Morgunblaðið - 28.06.2019, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019
Er ferðavagninn rafmagnslaus?
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
örugg
t
start
með
TUDO
R
Frístunda rafgeymar
í miklu úrvali,
AGM þurr rafgeymar
eða lokaðir
sýrurafgeymar.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Snert hörpu mína er yfirskrift
Sönghátíðar í Hafnarborg sem hefst
í dag, 28. júní, og lýkur 14. júlí og er
nú haldin í þriðja sinn. Meðal þess
sem boðið verður upp á að þessu
sinni er frumflutningur á 20 ör-
lögum, sönglagaflokkurinn Liederk-
reis eftir Schumann, ókeypis fjöl-
skyldutónleikar, fornir hljómar og
minningartónleikar um tónskáldið
Atla Heimi Sveinsson.
Titill hátíðarinnar í ár er sóttur í
eitt ástælasta lag Atla Heimis sem
hann samdi við
„Kvæðið um
fuglana“ eftir
Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi
en Atli lést fyrir
skömmu og verð-
ur minning hans
heiðruð á hátíð-
inni á loka-
tónleikunum þar
sem sex söngv-
arar flytja úrval
sönglaga hans og lýkur þeim með
samsöng flytjenda og áhorfenda.
Listrænir stjórnendur hátíð-
arinnar eru Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir mezzósópran og Francisco
Javier Jáuregui gítarleikari og segir
Guðrún að bæði verði flutt lög eftir
Atla sem allir þekki og lítt þekktari
sönglög. „Ég fékk til liðs við mig
fimm söngvara, við verðum sex alls
sem flytjum heila efnisskrá með
sönglögum Atla Heimis. Við ljúkum
þeim tónleikum og hátíðinni með því
að syngja „Kvæðið um fuglana“ og
bjóðum gestum að taka undir með
okkur,“ segir hún. Þegar Atli hafi
fallið frá hafi þau Francisco verið
búin að skipuleggja hátíðina og því
verði lög Atla aðeins flutt á lokatón-
leikunum.
Masterklass með Kristni
Sjö tónleikar verða haldnir alls á
hátíðinni auk þess sem haldin verða
námskeið fyrir börn sem fullorðna.
Börnum standa til boða námskeið
fyrir ólíka aldurshópa, allt frá 6-18
mánaða með foreldrum til master-
klassa með Kristni Sigmundssyni
fyrir söngvara og söngnemendur en
allar upplýsingar um þau og hátíð-
ina má finna á vef hennar,
www.songhatid.is.
Í kvöld kl. 20 mun Andri Björn
Róbertsson bassabarítón og Ástríð-
ur Alda Sigurðardóttir píanóleikari
flytja Söngvasveig (Liederkreis)
eftir Robert Schumann og íslensk
sönglög. Andri er rísandi stjarna í
heimi sígildrar tónlistar, hefur ný-
verið sungið í Covent Garden og
öðrum af fremstu óperuhúsum Evr-
ópu.
Á morgun kl. 17 flytur svo
Kammerkór Suðurlands, undir
stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar,
20 ör-lög eftir mörg tónskáld og
verk eftir Pál á Húsafelli en Páll
mun leika á eigin hljóðfæri í tilefni
sextugsafmælis síns.
Á sunnudaginn, 30. júní, kl. 16.30
verða haldnir ókeypis fjölskyldu-
tónleikar með Dúó Stemmu þar sem
Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari
og Steef van Oosterhout slagverks-
leikari fagna sumrinu með íslensk-
um þjóðvísum, þulum, ljóðum og
hljóðum og 6-12 ára krakkar af
námskeiði hátíðarinnar taka undir.
List raddarinnar
Guðrún og eiginmaður hennar
Javier stýra hátíðinni í þriðja sinn
og segir Guðrún að þau hafi langað
til að halda hátíð sem einbeitti sér
að list raddarinnar. „Markmið þess-
arar hátíðar er að koma söngbók-
menntunum á framfæri og söngv-
urum og líka söngtækni. Bæði
bjóðum við upp á tónleika og nám-
skeið fyrir fólk á mjög ólíkum aldri,
algjöra byrjendur og börn og líka
langt komna söngnemendur. Þannig
að við erum með námskeið fyrir fólk
frá sex mánaða aldri upp í 99 ára,“
segir Guðrún kímin. „Svo erum við
líka með YouTube-stöð þar sem við
erum með viðtöl við söngvara um
söngtækni og þar höfum við líka
birt upptökur af tónleikum,“ bætir
hún við.
Hátíðin fer fram í stóra salnum í
Hafnarborg á efri hæðinni og segir
Guðrún hljómburð þar prýðilegan
fyrir órafmagnaðan söng og hljóð-
færaleik. „Fólk sem kemur á tón-
leika getur líka séð þá myndlistar-
sýningu sem er í gangi þannig að
þetta er í raun þreföld upplifun því
þarna mætast ljóð, tónlist og mynd-
list,“ segir hún.
Allir tónleikar hátíðarinnar verða
teknir upp í hágæðum og segir Guð-
rún það mikilvægt því stundum sé
flutt tónlist á hátíðinni sem sé ekki
til neins staðar á upptökum. „Í ár er
t.d. verið að frumflytja mjög mörg
verk sem hafa aldrei heyrst áður og
munu þau þá geymast bæði með
góðum hljóðupptökum og mynd-
böndum,“ segir hún.
Forn tónlist og virtúósasöngur
11. júlí kl. 20 flytja 15 nemendur á
masterclass-námskeiði Kristins Sig-
mundssonar aríur og sönglög ásamt
Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara og
degi síðar, kl. 20, flytur Umbra En-
semble persónulegt úrval fornrar
tónlistar og þjóðlaga víða að úr
heiminum. 13. júlí kl. 17 flytja Sig-
rún Hjálmtýsdóttir/Diddú sópran
og Guðrún efnisskrá með virtúósa-
söng frá 19. öld eftir meistarana
Bellini, Donizetti, Rossini og Verdi
og Anna Guðný Guðmundsdóttir
leikur á píanó og Francisco Javier
Jáuregui á klassískan gítar.
Lokatónleikarnir fara svo fram
14. júlí kl. 17 og verða minning-
artónleikar um Atla Heimi, sem
fyrr segir, en á þeim koma fram
Kristinn Sigmundsson, Hallveig
Rúnarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson,
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Alex-
ander Jarl Þorsteinsson og Þórhild-
ur Steinunn Kristinsdóttir (Vox
Domini-verðlaunahafi) með Franc-
isco fyrrnefndum og Evu Þyri
Hilmarsdóttur píanóleikara.
Guðrún nefnir að lokum að lista-
menn hátíðarinnar muni einnig
koma fram á ókeypis tónleikum ut-
an Hafnarborgar til að færa lifandi
tónlist út í samfélagið til þeirra sem
komast ekki á tónleika og dveljast á
stofnunum.
Allar nánari upplýsingar má finna
á heimasíðu hátíðarinnar, songha-
tid.is, og miða á tónleika er hægt að
nálgast á tix.is. Á YouTube-síðu há-
tíðarinnar má svo sjá viðtöl við ís-
lenska söngvara um söngtækni, sem
fyrr segir.
Fjölskyldutónleikar Sunnudaginn 30. júní kl. 16.30 verða haldnir ókeypis
fjölskyldutónleikar með Dúó Stemmu sem fagnar sumrinu.
Heiðra minningu Atla Heimis
Sönghátíð í Hafnarborg hefst í dag og er nú haldin í þriðja sinn „Kvæðið um fuglana“ eftir Atla
Heimi lokalag hátíðarinnar Fjölbreytt tónleikadagskrá og námskeið fyrir 6 mánaða upp í 99 ára
Söngdíva Diddú kemur fram með
Guðrúnu Jóhönnu 13. júlí.
Minning Atla Heimis Sveinssonar
tónskálds verður minnst á hátíðinni.
Masterklassi Kristinn Sigmunds-
son syngur og heldur námskeið.
Á uppleið Andri Björn Róbertsson
bassabarítón er rísandi stjarna.
Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir
Sumardagskrá Múlans, Jazz með
útsýni, heldur áfram á Björtu-
loftum í Hörpu í kvöld. Að þessu
sinni kemur fram hljómsveitin Jazz
sendiboðarnir, kvintettinn sem tek-
ur ofan hattinn fyrir goðsögnum
hard bop-tímabilsins, þeim Art
Blakey, Horace Silver, Kenny Dor-
ham og Lee Morgan ásamt fleirum.
Leikin verða lög sem hljómsveit Art
Blakey’s, The Jazz Messengers,
gerði þekkt á sínum tíma.
Snorri Sigurðarson leikur á
trompet, Ólafur Jónsson á saxófón,
Kjartan Valdemarsson á píanó,
Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik
Qvick á trommur. Blásari Snorri Sigurðarson.
Morgunblaðið/Kristinn
Jazz sendiboðarnir leika á Múlanum