Morgunblaðið - 01.07.2019, Side 4

Morgunblaðið - 01.07.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019 a. 595 1000 s rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st ánn fyr i r 12. nóvember í 16 nætur Frá kr. 234.995 Bir tm e . im sfe r BarceloMargaritas ALLT INNIFALIÐ aaaa Landsmót UMFÍ 50+ fór fram í Neskaupstað um helgina í miklum veðursveiflum að sögn Auðar Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmda- stjóra UMFÍ. Hún segir að hátíðin hafi tekist vel: „Það voru 23 gráður einn daginn og svo fór hitinn í þrjár gráður um nóttina. Keppendur klæddu sig í úlpurnar fyrir púttið á sunnudags- morgun en voru á stuttbuxunum á laugardag,“ sagði Auður. Á mótinu var keppt í fjölda greina; pílukasti, hlaupum, frjáls- um íþróttum, ringó, boccia og brids. Um 300 þátttakendur yfir fimm- tugu voru með á mótinu í Nes- kaupstað og skemmtu sér alla helgina. Hinn 102 ára Norðfirð- ingur Stefán Þorleifsson keppti í pútti og var tekið fagnandi sem þjóðhetju þegar hann hóf leik á sunnudagsmorgun. Þá var einn keppandinn í kúluvarpi handleggs- brotinn en það gerði lítið til: „Hún kastaði bara með hinni hendinni,“ sagði Auður, aðspurð. „Það sem stendur upp úr er að margir voru að prófa nýjar greinar sem þeir hafa aldrei prófað áður.“ Mótinu lauk með stígvélakasti í „úrvali af íslensku veðri“, að því er fram kemur á heimasíðu UMFÍ; í gegnum súldarúða og smávegis rok með tilfallandi sólskini og stillu. Ljósmynd/Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Hlaup Keppendur kepptu í ýmsum greinum á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri. Miklar veðursveiflur á Landsmóti UMFÍ 50+  Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri lauk í gær Teitur Gissurarson teitur@mbl.is 40% sautján ára ungmenna, sem stunduðu íþróttir og tóku þátt í rannsókn, sem Selmdís Þráinsdótt- ir, íþrótta- og heilsufræðingur, vann úr sem hluta af meist- araverkefni sínu í vor, féllu í áhættuflokk fyrir lífsstílstengda sjúkdóma. Þetta kemur fram í nið- urstöðum nýrrar rannsóknar Selmdísar sem benda til þess að of hátt hlutfall ein- staklinga á fimmtán og sautján ára aldri sé með of háa fituprósentu og glími við þrekleysi óháð þátttöku í íþróttum. Markmið rannsóknarinn- ar var að skoða áhrif íþróttaiðkunar á þrek og holdafar og segir Selmdís í samtali við Morgunblaðið að nið- urstöðurnar séu sláandi. 32% með háa fituprósentu Spurð um rannsóknina segir hún að í úrtakinu hafi verið 137 einstak- lingar hverra þrek og fituprósenta var mæld við fimmtán ára aldur og aftur við sautján ára aldur. Verk- efnið er hluti af rannsókninni Heilsuhegðun ungra Íslendinga sem fram fór árin 2015 og 2017 sem dr. Erlingur S. Jóhannsson veitti forstöðu. Vann Selmdís rannsókn sína upp úr gögnum frá þeirri rann- sókn. „Þegar fituprósenta þátttakenda var skoðuð með tilliti til viðmiðun- arflokka fituprósentu unglinga kom í ljós að 32% þeirra sem stunduðu íþróttir við fimmtán ára aldur voru með háa eða mjög háa fituprósentu, og svo 30% við sautján ára aldur,“ segir Selmdís og segir þessar nið- urstöður vera í takt við mælingar á þreki. „Samkvæmt viðmiðunar- flokkum þreks féllu 26,5% þátttak- enda sem stunduðu íþróttir við fimmtán ára aldur í áhættuflokk fyrir lífsstílstengda sjúkdóma sem eru orsakaðir af kyrrsetu. Þetta eru sjúkdómar á borð við sykursýki 2, offitu og hjarta- og æðasjúkdóma svo fátt eitt sé nefnt. Og fjörutíu prósent þeirra sem stunduðu íþrótt- ir við sautján ára aldur féllu líka í þennan áhættuflokk.“ Spurð hver sé ástæðan fyrir því að svo stór hluti ungmenna sem stunda reglulega íþróttir sé of feit- ur og þreklítill segir hún: „Rann- sóknin svarar auðvitað ekki spurn- ingunni hvers vegna þetta er en ég get auðvitað gefið mér ýmsar hug- myndir. Ef við lítum á þróun íþróttaiðkunar undanfarin ár þá virðast áherslur íþróttaiðkunar hafa breyst. Æfingum er að fjölga og áhersla á árangur hefur aukist. Vandamálið er því mjög ólíklega íþróttaiðkunin sjálf, heldur það sem gerist utan íþróttanna, eða réttara sagt það sem gerist ekki utan þeirra.“ Of mikil kyrrseta útskýringin? „Við getum spurt okkur: Gæti verið að kyrrseta sé svo mikil milli æfinga að æfingarnar dugi ekki til að halda holdafari ákjósanlegu og þreki góðu? Gæti verið að fæðuval sé svo slæmt að regluleg íþrótta- iðkun vinni ekki á móti þessari um- fram fitusöfnun? Þetta er það sem mér dettur í hug.“ Spurð hvað sé til ráða segir hún: „Ef maður ætti að koma með ein- hver ráð eða einhverjar lausnir, eða hugmyndir um eitthvað sem hægt væri að gera til að sporna gegn þessu, þá eyða þessi ungmenni stórum hluta dagsins í skólanum og þar af leiðandi er skólinn alveg kjörinn vettvangur til að draga úr kyrrsetu.“ Þreklítil þrátt fyrir íþróttaiðkun  Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að mörg ungmenni séu þrátt fyrir reglulega íþrótta- iðkun of þreklítil og með of háa fituprósentu  137 einstaklingar voru mældir við 15 og 17 ára aldur Morgunblaðið/Hari Á hjólum Selmdís telur að meiri hreyfing í skólum sé möguleg lausn.Selmdís Þráinsdóttir Bæjarhátíðin Bíldudals grænar var haldin á Bíldudal um helgina og mættu fleiri en oft áður, að sögn Öldu Hlínar Karlsdóttur, eins skipuleggj- enda hátíðarinnar. Segir hún að allt hafi gengið glimrandi vel en hátíðin hófst á fimmtudag og stóð fram til eftirmiðdags í gær. Á meðal hápunkta hátíðarinnar voru grillveisla, sem Arnarlax bauð til á laugardag, og Tungusöngurinn á föstudagskvöld. „Það er okkar eigin brekkusöngur. Þá erum við hérna á hátíðarsvæði okkar Bílddælinga, kveikjum lítinn varðeld og Vegamótaprinsinn, eins og við köllum hann, það er vert hér í bæ, Gísli Ægir Ágústsson, hann stjórnar þar söng af mikilli röggsemi. Okkur finnst það svolítið standa upp úr.“ Þá nefnir hún einnig hljómsveitina Albatross sem „tryllti liðið hér í gærkvöld“, en einn liðsmanna þeirra, Halldór Gunn- ar Pálsson, oft kenndur við Fjallabræður, var tónlistarstjóri hátíðarinnar. Mikið fjör á Bíldudals grænum „VEGAMÓTAPRINSINN“ STÝRÐI SÖNG AF MIKILLI RÖGGSEMI Morgunblaðið/Ágúst Ingi Jónsson Stuð Mikil stemning var í „Tungusöngnum“ á hátíðarsvæðinu á föstudagskvöld. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðhera, hefur skip- að nýtt þjóðleikhúsráð til næstu fjög- urra ára. Allir fulltrúar í ráðinu sögðu sig úr því í byrjun júní og var vísað til þess að það hefðu þeir gert til að umsóknarferli vegna ráðningar þjóðleikhússtjóra væri hafið yfir all- an vafa um mögulegt vanhæfi ein- stakra fulltrúa í ráðinu. Halldór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri og rithöfundur, verð- ur nýr formaður ráðsins. Varafor- maður verður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri og einnig sitja Pétur Gunnarsson rit- höfundur, Sigmundur Örn Arn- grímsson leikari og Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, í nýja þjóðleikhúsráðinu. Fresturinn rennur út í dag Í ráðinu sem sagði af sér sátu Ey- þór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi og formaður ráðsins, Herdís Þórð- ardóttir varaformaður, Birna Haf- stein, Ragnar Kjartansson og Sara Hlín Marti Guðmundsdóttir. Spurður hvers vegna ráðið hafi sagt af sér segir Eyþór að það hafi verið skipað fólki úr ólíkum áttum sem „hafi verið í fréttum“ og segir: „Svo við töldum best að við myndum ekki koma að ráðningarferli [þjóð- leikhússtjóra],“ en starf þjóðleikhús- stjóra var auglýst laust til umsóknar í vor. Segir Eyþór að ekki sé þar vís- að til neins einstaks meðlims ráðsins heldur hafi verið ákveðið að ráðið segði af sér í heild. „Við vorum sam- mála um að fá ætti nýtt fólk að,“ bæt- ir hann við. Umsóknarfrestur um starf þjóð- leikhússtjóra rennur út í dag. Nýtt þjóðleikhúsráð hefur verið skipað  Halldór Guðmundsson nýr formaður Morgunblaðið/Ómar Þjóðleikhús Nýtt ráð hefur verið skipað í stað þess sem sagði af sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.