Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Side 29
konungar við gerð plötunnar.“ Segja má að Beneath the Remains sé myrkraverk í orðsins fyllstu merkingu; ekki aðeins það að tónlist- in sé með því dekksta sem sögur fara af á byggðu bóli, heldur var hún beinlínis tekin upp í skjóli nætur. Hljóðverið var upptekið á daginn. Allt gekk upp Allt gekk upp á Beneath the Re- mains; hún var ekki aðeins valin þrassplata ársins 1989, heldur hefur hún allar götur síðan verið mæli- kvarði á málmgæði. Upptökustjór- anum tókst, þrátt fyrir að vera með vindinn í fangið, að ná utan um þessa hráu grimmd Sepultura sem engu eirði; ekkert dró úr kraftinum í hljóðblönduninni, eins og gerst hafði á fyrri plötum. Riffin og ofsakeyrsl- an í gítörum Max Cavaleras og Andreas Kissers, helþéttur bassa- leikur Paulos Jr. og brútal bumbu- sláttur Igors Cavaleras sem fór beina leið inn í æðakerfið. Rúsínan í pylsuendanum var svo villimannsleg rödd Max sem lónaði á landamærum þrass og dauðarokks. „Ég held að við höfum fundið okk- ar stíl á Beneath the Remains,“ sagði Max Cavalera þegar platan var endurútgefin árið 1997. „Enda þótt önnur bönd hafi haft áhrif á okkur áttum við loksins okkar eigin hljóm, sem var Sepultura. Við vorum aldrei besta hljóðversbandið en við- horfið var alltaf í stakasta lagi. Það greindi Sepultura frá öllum hinum böndunum. Margir í Brasilíu gátu spilað betur en við – ég stend ennþá við það – en eigi að síður vorum það við sem meikuðum það vegna við- horfs okkar. Fólk vissi að við vorum ekta.“ Ég elska þessi lög! Í samtali við málmgagnið Metal Hammer, þegar Beneath the Re- mains varð 25 ára, kvaðst Max ennþá elska plötuna. „Þetta var stórt skref fyrir okkur og ný stefna. Það hafði líka sterk áhrif á plötuna að hún var tekin upp að næturlagi. Ég elska þessi lög. Inner Self er eitt af mínum uppáhalds Sepultura- lögum, ekki síst út af textanum sem endurspeglar hvernig okkur leið á þessum tíma: Walking in dirty streets / With hate in my mind. Textinn umvefur tilfinninguna. Tit- illagið er líka geggjað og Stronger Than Hate er negla.“ Talandi um textana þá komu áhrifin úr ólíklegri átt – frá hinu goðsögulega írska rokkbandi U2. „Mikið af textunum á Beneath the Remains er undir áhrifum frá War, plötu U2. Áður höfðu Black Sabbath og Motörhead veitt mér mestan inn- blástur en síðan fór ég að hlusta á U2 sem búa að frábærum textum. Ef menn skoða titillagið á Arise- plötunni okkar, sem kom á eftir Be- neath the Remains, er ein meg- inlínan „Under a pale gray sky“ bein vísun í „Under a blood red sky“ í U2- laginu New Years Day,“ sagði Max í samtalinu við Metal Hammer. Hvorki Max né Igor höfðu náð tví- tugu þegar Beneath the Remains kom út, Max var nítján ára og Igor átján. Paulo Jr. var nítján ára og „gamli maðurinn“, Kisser, tvítugur. Sem er vitaskuld með miklum ólík- indum, þegar horft er til gæða plöt- unnar, bæði lagasmíðanna og hjart- ans og sálarinnar í túlkuninni. Misstu föður sinn ungir Sepultura var heldur ekki að byrja; varð til fimm árum áður í einu af fá- tækrahverfum Belo Horizonte. Max og Igor höfðu þá misst föður sinn úr hjartaáfalli og fundu huggun í málm- inum eftir að hafa fallið fyrir téðum sveitum, Black Sabbath og Motör- head. Nafnið merkir „gröf“ og er sótt í Motörhead-lagið „Dancing on Your Grave“. Svo staðráðnir voru bræðurnir í að ná eyrum heimsins að þeir hættu í skóla til að geta æft af sem mestu kappi. Áhrifavaldarnir komu víða að en ákveðinn vendi- punktur varð þegar þeir heyrðu fyrst í þrassbrautryðjendunum Ve- nom. „Það var Motörhead Myrkra- höfðingjans,“ er haft eftir Igor. Paulo Jr. kom fljótlega til sög- unnar en Kisser gekk ekki til liðs við bandið fyrr en 1987, þegar hinir höfðu fært sig um set til São Paulo. Þar með varð gullaldarlið Sepultura til. Lið sem talaði enga tæpitungu! Sepultura-liðar, eins og þeir birtust heiminum á bakhlið Be- neath the Remains árið 1989. 2.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ROKK Courtney Love útilokar ekki að Hole komi saman á ný á árinu til að fagna því að 25 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Live Through This. „Það er ekkert að því að halda upp á fortíðina,“ segir Love í sam- tali við breska blaðið The Guardi- an. „Ég er tiltölulega nýbúin að átta mig á þessu. Geri maður það ekki, endurskrifa bara einhverjir aðrir söguna og maður gæti orðið ein- hver vandræðakona.“ Fram hefur komið að aðrir meðlimir Hole eru jákvæðir gagnvart hugmyndinni. Hole gæti komið saman að nýju Courtney Love, forsprakki Hole. AFP BÓKSALA 22.-28. MAÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan 2 Gullbúrið Camilla Läckberg 3 WOW – ris og fall flugfélags Stefán E. Stefánsson 4 Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið Jonas Jonasson 5 Silfurvegurinn Stina Jackson 6 Þegar kona brotnar Sirrý Arnardóttir 7 Þín eigin saga – draugagangur Ævar Þór Benediktsson 8 Risasyrpa – íþróttakappar Walt Disney 9 Gæfuspor – gildin í lífinu Gunnar Hersveinn 10 Þín eigin saga – piparkökuhúsið Ævar Þór Benediktsson 1 Pax 2 – uppvakningurinn Larsson/Korsell/Jonsson 2 Pax 1 – níðstöngin Larsson/Korsell/Jonsson 3 Er ekki allt í lagi með þig? Elísa Jóhannsdóttir 4 Hermiskaði Suzanne Collins 5 Draugsól – þriggja heima saga 4 Kjartan Yngvi Björnsson / Snæbjörn Brynjarsson 6 Eldar kvikna Suzanne Collins 7 Sölvasaga unglings Arnar Már Arngrímsson 8 Hrafnsauga – þriggja heimasaga 1 Kjartan / Snæbjörn 9 Módel í dulargervi Carina Axelsson 10 Rotturnar Ragnheiður Eyjólfsdóttir Allar bækur Ungmennabækur Í vikunni las ég meðal annars Kambsmálið, Í Gullhreppum og Dúfu töframannsins. Við lifum á feminískum tímum og bókin um Kambsmálið eftir Jón Hjartarson hittir í hjartastað, ekki aðeins hjá femín- istum heldur líka hjá þeim sem eru ekki femínistar en elska fólk sem berst við vonlausar aðstæður og þessi saga djarfrar stúlku við kerfið er heillandi. Hún lifði í vonlausum aðstæðum en gerðist leiðtogi síns fólks og sigraði á fal- legan hátt. Í Gullhreppum eftir Bjarna Harðarson hefst á hommaævintýri Þórðar, íslensks prests og júða sem er okurlánari í Kaupinhafn á 18. öld. Í þessari höfuðborg Íslands kynnist Þórður mörgum merki- legum og frjáls- lyndum textum og kemur hann með speki þá til Íslands. Hann er settur prestur yfir Reykja- dal sem er fátæklegt prestakall. Barátta hans er stanslaus bókina á enda, en það var svo sem viðbúið eins og sagt er um hann: „Það hefur aldrei hvarflað að Þórði að hann verði hluti af nein- um blóma, aldrei innundir hjá nein- um heldur sífellt og ævarandi hjá- barn veraldar.“ Besta bók Bjarna Harðarsonar. Dúfa töframannsins, sagan af Katrínu Hrefnu, yngstu dóttur Ein- ars Benediktssonar skálds, er skrif- uð af Gylfa Gröndal. Konan mín tók þessa bók af rælni á bókasafninu og ég greip hana á mánudagskvöldið af náttborði hennar og las hana. Best við hana var að mér fannst hún leysa úr ákveðinni hugarflækju hjá mér. Þegar ég las Í túninu heima var Laxness með níð um Einar. Ég hafði svosem lesið það í ævisögu Gunnars Gunnarssonar eftir Jón Yngva Jóhannsson að Einar virðist hafa verið grimmur í dómum sín- um um verk yngri höfunda og mann grunaði að eitthvað þess háttar lægi að baki þessum leið- indaskrifum Hall- dórs. Katrín Hrefna notar mikinn tíma í bókinni í að hrekja orð nóbels- skáldsins og kemur með góð rök um að orð hans um Einar séu meira og minna lygi. Katrín Hrefna dró síðan fram texta eftir Kristján Albertsson í Morgunblaðinu sem skýrir ýmislegt: „En þeim til hugg- unar sem leiðst hefur hvernig Lax- ness talar um Einar Benediktsson skal ég minna á gömul ummæli sem til þess benda, að það gæti að einhverju leyti verið misminni, sem ráða má af bók Laxness, að honum hafi frá öndverðu og alla tíð þótt lítið koma til skáldskapar Einars. Ég var einu sinni ritstjóri að blaði sem hét Vörður, og þar átti Lax- ness margar greinar og skrifaði eitt sinn í orðaskiptum við mig: „Við (þ.e. íslenskir rithöfundar) erum allir provins-manneskjur í bók- menntum, og eigum hvarvetna í erlendum ritheimi jafnoka og hlið- stæður í tugatali og hundraða, og þó ekki meðal annarra höfunda en þeirra, sem fæstir vita deili á nema þeirra eigin klíkur – allir að undan- teknum Einari Benediktssyni.““ BÖRKUR ER AÐ LESA Lifum á feminískum tímum Börkur Gunn- arsson er rit- höfundur og kvikmynda- gerðarmaður. ÞARF A Ð GIRÐ A ? ÞÚ FÆRÐ GIRÐINGAREFNIÐ HJÁ FÓÐURBLÖNDUNNI. HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR Í SÍMA 570-9800 - fodur@fodur.is SJÁ NÁNAR ÁWWW.FODUR.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.