.“ Til þess að sameiginleg EES-ákvörðun sé gild verður að innleiða hana í Nor- egi, á Íslandi og í Liechtenstein. Kleveland sagði að góðir nágrann- ar á Íslandi kynnu að bjarga Norðmönnum í þessu máli. Síðan varaði hún norsk yfirvöld við, hvorki Norðmenn né Íslend- ingar þyldu þrýsting þeirra á „ís- lensku bræðraþjóðina eða al- þingi“. Í bréfi sem vefsíðan Kjarninn birti 30. maí 2019 segjast Morten Harper, rannsóknar- og fræðslu- stjóri Nei til EU, og Kathrine Kleveland „uppfull af áhuga“ fylgjast „vel með beina streym- inu“ af umræðum á alþingi um þriðja orkupakkann og „það væri frábært ef það tækist að fá ákvörðun í málinu frestað“. Þau segja einnig: „Afstaða og fram- ganga utanríkisráðherra, Guð- laugs Þórs Þórðarsonar, er mjög vafasöm.“ Og spyrja: „Getur verið að málflutningur utanrík- isráðherra Íslands endurspegli þrýstinginn frá norsku rík- isstjórninni?“ Kenning samtakanna er að vegna þrýstings gæti íslensk stjórnvöld í raun hagsmuna norskra stjórnvalda en ekki Ís- lendinga. Þetta eru fordæmalaus afskipti erlendra samtaka af ís- lenskum stjórnmálum. Samtökin Nei til EU berjast eins og áður sagði gegn aðild Noregs að EES- samstarfinu og vilja hverfa aftur til tvíhliða viðskiptasamninga. Verulegur stuðningur Íslend- inga við EES-samstarfið eftir um- ræðurnar um þriðja orkupakkann sýnir að EES-samningurinn stendur hér á traustum grunni. Sé aðild að EES hafnað yrði ann- aðhvort horfið aftur til fortíðar og tvíhliða viðskiptasamninga eða að nýju stefnt að ESB-aðild. NATO-aðild – varnarsamstarfið Í könnun Maskínu fyrir utanríkisráðuneytið eru 49% landsmanna jákvæð gagnvart að- ildinni að Atlantshafsbandalaginu (NATO) en 18,8% neikvæð og 37,1% er jákvætt gagnvart varn- arsamstarfinu við Bandaríkin en 27,9% neikvæð. Umræðurnar um öryggis- og varnarmál eru nú svipur hjá sjón miðað við það sem var í fjóra ára- tugi á síðustu öld, frá 1949 til 1989. Þá var deilan um þessi mál þungamiðja á stjórnmálavettvangi í stað sáttarinnar sem nú hefur náðst um þau í þjóðarörygg- isstefnunni. Um heim allan ber varnar- og öryggismál hátt þegar rætt er um ráðstöfun á skattfé almennings og hve stór hluti þess á að renna til hermála. Fyrir öllum ákvörðunum í því efni eru færð rök sem taka mið af þróun alþjóðamála, spennustigi og þjóðarhagsmunum viðkomandi ríkis. Hér eru aldrei slíkar umræður á alþingi, íslensk- ir skattgreiðendur bera engar byrðar vegna hernaðarútgjalda. Nokkrar umræður hafa orðið undanfarið vegna frétta um ráð- stöfun á fjármunum bandaríska varnarmálaráðuneytisins innan ramma áætlunar sem samin var eftir hernaðarbrölt Rússa gegn Úkraínumönnum árið 2014. Fyrir réttum þremur árum, 29. júní 2016, skrifuðu Lilja D. Al- freðsdóttir, þáv. utanrík- isráðherra, og Robert O. Work, þáv. varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undir sameig- inlega yfirlýsingu um varnar- og öryggismál, sem tók mið af þess- ari áætlun og framkvæmdum hér í samræmi við hana. Eftir þessu pólitíska umboði hefur verið starfað síðan og það var enn áréttað þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hitti starfsbróður sinn Mike Pom- peo í Washington 7. janúar í ár og þegar Pompeo kom hingað til lands 15. febrúar 2019. Í mars 2019 birti bandaríska varnarmálaráðuneytið skýrslu um hvernig fé yrði ráðstafað innan ramma áætlunarinnar á fjár- lagaárinu 2020. Þá ráðgerir bandaríski flugher- inn eftirfarandi framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli: Beddown Site ($7.0 million), Hot Cargo Pad ($18.0 million) og Expanded Park- ing Apron ($32.0 million). Í frétt á vef ríkisútvarpsins, ruv.is, var þetta íslenskað á þenn- an hátt: „Sjö milljónir dollara fara til uppbyggingar færanlegrar að- stöðu fyrir herlið, 32 milljónir dollara fara í stækkun flughlaðs fyrir herinn og átján milljónir dollara fara til uppbyggingar á svæði til meðhöndlunar hættulegs farms, svo sem vopnabúnaðar (Dangerous Cargo PAD).“ Þarna er beddown site íslensk- að sem „færanleg aðstaða fyrir herlið“. Rétt lýsing er að þetta er aðstaða sem færanlegt herlið get- ur notað sé þess talin þörf, svipuð aðstaða og er nú fyrir hendi á ör- yggissvæðinu á Keflavík- urflugvelli. Í fréttinni verður hot cargo pad að dangerous cargo pad. Innan hersins nota menn orðin hot cargo fyrir skotfæri, sprengjur og önnur hættuleg efni. Vegna hættu sem kann að skapast við meðferð þessa farms er mælt fyrir um sérstakt svæði fyrir vél- ar með hann. Slíkt svæði er þegar fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli. Annaðhvort á að endurbæta svæð- ið eða stækka eins og flughlöðin. Engin áform eru með öðrum orðum um að breyta eðli aðstöðu fyrir Bandaríkjaher á Keflavík- urflugvelli heldur uppfæra hana og stækka til að hreyfanlegur flugherafli geti haft afnot af henni innan öryggissvæðis vallarins. Ekkert í þessum fjárveitingum til flughersins ber þess merki að ætl- unin sé að hér sé „færanleg her- stöð“. Það sérkennilega hugtak skaut allt í einu upp kollinum í fréttum. Hingað kann hins vegar að koma „færanlegur herafli“ og njóta betri aðstöðu en nú er fyrir hendi. Eftir Björn Bjarnason »Könnun á afstöðu Ís- lendinga til alþjóða- mála leiðir í ljós breiðan stuðning við megin- stoðir utanríkisstefn- unnar: EES-samning- inn og NATO-aðildina. Björn Bjarnason Stuðningur við meginstoðir utanríkismála Höfundur er fv. ráðherra. Í ríflega áratug hefur mak- ríll gengið í verulegu magni inn í íslenska lögsögu í fæðu- leit í samkeppni við aðra stofna. Áhrif þess eru óum- deild enda á sér stað mikil þyngdaraukning þess makríls sem hingað gengur og er talið að um fjórðungur stofnsins dvelji hér að jafnaði sum- arlangt á hverju ári. Veiðar ís- lenskra skipa urðu fyrst um- talsverðar á árinu 2007 og jukust síðan hröðum skrefum. Með tímanum varð það afstaða Íslands að sanngjörn hlutdeild í heildarveiðum makríls væri á bilinu 16- 17%. Í 10 ár hafa Íslendingar lagt sig fram um að ná samningi um nýtingu stofnsins og í því sambandi varpað fram nýjum hugmyndum og staðið fyrir sérstökum samningalotum. Því miður hefur öll sú viðleitni reynst árangurslaus. Árið 2014 gerðu Noregur, Færeyjar og Evrópusam- bandið með sér samning til fimm ára sem síðan var endurnýjaður óbreyttur síðasta haust til tveggja ára. Samningurinn kveður á um að þessir aðilar skipta með sér 84,4% heildaraflans en ætla 15,6% til Íslands, Grænlands og Rússlands sem sameiginlega veiddu um 32% á síðasta ári. Svigrúmið sem skilið er eftir er ekki stórt. Ísland tekur alvarlega alþjóðleg réttindi og skyldur strandríkja þar sem skýrt er kveðið á um samstarf. Það er allra hagur að stunda veiðar og stjórna nýtingu sameiginlegra auðlinda á ábyrg- an hátt. Því eru það mikil vonbrigði að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið hafa synjað Íslendingum um rétt til að taka þátt í ákvörðunum um nýtingu þessa mikilvæga stofns. Nýlegt dæmi um þetta er frá fundi strandríkja í maí sl. þegar ís- lenskum vísindamönnum var meinuð þátttaka í vinnu við mótun aflareglu fyrir makrílstofninn í samvinnu við Alþjóða- hafrannsóknaráðið, ICES. Síðan samningur Noregs, Færeyja og Evrópusam- bandsins var gerður 2014, hefur verið stuðst við þá að- ferð að miða kvóta Íslands við 16,5% af þeim viðmið- unarafla sem samningsað- ilarnir hafa sett sér. Það var gert í þeirri trú að samið yrði við Ísland um þátttöku í sam- eiginlegri stjórn veiðanna. Nú er ekkert útlit fyrir að svo verði í bráð. Því hefur verið ákveðið að miða heildarafla Íslands við 16,5% af áætl- uðum heildarafla þessa árs. Miðað við þær ákvarðanir sem önnur strandríki og úthafsveiðiríki hafa tekið er áætlað að heildarafli ársins 2019 verði 850 þúsund tonn. Í samræmi við þetta er kvóti Ís- lands fyrir árið 2019 ákveðinn 140 þús- und tonn. Ísland mun hér eftir sem hingað til vinna að því að ná heildarsamkomulagi allra strandríkja um sameiginlega stjórn makrílveiða. Það er réttmæt krafa okkar Íslendinga að við fáum að taka þátt í ákvörðunum um nýtingu stofnsins til jafns við önnur strandríki. Það er órétt- mætt að gerð sé krafa á eitt ríki umfram önnur að það dragi úr veiðum einhliða. Réttmæt krafa Eftir Kristján Þór Júlíusson Kristján þór Júlíusson » Því eru það mikil vonbrigði að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið hafa synjað Íslendingum um rétt til að taka þátt í ákvörðunum um nýtingu þessa mikilvæga stofns. Höfundur er sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.