Morgunblaðið - 28.06.2019, Side 24

Morgunblaðið - 28.06.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira.  Danska knattspyrnufélagið FC Köbenhavn hefur keypt hinn 16 ára gamla Hákon Arnar Haraldsson af ÍA og samið við hann til þriggja ára. Há- kon á að baki 11 leiki með yngstu lands- liðum Íslands og hefur verið í hópi Skagamanna í nokkrum leikjum á Ís- landsmótinu í sumar.  Skagamenn hafa hinsvegar gengið frá kaupum á bakverðinum Aroni Krist- ófer Lárussyni frá Þór á Akureyri. Aron er 21 árs og hefur leikið 44 leiki með Þór í 1. deildinni. Afi hans var Sigurður Lárusson sem var fyrirliði Skagamanna um árabil og faðir hans er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson.  Kári Árnason verður ekki löglegur með Víkingi og Gísli Eyjólfsson ekki með Breiðabliki í leikjum liðanna í Pepsi Max-deild karla á mánudaginn. Þar sem þeir koma erlendis frá fara fé- lagaskipti þeirra ekki í gegn fyrr en á mánudag, 1. júlí, og þeir verða því ekki með leikheimild fyrr en daginn eftir. Þetta staðfesti Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ, við fotbolti.net í gær.  Handknattleiksmaðurinn Gunnar Valdimar Johnsen er kominn til liðs við uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, eftir að hafa verið í láni hjá Gróttu og Akureyri undanfarin tvö ár. Gunnar skoraði 50 mörk í 22 leikjum fyrir Akureyri síðasta vetur. Þá hafa m.a. Bjarki Már Gunn- arsson og Ari Magnús Þorgeirsson samið að nýju við Stjörnuna.  Kvennalið Selfoss í handknattleik hefur fengið til sín danskan markvörð, Henriette Östergaard. Hún er tvítug, kemur frá Aalborg og hefur samið við Selfyssinga til tveggja ára. Selfoss féll úr úrvalsdeildinni í vor. Eitt ogannað BELGÍA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stefán Gíslason, fyrrverandi lands- liðsmaður í knattspyrnu var í gær kynntur til leiks sem nýr þjálfari belgíska liðsins Lommel. Hann hætti störfum hjá Leikni í Reykjavík í fyrradag eins og fram kom í blaðinu í gær. Stefán er þriðji Íslendingurinn sem þjálfar belgískt atvinnulið, á eft- ir þeim Rúnari Kristinssyni hjá Lokeren og Arnari Þór Viðarssyni hjá Cercle Brugge, en Arnar stýrði líka Lokeren um tíma þar sem hann var aðstoðarþjálfari. Lommel er frá samnefndri 34 þús- und manna borg á landamærum Belgíu og Hollands, aðeins um 30 km í suður frá hollensku borginni Eindhoven. Félagið, Lommel SK, var reist á rústum samnefnds félags árið 2003, eftir gjaldþrot. Lommel hafði þá leikið um nokkurra ára skeið í efstu deild, best náð 5. sæti árið 1997, leikið tvisvar í Evr- ópukeppni og komist í bikarúrslit ár- ið 2001. Mikill hugur í félaginu Frá þeim tíma hefur Lommel lengst af leikið í B-deildinni. Þar endaði liðið í næstneðsta sæti á síð- asta tímabili en keppni í belgísku B- deildinni er mjög flókin. Þar spila átta lið og að lokum fer eitt þeirra upp og eitt niður í C-deildina. Lom- mel var aldrei í alvarlegri fallhættu þrátt fyrir þessa lokastöðu og var í fjórða sæti eftir fyrri hluta tímabils- ins. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér frá Belgíu er mikill hugur í forráðamönnum Lom- mel um að koma félaginu skrefi lengra og útlit er fyrir að þeir fái meira fjármagn til umráða en hingað til. Þá hafa tveir kunnir kappar sem léku um skeið með liðinu verið ráðnir til starfa, Davy Heymans og Philip Haagdoren, en sá síðarnefndi lék með Anderlecht um skeið og kom við sögu með belgíska landsliðinu. Heymans verður aðstoðarþjálfari Stefáns og Haagdoren verður með ýmis mál liðsins á sinni könnu. Hendrickx er mættur til Lommel Í leikmannahópi Lommel er belg- íski bakvörðurinn Jonathan Hend- rickx sem félagið keypti af Breiða- bliki fyrr í þessum mánuði og samdi við hann til tveggja ára. Hann mætti til starfa hjá félaginu í byrjun þess- arar viku. Í heildina er liðið skipað tiltölulega ungum leikmönnum, flest- um belgískum. Eflaust á hópurinn eftir að stækka áður en deildakeppn- in hefst í Belgíu í byrjun ágúst. Leikvangur félagsins, Soeve- reinstadion, rúmar 13 þúsund áhorf- endur en aðsókn á síðasta tímabili fór sjaldan yfir tvö til þrjú þúsund manns en var þó rúmlega sjö þúsund þegar best lét um veturinn. Langur ferill Stefáns sem leikmaður Stefán Gíslason er 39 ára Eskfirð- ingur sem lék með liði KVA í 2. og 3. deild frá 15 ára aldri en var jafn- framt um skeið hjá enska stórliðinu Arsenal og spilaði þar með unglinga- liði. Stefán lék með KR 1998, síðan með Strömsgodset í Noregi og Gra- zer AK í Austurríki en kom aftur heim og spilaði með Keflvíkingum árin 2003 og 2004. Stefán hélt aftur til Noregs 2005 og lék með Lyn í hálft þriðja ár, síð- an með Brøndby í Danmörku í fjögur ár, þar sem hann var fyrirliði um skeið. Hann lék einnig með norsku liðunum Viking og Lillestrøm en lauk ferlinum erlendis með Leuven í belgísku A-deildinni árin 2012 til 2014. Stefán kannast því ágætlega við sig á þessu svæði en aðeins er um klukkutíma keyrsla milli Lommel og Leuven. Eftir heimkomuna lék Stefán eitt tímabil með Breiðabliki, 2014, en lagði síðan skóna á hilluna. Stefán átti fast sæti í íslenska landsliðinu um skeið og lék 32 lands- leiki á árunum 2002 til 2009 en hafði áður spilað 46 leiki með yngri lands- liðum Íslands. Þjálfaði Hauka og Leikni Stefán þjálfaði fyrst lið Hauka í 1. deildinni tímabilið 2017 en það end- aði í sjöunda sæti undir hans stjórn. Hann tók síðan við Leikni R. í sömu deild í vetur og skilur við Breiðholts- liðið í sjöunda sæti eftir fjóra sigra og fjögur töp með Stefán við stjórn- völinn. Fram kemur á vef Leiknis að Stefán hafi kvatt leikmenn liðsins á fundi á þriðjudagskvöldið en aðstoð- arþjálfarinn Sigurður Heiðar Hösk- uldsson tók við af honum og stýrði Leikni í fyrsta skipti gegn Keflavík í gærkvöld. Stefán er á kunnuglegum slóðum  Hefur þjálfaraferil erlendis á sama svæði og hann kvaddi sem leikmaður Morgunblaðið/Eggert Þjálfari Stefán Gíslason fylgist með liði Hauka í leik í 1. deildinni fyrir tveimur árum en þar hóf hann ferilinn sem þjálfari í meistaraflokki. Ef að líkum lætur munu 13 íslenskir handboltakarlar, ein íslensk handboltakona, og íslenskur aðstoðarþjálfari taka þátt í Meistaradeildum Evrópu í handbolta á næstu leiktíð. Eins og frægt er orðið mun hins vegar ekkert ís- lenskt félagslið taka þátt í keppnunum eftir að Selfossi var synjað um þátttöku. Dregið var í riðla í gær. Í Meistaradeild karla er leikið í fjórum riðlum. Betri liðin eru í A- og B-riðli, þar sem sex lið af átta komast áfram úr hvorum riðli (efstu liðin fara beint í 8-liða úrslit en liðin í 2.-6. sæti fara í 16-liða úrslit). Samtals komast svo tvö lið úr C- og D-deildunum í 16-liða úrslitin. Fimm „Íslendingalið“ eru í A-riðli. Það eru PSG (Guðjón Valur Sigurðs- son), Barcelona (Aron Pálmarsson), Aalborg (Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari), Pick Szeged (Stefán Rafn Sigurmannsson) og Elverum (Sigvaldi Guðjónsson). Í þeim riðli leika einnig Flensburg, Zagreb og Slóveníumeistarar Celje Lasko. Í B-riðli er Kiel, lið Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, ásamt liðunum sem léku úrslitaleikinn í keppninni í vor – meisturum Vardar frá Makedóníu og Veszprém frá Ungverjalandi – auk Kielce frá Póllandi, Meskhov Brest frá Hvíta-Rússlandi, Motor Zaporozhye frá Úkraínu, Montpellier frá Frakk- landi, og Porto frá Portúgal. Ágúst Elí Björgvinsson ver mark Svíþjóðarmeistara Sävehof í C-riðli þar sem einnig leika Tatran Presov frá Slóvakíu, Riihimäen Cocks frá Finn- landi, Rabotnik frá Makedóníu, Bidasoa frá Spáni og Sporting frá Portú- gal. Í D-riðli leikur GOG frá Danmörku með þá Óðinn Þór Ríkharðsson, Viktor Gísla Hallgrímsson og Arnar Frey Arnarsson innanborðs, sem og Kristianstad frá Svíþjóð með Ólaf Guðmundsson og Teit Örn Einarsson. Þar leika einnig Dinamo Búkarest frá Rúmeníu, Chekhovski Medvedi frá Rússlandi, Kadetten frá Sviss og Wisla Plock frá Póllandi. Rut í riðli með silfurliðinu Í Meistaradeild kvenna er leikið í fjórum fjögurra liða riðlum og komast þrjú áfram úr hverjum riðli í tvo sex liða milliriðla. Rut Jónsdóttir leikur á ný í keppninni næsta vetur, nú með Esbjerg eftir að hafa orðið danskur meistari með liðinu, og verður í riðli með Rostov-Don frá Rússlandi, MKS Lublin frá Póllandi og CSM Búkarest frá Rúmeníu. Rostov-Don fékk silfur í Meistaradeildinni í vor og CSM Búkarest, sem vann Meistaradeildina 2016, komst í 8-liða úrslit. Gyori frá Ungverjalandi hefur unnið keppnina þrjú síðustu ár í röð en er ekki með Esbjerg í riðli. sindris@mbl.is 15 íslensk í Meistaradeildum Aron Pálmarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.