Morgunblaðið - 28.06.2019, Síða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019
✝ Kristín Theo-dórsdóttir
fæddist í Reykjavík
1. desember 1936.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
19. júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurlaug
Sigurðardóttir, f. 8.
júní 1903 í Súg-
andafirði, d. 14.
nóvember 1970, og
Theódór Kristinn Guðmunds-
son, f. 25. júlí 1905 í Bolung-
arvík, d. 27. maí 1969. Systir
Kristínar var Sigrúna, f. 18.
september 1932, d. 31. janúar
2015, og bróðir hennar Þor-
steinn, f. 14. apríl 1939, d. 15.
apríl 2018.
Guðfinna, f. 1983, maki Baldur
Gunnarsson, f. 1978. Börn þeirra
Janus Smári, f. 2007, Baldur
Bragi, f. 2011, Alex Bjarki, f.
2014, Gunnar Breki, f. 2015. c)
Ómar Ágúst, f. 1987, maki Lydia
Björk Guðmundsdóttir, f. 1990.
Núverandi maki Ágústa Ólafs-
dóttir, f. 1959. 2) Marta Gígja, f.
1964, fyrrverandi maki Eiríkur
Valgeir Edwardsson, f. 1964.
Börn þeirra: a) Edward Alex-
ander, f. 1987, maki Birta Aust-
man Bjarnadóttir, f. 1989. Börn
þeirra Róbert Darri, f. 2010. Nú-
verandi maki Höskuldur Ragn-
arsson, f. 1964. Börn þeirra a)
Höskuldur Þór, f. 1984. b) Vera
Dögg, f. 1988, maki Hafsteinn
Eyland Brynjarsson, f. 1983.
Börn þeirra Hafrós Myrra, f.
2009, Brimir Leó, f. 2015. c)
Bjarney Sara, f. 1996. d) Benja-
mín Snær, f. 1998, maki Ásta
Petrea Hannesdóttir, f. 1999.
Útför Kristínar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
28. júní 2019, klukkan 15.
Kristín giftist
24.12. 1960 Ómari
S. Zóphaníassyni, f.
25.9. 1936. For-
eldrar hans voru
hjónin Jóna Marta
Guðmundsdóttir, f.
27.7. 1905, d. 28.8.
1979, og Zóphanías
Sigurðsson, f.
24.12. 1905, d. 27.9.
1982.
Börn Kristínar
og Ómars eru: 1) Theódór Kr., f.
1955, fyrrverandi maki Hafdís
Sigursteinsdóttir, f. 1955. Börn
þeirra a) Svava Berglind, f.
1971, maki Davíð Ólason, f.
1971. Börn þeirra Theódór Óli,
f. 1996, Aron Snorri, f. 1999.
Ísak Steinn, f. 2006. b) Kristín
Elsku mamma, nú þegar
komið er að leiðarlokum er
margs að minnast og mikið
þakklæti er mér efst í huga. Þú
varst einstök kona, einstök móð-
ir og einstakur vinur. Aldrei
held ég að ég hafi nógsamlega
þakkað þér fyrir þá fórnfýsi,
umhyggju og ást sem þú gafst
mér. Alltaf varst þú til staðar
fyrir mig og mitt fólk og er það
alls ekki sjálfgefið. Það var ekk-
ert það verkefnið sem þú varst
ekki tilbúin að bretta upp ermar
og demba þér í ef þess þurfti.
Fjölskyldan var þér allt og end-
urspeglast það í minningum
okkar allra ungra sem aldinna.
Aldrei varstu fílefldari en þegar
ógn steðjaði að fjölskyldunni.
Nokkrar minningar koma upp í
hugann eins og þegar þú réðst
til atlögu við geitungana. Það
skipti ekki máli hvort þeir voru í
lofti eða á jörðu, þeir ógnuðu
fjölskyldunni sem stökk í allar
áttir við að uppgötva þá, en þú
vopnaðist og réðst til atlögu og
hafðir betur. Þá var betra að
vera ekki fyrir. Margar svona
sögur eru til og ekki að ástæðu-
lausu að barnabörnin þín köll-
uðu þig ömmu dreka. Það var
ekkert í þeirra augum sem
amma gat ekki og buðu þau
fram aðstoð þína þegar
ókunnugir áttu í vanda. Þau
sögðu fólki einfaldlega að amma
þeirra gæti hjálpað þeim því hún
væri nefnilega dreki, og var not-
aður mikill sannfæringarkraftur
í þessi orð.
Margar eru minningarnar úr
bústaðnum þar sem þú undir
þér hvað best. Þar líkt og heima
voru allir alltaf velkomnir og
alltaf eitthvað gott á borðum.
Þér fannst gott að vera í kyrrð-
inni og hafa víðáttuna fyrir aug-
um.
Hjálpsemi var eitt sem ein-
kenndi þig. Ég man þegar við
vorum á Egilsstöðum og eitt
barnabarnið þitt hafði veitt þig á
flugu og brunað var með þig á
sjúkrahús til að ná burt flug-
unni.
Þú áttir að bíða úti í bíl með-
an athugað var hvert væri best
að fara með þig, en þá sást þú
fólk sem var hjálpar þurfi svo þú
stökkst út úr bílnum til að bjóða
fram aðstoð þína sem var að
sjálfsögðu þegin. Svona varst þú
alltaf tilbúin, sama hvað. Eitt
sem einkenndi þig var húmor og
hláturmildi. Þótt þú sért komin í
sumarlandið þá munum við
heyra hlátrasköllin þín í hugum
okkar um ókomna tíð. Þegar
sjúkdómurinn þinn fór að herja
á þig gerði það þinn karakter
ýktari og oft veltumst við um af
hlátri yfir því sem þú varst að
segja okkur því frásagnarhæfi-
leiki þinn var einstakur. Þessar
minningar varðveitum við eins
og gull. Þú hafðir húmorinn að
vopni alveg fram á síðustu
stundu.
Ég er þér óendanlega þakklát
fyrir að hafa beðið með að
kveðja þetta líf þar til við vorum
sameinaðar á ný. Að hafa getað
umvafið þig og fengið að skríða
upp í til þín rétt áður en þú
kvaddir er mér ómetanlegt.
Að fá tækifæri til að þakka þér
fyrir allt sem þú hefur verið
mér, fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir mig og fyrir að hafa einfald-
lega verið móðir mín er ómet-
anlegt. Ég get ekki annað en
glaðst fyrir þína hönd þar sem
þú hefur nú komist í sumarland-
ið sem þú þráðir svo mikið en
guð vildi ekki hlusta á þig eins
og þú sagðir. Ég sé þig fyrir
mér dansa á gylltum engjunum
með karlstráinu þínu sem
kvaddi þig alltof fljótt. Ég gleðst
yfir því að þú hafir hitt alla þá
sem á undan þér gengu og þú
saknaðir sárt. Þar til leiðir okk-
ar liggja saman á ný mun ég lifa
með minningunni um frábæra
mömmu. Hafðu þakkir fyrir allt
og allt, elsku mamma mín besta.
Þín
Marta Gígja.
Ást, fegurð og þakklæti er
mér efst í huga er ég hugsa til
þín og kveð þig í hinsta sinn,
elsku amma mín.
Ég er lukkunnar pamfíll að
hafa átt þig sem ömmu, það er
svo margt sem þú hefur sýnt
mér í gegnum tíðina sem ég
mun taka mér til fyrirmyndar.
Þú hefur alla tíð verið ein mik-
ilvægasta konan í mínu lífi og ég
mun aldrei gleyma bláu augun-
um þínum, krullunum, klútun-
um, hringunum, fallega brosinu
og hvað þú varst alltaf glæsileg,
sama hvað. Þú varst svo vinnu-
söm og undir þér alltaf best ef
þú fékkst að hugsa um okkur,
skúra, planta eða stússa í mat-
argerð og ég er heppin ef ég get
orðið helmingurinn af þeirri
konu sem þú varst. En það sem
ég mun alltaf muna er hversu
einstaklega góð þú varst, sama
hvað gekk á. Það var alltaf stutt
í hláturinn, fíflaskapinn og tala
nú ekki um vísurnar. Ég man
alltaf þegar ég var lítil hjá ykk-
ur afa í Fögruhlíðinni og ég og
þú vorum að búa til dúkkuhús-
gögn úr eldspýtustokkum og
sauma utan um þá. Með þessu
kenndir þú mér að gera það
besta úr því sem ég á. Einnig
kenndir þú mér að láta engan
vaða yfir mig og fyrir það er ég
þakklát. En mínar allra bestu
minningar eru úr Langholtinu
með þér og afa Ómari, og trúi
ég því að nú eigi ég fallegustu
verndarenglana sem dansa nú
saman í draumalandinu og
vernda mig áfram og leiða mig
hinum megin frá. Ég mun ætíð
sakna ykkar, en nú eruð þið
saman á ný og það gleður mig.
Ég mun sakna þess að fá ekki
að leiða þig, punta þig fyrir jól-
in, heyra hláturinn þinn og end-
urtaka með þér vísuna:
Allt fram steymir endalaust,
ár og dagar líða,
nú er komið hrímkalt haust,
og horfin sumars blíða.
Nokkrum klukkustundum áð-
ur en þú fórst yfir móðuna
heyrði ég lagið Dag sem dimma
nátt spilað í útvarpinu og ég
man svo sterkt hvað ég hugsaði
til þín, textinn í því hljómar
svona:
Sólin kyssir kinn
og hún snýr mér í hringi þessi gamla
jörð
Heiðblár himinninn
Já, allt fram streymir og við stefnum
eitthvert
Hvað síðan verður, verður ekki séð
Hver veit hvað við eigum næst í
vændum?
Ég trúi á þig, trúðu á mig
Við erum, við eigum, við verðum
Hugsaðu til mín ef þú mátt – þú veist
Hversu mikilvægt mér finnst að finna
straumana
Hug minn öllum stundum þú átt
Hafðu mig í draumum þínum dag
sem dimma nátt
Kvöldið kemur enn
Kyrrðin fylgir húminu, allt er hljótt
Kólna tekur senn
Og þú vefur þér þétt inn í von
Í stjörnubliki
Það bærist ekki neitt
Við erum, við eigum, við verðum
Hugsaðu til mín ef þú mátt – þú veist
Hversu mikilvægt mér finnst að finna
straumana
Hug minn öllum stundum þú átt
Hafðu mig í draumum þínum dag
sem dimma nátt
Víst sem snjóa leysir von
Víst sem dagur rís aðeins þú, þú
Í logni og byl í frosti eða yl
Hugsaðu til mín ef þú mátt! þú veist
hversu mikilvægt mér finnst að finna
straumana
Hug minn öllum stundum þú átt
Hafðu mig í draumum þínum dag
sem dimma nátt.
(Stefán Hilmarsson)
Ég tók honum sem tákn um
okkar samband, og framhaldið
þar sem þú ert engill og ég er
ennþá hér. Við höfum alltaf ver-
ið tengdar og ég veit að þú munt
passa mig hvað sem á dynur og
heilsa mér í draumum mínum.
Svo lengi sem ég lifi mun ég
gera mitt besta í að varðveita
minningu þína er best ég kann
og munu framtíðar börnin mín
ef guð mér gefur fá að heyra
ófáar sögurnar af ömmu minni
Kiddu, konunni sem gaf mér svo
margt.
Ég elska þig.
Þín
Bjarney Sara.
Elsku amma dreki, það eru
blendnar tilfinningar í brjósti
mér yfir fráfalli þínu. Það er
mér léttir að þú sért laus undan
sjúkdómnum sem herjaði á þig
þín síðustu ár en það er mér
einnig þungbært að þurfa að
kveðja þig. Það er huggun harmi
gegn að vita af þér á betri stað,
umkringd ástvinum og stóru
ástinni þinni (karlstráinu eins og
þú áttir til að kalla afa Ómar).
Ég mun ávallt minnast þín
með hlýju í hjarta. Þú varst góð,
hjálpsöm, sannur vinur og alltaf
með húmorinn í lagi. Þú kenndir
mér mikið af góðum gildum sem
ég mun bera með mér allt mitt
líf. Betri ömmu er ekki hægt að
óska sér.
Ég á margar fallegar minn-
ingar frá tímanum með þér og
afa en mér þótti einstaklega gott
að fara til ykkar. Ekki skemmdi
fyrir að það var alltaf góður
matur hjá þér. Það var nefnilega
þannig að það var allt best hjá
ömmu, skipti engu þótt mamma
fengi uppskriftir hjá þér þá voru
þær alltaf bestar hjá ömmu.
Þú hefur ávallt verið stór
hluti af mínu lífi og vil ég þakka
þér fyrir allar þær skemmtilegu
og góðu stundir sem við höfum
átt saman. Ég enda þessa minn-
ingargrein á kveðju til þín með
því að hlusta á lagið All my
loving eftir Bítlana sem þú
hummaðir ósjaldan.
Þitt barnabarn,
Edward (Eddi).
Elsku amma Kidda.
Drekinn hefur sungið sitt síð-
asta „Dædædæ“. Það er svo
ótrúlega margt sem kemur upp í
hugann á þessari stundu, svo
margar minningar.
Allar bæjarferðirnar okkar
saman þegar ég var yngri. Bíln-
um lagt við Hallgrímskirkju og
svo rölt niður allan Laugaveginn
og niður á torg. Í eitt skiptið
varð mér svo illt í tánum á göng-
unni að ég sagðist verða að fá
nýja skó til þess að geta labbað
til baka. Við inn í skóbúð og út
gekk ég glöð, í skjannahvítum
uppháum leðurskóm með kögri
og Indíánamunstri, hætt að vera
illt í tánum. Bæjarferðin þegar
ég fór með þér í búð að kaupa
rosalega fínan dúnkodda sem þú
sagðir að væri fyrir einhverja
konu í jólagjöf. Ég varð voða-
lega hissa þegar koddinn var svo
í jólapakkanum til mín. Allar
sundferðirnar okkar í Laugar-
dalslaug, þú alltaf syndandi með
mig á bakinu fram og til baka
undir brúna. Öll ferðalögin, úti-
legurnar og veiðiferðirnar sem
ég fór með þér og afa Ómari um
allt land. Heimsóknirnar til þín í
Snorrabakarí og fá smá afganga
og prufa svo að dýfa ýmsum sæ-
tindum í súkkulaðipottinn. Allar
stundirnar með þér í vinnunni á
sendibílastöðinni og að fá stund-
um að kalla í talstöðina var voða
sport. Ég gæti svo lengi haldið
áfram.
Þú varst jákvæðasta mann-
eskja sem ég veit um, þú og
Lína Langsokkur. Þú varst allt-
af syngjandi og trallandi. „Dæ-
dædæ“ hljómaði hvar sem þú
varst. Smurbrauðið þitt, brauð-
terturnar, snitturnar sem þú
varst þekkt fyrir og var smur-
brauðið þitt auðvitað besta
smurbrauð allra tíma. Heima-
lagaða majónesið þitt í öll salöt-
in var, er og verður alltaf það
besta. Terturnar, tebollurnar,
kleinurnar sem voru látnar
þiðna á ofninum, og allt bakk-
elsið þitt. Að fá að sitja á grænu
tröppunum í eldhúsinu hjá þér í
Fögrukinninni þegar þú varst að
útbúa hinar og þessar veislur
var alveg yndislegt, og þú að
tralla „Dædædæ“ á meðan. Oft
settist þú á grænu tröppuna
með mig, Sössu þína, á lærinu
og leyfðir mér að kúra á bring-
unni þinni í smástund, sem var
svo notalegt.
Við munum halda áfram að
gera smurbrauðið í þínum anda
þó svo að það verði aldrei eins
og þitt.
Það var alltaf gott að koma til
ykkar afa Ómars hvort sem það
var í Fögrukinn, Fögruhlíð eða
upp í sumarbústað. Ég var svo
heppin að eiga tvö sett af ömmu
og afa í sömu Kinninni og líka á
sama stað í sveitinni. Eftir að ég
og „Dabbi þinn“, eins og þú kall-
aðir Davíð alltaf, eignuðumst
strákana okkar fengu þeir sko
líka að upplifa allt það góða sem
þú gerðir og gafst okkur öllum
og njóta þeir góðs af. Við eigum,
öll fjölskyldan, svo óteljandi
marga sprenghlægilega brand-
ara sem þú varst snillingur í al-
veg fram á hið síðasta og verða
þeir vel varðveittir.
Að sjá þig fara svona hratt,
elsku amma Kidda, var erfitt en
þú varst samt sátt. Við söknum
þín. Hver minning um þig er
dýrmæt perla.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Takk fyrir allt og allt.
Þín
Svava, Davíð, Theodór Óli,
Aron Snorri og Ísak Steinn.
Það er ekki auðvelt að kveðja
Kristínu föðursystur mína eða
Kiddu frænku eins og hún var
kölluð. Kidda var önnur í systk-
inaröðinni en elst var Sigrún og
yngstur Þorsteinn faðir minn.
Þegar ég hugsa til baka koma
fyrst upp í hugann notalegar
minningar um jólaboð hjá stór-
fjölskyldunni, heimsóknir í Fög-
rukinnina í Hafnarfirði eða í
sumarbústaðinn fyrir austan.
Þar leið Kiddu vel með allt fólk-
ið sitt í kringum sig. Kidda um-
vafði fólkið sitt og sýndi mikla
umhyggju. Hlátrasköll og gleði-
legt fas voru einkenni Kiddu
enda laðaðist fólk að henni. Allt-
af var hlátur og gleði. Kidda var
einstök manneskja. Matar- og
snittugerð var hennar ástríða og
það sveik aldrei. Alltaf gott að fá
símtal um boð í Hafnarfjörðinn,
þá var alltaf veisla.
Kidda var þannig manngerð
að hún leit alltaf lífið björtum
augum og í hennar huga var
glasið alltaf hálffullt en ekki
hálftómt. Það viðhorf smitaði út
frá sér og voru forréttindi að fá
að vera í hennar návist. Sem lítil
stelpa fékk ég stundum að gista
í Fögrukinninni og eigum við
Marta Gígja dóttir hennar
margar góðar stundir saman og
já, það var mikið hlegið. Stund-
um vorum við aðeins of fjörugar
en aldrei skammaðar. Hlátra-
genið í afa Dóa ættleggnum hef-
ur stundum komið okkur í vand-
ræði en yfirleitt bara til gleði.
María móðir mín sagði mér
frá því þegar hún kom fyrst í
Melgerðið í Kópavogi ca. árið
1960 og hitti verðandi tengda-
foreldra og mágkonur. Fjöl-
skyldan sat saman við stofu-
borðið en mamma náði ekki öllu
sem var sagt því allir töluðu
hratt og hátt og hlógu enn
hærra. Þetta vandamál er al-
þekkt á mörgum heimilum í
stórfjölskyldunni. Ég hugsa oft
um þessar dásamlegu litlu sögur
af þeirra fyrstu kynnum. Kidda
var kona sem hló hátt, smitaði
alla af gleði og þannig munum
við alltaf minnast elsku Kiddu
frænku.
Kidda sagði mér fyrir ekki
svo löngu að hún væri sátt við
þessa jarðvist nema helst að
„kallinn minn var tekinn of
snemma frá mér“ sagði hún.
Ómar eiginmann sinn missti hún
fyrir rúmum tuttugu árum en
hefur verið í góðum höndum
barna sinna síðan. Elsku Marta,
Teddi og fjölskyldur, ykkar
söknuður er mikill en nú fer
Kidda frænka á fund Ómars
sem hún saknaði mikið og veit
ég að þegar Sigrún, Kidda og
pabbi koma öll saman í sum-
arlandinu verður mikið hlegið.
Takk fyrir allt, elsku Kidda
frænka.
Kolbrún Þorsteinsdóttir.
Kristín
Theodórsdóttir
✝ Brynjar Axels-son fæddist 6.
maí 1931 á Akur-
eyri. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Hlíð 16. júní 2019.
Foreldrar hans
voru Sveina Jó-
hanna Randíður
Jakobsdóttir frá Ak-
ureyri, f. 15.11.
1911, d. 7.11. 1967,
og Aksel Oshaug frá
Melbu Noregi, f. 9.8. 1900, d.
27.2. 1966. Brynjar átti fimm
hálfsystkini, fjögur samfeðra,
þau Monrad Roger Oshaug, f.
2.2. 1919, d. 18.9. 1990, Brynjulf
Oshaug, f. 6.8. 1926, d. 30.12.
2015, Kolbjørn Oshaug, f. 6.11.
1930, d. 4.1. 1999, og Ellen Jo-
hanne Steimoeggen (Oshaug), f.
15.1. 1934, d. 8.3. 2011, öll bú-
sett í Noregi. Sammæðra átti
Brynjar einn bróður, Benedikt
Hallgrímsson, f. 23.6. 1940, bú-
settur á Akureyri.
Brynjar fór sem ungt barn til
vistar í Hólum í Reykjadal hjá
Kristínu Jakobsdóttur vefnað-
arkennara, f. 7.7. 1891, d. 21.3.
1978, og bróður hennar Haraldi
Jakobssyni, bónda í Hólum, f.
25.4. 1906, d. 30.5. 1996. Sú vist
varð örlagarík þar sem Brynjar
festi rætur og ólst þar upp til
fullorðinsára.
Árið 1950 flutti Brynjar í
Glaumbæ í Reykjadal þar sem
hann hóf sambúð með Guðnýju
Kristjánsdóttur, f. 22.7. 1932, d.
15.5. 2017. Guðný var dóttir
hjónanna Kristjáns Jónssonar
frá Úlfsbæ, f. 22.7. 1900, d. 1.6.
1976, og Evu Tómasdóttur frá
Brettingsstöðum, f. 11.5. 1907,
d. 27.5. 1982.
Þann 19. nóv-
ember 1955
kvæntist Brynjar
Guðnýju, þeirra
börn eru fjögur. 1.
Kristín, f. 29.1.
1951, hennar börn
eru: Sveina Björk,
Guðný og Sunna
Hlín. 2. Jón Krist-
ján, f. 21.8. 1952,
maki Jo Ann
Hearn, hans börn
eru; Margrét, Hulda Guðný,
Brynja Herborg og Andri
Freyr. 3. Lilja, f. 7.3. 1961,
hennar börn eru: Janus Þór,
Ingibjörg, Birgir, Halla og Al-
exander. 4. Valþór, f. 24.4.
1963, maki Valdís Lilja Stef-
ánsdóttir, börn þeirra eru: Eva
Kristín, Brynjar, Þórgnýr og
Stefán.
Í byrjun bjuggu Brynjar og
Guðný félagsbúi með foreldrum
Guðnýjar, síðar tóku þau alfarið
yfir búskapinn og bjuggu
hefðbundnum búskap í
Glaumbæ þar til árið 1979 að
þau brugðu búi og fluttu til Ak-
ureyrar.
Brynjar var bóndi að að-
alstarfi en vann þó tímabundin
störf meðfram búskap, bauðst
tækifæri til þess, helst við bygg-
ingarvinnu og var uppbygging
Laxárvirkjunar þar einna fyr-
irferðarmest.
Á Akureyri var hann um tíma
verkstjóri hjá Plasteinangrun
hf. en síðar aðstoðarmaður á
rannsóknarstofu fóðurverk-
smiðjunnar Laxár hf. þar sem
hann lauk sinni starfsævi.
Útför Brynjars fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 28. júní
2019, kl. 13.30.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Þinn sonur,
Valþór.
Meira: mbl.is/minning
Brynjar Axelsson