Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Side 28
POPP Söngkonan Taylor Swift segir að nýjasta mynd-
band sitt, við lagið ME, sé óður til rómantísku og epísku
söngvamyndanna, en með sérlunduðum snúningi. „Ég
horfi mikið á kvikmyndir og hef alltaf haft dálæti á
söngvamyndum. Sumt í myndbandinu er undir áhrifum
frá stóru Disney-myndunum og klassískum myndum á
borð við Singin’ in the Rain. Ástarsagan milli aðal-
persónanna í þessum myndum felur gjarnan í sér mikla
tjáningu og þannig vildi ég einmitt hafa dýnamíkina á
milli okkar Brendons. Hún átti að vera dramatísk án
þess þó að við tækjum okkur of alvarlega,“ segir
Swift í samtali við breska blaðið The Independent
en sem kunnugt er syngur Brendon Urie úr
Panic! At the Disco með henni í laginu.
Óður til söngvamynda
Taylor Swift
AFP
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019
LESBÓK
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
ROKK Birgir Haraldsson söngvari og Sig-
urgeir Sigmundsson gítarleikari úr Gildr-
unni hafa stofnað rokkhljómsveitina Huldu-
menn með þeim Birgi Nielsen trommara,
Ingimundi Óskarssyni bassaleikara og Jó-
hanni Ingvasyni hljómborðsleikara. Huldu-
menn eru búnir að vera í Stúdíói Paradís
undanfarnar vikur og nú eru tíu lög komin
inn á harða diskinn og nú sem endranær er
Jóhann Ásmundsson bassaleikari þeim til
halds og trausts í upptökunum. Fyrsta lagið,
„Mánudagur í Reykjavík“ eftir Birgi Har-
aldsson, er farið að óma á útvarpsstöðum en
að sögn sver efnið sig í ætt við Gildrurokkið.
Fyrsta lagið frá Huldumönnum
Huldumenn verða á ferðinni í sumar.
Idris Elba þykir með svalari mönnum.
Bondar við Elba
BOND Umræðan um næsta James
Bond er að verða tímafrekari en
umræðan um þriðja orkupakkann á
Alþingi okkar Íslendinga. Sú um-
ræða fer þó að mestu fram úti í
heimi og í vikunni blandaði ástr-
alski leikarinn Chris Hemsworth
sér í málið, þegar hann tjáði tíma-
ritinu Variety að hann væri ekki í
nokkrum vafa um það hver hentaði
best í hlutverkið þegar Daniel
Craig skilar inn leyfinu til að drepa.
„Idris [Elba] allan tímann. Það
kæmi ný ára með honum og þegar
nýr maður tekur við þarf hann ein-
mitt að koma með eitthvað nýtt og
ferskt að borðinu,“ segir Hems-
worth en þeir Elba léku saman í
Thor- og Avengers-myndunum.
Max Cavalera var ekki nemaátján ára þegar hannstefndi skónum fyrst frá
Brasilíu til New York í ársbyrjun
1988 til að freista þess að koma
þrassbandinu sínu, Sepultura, á
samning hjá alvöruútgáfufyrirtæki
sem hefði burði til að breiða erindið
út á heimsvísu. Hann var vopnaður
tveimur plötum, sem komið höfðu út
í Brasilíu, Morbid Visions (1986) og
Schizophrenia (1987), en sannast
sagna voru þær varla til útflutnings
enda bandið ennþá að finna sinn takt
í málminum, sinn stíl.
Allt mælti gegn því. Svimháir sím-
reikningar, fáránlegur flugkostn-
aður og slagur við kerfið um land-
vistar- og atvinnuleyfi, auk þess sem
aðeins Max talaði hrafl í ensku af
bandingjunum fjórum. Eigi að síður
ákvað maður að nafni Monte Conner
hjá Roadrunner Records að láta slag
standa – einlægni og ástríða Max
heilluðu hann upp úr skónum.
Dáðist að hugrekkinu
Niðurstaðan var sú að senda upp-
tökustjóra til móts við bandið í Rio
de Janeiro og varð ungur og óreynd-
ur maður, Scott Burns, fyrir valinu.
Hann hafði ekki í annan tíma stýrt
upptökum einn síns liðs og grunaði
ekki hvað hann væri að fara út í.
„Ég get ekki annað en dáðst að
hugrekki Scotts Burns,“ rifjaði Max
Cavalera upp löngu seinna. „Allir
aðrir hefðu látið sig hverfa eftir
nokkra daga. Til að byrja með héld-
um við ekki að hann væri bandarísk-
ur – enda mætti hann á svæðið í
sandölum og stuttbuxum. Við áttum
von á manni í merkjaskóm, eða ein-
hverju slíku. Scott hefði hins vegar
allt eins getað verið einn af okkur.
Það endaði með því að við kölluðum
hann „chinelao“ sem þýðir „sand-
alar“ á portúgölsku. Útvarpinu hans
var stolið, veðrið var ömurlegt, hót-
elið hörmung, en hann kvartaði aldr-
ei og við skemmtum okkur eins og
Vissi að við
vorum ekta
Þrjátíu ár eru um þessar mundir frá því að ein
áhrifamesta málmplata sögunnar, Beneath the
Remains með Sepultura, kom út. Hún var tekin
upp í skjóli nætur sem hæfir efninu prýðilega.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Listaverkið „Rauða martröðin“ eftir
Michael R. Whelan prýðir umslagið.
Flestir eru sammála um að gullöld Sepultura hafi staðið frá 1989
fram til 1996. Þá komu, auk Beneath the Remains, út plöturnar Arise
(1991), Chaos A.D. (1993) og Roots (1996) og á tveimur síðarnefndu
var sveitin búin að ummálma sig úr þrassi yfir í grúv. Fjórmenning-
arnir fluttu sig um set til Phoenix í Bandaríkjunum árið 1990. Eftir út-
gáfu Roots urðu vatnaskil, þegar Max Cavalera var hrakinn úr band-
inu sem hann stofnaði sjálfur. Ástæðan var
umboðsmaður Sepultura, Gloria, sem jafnframt
er eiginkona Max, en hinum þremur þótti hún
snemma bera hag hans en ekki þeirra fyrir
brjósti. „Annaðhvort fer hún eða þú,“ sögðu
þeir einum rómi. Max vék en Igor varð eftir
og var fátt með þeim bræðrum í heilan ára-
tug, uns Igor yfirgaf Sepultura. Þeir mús-
isera saman í Cavalera Conspiracy í dag
en líkurnar á því að bræðurnir leiki á ný
með Kisser og Paulo Jr. virðast hverfandi
litlar. Sum sár gróa seint. Jafnvel aldrei.
Hrakinn úr eigin bandi
Max Cavalera