Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Side 6
HEIMURINN
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019
vansvottuð
etra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Ný kynslóð málningarefna
ONE SUPER TECH
S
b
u Byggir á nanótækni - sjálfhreinsandi
u Fyrir við, bárujárn og innbrenndar klæðningar
u Þekur ótrúlega vel
u Endist margfalt á við önnur málningarkerfi
Veldu betri málningu
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Árið 2013 tilkynnti Toronto
Raptors að kanadíski tónlistar-
maðurinn Drake hefði verið út-
nefndur sendiherra liðsins á
heimsvísu. Hann hefur alla tíð
haldið mikið upp á liðið og síð-
ustu árin verið mjög áberandi á
heimaleikjum þess, sér í lagi í
úrslitakeppninni.
Mörgum þykir hann á stund-
um ganga of langt og getur
hann verið þreytandi fyrir and-
stæðinga Raptors enda situr
hann ávallt rétt við hliðarlínu
vallarins. Minnir hann oft á leik-
stjórann Spike Lee sem fór mik-
inn á leikjum New York Knicks
á árum áður.
Það náðist til að mynda á
myndband þegar Drake var
mikið skemmt yfir óförum Gi-
annis Antetokounmpos á víta-
línunni í leik Raptors við
Bucks í úrslitum
Austurdeildarinnar.
Drake hefur þó
ekki aðeins lagt
stuðning sinn við
Raptors heldur
hefur hann stutt
við bakið á öðr-
um íþróttamönnum, t.d. hinum
umdeilda Conor McGregor.
Þessum íþróttamönnum virðist
ávallt ganga einkar illa þegar
mest er undir, líkt og átt hefur
við um lið Raptors síðustu ár.
Því hafa netverjar talað um
„Bölvun Drakes“ sem á ensku
útleggst „The Drake Curse“.
Stuðningsmenn Raptors vonast
til þess að með sigri sinna
manna sé bölvuninni aflétt fyrir
fullt og allt og Larry O’Brien-
bikarinn, sem veittur er sigur-
vegurum NBA-deildarinnar,
verði þeirra á næstu vikum.
Hvort sem það reynist rétt
eður ei er ljóst að Drake mun
ekki láta sig vanta á
heimaleiki Raptors í
úrslitaeinvíginu við
Warriors og líklega
vera áberandi á
hliðarlínunni.
Það er að
minnsta kosti
ljóst að fáir
munu fagna
jafn innilega og
Drake vinni
Raptors.
TÓNLISTARMAÐURINN DRAKE
Bölvuninni aflétt?
Drake fagnar sín-
um mönnum.
Ég er skemmtilegur gaur,“ sagðiKawhi Leonard á vandræða-legum blaðamannafundi í lok
september í fyrra, mánuði áður en
nýtt tímabil í NBA-deildinni átti að
hefjast.
Honum hafði verið skipt til kanad-
íska liðsins Toronto Raptors frá San
Antonio Spurs, í Texas í Bandaríkj-
unum, eftir mikla samskiptaerfiðleika
milli hans og þjálfarans goðsagna-
kennda, Greggs Popovich, í júlí.
Hann hafði aðeins spilað níu leiki
vegna meiðsla tímabilið áður og flest-
ir töldu víst að hann myndi flytja sig
yfir til uppeldisborgar sinnar, Los
Angeles, þegar samningur hans rynni
út næsta sumar.
Gárungarnir vestanhafs töldu það
víst að Masai Ujiri, forseti Raptors,
hefði keypt köttinn í sekknum þegar
hann skipti á DeMar DeRozan, besta
leikmanni liðsins, og leikmanni sem
færi frá liðinu eftir eitt tímabil.
Þetta var ekki það eina umdeilda
sem Ujiri gerði þetta sumarið en
hann rak einnig þjálfara liðsins, þrátt
fyrir frábæran árangur síðustu tíma-
bil. Raunar var þjálfarinn, Dwane Ca-
sey, valinn besti þjálfari deildarinnar
þetta árið. Ujiri var hins vegar viss í
sinni sök um að breyta þyrfti til eftir
að LeBron James, ásamt félögum
sínum í Cleveland Cavaliers, hafði
niðurlægt Torontomenn í úr-
slitakeppninni síðustu þrjú árin.
Á blaðamannfundinum, sem segja
má hápunkt tilvistarkreppu stuðn-
ingsmanna Raptors, hló Leonard afar
sérstökum hlátri og höfðu netverjar
mjög gaman af. Leonard, sem margir
sögðu ekki frá plánetunni jörð, var
ekki talinn líklegur til að falla vel inn í
lið Raptors.
Veggurinn LeBron
Toronto Raptors hóf veru sína í
NBA-deildinni árið 1995 þegar tvö lið
voru stofnuð í Kanada, Raptors og
Vancouver Grizzlies. Nafnið Raptors
var valið vegna vinsælda myndar-
innar Jurassic Park á þeim tíma.
Til að byrja með gekk liðinu illa og
áhuginn fyrir liðinu takmarkaður.
Körfubolti var ekki ofarlega á baugi í
Toronto og Kanada á þessum tíma en
það breyttist með komu Vince Cart-
ers til liðsins. Hann var valinn besti
nýliði deildarinnar tímabilið 1998-99
og með ótrúlegum tilþrifum laðaði
hann marga að. Segja má að vinsæld-
irnar hafi náð hámarki með sigri hans
í troðslukeppni deilarinnar árið 2000
þar sem margir göptu yfir frammi-
stöðunni.
Carter leiddi liðið í úrslitakeppnina
þrjú ár í röð, 2000-2002, og var hárs-
breidd frá því að komast í úrslit Aust-
urdeildar NBA árið 2001.
Carter var skipt úr liðinu á miðju
tímabili árið 2004 eftir tvö mögur
tímabil þar á undan. Árangurinn
næstu níu árin var ekki saga til næsta
bæjar; liðið komst aðeins tvisvar í úr-
slitakeppnina og datt út í fyrstu um-
ferð í bæði skiptin. Liðið komst í úr-
slitakeppnina tímabilið 2013-14 og
tímabilið þar á eftir en enn og aftur
datt það út í fyrstu umferð. Á 20 ár-
um í deildinni hafði liðið aðeins unnið
eitt einvígi í úrslitakeppninni.
Það breyttist hins vegar ári seinna
og síðustu árin hefur liðið verið eitt
það besta í deildinni en ávallt lent á
vegg í úrslitakeppninni. Sá veggur
kallast LeBron James og lið hans
Cleveland Cavaliers en þrjú ár í röð
átti liðið ekki möguleika gegn James
og félögum. Það var því smá sárabót
fyrir stuðningsmenn Raptors, eftir
fjölmiðlafárið síðasta sumar, að sjá
James færa sig yfir í Vesturdeilina,
og því ljóst að Raptors myndi ekki
lenda í hrömmum hans fyrr en í úr-
slitum NBA hið fyrsta.
Eins og flís við rass
Ekki er hægt að segja að árangur
Raptors í vetur hafi komið á óvart;
liðið er gríðarlega vel mannað og
Leonard einn sá besti í deildinni.
Ujiri tók hins vegar mikla áhættu síð-
asta sumar sem hefur borgað sig og
komið liðinu á hærri stall. Besti
árangur liðsins frá upphafi er stað-
reynd og Leonard virðist hafa fallið
eins og flís við rass inn í liðið. Birting-
armynd þess mátti sjá þegar Kyle
Lowry, leikmaður Raptors, gat keyrt
að körfunni og skorað í hraðaupp-
hlaupi gegn Milwaukee Bucks í síð-
asta leik úrslita Austurdeildarinnar
um síðustu helgi. Hann ákvað frekar
að senda til baka á Leonard sem kom
á siglingu og tróð af öllu afli yfir
„gríska undrið“, Giannis Antetoko-
unmpo, besta leikmann Bucks, og allt
varð vitlaust bæði innan og utan
veggja Scotiabank Arena, leikvangs
Raptors.
Raptors töpuðu fyrstu tveimur
leikjunum í einvíginu við Milwaukee
en unnu næstu fjóra og tryggðu sér
sigur í Austurdeildinni og þar með
sæti í úrslitum NBA-deildarinnar.
Þeirra bíður hins vegar verðugt verk-
efni þar sem Raptors mætir Golden
State Warriors, meisturum síðustu
tveggja ára. Warriors er talið eitt
besta lið körfuboltasögunnar en
Raptors á heimaleikjaréttinn og vel
getur verið að þeir kanadísku veiti
Warriors verðuga keppni.
Alls kostar óvíst er hvað Leonard
gerir í sumar þegar samningur hans
við Raptors rennur út en ef marka
má ummæli hans gæti verið að hon-
um snúist hugur og semji við Raptors
í sumar.
„Mér er sama hvort ég er besti
leikmaðurinn, ég vil vera í besta lið-
inu,“ sagði Leonard um síðustu helgi
en fróðir menn telja hann hafa fest
sig í sessi sem besti leikmaður deild-
arinnar með frammistöðu sinni í úr-
slitakeppninni.
Áhættan hef-
ur borgað sig
Kanadíska körfuboltaliðið Toronto Raptors lék
sinn fyrsta leik í úrslitum NBA-deildarinnar á
fimmtudag. Síðasta sumar var þjálfarinn rekinn
og besti leikmaðurinn sendur til Texas.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Kawhi Leonard treður yfir hinn ótrúlega Giannis Antetokounmpo, leikmann
Milwaukee Bucks. Innan við andartaki síðar varð allt vitlaust í höllinni.
AFP