Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Síða 14
É
g hef alltaf verið sannfærð um að
sjálfsskoðun, sjálfsþekking og and-
legur vöxtur ráði miklu um það
hvernig við sjáum og upplifum
heiminn og hvernig við kjósum að
hegða okkur og koma fram. Þess vegna fannst
mér áhugavert að taka þátt í þessari ráðstefnu,“
segir Christiana Figueres, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri rammasamnings Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) um loftslagsbreytingar, en hún
er meðal þátttakenda í alþjóðlegri friðar-
ráðstefnu mannsandans, eða Spirit of Hum-
anity Forum, sem fram fer í Reykjavík þessa
dagana. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt
í þessu verkefni og ég hlakka mikið til,“ bætir
hún við.
Spirit of Humanity Forum er vettvangur sem
hefur það markmið að efla og styrkja leiðtoga á
öllum sviðum samfélagins til að hafa áhrif á já-
kvæðar breytingar í heiminum með því að nota
og hafa að leiðarljósi grunngildi mannsins eins
og kærleik, umhyggju, virðingu og samkennd í
allri ákvarðanatöku. Einnig er tilgangurinn að
skoða hvernig forysta og stjórnun byggð á þess-
um gildum getur leitt til jákvæðra breytinga
innan fyrirtækja, stofnana, samfélaga og þjóða.
Ráðstefnan fer nú fram í fjórða skipti en
hingað eru komnir um 200 leiðtogar alls staðar
að úr heiminum af öllum sviðum samfélagsins.
Reykjavíkurborg hefur verið með í verkefninu
frá byrjun, ásamt nokkrum alþjóðasamtökum.
Draga þarf hratt úr losun
Figueres talar við mig í síma frá Lundúnum í
byrjun vikunnar en þaðan kom hún til Íslands á
fimmtudagskvöldið. Hún hefur búið og starfað
vítt og breitt um heiminn undanfarna áratugi og
helgað líf sitt alþjóðasamskiptum, stefnumótun
í þrengri og breiðari skilningi og samningagerð.
Figueres bjó um árabil í Lundúnum en flutti
fyrir nokkrum mánuðum aftur til heimalands
síns, Kostaríka. Hún er af mjög áhrifamiklum
ættum en bæði faðir hennar, José Figueres
Ferrer, og bróðir, José Figueres Olsen, gegndu
embætti forseta í Mið-Ameríkuríkinu.
Figueres lét af störfum hjá SÞ árið 2016 og
helgar nú krafta sína öðru alþjóðlegu lofts-
lagstengdu verkefni sem kallast Mission 2020.
Beðin að gera grein fyrir því segir hún: „Miss-
ion 2020 hefur þann tilgang að tryggja að heim-
urinn búi sig undir það verkefni að draga úr los-
un gróðurhúsalofttegunda. Upphafspunkturinn
er árið 2020 en markmiðið er að minnka þessa
losun um helming á einum áratug, fyrir árið
2030, líkt og vísindamenn hafa lagt til. Tilgang-
urinn er ekki síst að vernda þá sem verða fyrir
mestum áhrifum vegna loftslagsbreytinga og
stuðla að meiri stöðugleika og velmegun.“
Hún segir hlutverk sitt fjölþætt en mestur
tími fari í að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum
að finna leið til að ná settu marki. „Ég vinn mik-
ið með aðilum í orkugeiranum, fjármálageir-
anum, samgöngugeiranum og tæknigeiranum
svo dæmi sé tekið við að skoða hvernig ná megi
sem bestum árangri. Markmiðið er hvarvetna
það sama en leiðir að því geta verið mismun-
andi. Ég geri líka töluvert af því að tala á fund-
um og ráðstefnum. Það er mikilvægt að geta
miðlað upplýsingum og hvatt fólk til dáða.“
Figueres tók við starfi framkvæmdastjóra
rammasamnings SÞ um loftslagsbreytingar á
mjög viðkvæmum tíma sumarið 2010, aðeins
hálfu ári eftir að leiðtogum heimsins mistókst
að komast að bindandi samkomulagi á Kaup-
mannahafnarfundinum enda þótt eining ríkti
um það að mannkyni væri vandi á höndum
vegna loftslagsbreytinga.
Ekkert traust ríkti
„Það var vissulega mikil áskorun að taka við
keflinu á þessum tíma. Þungt var í mönnum um
allan heim og ekkert traust ríkti í málaflokkn-
um. Margir virtust sammála um að baráttan
væri vonlaus. Alltof dýrt yrði að grípa til að-
gerða, auk þess sem margir voru sannfærðir
um að það væri ekki til neins; þetta væri hvort
sem er alltof seint í rassinn gripið.“
Hún áttaði sig strax á því að það fyrsta sem
þyrfti að breyta væri viðhorfið. „Ef við erum
sannfærð um að eitthvað sé ómögulegt þá höf-
um við alveg áreiðanlega rétt fyrir okkur. Og
þannig verður það áfram meðan við höldum
okkur við þá afstöðu. Þess vegna urðum við að
breyta grunnviðhorfi okkar til loftslagsmála.
Temja okkur að segja sem svo: Þetta verður
erfitt en okkur skal takast að gera það mögu-
legt. Þannig varð til svigrúm fyrir tækifæri.
Þegar hið „ómögulega“ var orðið „mögulegt“
var aftur hægt að horfa til lausna, pólitískrar og
tæknilegrar útfærslu á verkefninu fram undan.
Því fleiri sem okkur tókst að virkja þeim mun
léttara varð verkið; stjórnmálamenn, fyrirtæki,
stofnanir og einstaklingar reyndust reiðubúin
til að breyta hinu „mögulega“ í hið „líklega“ og
það varð með tímanum hið „óhjákvæmilega“,“
segir hún og vísar í Parísarsáttmálann sem var
undirritaður síðla árs 2015 en þar náðist sem
kunnugt er víðtæk sátt um aðgerðir og skuld-
bindingar í loftslagsmálum á heimsvísu.
Figueres hefur hlotið mikið lof fyrir þátt sinn
í sáttmálanum og ekki síst fyrir ný vinnubrögð
við gerð alþjóðasamninga. Spurð hvort verk-
efnið hafi kallað á nýja nálgun, nýja sýn, svarar
hún:
Þótti þung byrði
„Já, það gerði það. Við þurftum að hugsa málið
upp á nýtt í ljósi þess hversu neikvæð afstaðan
til loftslagsmála var almennt. Lengi hafði tíðk-
ast að líta á þennan málaflokk sem þunga byrði
enda myndu aðgerðir kosta svo miklar fórnir til
skemmri tíma litið, auk þess sem ýmsir voru
fastir í þeirri hugsun að loftslagsmál kæmu
þeim ekki við. Þau væru vandi annarra ríkja.
Það sem okkur tókst hins vegar með vinnu okk-
ar í aðdraganda Parísarsáttmálans var að sann-
færa ríki heims um að ávinningurinn myndi
ekki aðeins skila sér til lengri tíma litið, heldur
einnig til skemmri tíma og að einstök ríki gætu
styrkt stöðu sína heilmikið með beinum aðgerð-
um um leið og þau legðu sitt af mörkum til
heimsbyggðarinnar.“
– Þú hlýtur að vera stolt af Parísarsáttmál-
anum?
„Ég er mjög þakklát fyrir sáttmálann, við
skulum orða það þannig. Hann var bráðnauð-
synlegur vegna þess að ríki heims höfðu fram
að þeim tíma ekki getað komið sér saman um
leið til að draga úr losun. Með þessum sáttmála
fundum við leið til að skila okkur fram veginn
næstu þrjátíu árin eða svo. Fyrir það er ég mjög
þakklát. Að því sögðu þá skal ég vera fyrsta
manneskjan til að minna fólk á að sáttmálinn er
engin lausn í sjálfum sér heldur upplegg. Það er
ekki nóg að vera með plan, við þurfum að fylgja
því eftir. Og þannig standa leikar í dag. Allt
veltur á framkvæmdinni.“
Hafna þeir líka þyngdaraflinu?
– Sem kunnugt er þá dró Donald Trump Banda-
ríkin út úr Parísarsáttmálanum eftir að hann
tók við embætti forseta. Er sú stefnubreyting
mikið bakslag?
„Svo að það sé alveg á hreinu þá hafa Banda-
ríkin sem heild ekki breytt um stefnu, heldur
ráðamenn í Washington. Og þeir hafa svo sem
ekkert séð sig um hönd; halda bara áfram að af-
neita vísindunum, eins og þeir gerðu áður en
þeir komust til valda. Það er með miklum ólík-
indum að til sé fólk á 21. öldinni sem kýs að taka
ekki mark á vísindunum. Hafna þessir menn
líka þyngdaraflinu og því að jörðin sé hnöttótt?
Loftslagsbreytingar eru hvorki skoðun, goð-
saga né trúarbrögð sem þú getur valið að fylgja
eða hafna. Þær eru staðreynd. Fyrir vikið er
það ofvaxið mínum skilningi hvers vegna ráða-
menn í Washington kjósa að sópa þessu vanda-
máli út af borðinu.
Þessi afstaða breytir ekki því að einstök ríki í
Bandaríkjunum, borgir, fyrirtæki, stofnanir og
einstaklingar hafa haldið áfram að virða Par-
ísarsáttmálann og vinna að markmiðum hans,
til dæmis með því að draga úr losun kolefna,
enda vita þessir aðilar sem er að það er þeim
fyrir bestu, til lengri og skemmri tíma. Og láta
ekki einn mann slá sig út af laginu.“
Lengi að ná eyrum almennings
Að dómi Figueres er löngu hafið yfir vafa að
loftslagsbreytingarnar, sem við glímum við nú
um stundir, séu af mannavöldum.
„Trúi menn því að jörðin sé flöt eiga þeir
örugglega erfitt með að skilja loftslagsbreyt-
ingar og að þær séu af mannavöldum. Um leið
og menn afla sér grunnþekkingar á vísindum
verður á hinn bóginn afskaplega erfitt að and-
mæla. Sem betur fer fækkar þessum efa-
semdarmönnum jafnt og þétt enda verða vís-
indin alltaf nákvæmari, upplýsingarnar
áreiðanlegri og fleiri og fleiri vísindamenn
leggjast á árarnar. Vísindamenn hafa varað
okkur við áratugum saman. Þeir hafa frá upp-
hafi haft rétt fyrir sér í þessum efnum; það tók
bara tíma að ná eyrum almennings.“
Figueres er sammála því að umræðan um
loftslagsmál hafi tekið talsverðum breytingum á
undanförnum áratug og tilgreinir í því sam-
Ekki nóg að vera með
áætlun, við verðum
að fylgja henni eftir
Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóri rammasamnings SÞ um loftslagsbreytingar,
segir raunhæft að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún er í dag.
Figueres, sem stödd er á Íslandi, átti drjúgan þátt í gerð Parísarsáttmálans. Hún kveðst þakklát
fyrir samninginn en hann sé aðeins leiðarvísir í loftslagsmálum, allt velti á efndum aðildarríkj-
anna. Þá dugi skammt að afneita vísindunum, eins og ráðamenn í Washington virðist gera.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
„Börnunum er annt um framtíð-
ina og sitt eigið líf. Þess vegna
mótmæla þau og við ættum öll
sem eitt að styðja þær aðgerðir,“
segir Christiana Figueres.
Morgunblaðið/Eggert
LOFTSLAGSMÁL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019