Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 24
Með hækkandi sólu og hlýn-andi veðri reima sífelltfleiri á sig hlaupaskóna og margir stefna á þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Mikilvægt er þó að flýta sér ekki um of og fara rétt að. Sunnudags- blaðið fékk Arnar Pétursson, hlaup- ara og margfaldan Íslandsmeistara, til að fara yfir það helsta sem fólk þarf að hafa í huga í sumar þegar farið er út að hlaupa, hvort sem um ræðir nýgræðinga eða aðra sem vilja bæta sig. Hann hefur tekið að sér hlaupaþjálfun síðustu árin og hefur margt til málanna að leggja. Arnar nefnir tvennt sem milivæg- ast er að hafa í huga í undirbúningi fyrir hlaup. „Í fyrsta lagi að setja sér markmið og í öðru lagi að fara rólega af stað. Þetta eru tveir lyk- ilþættir því markmiðið kemur þér út um dyrnar og það að fara rólega af stað hámarkar líkurnar á árangri og lágmarkar líkurnar á meiðslum,“ segir Arnar. Hann segir það að fara of hratt af stað haldast í hendur við að vilja taka svakalega á því á hverri æfingu en það setji of mikið álag á líkam- ann, of snemma. „Fólki finnst oft erfitt að skilja að þótt því líði illa meðan á æfingunni stendur eða eftir hana þýðir það ekki að æfingin muni skila meiri ár- angri en æfing þar sem viðkomandi líður vel. Ef æfingarnar eru settar rétt upp er hægt að líða merkilega vel allan tímann og taka á sama tíma miklum framförum,“ segir Arnar og bætir við að það sé mjög gefandi að sýna fólki hvernig hægt sé að bæta sig á þennan hátt. „Það tekur oft ánægjuna úr hlaupunum að ætla að drepa sig á hverri æf- ingu.“ Það getur því verið betra að fara auðveldu leiðina en þá erfiðu og leiðinlegu. Æfingatímabilinu skipt upp Arnar segir best að skipta æfinga- tímabilinu upp í fasa, þar sem ein- blínt er á ákveðna þætti í hverjum fyrir sig. Í því sambandi talar hann um þrjá fasa. „Fyrst kemur uppbyggingar- tímabilið og þar er lögð áhersla á róleg og milliróleg hlaup. Í næsta fasa einbeitir fólk sér að því að hækka mjólkursýruþröskuldinn og bæta súrefnisupptöku. Í síðasta fas- anum er síðan farið í sérhæfðar æf- ingar sem miða við þá vegalengd sem stefnt er á að hlaupa, hvort sem það er maraþon eða fimm kílómetr- ar eða hvaða vegalengd sem er,“ segir Arnar. Hann segir að hlaup- arar eigi ekki að æfa á keppn- ishraða fyrr en um sex vikum fyrir hlaup, tíminn fram að því fari í upp- byggingu. Hvíldin mikilvæg Þegar hlaupi eins og t.d. Reykjavík- urmaraþoni, og æfingatímabilinu sem á undan kemur, er lokið er mik- ilvægt að hvíla sig nægilega vel í kjölfarið að sögn Arnars. „Eitt það mikilvægasta í öllu ferl- inu er að enda æfingatímabilið á hvíld. Eftir stórt hlaup þarf fólk annaðhvort að hvíla alveg í 10-20 daga og æfa þá ekkert á þeim tíma eða æfa ekki annað en rólegt skokk í fjórar til sex vikur svo það lendi ekki í meiðslum eða hætti að sjá bætingar. Ef þessu er ekki fylgt er oft bara tímaspursmál hvenær fólk lendir í ofþjálfun, meiðslum eða hættir að taka framförum,“ segir Arnar en bætir við að það reynist mörgum erfitt að fylgja þessu. Sjálfur bætir Arnar um betur og fastar á allt nema vatn í tvo til þrjá sólarhringa áður en hann byrjar nýtt æfingatímabil. Hann segir það gefa líkamanum hvíld ásamt því að auðvelda hvíldina, sem getur verið merkilega erfið. „Löngunin að fara á æfingu er lítil á meðan þú fastar svo þetta hjálpar til við að lengja hvíldartímabilið.“ Hlaupastíllinn oft rangur Arnar segir hlaupastílinn mjög mikilvægan fyrir þá sem vilja bæta sig. „Hlaupastílinn er nokkuð sem allir geta bætt. Ef þú til dæmis rétt- ir betur úr brjóstkassanum og eyk- ur súrefnisupptökuna, hallar þér meira fram og nýtir þyngdaraflið, eða lendir betur á löppinni geturðu tekið framförum án þess að komast endilega í betra form. Þá nýtirðu betur orkuna, sem þú ert hvort eð er að framkalla.“ Arnar segir algengt að fólk skoppi of mikið upp og niður þegar það hleypur. „Í raun áttu að geta hlaupið eðlilega í göngum sem eru kannski fimm sentimeturm hærri en þú. Þú átt að nota orkuna til að færa þig áfram en ekki upp frá jörðunni. Ég sé þetta hjá mörgum og það er oft auðvelt að laga þetta.“ Arnar segir þó mikilvægt að ein- beita sér að því að bæta einn þátt hlaupastílsins í einu. „Ef unnið er í mörgum þáttum í einu er hætt við því að lítill eða enginn árangur ná- ist.“ Hann tekur undir með blaða- manni að líkja megi hlaupastílnum við golfsveiflu. Það fari oft illa ef golfarar ætla að bæta gripið, aft- ursveifluna og fótastöðuna, allt á sama tíma. Það sama eigi við um hlaupastílinn. Þegar Sunnudagsblaðið heyrði í Arnari var hann staddur á Smá- þjóðaleikunum í Svartfjallalandi þar sem hann keppti í 5.000 og 10.000 metra hlaupi í vikunni. „Stóra markmiðið er Reykjavíkurmaraþon- ið í ágúst og þetta er liður í und- irbúningnum hjá mér.“ Arnar mun, í samstarfi við Ís- landsbanka, heimsækja hlaupahópa víðsvegar um landið í júní og sýna fólki hvernig bæta má hlaupastílinn á auðveldan hátt. „Það er mjög gef- andi að miðla áfram því sem maður hefur lært á sínum ferli,“ segir Arn- ar. Þeir sem vilja fylgjast með Arnari geta gert það á instagram undir notendanafninu arnarpetur. Mikilvægt að fara rólega af stað Arnar Pétursson segir hvíldina mikilvæga þegar hlaupafólk vill ná árangri. Ekki sé gott að keyra sig út á öllum æfingum og auðvelda leiðin getur verið sú árangursríkasta í átt að markmiðinu. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Margir hafa nýtt sér gott veður undanfarið og skellt sér út að hlaupa. Morgunblaðið/Eggert Arnar Pétursson, Íslandsmeistari í maraþoni, segir mikilvægast að setja sér markmið og fara rólega af stað í undirbúningi fyrir hlaup. Úr einkasafni 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019 LÍFSSTÍLL ● Settu þér markmið áður en þú ferð af stað. ● Farðu rólega af stað. ● Þú þarft ekki að drepa þig á hverri æfingu. Vanlíðan er ekki merki um árangur. ● Skiptu undirbúningnum fyrir hlaup upp í nokkra fasa. ● Ekki hlaupa á keppnishraða fyrr en um sex vikum fyrir hlaup. ● Betri hlaupastíll getur ver- ið ávísun á auðveldari bæt- ingar. ● Fáðu einhvern til að hjálpa þér með hlaupastílinn og ein- beittu þér að því að bæta einn þátt í einu. NOKKUR HOLLRÁÐ Þarft ekki að drepa þig

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.