Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Síða 12
STJÓRNMÁL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019
kjósendum með því að reyna í sífellu að útþynna
brexit þar til ekkert yrði eftir.
Það sást fyrst í sveitarstjórnakosningum í
maíbyrjun þar sem báðir stóru flokkarnir töp-
uðu fjölda sæta. Enn frekar þó í Evrópuþings-
kosningunum um fyrri helgi þar sem Íhalds-
flokkurinn galt algert afhroð, sjálfboðaliðar
flokksins sátu heima og fjárframlög hættu að
skila sér. Daginn eftir kosningarnar (en áður en
úrslit urðu opinber) gafst frú May loks upp og
tilkynnti um fyrirhugaða afsögn en tímasetn-
ingarnar virtust algerlega miðaðar við hégóma
hennar: að sitja lengur en Gordon Brown, að
taka á móti Donald Trump og að geta verið við-
stödd minningarathöfn þegar 75 ár verða liðin
frá D-degi í Normandí hinn 6. júní.
Leiðtogakjör
Fyrirkomulagið næstu vikur er ögn sér-
kennilegt. Frú May tilkynnti í fyrri viku að hún
ætlaði að segja af sér en þó ekki fyrr en hinn 10.
júní. Hún mun samt sem áður sitja sem fastast
en þá sem starfsráðherra uns nýr leiðtogi
íhaldsmanna hefur verið valinn og tekur við
sem forsætisráðherra.
Formlega hefst sú barátta 12. júní, en lýkur
hugsanlega ekki fyrr en 22. júlí. Aðferðin er
enda nokkuð flókin því fyrst kjósa þingmenn
um frambjóðendur með útsláttaraðferð en síð-
an kemur í hlut almennra flokksmanna, sem
eru líklega um 160.000 talsins, að kjósa á milli
tveggja efstu manna í kjöri þingflokksins. Ekki
bætir úr skák sá fjöldi manna sem gefið hefur
kost á sér í leiðtogahlutverkið þó að sennilega
séu langflestir þeirra aðeins að minna á sig og
skapa sér stöðu fyrir framtíðina, fremur en að
þeir geri sér í raun vonir um að hreppa hnossið.
Ef það er rétta orðið fyrir vandræðin sem aug-
ljóslega bíða næsta leiðtoga.
Boris kemur
Fljótt á litið virðist sem tími Boris sé loks upp
runninn. Hann er langefstur í öllum skoð-
anakönnunum, bæði meðal almennra flokks-
manna Íhaldsflokksins, þar sem hann hefur
lengi notið mikilla vinsælda, og almennings, þar
sem skoðanir á honum eru raunar töluvert
skiptari. En jafnvel þó að hann sé ekki öllum að
skapi er hann þrátt fyrir allt einn þekktasti
stjórnmálamaður landsins og sá eini sem menn
nefna jafnan aðeins með fyrra nafni.
Meðal flokksmanna nýtur Boris stuðnings
um 34% til leiðtogahlutverksins sem er meira
en næstu tveir menn samanlagt. Það er forskot
sem ekki verður auðvelt fyrir aðra að yfirvinna
en líklegt má telja að hann eigi enn meira fylgi
inni hjá fólki sem nú styður aðra frambjóðendur
á sama róli í brexit-málinu.
Þó er ekki gefið að Boris verði kjörinn leið-
togi. Það er ekki einu sinni víst að hann komist á
kjörseðillinn því hann er umdeildur maður og
margir þingmenn eru honum mjög andsnúnir.
Hjá mörgum þeirra ræður vitaskuld að Boris
var einn helsti leiðtogi aðskilnaðarsinna í brex-
it-kosningunni en í þingflokki Íhaldsmanna eru
þeir ekki færri en aðildarsinnar, þó þeir fallist
allir á að einhvers konar úrsögn verði að eiga
sér stað. En það eru einnig margir í þing-
flokknum sem hafa ímugust á Boris af persónu-
legum ástæðum, finnst hann trúður eða gosi, al-
vörulaus tækifærissinni, ekki laus við bresti.
Það er því ekki ómögulegt að atkvæði falli
þannig að hann lendi í 3. sæti og falli þannig úr
kjöri en fyrir allmörgum mánuðum var efnt til
samblásturs gegn honum einmitt með þetta í
huga.
Í ljósi veikrar stöðu þingsins væri það þó auð-
vitað mikið hættuspil fyrir þingmennina að
hunsa vilja stórs hluta flokksmanna með þeim
hætti, ekki síst auðvitað í ljósi gagnrýni á að
þingið hafi reynt sitt ýtrasta til þess að komast
hjá því að framkvæma vilja þjóðarinnar í brexit-
kosningunum.
Síðasti sjens?
Síðustu daga hefur þannig borið á því að jafnvel
hatrammir andstæðingar hans í flokknum snúi
blaðinu við og játi honum stuðning sinn eða seg-
ist a.m.k. vel geta unnið með honum. Ekki af því
að þeir hafi allir orðið fyrir sinnaskiptum í hans
garð, heldur vegna þess að þingmennirnir – líkt
og frú May – virðast loksins hafa áttað sig á því í
Evrópuþingskosningunum í hversu bráðri
hættuflokkurinn væri. Að það væri ekki eitt-
hvað sem hann gæti beðið af sér, sent einhvern
traustan flokkshest í Downingstræti og vonað
það besta.
Þar vinnur frægð Boris auðvitað með honum
og hvað sem um hann má segja er hann afdrátt-
arlaus í orðum og athöfnum. Þá má ekki gleyma
því að hann er af einhverjum ástæðum mjög við
alþýðuskap þó að engum dyljist yfirstétt-
arhreimurinn, latínusletturnar og það allt. Um-
fram allt geta kollegar hans ekki litið hjá því af-
reki hans að vinna borgarstjórakosningar í
Lundúnum, ekki einu sinni heldur tvisvar, en
borgin hefur að öðru leyti verið óvinnandi vígi
Verkamannaflokksins um áratugaskeið.
Andstæðingar hans í þingflokknum hafa þó
ekki lagt árar í bát og róa að því öllum árum að
sameinast um kandídat sem geti unnið þing-
flokkskjörið og veitt raunhæfa samkeppni í at-
kvæðagreiðslu flokksmanna. Þar hafa augu
manna helst staðnæmst við Michael Gove um-
hverfisráðherra, þennan sem rak rýtinginn í
bak Boris 2016. Hvort það gengur eftir er
ómögulegt að segja en hins vegar eru flestir
þeirrar skoðunar að Boris sé sennilega eini
frambjóðandinn, sem mögulega geti sigrað í
næstu þingkosningum og þar mun hann eiga í
höggi við bæði Corbyn og Nigel Farage í Brex-
it-flokknum. Eins og komið er fyrir flokknum sé
það hið eina sem máli skiptir.
Verkefnin eru þó fleiri en að ná þing-
flokknum á sitt band, ná betri díl við Brussel og
geta unnið kosningar því nýr leiðtogi flokksins
þarf líka að móta nýja stefnu í landsmálunum
sem hafa algerlega rekið á reiðanum und-
anfarin þrjú ár. Að vísu ekki með afleitum ár-
angri því þrátt fyrir allar heimsendaspárnar um
brexit og ráðleysið í Downingstræti hefur efna-
hagslífinu miðað ótrúlega vel og landsmenn
sjaldan ef nokkru sinni verið ánægðari með sitt
persónulega hlutskipti og lífið í landinu þó að
þeir urri í hverjum fréttatíma.
Það er ekki gefið að Boris auðnist þetta allt
en hann er líklegastur til þess að ná megninu.
Það er því sennilega svo að enginn getur sigrað
Boris, nema hugsanlega Boris sjálfur, komi
hann sér í einhverja klípu. Hann virðist sér
raunar meðviðtandi um þá áhættu og hefur far-
ið fram með óvenjulega varfærnum hætti und-
anfarnar vikur.
Getur Boris betur?
En setjum nú sem svo að allt gangi þetta eftir
og að Boris verði forsætisráðherra í sumar. Á
hann einhverja betri kosti en frú May? Hann
verður áfram með minnihluta á þingi (og mögu-
lega kvarnast úr honum) og þarf áfram að reiða
sig á stuðning Norður-Íranna í DUP. Evrópu-
sambandið hamrar á því að það muni ekki
semja um svo mikið sem breytingar á grein-
armerkjum í samningnum sem það gerði við
Theresu May en fyrir liggur að sá samningur er
óaðgengilegur fyrir þingið og þjóðarheildina.
Og jafnvel þó svo að Boris næði nýjum samn-
ingi er ekkert víst að hann næði að fylkja íhalds-
mönnum í þinginu að baki honum. Eða sér.
Við þær kringumstæður virðist nokkuð ljóst
að tíminn mun líða út að hrekkjavöku, þegar
fresturinn á úrsögninni líður út og þá fer Bret-
land úr Evrópusambandinu samningslaust. Í
því felast í sjálfu sér engin heimsslit en lang-
flestir telja þó mun heppilegra að samningar
takist svo Bretland fari úr ESB í sátt og sam-
lyndi.
Hitt kann þó að vinna með Boris, verði hann
forsætisráðherra, að ESB hefur ekki síður
hagsmuni af því en Bretar (og sennilega meiri)
að viðunandi samningar takist um úrgönguna.
Sömuleiðis er ekki ósennilegt að þingheimi sé
ljósara í hvaða óefni er komið, ekki aðeins hvað
varðar úrgönguna, heldur trúverðugleika og
umboð þingsins, að nýjum forsætisráðherra
auðnist frekar en þeim gamla að sameina þing-
flokkinn. Því hann hefur aðeins eitt tækifæri til
þess að láta þetta ganga. Loks hefur Boris eitt
leynivopn uppi í erminni en það er að stilla þing-
liði sínu upp við vegg og útskýra fyrir þeim að
standi það ekki með honum sem einn maður, þá
eigi hann engra annarra kosta völ en að senda
þingið heim og boða til kosninga. Þeir vita sem
er að sennilega næðu fæstir þeirra endurkjöri
ef kosið yrði í haust og raunar alls óvíst að
Íhaldsflokkurinn lifði það af sem annar höf-
uðflokka breskra stjórnmála. Og hið sama ætti
líklega við um Verkamannaflokkinn, sem fyrir
vikið yrði líklegri til þess að ljá Boris hlutleysi í
málinu.
Umrót eða umbylting
Einn, sem ekki mun verða hlutlaus, er John
Bercow þingforseti. Hann hefur rofið allar hefð-
ir embættis síns undanfarin misseri og lítt leynt
því að hann hafi snúist á sveif með aðild-
arsinnum. Margir þingmenn hugsa honum
þegjandi þörfina en geta lítið aðhafst en fram-
koma hans hefur mjög aukið líkurnar á að um
embætti hans verði settar nýjar og þrengri
reglur. Rétt eins og æ oftar er kallað á breyt-
ingar á þinginu, neðri málstofunni þá, en senni-
lega er ekki síður stemning fyrir því að leggja
lávarðadeildina niður því hún reyndist ekki ein-
falda meðferð Brexit-málsins.
Ekki er að efa að margt má betur fara í
bresku stjórnmálalífi, það hafa menn rekið sig á
hvað eftir annað undanfarna mánuði og misseri.
Eins hafa menn líka horft til stjórnsýslunnar en
margir aðskilnaðarsinnar telja að hún hafi seilst
alltof langt og leynt og ljóst reynt að hindra
framgang úrgöngunnar. Hvað sem hæft er í því
blasir við að trúverðugleiki hennar er minni en
áður og áhugi á uppstokkun þar meiri en
nokkru sinni.
Hvernig sem brexit allt veltist og snýst má
öruggt telja að breskt stjórnmálaumhverfi
verði ekki samt aftur, jafnvel gerbreytt áður en
yfir lýkur. Bretland er auðvitað ekki eitt um það
í álfunni (eða heiminum ef því er að skipta) að
pólitískur órói grípi um sig, popúlísk öfl láti á
sér kræla og stjórnmálalífið skautist en senni-
lega áttu menn síður á því von í þessu landi þar
sem hefðir og stjórnfesta hafa verið í mestum
hávegum. En þá er rétt að hafa í huga að umrót
í stjórnmálum víða um heim hefur átt sér ýmsar
og ólíkar orsakir og birtingarmyndir. En
grunnstefið er hvarvetna hið sama, að stór hluti
kjósenda vill bjóða hinum ráðandi öflum, valda-
stéttinni og establísmentinu byrginn.
Nigel Farage, aðalsprautan í Brexit-flokknum,
var kampakátur þegar kosningaúrslitin í Evr-
ópuþingskosningunum urðu ljós um liðna helgi.
AFP
’ Þó er ekki gefið að Borisverði kjörinn leiðtogi.Það er ekki einu sinni víst aðhann komist á kjörseðillinn
því hann er umdeildur mað-
ur og margir þingmenn eru
honum mjög andsnúnir.
Þótt frú Theresa May sé ekki enn komin úr
embætti, þá hafa menn ekki beðið með að
rita pólitísk eftirmæli hennar. Og ekki dregið
af sér heldur. Talað er um að hún sé versti
forsætisráðherra landsins að North lávarði
meðtöldum (óbilgirni hans kostaði Breta ný-
lendurnar sem urðu Bandaríkin), hún hafi
engu áorkað og að forsætisráðherratíð
hennar hafi verið fullkomin tímaeyðsla. Þar
að baki býr ekki aðeins dómharka. Frú May
varð forsætisráðherra nánast fyrir slysni, en
stjórnmálaferill hennar fram að því var mjög
tilþrifalítill og laus við afrek. Vandræði henn-
ar eru svo ekki minni fyrir að hún er einfari,
óráðþæg og hefur orð á sér fyrir að hleypa
aðeins jámönnum að sér. Á ekki auðvelt
með samskipti við annað fólk, köld og nánast
vélræn í framkomu. Þess vegna komu tár
hennar þennan föstudag svo á óvart.
Eftirmæli May
Fjölmargir hafa gefið sig fram til þess að
taka við keflinu af Theresu May sem leið-
togi Íhaldsflokksins, þó sumir séu sjálfsagt
fremur að reyna að skapa sér stöðu en að
verða forsætisráðherra í raun. Hér eru þeir,
sem líklegastir eru taldir til að ná árangri.
Boris Johnson fyrrv.
utanríkisráðherra
Hinn litríki Boris þykir ná
til kjósenda á annan hátt en
flestum stjórnmálamönn-
um er eiginlegt og talið er
að hann sé líklegri til þess
að vinna kosningar en aðrir
frambjóðendur. En svo er að sjá með Brex-
it.
Dominic Raab fyrrv.
Brexit-ráðherra
Helstu meðmælendur
Raab eru forystumenn í
ESB, sem sáust í heimild-
armynd um Brexit-
samningana kvarta undan
því að hann væri eini Bret-
inn sem eitthvað hefði staðið í þeim. Fram-
tíðarmaður, hvernig sem fer nú.
Michael Gove
umhverfisráðherra
Gove þykir nú líklegastur
til þess að ná í seinni um-
ferð ásamt Boris, en marg-
ir aðildarsinnar styðja
hann, auk þeirra sem hafa
horn í síðu Borisar af ýms-
um ástæðum. Hann er gáfaður maður en
ólíklegur til að vinna kosningar.
Jeremy Hunt
utanríkisráðherra
Jeremy Hunt þykir
traustur maður, en þrátt
fyrir að fara vel af stað
meðal þingmanna þykir
honum hafa fatast flugið,
aðallega fyrir að hafa færst
nær frú May einmitt þegar hún er dottin úr
tísku.
Sajid Javid
innanríkisráðherra
Javid hefur ekki farið
fram af sama krafti og
margir bjuggust við, en
flestir eru á því að hann eigi
mikla framtíð fyrir sér, e.k.
fulltrúi hins nýja Englands,
sonur innflytjenda sem braust til auðs og
áhrifa.
Leiðtogaefni